Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
Steinþór Gestsson:
„Kæruleysislega tek-
ið á ríkisfjármálum,,
Fjögurra milljarða greiðsluafgangur, sagði fjármálaráðherra
Frumvarp að fjárlögum vekur jafnan alþjóðarathygli. Það speglar ástand
efnahagsmála og ríkisfjármála hverju sinni — og er stefnumarkandi fyrir komandi
fjárlagaár. Mbl. hefur gert grein fyrir fjárlagafrumvarpinu í ítarlegum
fréttafrásögnum. Það birtj enn fremur í fyrradag efnisþræði úr framsögu
fjármálaráðherra, Tómasar Árnasonar og ræðu Matthíasar Á. Mathiesen, sem fyrstur
talaði af hálfu stjórnarandstöðunnar í umræðunni. Hér á eftir verða lauslega raktir
nokkrir efnisþræðir úr ræðum annarra þingmanna — við fyrstu umræðu
frumvarpsins. Rými blaðsins leyfir ekki annað en að stiklað sé á stóru í frásögninni.
Reynt er þó að láta sjónarmið komast í aðalatriðum til skila.
Ósamið um ymis atriði
fjárlagafrumvarpsins
I upphafi ræðu sinnar bar Lúðvík
Jósepsson (Abl) af sér og Alþýðu-
bandalaginu verðbólguþróun í tíð
vinstri stjórnarinnar 1971—1974, er
Matthías A. Mathiesen hafði feðrað
honum. Sjálfur gæti þessi fv. fjár-
málaráðherra ekki hlaupizt frá
ábyrgð á efnahagsþróun áranna
1974—1978 — með því að rekja
rætur hennar einvörðungu til eldri
tíðar. Aðkoma nýrrar vinstri stjórn-
ar nú var ekki svo beysin varðandi
þennan þátt þjóömálanna.
LJó sagði framkomið fjárlaga-
frumvarp vera stjórnarfrumvarp —
það væri enginn vafi —, en það væri
hins vegar lagt fram með ýmsum
fyrirvörum varðandi atriði, sem enn
væri ósamið um milli stjórnarflokk-
anna. Þar af leiddi að hann teldi rétt
að gera nú þegar nokkrar almennar
athugasemdir við frumvarpið.
Alþýðubandalagið er andvígt 16%
magnminnkun framkvæmda, sem
frv. felur í sér. Það getur ekki fallist
á framkvæmdasamdrátt umfram 10
til 12% — og þá á þann veg, að
félagslegar framkvæmdir, s.s.
verði staðið að verki, að hinn
almenni borgari hafi trú á þeim
aðgerðum, sem til verður gripið.
SBj sagði Alþýðuflokkinn gjör-
samlega andvígan þeirri stefnu í
skatta- og landbúnaðarmálum, sem
fram kæmi í fjárlagafrumvarpinu.
Frv. gerði ráð fyrir 18 milljarða
króna útgjöldum til niðurgreiðslu
búvöruverðs og 5,3 milljörðum í
útflutningsbætur á landbúnaðar-
afurðir er til féllu umfram innan-
landsneyzlu. Alþýðuflokkurinn sætt-
ir sig ekki við þennan þátt fjárlaga-
dæmisins, sagði hann.
Stefna fjárlagafrumvarpsins í
skattamálum er að gera tekjuskatt-
inn enn virkari 1979 en 1978, gera
hann að enn meiri láglaunaskatti, er
næði til enn fleira láglaunafólks en
áður. Þetta gæti Alþýðuflokkurinn
ekki undirgengizt, nýkominn úr
kosningum, þar sem gagnstæð stefna
hefði verið boðuð. Skatttekjur ríkis-
sjóðs fara, skv. þessu fjárlagafrum-
varpi, í 38.2% af vergri þjóðarfram-
leiðslu, sagði S.Bj., sem er hækkun
frá því er var.
Þingmenn Alþýðuflokksins munu
ekki greiðá atkvæði með þessum
þáttum fjárlagafrumvarpsins
óbreyttum. Við höfum kunngjört
fjármálaráðherra þessa afstöðu. Við
munum beita okkur af fremsta
megni til þess að fá þeim breytt í
meðförum þingsins.
Fyrirvarar
og lausir endar
Lárus Jónsson (S) sagði ótal
fyrirvara og lausa enda einkenna
þetta fjárlagafrumvarp, sem væri
endemis óskapnaður. Margir liðir
þess væru stórlega vanáætlaðir —
eða beinlínis vantaði. Ræður þeirra
Lúðvíks og Sighvats afhjúpa og
djúpstæðan ágreining í ríkis-
stjórnarflokkunum um ýmis höfuð-
atriði efnahagsstefnunnar og fjár-
lagafrumvarpsins. í raun væri
spurning, hvort hægt væri að ræða
frumvarp, sem lagt væri fram með
þessum hætti, enda hefði Lúðvík
Jósepsson kallað það „fyrstu skyndi-
yfirferð" ríkisstjórnarinnar í ríkis-
fjármálum. En þrátt fyrir allt yrði
að líta á frumvarpið sem
stjórnarfrumvarp, sem allir stjórn-
arflokkarnir bæru jafna ábyrgð á.
Lárus fór nokkrum orðum um
fyrirvara og ágreiningsatriði stjórn-
arflokkanna en vék síðan að tekju-
hlið frv. Hann vitnaði til ath.s. í frv.,
þar sem segir: „Frumvarpið felur í
sér auknar tckjur ríkissjóðs í
formmi beinna skatta sem ckki
leiða til sjálfkrafa hækkunar launa
og verðlags." Hækkun á innheimt-
um tekju- og eignasköttum, skv.
frumvarpinu, næmi um sextán
þúsund milljónum króna, 16
milljörðum. Ábent tilvitnun úr
fjárlagafrumvarpinu segir beinlínis,
að þessi skattaleið sé farin vegna
þess, að hana fái launþegar ekki
bætta gegnum vísitölu i kaupi.
Þessir sömu flokkar „falsa vísitöl-
una“ með því að nýta almannaskatta
til niðurgreiðslu vöruverðs um
9—10%, þ.e. úr vösum almennings
eru teknir fjármunir, 16 milljarðir
króna, til þess að ná fram um 10%
lækkun á vísitölubótum. Menn eru
látnir greiða úr eigin vasa niður
sitt eigið kaup. Og þetta heitir ekki
„kauprán" í dag.
Síðan vék L.J. að stórhækkun
tekju- og eignaskatta, sem m.a.
kæmi fram í því að ákvarða hækkun
skattvísitölu aðeins 43%, þótt frv.
gerði ráð fyrir rúmlega 50% hækkun
launatekna milli ára. Með þessum
skattvísitöluleik væri ætlunin að ná
3.700 milljónum króna, sem m.a.
kæmi fram í skattlagningu á lægri
tekjur. Þetta gengur þvert á stefnu
sjálfstæðismanna í skattamálum,
sem afnema vilja tekjuskatt á
almennar launatekjur, halda honum
einvörðungu á hátekjur. Þessa
stefnu hafa Alþýðuflokksmenn og
gert að sinni í orði, þó annað komi
málaráðuneytinu næmi hækkun frá
fjárlögum yfirstandandi árs til
áætlunar fjárlagafrumvarps 68.1%.
I utanríkisráðuneytinu 50.7%, í
landbúnaðarráðúneytinu 82.3%, í
sjávarútvegsráðuneytinu 87%, í
heilbrigðisráðuneytinu 61.1%, í fjár-
málaráðuneytinu 73.8%, í sam-
gönguráðuneytinu 70.2%, iðnaðar-
ráðuneytinu 63.7% og sjálfu við-
skiptaráðuneytinu 78.8%. Meðaltals-
hækkun frv. í heild er hins vegar
43.3%.
Það væri svo eftir öðru er
forsætisráðherra, með sína 116%
hækkun, veittist að fjárveitinga-
nefnd Alþingis í umræðu, vegna
varnaðarorða um nýjar mannaráðn-
jngar. Ónógar skýringar væru fram
komnar um þessar verulegu hækkan-
ir „aðhaldsfjárlaganna“ í sjálfum
skrifstofum ráðherranna.
Þá vék P.J. að rekstrarerfiðleikum
Rafmagnsveitna ríkisins og sagði
ranglátt og óviðunandi, að ýmsir
félagslegir framkvæmdaþættir, sem
í raun ætti að greiða úr sameiginleg-
um sjóði, væru látnir koma fram í
orkuverði til þeirra, er byggju við
margfalt hærri raforkuverð en fólk á
svæði Landsvirkjunar (höfuðborgar-
svæðinu).
Síðan ræddi hann byggðastefnu og
byggðasjóð. Að lögum ætti ráðstöf-
unarfé sjóðsins að vera 2% að
niðurstöðutölum fjárlaga hverju
sinni. Farið væri í kringum þetta
ákvæði með því að láta byggjasjóð
taka að láni og endurlána 1130 m.kr.
vegna línuframkvæmda. Það er
einkennileg „byggðastefna", sem
lýsir sér í þessháttar kúnstum. Ekki
Sagt frá fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp
hafnargerð, vegaframkvæmdir,
skólabyggingar o.þ.h., dragist ekki
meira saman en aðrar. Samdráttur-
inn gangi jafnt yfir alla fram-
kvæmdaþætti rikisins. Þá gæti
Alþýðubandalagið ekki fallist á
lækkun niðurgreiðslna á vöruverði
1979 frá því sem yrði í desember
1978. Alþýðubandalagið væri og
andvígt niðurfellingu á EFTA-toll-
um (rúmur milljarður í frv.) — nema
sambærilegur stuðningur kæmi á
móti við íslenzkan samkeppnisiðnað.
Þá væri bandalagið andvígt niður-
fellingu skyldusparnaðar. Ef til
lækkunar beinna skatta kæmi vildi
flokkur sinn fremur lækkun sjúkra-
tryggingargjalds, sem væri brúttó-
skattur, en tekjuskatts (sem Alþýðu-
fl. leggur höfuðáherzlu á). Þá sagði
L.Jó. að ágreiningur væri milli
stjórnarflokka um lánsfjáráætlun,
um sparnað í rekstrarkerfi ríkisins
og varðandi olíustyrk og jöfnun
húshitunar og raforkuverðs.
Eg trúi því að stjórnarflokkarnir
nái að brúa þennan ágreining sagði
L.Jó. Það er of snemmt fyrir
stjórnarandstöðuna að fara að
hlakka yfir ímynduðum stjórnarslit-
um!
Greiðum ekki atkvæði
með tekjuskatts-
og búvöruþætti
Sighvatur Björgvinsson (A)
minnti á, að verðbólgustig hefði
verið hér milli 40 og 50% um 7 ára
bil. Ekkert annað land á svipuðu
menningarstigi hefði þurft að þola
þvíumlíkt. Almennt væri það skoðun
sérhæfðra manna, að verðbólga yfir
30% væri á mörkum óviðráðanlegs
þjóðfélagsvanda. Alþýðuflokkurinn
leggur megináherzlu á það markmið
núverandi ríkisstjórnar að ná verð-
bólgunni niður. Honum er ljóst að
það gerist ekki án tímabundinna
byrða á alla þjóðfélagsþegnana, og
þetta gerist ekki nema þann veg
Lúðvík Jósepsson útskýrir málin fyrir Eðvarð Sigurðssyni, hver svo
sem þau eru og Sverrir Hermannsson situr við skriftir.
fram í stjórnarfrumvarpi, sem þeir
hljóta að bera ábyrgð á.
Sjálfur hefur formaður þingflokks
Alþýðuflokksins orðað þetta svo, „að
tekjuskatturinn væri óréttlátur,
hann mismuni fólki gróflega, bjóði
upp á fjölmargar leiðir til löglegra
undanbragða, verki sem fjötur á
vinnuvilja... enda um að ræða
hreinan launamannaskatt". Á árum
síðustu ríkisstjórnar hafi hlutfall
beinna skatta í skatttekjum lækkað
úr 27% í 18% í samræmi við þessa
stefnu. Nú er Alþýðuflokkurinn í
ríkisstjórn og ber ábyrgð á fjárlaga-
frumvarpi, er h hækkar hlutfall
beinna skatta verulega á ný.
Síðan ræddi L.J. í ítarlegu máli um
framkvæmdaniðurskurð, rýrð fram-
lög til fjárfestingarsjóða og ýmissa
félagslegra hluta, en að þeir „félags-
byggjumenn", er stjórnarliðar telja
sig, skuli skera niður framlög til
skólabygginga fyrir þroskaheft börn,
til íþróttasjóðs, til byggingarsjóðs
ríkisins, sýnir að gjörðir þeirra og
orð fara ekki saman. Og þrátt fyrir
allan þennan niðurskurð væri
greiðsluhalli á frumvarpinu upp á 8
milljarða, ef grannt væri gáð.
Hvern veg spara
hinir nýju ráðherrar
hið næsta sér?
Pálmi Jónsson (S) sagði m.a. að
fjármálaráðherra hefði margt vel
sagt um hættuástand það, sem við
blasti í efnahagsmáium, og nauðsyn
marktækra viðbragða, ekki sízt til
aðhalds í ríkisfjármálum. En hvern
veg ætla ráðherrar að spara í
ráðuneytum sínum, skv. framlögðu
fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár?
Þar eru kostnaðarhækkanir verulega
hærri en nemur verðbólgustigi,
ráðherrarnir með umtalsvert forskot
á sprettinum fram yfir verðbólgu-
drauginn. Mest er hækkunin í sjálfu
forsætisráðuneytinu eða hvorki
meira né minni en 116%. í mennta-
síður í því að svokallaðir olíustyrkir,
til jöfnunar á húshitunarkostnaði,
séu ekki einu sinni látnir halda
krónutölu, hvað þá verðgildi, í
fjárlagafrumvarpinu. Ríkissjóðs-
framlag til Vegasjóðs sé fellt niður.
— Fleiri dæmi mætti til tína er
sýndu annars konar byggðaviðhorf
hjá Framsóknarfl. eftir að hann
hætti samstarfi við Sjálfstæðisfl.
Þá vakti P.J. athygli á því
ósamræmi í afstöðu Alþýðufl.—
manna, að Sighv. Björgvinsson
mælti hart gegn skattastefnu þeirri
er fram kæmi í bráðabirgðalögum og
fjárlagafrumvarpi, en F'innur Torfi
Stefánsson hefði sagt „allar þessar
efnahagsaðgerðir mótaðar í anda
kjarasáttmálans", sem heitið hafi
verið í kosningabaráttunni.
Að lokum vék P.J. að nauðsyn
marktækra mótaðgerða gegn verð-
bólgu og vanda efnahagslífsins. Þau
viðbrögð þyrftu að koma fram með
skýrara hætti í ríkisfjármálum en
framkomið frumvarp bæri vott um.
Þar á meðal með sparnaði í ríkis-
rekstrinum. Fróðlegt verður að sjá,
sagði hann, hvern veg andstæð
sjónarmið stjórnarflokkanna mæt-
ast við lokaafgreiðslu „stefnumark-
andi“ fjárlaga fyrir komandi ár.
Hvorki sameiginleg stefna
né heildarstefna
Ellert B. Schram (S) sagði m.a. að
fjárlagafrumvarpið mótaði hvorkj
heildarstefnu né sameiginlega stefnu
í efnahags- eða ríkisfjármálum.
Þetta væri hrikaleg staðreynd sem
bæði frumvarpið og ummæli stjórn-
arliða hér í dag staðfestu. Fjármála-
ráðherra segði að frumvarpið fæli
þrennt í sér: að dregið yrði úr
sjálfvirkni verðbólgu, dregið yrði úr
fjárfestingu i heild og að ríkisfjár-
málin yrðu hemill á verðþenslu.
Athugum þetta eilítið:
1. Gripið var til niðurgreiðslna,
fjármagnaðra með aukinni skatt-