Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 17

Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 eftirt>óriS. Gudbergsson Við heyrum frá fæðingu Margir foreldrar hafa án efa tekið eftir því, hvernig mismun- andi hávaði getur haft áhrif á börn. Þau hrökkva við, þegar þau heyra hvellan hávaða. Þau fara skyndilega að gráta, þegar einhver „frænkan" eða „frænd- inn“ kemur í heimsókn og talar hátt o.s.frv. Börn heyra frá fæðingu, ef þau eru ekki með einhvers konar heyrnarskaða. Þau hafa yndi af því, þegar við erum að raula, tökum þau í fang okkar og ruggum þeim, meðan við söngl- um eitthvað sem við sjalf höfum lært í æsku. Þau hafa greinilega ánægju bæði af söngnum (þó að við syngjum bara með okkar nefi!) og orðunum, sem þau heyra. Við höfum áður rætt um það, að fólk hefur samt hlotið mismunandi veganesti með sér trá æskuárum sínum. Og margir vilja halda því fram, að unga kynslóðin kunni ekki gömlu barnasöngvana, heilræðavísurn- ar og ljóðin, sern fólk lærði í „gamla daga“ og tók hátiðlega. Bækur hafa bætt margt Margir eru þeir, sem óska rithöfundum jafnt sem öðrum listamönnum lönd og leið, og mönnum leyfist að hafa eigin skoðanir á því. En sem betur fer hefur margt varðveist í bókum, sem annars væri týnt og tröllum gefið. Og gömul ljóð, vísur, rímur, heilræðavísur (eins og Ungum er það allra best), eru nú til í aðgengilegum bókum, þar sem „unga kynslóðin“ gæti rifjað upp það, sem „áður var“. Það hefur líka ákveðið gildi fyrir okkur að setjast niður, slaka svolítið á, rifja upp eða læra það, sem fyrri kynslóðir hafa alist upp við. Það bæði róar og hefur lífgandi ahrif á það ungviði, sem við ætlum að bera ábyrgð á og ala upp. Best að byrja sem fyrst Ég held, að það leiki enginn vafi á því, að best er að byrja sem fyrst að „láta heyra frá sér“. Strax við fæðingu ætti að taka á móti börnunum með hlýlegum „orðum". Tækin eru lífsnauðsyn. Tækninni hefur sem betur fer fleygt fram. Meira er hugsað um líðan konunnar en áður var og er það vel. En við megum ekki gleyma að taka á móti börnunum strax við inn- göngu í þessa veröld með orðum, með setningum, sem bjóða þau velkomin og láta hug fylgja máli. — með orðum, sem síðar meir eiga eftir að flæða yfir þau allt þeirra líf — mismunandi skiljanleg og skilmerkileg. Það er óhætt að byrja að syngja og segja þeim sögur strax frá upphafi, strax frá fæðingu. Þau skynja fyrr en við ætlum og heyra strax eftir fæðingu, ef allt er með eðlileg- um hætti miðað við aðstæður. Hvað á að segja eða lesa? Mönnum er það misjafnlega gefið að „segja“ sögur. Margir eru aldir upp við það og eiga Hvenær er heppi- legt að byrja með frá- sögur? auðvelt með frásögn, aðrir geta helst ekki sagt sögur, en verða þess í stað að lesa þær. Þó held ég, að flestir foreldrar reyni í upphafi að segja sögur. Þeir finna fljótt, að það er tilgangs- lítið að lesa hátíðlega fyrir eins árs barn! En við getum byrjað með að sýna þeim myndabækur. Bækur með stórum, einföldum mynd- um, sem auðvelt er að „grípa“. Myndirnar mega ekki vera of flóknar, ekki of mikið, sem gerist á sömu myndinni — aðalatriðið þarf að koma skýrt fram. Hér á íslandi er nú talsvert úrval af sæmilega góðum myndabókum í litum — en því rriiöur fátt íslenskt. Best er, að myndirnar séu um og úr þeim veruleika, sem barnið lifir og hrærist í. Það þarf helst að vera hægt að benda á eitthvað, tengja það við eitthvað, sem barnið þekkir eða kemur til með að þekkja. Litirn- ir þurfa helst að vera skýrir og greinilegir og endurtekning má gjarna vera öðru hverju. Oft er erfitt meðan börn eru lítil að skýra út fyrir þeim ævintýri, en líf, sem er tengt þeirra eigin lífi, þeirra eigin veröld og veruleika, á oft betur við þau. Þau þekkja sjálfa sig í mismunandi aðstæðum og kringumstæðum, þekkja aftur „sínar eigin til- finningar", þegar barn grætur eða hlær o.s.frv. Ævintýri og hvers konar dæmisögur hafa mjög mikið gildi er börnin vaxa og unnt er að útskýra með meiri orðaforða en fyrr. Gildi endur- tekningar Mörgum foreldrum finnst nóg komið, þegar börnin biðja um að fá að heyra einhverja söguna í 10. eða 20. skipti! Þau skilja varla, hvað það er í sögunni, sem er svona skemmtilegt eða þess virði að fá að heyra hana svona oft. Og satt er það, að stundum getur verið erfitt fyrir okkur að finna það. En það ætti að vera okkur nóg, að barnið biður um •söguna — það er eitthvað við hana, sem getur gefið því það, sem það biður um — og það er mismunandi undir hinum ýmsu kringumstæðum barnsins og oft háð tilfinningalífi þess, hvernig því líður sjálfu. Endurtekningin hefur því ákveðið gildi fyrir börnin — og segi saga lítið, hafi hún tak- markaðan boðskap eða sé lítið tengd því lífi sem barnið getur skilið, biður barnið ekki um hana aftur í bráð. Góð saga situr í undirvitund barnsins og eykur á hugmyndaflugið, það heldur áfram með söguna — Og svo getur það endurtekið söguna fyrir brúðunum sínum, mönnun- um sínum, böngsunum sínum o.s.frv. Þess vegna er líka jafn nauðsynlegt fyrir skóla og heimili að eiga góðar bækur, sem auka hugmyndaflug þeirra og auðga tilfinningalífið — eins og að eiga leikföng, kennslutæki og íþróttaáhöld! Lokaorð Þættir um lestur fyrir börn hafa nú orðið fleiri en ég ætlaði. Margt er ósagt enn. I fátækra- hverfi einu í Bandaríkjunum var gerð tilraun með nokkrar fjöl- skyldur, þar sem mæðrunum var greitt fyrir að lesa fyrir börnin sín á hverjum degi, minnst tiu mínútur á dag. Tilraunin sýndi ótrúlegan árangur meðal þessara barna, sem fengu annars svo litla hvatningu og uppörvun. Orða- forði þeirra jókst til muna á stuttum tíma miðað við hinn hópinn", sem ekkert fékk frekar en áður. Ef við getum hjálpað börnun- um með því að sýna þeim myndabækur, lesa fyrir þau stuttan texta, vekja áhug'a þeirra á bókum og bókalestri, getum við átt okkar þátt í því að koma í veg fyrir vandamál með lestur eða minnka þau — áður 'en lestur og lærdómur verður þeim raunverulegt vandamál. Ég lýk þessu með fáeinum orðum, sem Astrid Lindgren skrifar í einni af bókum sínum: „Best var þó þegar Berit fann ævintýrabókina sína. Hún þefaði af henni, og svo gekk hún á milli okkar hinna. Allir fengu að finna lyktina. Það er alltaf svo gaman að finna lyktina af nýjum bókum. Við getum fundið það á lyktinni, hvað það verður gaman að lesa þær.“ Rannsóknir lækna í Bandaríkjunum benda eindregið til þess, að hæfileiki barna til þess að skilja mál hefjist þegar á fósturskeiðinu og að börn bregðist mismunandi við tali fólks aðeins fáeinum klukkustundum eftir fæðingu. (Rannsóknir frá Boston 1974). _____________________17_ Móðir mín — Húsfreyjan — annað bindi komið HJÁ Skuggsjá er komin út bókin Móðir mín — Húsfreyjan. annað bindi, sem Gísli Kristjánsson hefur ritstýrt og séð um útgáfu á, svo sem einnig var um bók með sama heiti, er út kom í fyrra. Fimmtán höfundar eiga efni í þessari bók, börn þeirra mæðra, sem um er ritað. Eftirtaldir þættir eru í bókinni: Sólveig Þórðardóttir frá Sjöundá eftir Ingimar Jóhannes- son; Jóhanna Kristín Jónsdóttir frá Álfadal eftir Jóhannes Davíðs- son; Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni eftir Huldu Á. Stefánsdóttur; Hansína Benedikts- dóttir frá Helgavatni eftir Huldu Á. Stefánsdóttur; Hansína Benediktsdóttir frá Grenjaðarstað eftir Guðbjörgu Jónasdóttur Birkis; Björg Þ. Guðmundsdóttir frá Höll eftir Sigurð S. Haukdal; Hlíf Bogadóttir Smith frá Arnar- bæli eftir Sigríði Pétursdóttur; Svanhildur Jörundsdóttir frá Syðstabæ eftir Guðrúnu Páls- dóttur; Aðalbjörg Jakobsdóttir frá Húsavík eftir Guðrúnu Gísla- dóttur; Jakobína Davíðsdóttir frá Hrísum eftir Davíð Olafsson; Sigríður Jónsdóttir Bjarnason eftir Hákon Bjarnason; Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir frá Hvítárbakka eftir Þorgrím V. Sigurðsson; Kristín Sigurðardóttir frá Skútustöðum eftir Hall Hermannsson; Þórdís Ásgeirsdótt- ir frá Knarrarnesi eftir Vernharð Bjarnason; Dóra Þórhallsdóttir frá Laufási eftir Þórhall Ásgeirsson; Grethe Harne Ásgeirsson eftir Evu Ragnarsdóttur. í Móðir mín — Húsíreyjan, sem út kom í fyrra, var eingöngu sagt frá konum í sveitum landsins, bændakonum, en í þessari bók er sagt frá konum úr ýmsum starfs- stéttum. Bókin er 255 blaðsíður og auk þess 16 myndasíður. Á leið í skóla gœtiðoð lMA»a «___ unoTii oeggia HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. PARKER (2J HANNIFIN Char-Lynrf Öryggislokar Stjórnlokar Vökvatjakkar = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.