Morgunblaðið - 18.11.1978, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.11.1978, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 27 Tvær „Há- spennu- sögur” frá Skuggsjá SKUGGSJÁ hefur gefið út tvær nýjar bækur í bókaflokknum Iláspennusögurnar. Eru það bæk- urnar „ógnardagar í október 1941“ eftir Hansson og „Baráttan um þungavatnið“ eftir Knut Haukelid. „ógnardagar í október 1941“ segir frá atburði úr síðustu hcimsstyrjöld. er framin voru óhugnanlegustu fjöldamorð styrj- aldarinnar, þegar allir karlmenn. sem bjuggu í' bænum Kragujevac í Júgóslavíu voru tcknir af lífi. Með því að myrða samdægurs 7.000 af 30.000 íbúum bæjarins hugðust bjóðverjar knýja hina herskáu og uppreisnargjörnu Serba til hlýðni og undirgefni. En þetta óhugnanlega hlóðbað hafði þveröfug áhrif. Skæruliðarnir börðust enn hatrammlegar en fyrr og samstaða og baráttuvilji fólksins magnaðist. Per Hansson er þekktur og vinsæll höfundur hér á landi. Skuggsjá hefur áður gefið út 4 bækur hans. Teflt á tvær hættur, Tíundi hver maður hlaut að deyja, Höggvið í sama knérunn og Trúnaðarmaður nazista nr. 1, oj fjalla þær allar um atburði úr síðustu heimsstyrjöld. „Baráttan um þungavatnið" er einnig frásögn af atburði tengdum síðustu heimsstyrjöld. Hún segir frá því, er Þjóðverjar voru á mörkum þess að geta framleitt vetnissprengju. En til að ná því marki þurftu þeir þung vatn. Eina þungavatnsverksmiðjan í Evrópu var í Vemork í Noregi. Hún var því Þjóðverjum ómetan- lega mikilvæg, enda vel og tryggi- lega varin. Allt þetta vissu banda- menn og því sendu þeir hersveitir í svifflugum til árása á verksmiðj- una. Svifflugurnar lentu í illviðri og hermennirnir fórust. Var þá sérþjálfuð sveit norskra skæruliða send til að vinna verkið. Aðgerð þeirra heppnaðist og var talin með meiri hetjudáðum heimsstyrj- aldarinnar síðari. „Vikivaki”, nýtt blað framhalds- skólanema Komið er út nýtt blað, „Viki- vaki“, sem nokkrir nemendur í framhaldsskólum í Reykjavík og Kópavogi standa að. Ritnefnd þess skipa Anton P. Þorsteinsson, Benedikt Hjartarson, Jónas Egils- son og Sighvatur Karlsson. í ritstjórnargrein segir m.a. um tilgang blaðsins: „Tilefnið er viðleitni til þess að sporna gegn yfirgangi þeirra manna er kommúnistar kallast. Okku#*frjálshyggjumönnum er oft að vísu álasað fyrir lítinn áhuga á félagslífi innan skólanna. Þetta má vera rétt að nokkru leyti en þess ber að gæta að við ramman reip er að draga þar sem kommar eru annarsvegar, sbr. grein M.H. hér í blaðinu og skólablöð SFMS s.l. vetur. En þá urðu greinar, sem ekki voru ritnefnd að skapi fyrir slíku aðkasti að mesta skömm er að... Má líta á þessar gerðir alræðissinna í beinu samhengi við orð eins frambjóðanda Abl. fyrir síðustu kosningar: „í skólunum fer innrætingin fram“, og í einni af skruddum Maos stendur einhvers- staðar að sérstaka áherslu þurfi að leggja á pólitískt uppeldi ungs fólks!" ... að eigi maöur gamla, ónýta gúmmíhanzka er ágætt að klippa einn fing- ur af og setja á endann af kústskafti, pá helzt kústur- inn stöðugur, pegar hon- um er hallaö upp að vegg. stórri teskeiö af hunangi í frekar stóran bolla af soönu vatni ásamt saft af tveimur sítrónum og drekka paö síöan eins heitt og mögulegt er. ... að pegar búin er til rabarbarasulta er ágætt aö setja aö hluta púöursykur í stað hvíts sykurs. Sultan fær fallegri lit og verður bragömeiri. ... aö pegar skorinn er laukur vill lyktin oft sitja lengi á höndunum og hnífnum. Þetta má foröast meö pví að skola hendurn- ar og hnífinn úr köldu vatni, áöur en þvegiö er meö sápu. ... að vanti heftiplástur á smáskeinu, og hann er ekki til, má nota í staöinn nýja eggjahvítu, eftir aö sáriö hefur veriö vandlega hreinsaö. Eggjahvítan stífnar fljótlega. En ein- ungis má nota eggjahvítu úr nýbrotnu eggi. uppleysa og fjarlægja gamalt og storknaö lím meö ediki. ... aö hægt er aö gufu- sjóöa blómkál t.d. um leiö og kartöflurnar eru soönar, meö pví aö setja paö ofan á vel pvegnar kartöflurnar. Þannig sparast m.a. vítamín. ...aö mjólkin sýöur ekki upp úr, ef maður smyr kantinn á pottinum að innan meö smjöri eöa feiti. Ef lítið barn er á heimil- inu og maður vill hindra aö það komist inn í einhver herbergi, s.s. eins og baöherbergi eöa útidyr, er hægt aö leysa málin á pann hátt, aö handfangiö er skrúfað af hurðinni og pví er snúiö um fjóröung. Þá geta aðeins fullorönir og stærri börn opnað hurö- ina. Þessar hillur er mjög einfalt að búa til. Útvegið ykkur góða kassa, alla jafn stóra. Fáið ykkur síðan sparsl og sparslið allar ójöfnur í burtu, og Þá er ekkert annað eftir en að mála kassana. Síðan má raöa peim alla vega upp. • Teikningar barnanna... Hvaö getum við gert við teikningarnar, sem börnin eru að gefa okkur? Margar peirra eru góðar og ef pær eru settar ofan í skúffu pá njóta pær sín ekki. En hér er eitt ráð: Límið teikningana (eða tvær teikningar saman) á pappaspjald og límið gegnsætt plast ofan á myndina. Þá er hægt aö nota hana sem diskamottu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.