Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
Róbert T. Arnason:
Noregur og Island:
öryggismál og efnahagslegir hagsmunir
Það er ætlunin að fjalla hér í
tveimur jíreinum um öryggismál
og efnahaKslega haRsmuni
Noregs og hvernÍK meðferð
þessara tveKgja þátta í Noregi
snerta ísland.
I þessum greinum verður
gengið út frá eftirfarandi for-
sendum: Utanríkisstefna allra
ríkja hvílir á tveimur mégin-
stoðum. I fyrsta lagi kappkostar
sérhvert ríki að vernda sjálf-
staeði sitt og öryggi. I öðru lagi
kappkostar sérhver ríki að
vernda efnahagslega hagsmuni
sína.
Lítum nú á hvernig Noregur
fer að, hvað snertir þessa tvo
meginþætti utanríkismála og á
hvern hátt sú málsmeðferð
snertir Island.
í þessari grein er tekinn fyrir
f.vrri þátturinn, öryggismál en í
seinni greininni sá
efnahagslcgi.
Norsk stjórnvöld tryggja
sjálfstæði og öryggi landsins á
tvennan hátt — með því að hafa
öflugan her og með þátttöku í
varnarsamstarfi NATO.
Norski herinn er ekki stór
samanborið við heri stórveld-
anna tveggja í austri og vestri,
en hér skiptir stærð ekki máli.
Norski herinn' er vel vopnum
búinn og liðsmenn vel þjálfaðir
og heimavarnarliðið er fjöl-
mennt og einnig vel búið.
Hér að ofan var sagt að stærð
skipti ekki máli. Hlutverk
norska hersins er vörn en ekki
sókn. Herinn á að verja Noreg,
taka þátt í varnarsamstarfi
NATO og friðargæslu SÞ, sé
þess óskað.
Óþarft er hér að fjalla nánar
um stærð, skipulag og samsettn-
ingu norska hersins, þar sem
slíkt er ekki ætlunin.
Lítum nánar á varnarsam-
starfið við NATO og þá einkum
það, því Norðmenn hafna er-
lendum herstöðvum í Noregi á
friðartímum. Þátttaka Noregs í
varnarsamstarfi NATO byggist
á því, að leggja til sveitir til
sameiginlegs NATO herafla
komi til styrjaldar í Evrópu. A
friðartímum, eins og nú, byggist
varnarsamstarfið á þátttöku í
dagsdaglegum rekstri NATO,
sameiginlegum heræfingum,
hvort heldur er innan Noregs
eða utan, starfi við hin ýmsu
verkefni NATO, s.s. samræm-
ingu á skipulagi herja banda-
lagsins, stöðlun búnaðar, o.s.frv.
Einn stærsti þátturinn í
starfsemi NATO, eru
NATO-herstöðvar í bandalags-
ríkjunum. Stöðvar þessar eru
einkum mannaðar af her-
sveitum frá Bandaríkjunum,
Bretlandi og Frakklandi, auk
fámennra sveita frá öðrum
bandalagsþjóðum. Sumar þess-
ara stöðva teljast hornsteinar
varna bandalagsins t.d. í Þýzka-
landi og á Islandi.
Það er álit manna í aðalstöðv-
um NATO í Brússel, að þessar
stöðvar séu nauðsynlegar í
öllum bandalagsríkjunum. Þeg-
ár þess var farið á leit við
Norðmenn, að þeir leifðu NATO
herstöðvar í Noregi á friðartím-
um, sögðu þeir þvert nei við
þeirri málaleitan. Þessi neitun
kemur eflaust okkur Islending-
um spánskt fyrir sjónir, þar sem
Norðmenn telja það ómissandi
fyrir öryggi Noregs, að hér sé
NATO herstöð. Við hljótum því
að spyrja sem svo: Ef nú
Norðmenn þverneita að hafa
erlendar herstöðvar í landi sínu
á friðartímum, hvernig geta þeir
þá ætlast til að Islendingar
samþykki slíkt? Norðmenn hafa
aldrei dregið dul á það, hve
mikilvæg þátttaka íslands í
NATO er öryggi Noregs, en í
samskiptum sínum við Islend-
inga ættu þeir einnig að færa
gild rök fyrir neitun sinni um,
að hafa erlendar herstöðvar. Ef
herstöðin á Keflavíkurflugvelli
er svona mikilvæg fyrir öryggi
Noregs, því þá ekki að flytja
hana þangað? Hér má að
sjálfsögðu ekki gleyma mikil-
vægi stöðvarinnar fyrir sjálf-
stæði og öryggi Islands, en lítum
á sjónarmið Norðmánna.
Lítum þá fyrst á rök Norð-
manna fyrir þessari neitun, að
hafa herstöðvar í landinu og því
næst hvers vegna Keflavíkur-
stöðin er ómissandi fyrir öryggi
Noregs.
Því leyfa Norðmenn ekki
erlendar herstöðvar í
landi sinu á friðartímum?
Hér verða rakin sjónarmið
Norðmanna lið fyrir lið.
1) Noregur hefur öflugan her
til landvarna. Þessi her er nógu
stór til að gæta öryggis landsins
á friðartímum. Af þessu leiðir
að Norðmenn þurfa ekki erlent
varnarlið á friðartímum. Mann-
afli og vopnabúnaður norsku
landvarnasveitanna er þannig,
að þær geta varið Noreg, að
minnsta kosti um stundarsakir,
þar til hjálp berst frá banda-
lagsþjóðunum í NATO. Þetta
gerir erlent varnalið á friðar-
tímum óþarft.
2) Þegar Noregur gekk í
NATO, var fandið eina banda-
lagsþjóðin, sem átti landamæri
að Sovétríkjunum. Þessi landa-
mæri eru ein afleiðing seinni
heimsstyrjaldarinnar. Aðeins
tvö NATO ríki búa nú við þá
sérstöðu, að eiga landamæri að
Sovétríkjunum, Noregur og
Tyrkland. Önnur NATO ríki
hafa „stuðpúða" milli sín og
Sovétríkjanna.
Til þess að sanna fyrir sovésk-
um stjórnvöldum, að NATO
væri varnarbandalag og að
þátttöku Noregs væri ekki beint
gegn Sovétríkjunum, ákvað
norska stjórnin, sem þá var við
völd, að leyfa ekki NATO
herstöðvar í landinu á friðar-
tímum. Þessari stefnu hefur
verið haldið áfram. Hefðu nú
norsk stjórnvöld heimilað
NATO herstöðvar, hefðu Sovét-
ríkin túlkað þær sem ögrun við
sig. Ætla má að þessar her-
stöðvar hefðu verið við eða í
námunda við landamærin. Ekki
Róbert T. Árnason
1. grein
má gleyma því, að stærsta
flotastöð Sovétmanna er á
Kólaskaga, skammt frá landa-
mærum Noregs og Sovét-
ríkjanna. Sovétmönnum hefði
því þótt þrengt mjög að Norður
Atlantshafsflota sínum ef
NATO hersveitir væru að stað-
aldri í Noregi.
Sovésk stjórnvöld myndu
túlka þetta svo, að varnir
ríkisins hefðu veikst til muna.
Þorri sovéska flotans hefur
bækistöðvar á Kólaskaga. Þessi
floti þarf að fara út þrönga firði
til að komast út á Norður
Atlandshafið og Sovétríkin
myndu ekki þola það, að NATO
þrengdu að þeim í Norð-
ur-Noregi, með því að staðsetja
þar fjölmennar hersveitir.
3) Noregur var hersetinn í
seinni heimsstyrjöldinni og var
það bitur reynsla. Þeir atburðir
eru Norðmönnum enn í fersku
minni og eru þess valdandi, að ef
norsk stjórnvöld í dag leifðu
erlendar herstöðvar í landinu,
myndi það orsaka alvarleg
stjórnmálaátök innanlands.
Atburðir, sem gerðust fyrir
meira enn 20'árum, skilyrða enn
norsk stjórnmál og það er
norskum stjórnvöldum fullljóst.
Mikilvægt er að haft sé í huga
að norsk stjórnvöld neita er-
lendum herstöðvum á friðar-
tímum. en komi til átaka og
Noregur verður fyrir árás eða að
norsk stjórnvöld telja öryggi
landsins ógnað eða þá að hags-
munir annara NATO ríkja
krefjast þess, munu varnar-
sveitir NATO þegar í stað halda
til Noregs og koma þar upp
herbúðum. Því geta Norðmenn
sagt að þeir hafni ekki af-
dráttarlaust erlendum herstöðv-
um í landinu, heldur að þeir telji
þær ónauðsynlegar á friðartím-
um og einnig er mikilvægt að
muna að Noregur á landamæri
að Sovétríkjunum. Sovétmenn
eru afar viðkvæmir fyrir öllu
sem þeir túlka, sem ógnun við
öryggi sitt. Sést þetta best á
viðbrögðum þeirra við her-
æfingum NATO í Norður-
Noregi.
Hér hafa verið sett fram
megin rök Norðmanna, en lítum
nú á þau sjónarmið Norðmanna,
sem snerta þátttöku íslands í
NATO og Keflavíkurstöðina.
Ilvers vegna er það
mikilva*gt fyrir Noreg
að ísland sé í NATO?
Ymsir norskir sérfræðingar
og ráðamenn hafa látið í Ijós
álit sitt á mikilvægi Keflavíkur-
stöðvarinnar fyrir öryggi
Noregs. Má þar nefna menn eins
og C. Prebensen, J.J. Holst,
varnarmálaráðherrann R.
Hansen og fleiri. Umsagnir
þeirra eru allar mjög keimlíkar
og eru þær dregnar saman í
eftirfarandi klausu. — Sé litið á
landabréf af norðurhveli jarðar
og haft í huga hernaðarlegt
mikilvægi þess og stjórnmála-
legt fyrir bæði Sovétríkin og
NATO, má vera Ijóst að eftir-
litsstarf það sem fram fer á
Islandi, einkum á Keflavíkur-
flugvelli, er ómissandi þáttur í
varnarstarfi NATO. Eftirlits-
flugið frá Keflavík, sem farið er
yfir Norður Atlantshaf og
Noregshaf er nauðsynlegt
bandalaginu og öryggi Noregs.
Landfræðileg staða Islands er
slík að hver sá, sem hefur afnot
af flugvöllum og höfnum lands-
ins getur verið nær einráður á
Norður Atlantshafi. Þannig er
til að mynda hægt að meina
sovéska flotanum, að undan-
teknum kafbátum, aðgang út á
Atlantshafið. Mjög erfitt er að
finna nokkurn þann stað, sem
gæti komið í stað stöðvanna á
Islandi. Allt eftirlit, svo og liðs-
og birgðaflutningar frá N-
Ameríku til Evrópu í styrjöld
yrðu mjög erfiðir.
Þessi sámantekt sýnir glöggt
megininntakið í skoðun Norð-
manna á mikilvægi Islands fyrir
öryggi Noregs. Draga má fram
tvö meginatriði. I) Mikilvægi
þess að haldið sé uppi eítirliti
með ferðum sovéskra herskipa,
kafbáta og flugvéla á Norður
Atlantshafi. Hvers vegna?
Vegna þess, að nauðsynlegt er
að búa yfir, sem mestum og
gleggstum upplýsingum um
hugsanlegan fjandmann, því
allar athafnir byggja á
upplýsingum og því greinar-
betri, sem þær eru því raunhæf-
ari verða viðbrögð og athafnir.
Þess vegna er eftirlit nauðsyn-
legt. Sovétmenn halda uppi
nákvæmlega sama eftirliti á
Norður Atlantshafi'og NATO og
af sömu ástæðum.
Stöðugt blasir við sú þörf að
halda stjórnmálalegt og
hernaðarlegt jafnvægi milli
austurs og vesturs og eftirlit á
Norður Atlantshafi veitir
upplýsingar um, hvernig valda-
hlutföllum milli þessara tveggja
andstæöu fylkinga er háttað á
því svæði.
2) Megininntakið í varnar-
málaáætlunum Norðmanna er
að þeim berist hjálp frá banda-
mönnum sínum, svo fljótt sem
auðið er. Slík hjálp bærist að
mestu frá Bandaríkjunum og
Kanada og kæmi að mestu
sjóleiðis. Því telja Norðmenn
ósmissandi að NATO hafi að-
stöðu á íslandi til að vernda
siglingar um Norður Atlants-
hafið. íslendingum sjálfum er
auk þess holt að hafa í huga,
hvar þeir verða staddir með
aðdrætti og útflutning, ef
Norður Atlandshaf logar í ófriði
og engar siglingar hugsanlegar
til eða frá íslandi og engra
hjálpar að vænta frá neinum
bandamönnum, ef Islendingar
væru hlutlausir.
Hér hafa verið rakin þau tvö
meginsjónarmið, sem Norðmenn
segja að geri veru Islands í
varnarsamstarfi NATOþjóð-
anna að hornsteini norskra
öryggismála.
í þessari grein hafa verið sett
fram sjónarmið Norðmanna
eins og þau sjónarmið eru sett
fram opinberlega af norskum
stjórnvöldum. þ.e. hvers vegna
Norðmenn neita erlendum her-
stöðvum í Noregi á friðartímum
og hvert sé mikilvægi þátttöku
íslands í NATO fyrir Noreg.
í næstu grein verður fjallað
um efnahagslega hagsmuni
Norðmanna og hvernig þeir
hagsmunir snerta íslendinga.
Jazz-tónleikar í Nor-
ræna húsinu og M. A.
NÚNA um helgina koma hingað
til lands norsk söngkona. Mette
Rongved, og sænskur píanóleik-
ari. Jan Strinnholm. Þau koma
hingað á vegum Nordjaz/ og
Norræna hússins og halda hljóm-
leika í Reykjavík og á Akureyri í
byrjun næstu viku.
Mette Rongved er fædd í Björgvin
í Noregi, en hefur verið búsett á
Skáni í Svíþjóð um árabil, og vakið
þar og víðar á Norðurlöndum æ
meiri athygli fyrir einkar persónu-
lega túlkun á léttri tónlist hvers
konar, sér í lagi jazzmúsík. Mette
Rongved semur mikið af textum
sínum sjálf, og í september í haust
kom út í Svíþjóð ný hljómplata
hennar — þar syngur hún nokkra
texta sína við vinsæl lög, gömul og
ný, auk ljóða eftir Gustaf Fröding
o.fl. — Nokkur laganna eru eftir
undirleikara Mette Rongved, Jan
Strinnholm, einn vinsælasta jazzpí-
anista Svíþjóðar. Hann hefur verið
eftirsóttur einleikari og hljómsveit-
arpíanisti á undanförnum árum á
tónleikum í útvarpi og sjónvarpi,
skemmtistöðum og jazzkonsertum,
og hefur leikið með mörgum
fremstu jazzleikurum á Norður-
löndum.
Mette Ropgved og Jan Strinn-
holm halda fyrstu tónleika sína í
Norræna húsinu á mánudagskvöld
Nyrsta land
heims fundið
Kaupmannahöfn. 16. nóv. AP.
Landmælingastofnunin danska
skýrði frá því í dag að madinga-
menn stofnunarinnar hefðu
uppgötvað nyrsta land heimsins,
litla cyju, undan Grænlands-
ströndum.
Eyjan, sem er aðeins nokkur
hundruð fermetrar að flatarmáli,
er á Pearyland-svæðinu og um
einni mílu norðar en sú eyja sem
talin var vera nyrsta land verald-
ar. Eyjan virðist aðeins vera
Mette Rongved og Jan Strinnholm. klettur, en þar er þó að finna
örlítið af heimskautagróðri. Eyjan
20. þ.m. — daginn eftir, þriðjudag halda tónleika þar í Menntaskólan- rís aðeins um einn metra upp úr
21. nóv. verða þau á Akureyri og um. ísnum.