Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 Skuldabréf fasteignatryggö og spariskírteini til sölu. Miðstöð verðbréfa- viöskiptá er hjá okkur. Fyrirgreiosluskriístofan Fasteigna og verðbréfasala Vesturgötu 17 sími 16223. Þorleifur Guömundsson heimasími 12469. Ef yður vantar rafritvél fyrir heimilið eða skrifstofuna er rétta vélin. Gott verð. Mikil gæði. Skipholti 21, Reykjavik, sfmi 23188. Lítið Darn i«««i hefur rTrD Haraldur SiKurðsxon Maxnci J. Matthíaxd Þórarinn Eldjirn Sjónvarp í kvöld kl. 20.35: Skáldsögur og rímur Vaka, þáttur um bókmenntir og listir. hefst f sjónvarpi í kvöld klukkan 20.35. Þátturinn er hinn fyrsti á vetri komanda og er Vaka að þessu sinni helguð bókaútgáfu. Kynntar verða bækur, sem nýlega hafa komið út, og viðtal verður við eina fjóra höfunda. Rætt er við Harald Sigurðs- son, sem skrifaði Kortasögu íslands. Þá er rætt við Magneu J. Matthíasdóttur um fyrstu skáldsögu hennar, Hægara pælt en kýlt, sem kom út nú í haust. Einnig er viðtal ví Ásu Sólveigu um bók hennar, Einkamál Stef- aníu, en bókin er jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. Loks er talað við Þórarin Eldjárn og fjallað um ljóðabók hans, Disneyrímur. Munu þeir Kjart- an Hjálmarsson og Njáll , Sigurðsson kveða úr rímunum. Stefán Júlíusson ræðir síðan um nokkrar nýjar bækur til viðbótar. Utvarpíkvöldkl. 22.10: Oryggi og ástandflugvalla Þátturinn Loft og láð í umsjón Péturs Einarssonar, hefst í útvarpi í kvöld klukk- an 22.10. í þættinum verður fjallað um skýrslu flugvallanefndar- innar, sem kom út 1976, en hún liggur til grundvallar framkvæmdum í flugmálum. Rætt verður um skipulag og uppbyggingu flugkerfisins og ástand í-flugmálum hérlendis í dag. 36 flugvellir eru á íslandi, 9 aðalvellir og 27 stuttflugs- brautir, en ástandið á mörgum þessara 36 áætlunarvalla okk- ar er mjög slæmt. í tilefni þessa verður rætt við Guðmund G. Þórarinsson verkfræðing, Birgi Guðjóns- son deildarstjóra í samgóngu- ráðuneytinu og Hauk Hauks- son framkvæmdastjóra flug- öryggisþjónustunnar. Stefán Júlíusson sá um bökaval í þáttinn. Aðalsteinn Ingólfsson og Björn Vignir Sigurpálsson sáu um viðtöl við höfunda, en upptöku stjórnaði Þráinn Bertelsson. Vaka stendur yfir í klukku- stund. Sjónvarpíkvöldkl. 18.05: Landlega Landlega, nefnist þátturinn í myndaflokknum um viðvaning- ana, sem hefst í sjónvarpi í kvöld klukkan 18.05. í síðasta pætti var fylgst með, þegar þeir félagar Jim Smith og Tubby Bass, voru í reynsluferð með togáranum Neptúnusi frá Hull. Slys verða á mönnum og vélarbilun og fær Jim óvænt tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr og koma félögum sínum til hjálpar. Togarinn var nokkuð hætt kominn vegna veðurs, en með snarræði tekst Jim að finna hvað biluninni olli. í kvöld fylgjumst við með þeim skipsfélögum á heimleið í óvænt leyfi meðan gagnger athugun fer fram á vél skipsins í Skotlandi. En ánægja sjómann- anna er blandin. Þeir komnir auralitlir í land svo fljótt aftur. Reyna þeir að finna sér eitthvð til dundurs, þar á meðal að jafna reikninga við félaga þeirra fyrrverandi, Hawkins 2. vél- stjóra, sem strokið hafði af skipinu. Útvarp Reykjavfk A1IÐMIKUDKGUR 22. nóvember MORGUNNINN___________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenni Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (utdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ým- is lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9,05 Morgunstund barnanna. Kristján Jóhann Jónsson heldur áfram að lesa „Ævin- týri Halldóru" eftir Modwenu Sedgwick (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ým- is lög. frh. 11.00 A auðum kirkjustað. Séra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli flytur sfðasta hluta erindis síns um Víðihól í Fia'Nbingum. 1 j, 15 Kirkjutónlisti Orgelkon- sert op. 4 nr 6 í Bdúr eftir Handeli Johannes Ernst Kiihlcr og Gewandhaushljómsveitin f Leipzig lcikai Knut Thomas stj. St. Johns kórinn í Cambridge syngur andleg lög. Söngstjórii George Guest. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍODEGIÐ _____________ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Litli barnatíminn. Finn- borg Scheving stjórnar. 13.40 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagant „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndís Víglunds- dóttir les þýðingu sína (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Ríkis- hljómsveitin í Dresden Ieik- ur Sinfónfu í d-moll eftir César Franck. Kurt Sanderling stj. 15.40 íslenzktmál. Endurtek- inn þáttur Ásgeirs Blöndals Magnússonar cand. mag. frá 11. þ.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorni Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnannai „Æskudraumar" eftír Sigur- björn Sveinsson. Kristfn Bjarnadóttir leikari les (4). 17.50 Á hvítum reitum og svörtum. Guðmundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ_________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Einsbngur. Elsa Sigfúss syngur nokkur lög við undirleik móður sinnar, Val- borgar Einarsson. 20.00 Ur skólalffinu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum. 20.30 Útvarpssagan. „Fljótt fljótt. sagði fuglinn" eftir Thor Vilhjálmsson. Höfund- ur les (18). 21.00 Svbrt tónlist. Umsjónar- maður. Gerard Chinotti. Kynnir Jórunn Tómasdóttir. 21.50 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson sér um flugmála- þátt. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Ur tónlistarlífinu. J6n Ásgeirsson sér um þáttinn. 23.05 Kvæði eftir Heiðrek Guðmundsson. Baldur Pálmason les. 23.20 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. MIDVIKUDAGUB 22, nóveraber 18.00 Kvakk-kvakk Itölsk klippimynd. 18.05 Viðvaningarnir Landlega Þýðandi Bogi Arnar Flnn- bogason. 18.30 Fiiipseyjar Annar þáttur af þremur um fólkið á Filipseyjum. Þýðandi Hallveig Thor lací us. 18.55 Hlé 20.00 Frétti r og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Vaka Fyrsta Vaka á þessum vetrl er helguð bókaútgáfu. Bókaráðunatttur Stefán Júlfusson. Umajónarmenn Aðalstetnn Ingólfsson og Bjorn Vignir Sigurpálsson. Stjórn upptöku Þráinn Bertelssíin. 21.25 „Eíns og maðurinn sáir" Breskur myndaflokkur. Þriðji þáttur. Efni annars þáttar. Henchard og Susan ganga f hjðnaband. Farfrae, y^ irmaður korndeildarinnar, er vinsall meðal viðskipta- vinanna. Henchard íær grun um að hann ætli sér' dótturina, Elizabeth-Jane, og fyrirtækið allt. Hátíðar höld eru fyrirhuguð f tilefni af krýningarafmœli drottn- ingar. Henchard ætlar að halda útiskemmtiin en Farfrae dansleik í korn- hlöðu. óveður veldur þvf að allir flykkjast á skemmtun Farfraes. Henchard reiðlst, segir Farfrae upp og bann- ar dóttur sinni að hitta hann. Susan tekur sjúkdóm semdregur hana til dauða. Þýðandi Kristníánn Eiðs- son. 22.15 Vesturfararnir Fjórðl þáttur. Landíð sem beið þelrra Þýðandi Jón 0. Edwald. Áður á dagskrá 8. janúar 1975. (Nordvision). 23.05 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.