Morgunblaðið - 18.11.1978, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
35
XXX
Kröfur gegn skyldum
Allar gefa þessar svipmyndir,
þótt fábreyttar séu, dágóða hug-
mynd um þá örðugleika, sem á því
eru, að efla gagnkvæmt traust og
tryggð einstaklinga og þjóðfélags
þeirra. Kröfur og réttindi hafa
hrakið ábyrgð og skyldur út í
buskann, og þjóðfélagsleg sam-
hygð hefir gufað upp. Raunsýni í
samskiptum vinnukaupenda og
vinnusala heyrir fortíðinni — og
„ihaldinu" — til. Samtímis því, að
vinnusalar heimta í sífellu, og fá,
hærra kaup fyrir minni og lélegri
vinnu, með þeim árangri, að
atvinnureksturinn skortir fjár-
magn til nauðsynlegs viðhalds og
endurbóta, kveina þeir undan
vaxandi öryggisleysi og þverrandi
atvinnumöguleikum.
Og samtímis aukinni þrjózku og
viljaleysi einstaklinga á Vestur-
löndum, en þó alveg sérstaklega
sérplægnissamtaka, til að að virða
lög og rétt, orð og eiða, leikreglur
og samninga, rubba þingsamkund-
ur þeirra, upp lagabálkum í
tonnatali. Framleiðsla þessi miðar
að meginefni að takmörkun á
frelsi og ábyrgð sjálfstæðra ein-
staklinga til að ráða fram úr
sínum hversdagslegustu, persónu-
legustu viðfagnsefnum; málefnum,
er enginn getur ráðið fram úr með
sómasamlegri hætti heldur en
einstaklingurinn sjálfur.
Aðalatriðin verða því ávallt út
undan. Við þeim er tæplegast
hreyft. Líf og starf þegnanna
verður með þessum hætti sífellt
tilvilj anakenndara. Fyrirgreiðslu-
fólk gerist æ unisvifa- og afskipta-
frekara — það makar sinn krók
með að snatta í aðstöðu- og
hlunnindaútvegunum handa kunn-
ingjum, vinum og frændfólki.
Fyrir því er þannig komið, að
enginn veit lengur, hver réttar-
staða sín er, ef nokkur, hvort
starfsárangur hans rennur út í
sandinn ellegar verður tekinn
ránshendi vinstraríkisins, eða
hvort stjórnvaldaákvarðanir, sem
teknar voru í gær, séu í gildi í dag.
Valddreifingin hefir tekizt með
prýði.
Af siðgæðisstoðum þeim, sem
hið þingræðislega stjórnræði var
upphaflega reist á, þar sem
hyggilegra þótti að velja atkvæði
en telja, eru nú sárafáar ófúnar.
Fá, skýr og ótvíræð lagafyrirmæli
og samskiptareglur, ábyrgt tján-
ingafrelsi, heiðarleiki, virðing
fyrir réttindum samþegnanna,
orðheldni, ábyrg ríkisstjórn undir
smásjá þjóðarinnar, fyrirlitning á
mútuþægni og fyrirgreiðsluverzl-
un, eru rokin veg allrar veraldar.
Sérhver sá, sem þetta finnur,
verður fyrir vonbrigðum, glatar
sjálfstrausti og sjálfsvirðingu,
fyllist vonleysi.
Aðvörun úr austri
Djúp tortryggni, óánægja og
vantrú á framtíðarmöguleika
Vesturlanda ryður sér því stöðugt
til rúms. Vesturlandabúar heyra
daglega aðvaranir þeirra, sem
hafa séð þau í bjartara ljósi — úr
píslastöðvum þrælstjórnarríkj-
anna.
Ein slík aðvörun birtist í banda-
ríska fréttatímaritinu „News-
week“ hinn 30. f.m. Rúmenski
rithöfundurinn Paul Goma, einn
forystumanna hins fámenna og
ofsótta frjálsræðishóps í heima-
landi sínu, nýsloppinn úr tveggja
ára fangelsisvist og fjögurra ára
kvalræði í þrælkunarbúðum, segir
í viðtalinu við „Newsweek" m.a.
um Vesturlönd.
„Þau gera sér ekki ljóst, að
flóðið kemur úr austri. Ef þau gera
sér ekki grein fyrir hættunni, mun
skriðan grafa þau um síðir eins og
hún gróf okkur áður. Bandaríkja-
menn verða að skilja, að miklu
valdi fylgir mikil ábyrgð, og þeir
verða að horfast í augu við þá
ábyrgð."
Paul Goma og þjáningasystkini
hans vita af þungbærri reynslu, að
sáttahyggja er léleg vörn gegn
aurskriðu.
Tímaritið Grúsk
Um það leyti, sem bæði
frímerkja- og myntsafnarar
tóku að sinna hugðarefnum
sínum eftir sumarlanga hvíld og
hittast á fundum nú í haust,
birtist tímaritið Grúsk í fjórða
sinni. Af því tilefni vil ég enn
einu sinni vekja athygli safnara
á þessu riti og fara um leið
nokkrum orðum um það og þetta
síðasta hefti.
Útkoma tímaritsins nú mark-
ar ekki svo lítil tímamót, því að
útgáfa þess er alfarið komin í
hendur Landssambands
íslenzkra frímerkjasafnara
(L.Í.F.). í upphafi var það gefið
út í sameiningu af L.Í.F. og
Félagi frimerkjásafnara (F.F.).
Þessi samtök frímerkjasafnara
hlutu einmitt að vera bezt til
þess fallin að hleypa slíku riti af
stokkunum, eftir að aðrar til-
raunir höfðu mistekizt eftir
lengri eða skemmri tíma. Hins
vegar leiddi svo af sjálfu sér, að
útgáfa þessa nýja tímarits fyrir
safnara yrði einvörðungu í
höndum L.Í.F., þegar F.F.
gerðist aðili að sambandinu.
Hitt er svo annað mál, að F'.F. er
langstærsti aðili L.Í.F. og þar af
leiðir, að félagsmenn þess hljóta
að hafa veruíeg áhrif á það og
þá jafnframt á útgáfu Grúsks-
ins og alla útgerð þess.
Ekki var sérstaklega rætt um
útgáfu tímaritsins á síðasta
þingi L.Í.F., og má segja, að það
hafi stafað af vangá. Aftur á
móti tók nýkjörin stjórn Lands-
sambandsins það upp á fyrsta
fundi sínum. Var hún sammála
um aö fara þess á leit við Sigurð
Pétursson, fyrrv. formann F.F.,
að hann tæki að sér umsjón og
útgerð tímaritsins og yrði jafn-
framt ábyrgðarmaður þess.
Skyldi hann síðan velja sér
ritstjóra og aðra þá, sem hann
vildi hafa með í ráðum. Sigurður
fékkst til starfans, og mun hann
annast útgáfu næstu þriggja
tölublaða. Jafnframt verður
reynt - að láta ritið bera sig
fjárhagslega með auglýsingum,
en það hafði áður reynzt óger-
legt. Engum vafa er undirorpið,
að hér var vel á málum haldið af
hálfu stjórnar L.Í.F., og er
vonandi, að Sigurður Pétursson
fáist til að annast önnur þrjú
tölublöð, þegar fyrsta tímabili
hans lýkur. Hann hefur bæði
mikla og góða reynslu sem
dreifingarstjóri dagblaðsins
Vísis og svo eins vegna marg-
háttaðra starfa innan frí-
merkjasamtaka á liðnum árum.
Sigurður réð Hálfdán Helga-
son, núverandi formann F.F. og
ritara L.Í.F., til þess að taka að
sér ritstjórn, en hann sat
eíhmitt sem annar fulltrúi F.F. í
ritnefnd, meðan ritið kom út
sameiginlega á vegum fyrr-
greindra aðila. Á þennan hátt
verður óefað haldið í svipuðu
horfi og áður var. Sigurður
greinir svo frá því í inngangs-
orðum síðasta heftis, að hann
muni auk þess hafa sér til
ráðuneytis Sigfús Gunnarsson
og Lórenz Rafn og einnig hafi
ýmsir góðir frímerkjafræðingar
heitið sér liðsinni. Svo segir
hann orðrétt: „Þegar hefur
komið í ljós, að mikinn stuðning
er að finna hjá söfnurum, bæði
við að útvega auglýsingar, sem
eru alveg nauðsynlegur þáttur í
útgáfunni, og ekki síður við að
senda inn greinar og tryggja
þannig fjölbreytt lesefni. Svo
sem sjá má á efni blaðsins hefur
verið leitað til fleiri aðila en
frímerkjasafnara og er þess að
vænta að það verði til þess, að
blaðið nái til stærri lesendahóps
en ella. — í framhaldi af því vil
ég hvetja áhugamenn á öðrum
söfnunarsviðum en frímerkja-
söfnun til að senda blaðinu
greinar um efni, sem þeir vilja
koma á framfæri." Hér lýkur
orðum Sigurðar, og vil ég
jafnframt taka undir þau og
hvetja lesendur þátta minna,
sem margir hverjir búa örugg-
lega yfir miklum fróðleik um
frímerki og stimpla og annað
því tengt, að koma öllu slíku á
framfæri við hið unga tímarit.
Eins og Sigurður bendir rétti-
lega á, hefur verið leitað til
ýmissa annarra en frímerkja-
safnara til að skrifa í ritið að
þessu sinni. Er það í fullu
samræmi við þau ritstjórnarorð,
sem fylgdu fyrsta tölublaði
Grúsksins. Hér má og minna á,
að heitið Grúsk varð fyrir
valinu, svo að undir það gæti '
fallið alls konar önnur söfnun og
þá m.a. mynt- og kortasöfnun.
Er vissuléga vel, að sem flestir
safnarar leggi hér hönd að, svo
að bæði verði ritið fjölbreyttara
að efni en annars og höfði um
leið til stærri lesendahóps. Þetta
hvort tveggja hlýtur að verða
ritinu til framdráttar og svo
þess um leið að því verði langra
lífdaga auðið.
Frimerki
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
Eins og nú er, fá allir félagar í
félögum og klúbbum innan
L.Í.F. Grúskið sem hluta af
árgjaldi sínu. Er það vitanlega
eðlileg ráðstöfun og á að tryggja
útgáfuna að einhverju leyti. En
vitaskuld hrekkur það engan
veginn til. Því er eina leiðin, að
önnur safnarasamtök taki hönd-
um saman við L.Í.F. um útgáf-
una, svo að ritið komist á
öruggan fót. Ég er sannfærður
um, að þetta tekst, enda söfnur-
um fyrir beztu að eiga sameigin-
legt málgagn.
Eftir þennan langa formála
og almennu hugleiðingar um
Grúskið langar mig að fara
nokkrum orðum um efni síðasta
heftis í von um að vekja áhuga
þeirra lesenda þáttar míns, sem
enn hafa ekki kynnzt ritinu.
Fyrst er grein eftir Olaf
Elíasson verkfræðing, sem hann
nefnir Sérsöfnun. Þar bendir
hann á, að safna megi frímerkj-
um á margan hátt svo sem eftir
löndum eða ákveðnum mótífum.
Aðrir þrengi svið sitt enn frekar
og bindi sig við eina útgáfu eða
jafnvel eitt frímerki. Því næst
segir Ólafur frá söfnun sinni á
stimplum á 20 aura merki úr
Gullfoss-útgáfunni frá 1931.
Valdi hann þetta merki með
hliðsjón af því, að það hafði
verið í almennri notkun um
allmörg ár. Þá var það oft
endurprentað á næstu árum, og
við það varð upplagið stórt. Þar
sem merkið er rautt að lit, sjást
stimplar nokkuð vel, en stærðin
takmarkar hins vegar, hversu
mikið sést af þeim. Ólafur gerir
ráð fyrir, að á notkunartíma
merkisins hafi verið í umferð
um 400 mismunandi stimplar,
en sumir þeirra vissulega sjald-
gæfir. Engu að síður er ljóst, að
hér er um áhugavert söfnunar-
sviö að ræða. Grein Ólafs er hin
læsilegasta, og henni fylgja
skemmtilegar myndir til skýr-
ingar. Mætti vel segja mér, að
greinin eigi eftir að kveikja í
einhverjum safnara til að beita
sömu aðferð við önnur íslenzk
merki, sem voru lengi í umferð.
Næst er grein, sem nefnist
Þættir úr seðlasögu íslands.
Höfundur hennar er Freyr
Jóhannesson tæknifræðingur.
Er þetta fyrsta grein um slíkt
efni, sem birtist í Grúski, og
vonandi ekki hin síðasta. Þessi
grein er mjög fróðleg, og hljóta
menn að lesa hana með athygli.
Þá er grein eftir Sigurð H.
Þorsteinsson skólastjóra, sem
hann nefnir Hvar var „236“?
Segir hann þar frá gamla
þrihringsstimplinum 236, sem
var notaður á pósthúsinu í
Reykjavík að danskri fyrir-
mynd, meðan dönsk frímerki
giltu ti! burðargjalds milli
íslands og Danmerkur (og ann-
arra landa) frá 1870—72, og svo
eitthvað lítillega á næstu árum
á eftir og allar götur yfir á
tímabil auramerkjanna 1876.
Þessi stimpill komst aftur í
umferð um og eftir 1930. Hefur
mönnum lengi verið það ráð-
gáta, á hvaða pósthúsi það hafi
verið. Stafar það af því, að
engar heimildir hafa fundizt í
skjölum póstsins um það efni.
Vatnsleysa í Biskupstungum var
lengi höfð í huga og svo stendur
enn í ýmsum handbókum. Hins
vegar hafa menn um skeið haft
augun á einhverri póststöð í
Vestur-Skaftafellssýslu. Styrkt-
ist sú skoðun verulega við það,
að fyrir örfáum árum komu
fram bréf, ættuð þaðan að
austan, með stimplinum 236 á.
S.H.Þ setur síðan í grein sinni
fram þá kenningu, að 236 hafi
verið notaður á Kirkjubæjar-
klaustri, en fullyrðir vissulega
ekkert um það. Hann skorar
einungis á lesendur að benda á
annan líklegri stað. Nú hefur
honum orðið að áskorun sinni.
Fyrir fáum dögum fékk ég í
hendur svonefnt Rapport frá
Islandssamlarna í Svíþjóð. Þar
birtist grein eftir Sigurð Þorm-
ar og Tore Runeborg, þekkta
stimplasafnara, um 236. Hefur
Sigurður Þormar rannsakað
feril 236 eftir beztu getu. Er
niðurstaða hans sú, að stimpill-
inn hafi verið sendur að Flögu í
Skaftártungu eftir bruna, sem
þar varð í des. 1930, en þá brann
íbúðarhúsið og póststöðin til
grunna og um leið alveg nýr
póststimpill. Er niðurstaða Sig-
urðar Þormars (og Runeborgs)
mjög líkleg, og vantar aðeins
herzlumun til beinnar sönnunar.
Þýðing á grein þessari mun
birtast í næsta hefti Grúsksins,
svo að íslenzkir safnarar geta þá
kynnt sér efni hennar nánar.
Aðra grein á S.H.Þ. í síðasta
tölublaði Grúsksins, sem hann
kallar Útgáfudagur — dreifing-
ardagur. Ræðir höfundur þar
um útkomu auramerkjanna 1876
og kemst aö þeirri niðurstöðu
eftir heimildum í skjalasafni
Póstmálastofnunarinnar, að út-
gáfudagur þeirra hafi verið 1.
ágúst. Af greininni má ætla, að
þetta sé alveg ný uppgötvun af
hálfu höfundar, en hér má
vissulega segja, að hann hafi
seilzt um hurðarás til lokunnar.
Ég hélt sem sé, að þetta kæmi
nægilega skýrt fram í bók niinni
íslenzk frimerki í hupdrað ár
1873-1973, 123 bls., þar sem
rætt er um í sérstökum kafla,
hversu lengi skildingafrímerkin
voru notuð. Er næsta undarlegt,
að greinarhöfundur skuli ekki
minnast á þennan kafla í bók
minni, því að hann hlýtur að
vera honum kunnur, þar eð
hann hefur skrifað ekki einn,
heldur tvo ritdóma um bók
mína. En hvað um það. 1. ágúst
1876 er óyggjandi dagsetning,
svo að nú þarf enginn að
velkjast í vafa um útgáfudag
fyrstu auramerkjanna.
Svavar Þ. Jóhannesson rann-
sóknarlögreglumaður skrifar
grein, sem kallast Safnarinn.
Ræðir hann þar aimennt um
það, hverju safna má og á hvern
hátt. Er grein hans ágæt
hugvekja um það efni.
Gestur Hallgrímsson prentari
ritar stutta grein, sem nefnist
Kirkjukortið frá Húsavík. Vek-
ur hann þar athygli á skemmti-
legu og frumlegu framtaki
Frímerkjaklúbbsins Öskju á
Húsavík, þ.e. að gefa út tölusett
póstkort í tilefni aldarafmælis
Húsavíkurkirkju. Er enginn efi
á, að þessi útgáfa þeirra Þingey-
inganna á eftir að vekja mikla
athygli, svo sem Gestur bendir
réttilega á.
í Grúskinu er greint frá
nokkrum frímerkjasýningum og
m.a. einni á Formósu eða
Taiwan. Var hún haldin í tilefni
100 ára afmælis kínverska
frímerkisins. Einn þátttakandi
var frá íslandi, Hálfdán Helga-
son, og sýndi hann safn sitt af
grænlenzkum frímerkjum og
bréfum og hlaut fyrir brons-
verðlaun.
Ljóst er af því, sem rakið
hefur verið hér að framan, að
síðasta hefti Grúsksins er ótrú-
lega efnismikið, ekki stærra en
það er að síðufjölda. Hef ég
ástæðu til að ætla, að næsta
hefti verði engu síðra, enda mun
nú þegar hafa borizt verulegt
efni í það.
Þrjú ný frímerki
1. aesembernk.
Póst- og símamálastofnunin
hefur fyrir fáum dögum — og
nánast flestum að óvörum —
boðað útkomu þriggja nýrra
frímerkja eftir tæpan hálfan
mánuð. Ber þetta svo brátt að,
að póststjórninni hefur ekki
unnizt tími til að senda út
formlega tilkynningu, svo sem
venja er. Er þessi framkoma i
garð safnara með öllu óverjandi
og raunar mikið tillitsleysi, því
að nokkurn tíma þurfa menn til
að búa sig undir fyrstadags-
stimplun, svo sem með gerð
umslaga. Það er ekki nóg, þótt
póststjórnin sjálf eigi birgðir af
umslögum í fórum sínum. Tekj-
ur hennar á útgáfudegi eru
sóttar beint í vasa safnaranna
og því hefur. hún ákveðnar
skyldur við þá. Ekki verður
annað sagt en íslenzka póst-
stjórnin eigi mikið ólært af
póststjórnum annarra Norður-
landa í þessu efni sem mörgu
öðru. Þarf hún jafnvel ekki að
fara lengra en til frænda okkar í
Færeyjum, sem eru þó nýfarnir
aö stunda frímerkjaútgáfu.
í næsta þætti standa vonir til,
að unnt verði að segja nánar frá
hinum nýju merkjum, en þá
hafa þau vissulega séð dagsins
ljós.