Morgunblaðið - 22.11.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 22.11.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 3 INNLENT Vél Iscargo kom- in frá EÞÍÓPÍU Ljúffengar, bragðmiklar „franskar" úr úrvals hollenskum kartöflum. Tilbúnar til að stinga í ofn og hita upp. Helmingi fituminni en venjulegar franskar kartöflur eru. Auðvelt að geyma í frysti, — opna má pokann og loka honum síðan aftur Bara Ödýrt og drjúgt að hita í ofni Fæst í helstu matvöruverslunum landsins. Dreifingaraðili A. Karlsson h.f. GRÓFINNI 1 — SÍMI 12570 Frakkinn borgaði frakkann FRANSKI háhyrningaveiði- maðurinn Roger de la Grandiére, sá sem skvetti rauðum vökva á Þórð Ásgeirs- son skrifstofustjóra sjávarút- vegsráðuneytisins í fyrri viku, hlaut 100 þúsund króna sekt fyrir tiltækið auk þess sem hann greiddi Þórði skaðabætur fyrir skemmdir á fötum en frakki Þórðar eyðilagðist í aðförinni. Ríkissaksóknari heimilaði sátt í málinu og var gengið frá málum Frakkans i sakadómi Reykjavíkur í fyrra- dag. í gær kom svo Frakkinn og greiddi bæði sektina og skaða- bæturnar. ber. Vélin er nýkomin úr skoðun eftir flutningana í Eþíópíu og kom hún heim með tvo aukamótora, en til Reykjavíkur kom hún frá Rotterdam hlaðin varningi. RAX. Flugvél Iscargo lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær, en hún hefur frá því í sumar verið í flugi í Eþíópíu með hjálpargögn á vegum hjálparstofnunar norsku kirkjunnar. VÉL ISCARGO TF-IIJB kom til landsins í gærdag eftir að hafa verið í Eþíópíu þar sem hún annaðist flug með matvæli og lyf á vegum Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar. Að sögn Gísla Lárussonar hjá Iscargo hefur vélin, sem er af gerðinni DC-6, verið ytra síðan í þyrjun júlí, eða í 414 mánuð. Átta manns störfuðu að flutningunum þegar mest var, tvær áhafnir skiptust á auk hleðslumanna og flugvirkja. Þá sagði Gísli að meðan þessi vél félagsins hefði veríð í þessu verkefni hefði Iscargo leigt vélar til að sinna verkefnum hérlendis og nú væri þeirra vél tilbúin til að taka við fyrri verkefnum, sem er að fara tvær ferðir í viku til Hollands. Einnig verður bætt við vikulegri ferð til Englands og hefjast þær 2. desem- Beiðni dómsmálaráðuneytisins: Þarf að greiða fyrir opinbera aðstoð varðandi bílaíþróttir? Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykja- víkur barst fyrir nokkru afrit af bréfi sem dómsmálaráðuneytið skrifaði akstursíþróttaráði F.Í.B., þar sem farið er fram á að ákveðnum skilyrðum verði full- nægt til þess að klúbburinn fái að halda keppni svipaða þeim sem klúbburinn hefur þegar staðið fyrir. Er m.a. farið fram á það í bréfinu að öll opinber aðstoð sem klúbburinn þiggur verði greidd samkvæmt reikningum. Jóhann P. Jónsson stjórnar- maður Bifreiðaíþróttaklúbbsins sagði í samtali við Mbl. að í bréfinu væri það tekið fram að það yrði viðkomandi stofnunum eða Tíu sóttu um starf forstöðumanns Þró- unarstofnunarinnar Útrunninn er umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Þróunar- stofnunar Reykjavíkur. Alls bár ust umsóknir frá 9 mönnum auk eins sem lýsir sig reiðubúinn til viðræðu um starfið. Á fundi borgarráðs sl. fiistudag voru umsóknirnar lagðar fram. Hrafn Hailgrímsson, Jóhannes S. Kjarval, Bjarki Jóhannesson, Bjarni Reynarsson, Trausti Vals- son, Baldvin Baldvinsson, Harald- ur Jóhannsson, Kristinn Ragnars- son og Líney Skúladóttir. Þá var á fundi borgarráðs lagt fram bréf Guðrúnar Jónsdóttur, sem lýsir sig reiðubúna til viðræðu um starfið. Var framangreindum umsókn- um vísað til umsagnar skipulags- nefndar. forstöðumanni í sjálfsvald sett hvort þær myndu fara fram á greiðslu. Sagði Jóhann að slíkir reikningar myndu hleypa mjög upp öllum kostnaði við fram- kvæmd keppnanna, sem þegar kostuðu á aðra milljón króna, og nefndi hann t.d. þá aðstoð sem lögreglan í Reykjavík og nágrenni veitir, Bifreiðaeftirlitið o.fl. Jóhann sagði að nú væri unnið að samningu reglugerðar um framkvæmd akstursíþrótta og væri m.a. farið fram á það við akstursíþróttaráð F.I.B., að bílar yrðu framvegis tryggðir fyrir 60 milljónir í stað 24 eins og verið hefði og þýddi það mjög aukin tryggingariðgjöld sem myndi hækka mjög keppnisgjöld, sem í síðustu keppni voru 30 þúsund krónur. — Síðasta rall, sem klúbburinn hélt, kostaði um 1,7 milljónir, sagði Jóhann, og þá er ekki meðtalin sú vinna sem sjálfboða- liðar lögðu fram, en tímaverðir og aðrir starfsmenn voru um 80 og margir lögðu fram eigin bíla til undirbúnings, t.d. þegar verið var að velja leiðir og mæla vegalengd- ir. Þessi beiðni ráðuneytisins kemur að sjálfsögðu illa við okkur og ef við eigum yfir okkur reikninga frá þeim stofnunum, sem þarf að leita til, má e.t.v. búast að við leitum eftir minni aðstoð t.d. lögregluyfirvalda, þótt við viljum að sjálfsögðu ekki stefna neinum öryggisatriðum í hættu. Ríkisstjórnin undirbýr laga- frumvarp um „nýkrónuna” „RÍKISSTJÓRNIN er með í undirbúningi frumvarp til laga um breytingar á peningaútgáfu og myntsláttu og þar verður gert ráð fyrir því, að skorin verði tvö núll aftan af þannig að 100 krónur í dag jafngildi einni nýkrónu, sem komi til sögunnar um áramótin 79/80,“ sagði Svavar Gestsson við- skiptaráðherra í samtali við Mbl. í gær. „Eg tel að þessi breyting sé mikilvægt spor til þess að okkur megi auðnast á næstu árum að koma verðbólgunni niður í viðunandi stig,“ sagði ráðherrann. Engin loðnuveiði í 10 daga STORMUR er ennþá á loðnumið- unum útaf Norðurlandi og hefur engin veiði verið s.l. 10 daga. Að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd liggja flestir bátarnir í höfn og hafa margir farið til heimahafnar. Spáð er áframhald- andi brælu á miðunum. Franskar frá Hollandi Heimilispoki 1 kg. POMMES FRITES

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.