Morgunblaðið - 22.11.1978, Side 1

Morgunblaðið - 22.11.1978, Side 1
32 SÍÐUR 267. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaösins. Starfsmenn Ford sömdu London, 21. nóvember. AP. Verkfalli starfsmanna Ford-verksmiðjanna bresku lauk í dag þegar samninganefndir starfsmanna og vinnuveitenda náðu samkomulagi eftir nfu vikna verkíall, að því er segir í frétt verksmiðjanna. í þessu níu vikna verkfalli heíur fyrirtækið orðið fyrir fjár- hagslcgu tjóni sem talið er að nemi a.m.k. 300 milljörðum ís- lenzkra króna og hefðu verk- smiðjurnar getað framleitt að minnsta kosti 120 þúsund bifreið- ar á þessum tíma. í frétt verksmi.ðjunnar segir að samningar hafi tekist um launa- hækkun sem nemur 16*/2% en það er sú hækkun sem fyrirtækið bauð starfsmönnúm sínum fyrir tveim- ur vikum. Það sem réð úrslitum í þessari síðustu samningalotu voru ákvæði um einhver fríðindi í sambandi við frídaga starfs- manna. Samningarnir verða bornir undir atkvæði starfsmanna á morgun og er reiknað með því að þeir verði samþykktir með yfir- gnæfandi meirihluta. Talsmaður starfsmanna, Ron Todd, sagði að þeir hefðu sam- þykkt drög fulltrúa fyrirtækisins þar sem þeir teldu að ekki væri komist lengra í samningunum. 16‘/2% væri að vísu ekki sú hækkun sem krafa var gerð um en það væri þó þrisvar sinnum hærri prósenta heldur en gert er ráð fyrir í tillögum ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við almennum kauphækkunum. Líbanon: 20 fórust í sprengingu Beirut, 21. nóvcmber Reutcr — AP AÐ MINNST.A kosti 20 sýrlensk- ir hermann létust í Beirut í morgun þegar langferðabíll sem flutti þá sprakk í loft upp að því er haft er eftir hægri sinnum í Líbanon í dag. Sýrlendingarnir sem eru í friðarsveitum Araba í Líbanon voru á leið út úr Beirut til bæjarins Aleý stutt fyrir utan borgina þegar sprengjan sprakk oggjöreyðilagði langferðarbílinn. Talið er að tala látinna kunni að hækka eitthvað þegar lokið verður við að rannsaka flak bílsins og nágrenni. Fjöldi her- manna í bílnum var sagður vera í kringum 40 en sú tala hefur ekki fengist staðfest af stjórn sýr- lenzka gæzlusveitanna. Allir pólitískir flóttamenn senn lausir á Kúbu? Ilavana. 21. nóvembpr AP ALLIR þeir þrjú þúsund pólitísk- ir flóttamcnn sem eru í íangels- um í Kúbu munu verða leystir úr haldi innan skamms, segir f tilkynningu sem sendinefnd land- flótta Kúbumanna, sem er í heimsókn í Kúbu, sendi frá sér í dag. Formaður sendinefndarinnar, Bernardo Benes, sagði á fundi með fréttamönnum að hann bygg- ist við því að Castro tilkynnti þessa á kvörðun sína á fundi sínum með hinum 75 landflótta Kúbönum á morgun. Þá sagði Benes að tvö önnur stór vandamál myndu sennilega leysast á fundi aðilanna, þ.e. að Kúbubúar sem eiga ættingja í Bandaríkjun- um fái fararleyfi til að heimsækja skyldmenni sín þar og öfugt. Fréttir herma, að í lokuðum fundi, að Castro hélt með sendi- nefndinni á mánudag, hafi hann nafngreint nokkra fanga sem yrðu látnir lausir á næstunni þ.á m. son einnar konu í sendinefndinni og er sagt að konan hafi brostið í grát. I lok fréttamannafundarins sem Benes .hélt ítrekaði hann gagnrýni sína á Carter Bandaríkjaforseta fyrir að vera tregur til að veita landvistarleyfi kúbönskum flótta- mönnum sem leystir hafa verið úr fangelsi að undanförnu. Tveir góðir. Jimmy Carter, Bandarikjaforseti, og Mikki mús hittust í Hvíta húsinu um helgina þegar forsetinn hélt Mikka afmælisveislu í tilefni 50 ára afmælis hans. Símamynd AP Aframhaldandi róstur í íran Teheran, 21. nóvember. AP. Reuter. í BRÝNU sló milli stuðn- ingsmanna keisarans og andstæðinga víða um land í íran í nótt og morgun og er talið að alls hafi 17 manns látist í þessum átökum. Ekki urðu verulegir bar dagar í Teheran í dag en róstur héldu áfram í ýmsum smærri borgum landsins. Símasamband komst aftur á frá Iran í dag eftir að það hefur legið að öllu niðri undanfarna tvo daga vegna verkfalla starfsmanna, sem með því vildu lýsa andstöðu sinni við keisarastjórnina. Eftir fundi með yfirvöldum á sunnudag og í gær sam- þykktu starfsmenn þó að snúa aftur til vinnu sinnar og eru þá flest öll verkföll sem staðið hafa að undanförnu leyst. Aðeins eru minni hátt- ar skæruverkföll hér og þar. Þá herma fréttir frá íran í dag að olíuframleiðsla lands- manna sé óðum að komast í eðlilegt horf, þ.e. að fram- leiddar séu um 5 milljónir tunna á dag. Ný samningsdrög frá Israelsstjórn Jcrúsalem, Kairó, 21. nóvember. AP. Reuter. ÍSRAELSSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í dag ný drög að samningum við Egypta sem taka þó ekki með í reikninginn síðustu kröfu Egypta varðandi Gazasvæð- ið, að því er haft er cftir Menachcm Begin, forsætisráð- herra ísraels, í dag. Samhliða samningsdrögunum sem samþykkt voru með 15 at- kvæðum gegn tveimur var stjórnin samþykk því að hafnar yrðu sérstakar viðræður um sjálfstjórn á vesturbakka árinnar Jórdanar og Gazasvæðinu í kjölfar undirrit- unar friðarsamninga ríkjanna. Begin vildi ekki rekja efni samningsdraganna en fréttir herma að þau séu að mestu byggð á bandarísku samningsdrögrnum svonefndu, sem unnin voru á samningafundum Cyrusar Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með æðstu mönnum sendinefnda ríkjanna á fundunum í Washing- ton 11. nóvember s.l. Þá sagði Begin að síðustu kröfur Egypta brjóti algerlega í bága við Camp David-samkomulagið og séu algerlega óaðgengilegar fyrir Israelsmenn, en ef Egyptar séu tilbúnir að skrifa undir friðar- samning á grundvelli þessa upp- kasts þá sé hægt að undirrita friðarsamninga str \x á morgun. Forsœtisráðherra Sri Lanka: „Nauðsynleg að- flugstœki ftugvaU- arins voru í lagi” Sri Lanka, 21. nóvember AP RANASINGIIE Premadasa, forsætisráðherra Sri Lanka, sagði á fréttamannafundi í dag að enn væru þrjú lík ófundin í braki Loftleiðaþotunnar sem fórst þar á miðvikudag. Forsætisráðherrann sagði, að 80 farþegar hefðu komist lífs af en nokkrir þeirra væru enn í iífshættu. „Að því er við bezt vitum voru með vélinni 219 íarþegar og 13 manna áhöfn. þ.e. með vélinni voru því 259 manns, 80 þeirra komust lífs af en nokkr- ir þeirra eru illa haldnir á sjúkrahúsi. Leit verður haldið áfram að þeim sem ekki hafa fundist enn,“ sagði forsætisráð- herrann á þingi seinna í dag. „Fjarskiptasamband milli flugumferðarstjórnarinnar og flugvélarinnar svo og allar athafnir hennar eru sagðar hafa verið með eðlilegum hætti," sagði Premadasa ennfremur. Forsætisráðherrann hafði eft- ir flugumferðarstjóranum sem var á vakt, að öll tæki hefðu verið í fullkomnu lagi, utan þess að aðflugsljósin og svokölluð fjarlægðarmælitæki hefðu verið óvirk, en þessi tvö tæki væru alls ekki nauðsynleg til að stjórna flugvél inn til lendingar. Um veður sagði hann að lítilsháttar rigning hafði verið og skyggni um sex kílómetrar, og klukkustund fyrir slysið eða milli 22.00 og 22.30 hefði Jumboþota flogið frá flugvellin- um og flugvél breska flughers- ins lent og þá hefði veður verið öllu verra. „Flugumferðarstjórinn á vakt við radar segir, að hann hafi fyrst haft samband við vélina um klukkan 23.13 þegar hún var um 92 mílur vestur af vellinum í 33 þúsund feta hæð. Frá þeim tíma var hann í stöðugu sam- bandi við vélina. Þegar flugvélin kom á síðasta legg inn til lendingar um 2 mílur frá flugbrautinni, hafði flugum- ferðarstjórinn gefið flugstjóran- um fyrirmæli um að halda sig í 650 feta hæð. Flugumferðarstjórinn í flug- turni segist hafa séð að flugvél- in flaug of lágt og gefið flugstjóranum fyrirmæli um að hækka sig. Aðeins sekúndubroti síðar sá hann vélina skella í jörðina og elda koma upp i henni,“ sagði forsætisráðherr- ann að síðustu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.