Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 Línuveiði- bann áfram Síðan 7. febrúar 1978 hafa allar línuveiðar verið bannað- ar á svæði við vestanvert Snæfellsnes. Samkvæmt síðustu athugun Hafrannsóknastofnunarinn- ar, hefur komið í ljós, að enn er smáfiskur í talsverðum mæli á svæðinu og hefur ráðuneytið því ákveðið að hafa svæðið lokað fyrir línu- veiðum fyrst um sinn. Frá sjávarútvfKsráðuneyti. Sinfóníuhljómsveitin: Lionsklúbburinn Freyr: Sala jóladaga- tala að hef jast ÞESSA dagana er að hefjast hin árlega jóladagatalasala Lions- klúbbsins Freys. Eins og flestum er kunnugt, eru þetta jóla- almanök barnanna, en þau gefa einn súkkulaðimola fyrir hvern dag desembermánaðar, sem nær líður jólum. Freysfélagar annast sjálfir söluna í Reykjavík með því að ganga í hús og standa við verslanir, en auk þess má kaupa þau á eftirtöldum stöðum: Bakaríið, Barmahlíð 8, Gleraugnaverslun Ingólfs Gíslasonar, Bankastræti* Gunn- ar Ásgeirsson h.f. Suðurlands- brautt Heimilistæki s.f. Hafnar- stræti og Sætúnii Hekla h.f. Laugavegi* Herragarðurinn, Aðalstrætit Lýsing, Laugavegi, Ingþór Haraldsson h.f. Armúli L Tískuskemman, Laugavegi, Tómstundahúsið, Laugavegi. Lionsklúbburinn Freyr var stofnaður 29. febrúar 1968 og varð því 10 ára á þessu ári. Félagar eru 51. Klúbburinn aflar fjár til starfsemi sinnar með sólu þess- ara jóladagatala. Fé því sem safnaðist við söluna fyrir síðustu jól, var varið til Skálatúns- heimilisins í Mosfellssveit, til sundlaugarbyggingar við Grens- ásdeild, Barnaspítala Hringsins, sjúklingar voru styrktir til ferða erlendis o.fl. Auk þess sem hér hefur verið talið, hefur Freyr nýlokið við það verkefni sitt að merkja helstu ár hringinn í kringum landið. Alls voru sett upp 159 merki á hringveginum. Einnig hafa Freysfélagar sett upp á undanförnum árum 114 merki á leiðir og örnefni, aðallega á hálendisslóðum. Jóladagatölin eru seld víðast hvar úti á landi og í nágranna- bæjum Reykjavíkur af Lions- klúbbum á þessum stóðum. Lionsklúbburinn Freýr þakkar stuðninginn og óskar velunnur- um sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. (Fréttatilkynning.) keri, Víglundur Þorsteinsson, lög- fræðingur. I varastjórn: Ásgeir Karlsson, læknir, Bragi Björnsson, lögfræð- ingur, Friðrik Pálsson, viðskipta- fræðingur, Jón Steinar Gunn- laugsson, lögfræðingur, Júlíus Sólnes, verkfræðingur. Ákveðið hefur verið að halda fullveldisfagnað stúdenta að Hótel Loftleiðum 2. desember nk. Verður mjög vandað til fullveldisfagnað- arins að vanda, en félagið hefur um árabil gengist fyrir fullveldis- Baldur Guðlaugsson form. Stúdentafélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Stúdentafélags Reykjavíkur, sá 107. í röðinni, var nýlega haldinn. Á fundinum var kjörin ný stjórn og skipa hana eftirtaldir menni Baldur Guðlaugsson, lögfræð- ingur, formaður, Sveinn Gústavs- son, viðskiptafræðingur, varafor- maður, Lýður Björnsson sagn- fræðingur, ritari, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lögfræðingur, gjald- fagnaði fyrir alla stúdenta og gesti þeirra. Aðalræðu kvöldsins flytur Sig- urður Líndal, prófessor, en veizlu- stjóri verður Guðlaugur Þorvalds- son, háskólarektor. Meðal skemmtiatriða má nefna spurn- ingakeppni milli stúdenta frá MR og MA. Miðar verða seldir á Hótel Loftleiðum frá kl. 17—19 nk. mánudag, þriðjudag og miðvikudag. (Frá StúdentafélaKÍ Reykjavíkur.) Tónlist úr öllum áttum á tónleikum í Garðabæ FJÖLBREYTT tónlist verður á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í íþróttahúsinu í Garðabæ á fimmtudag nk. kl. 20.30. Þarna verða leikin verkin: Þjófótti skjórinn, forleikur eftir Rossini, Aría úr II Trovatore eftir Verdi, Nótt á nornastóli eftir Mussorgsky, lokaþátturinn úr 4. sinfóníu Tsjaikovsky, for- leikurinn að óperettunni Leður- blakan eftir Strauss, Stólstafir sem er lagasyrpa eftir Ólaf Þorgrímsson, írska þjóðlagið Londonderry air, Al Di La eftir Donida, Jealousy eftir Gade og lög úr West Side Story eftir Bernstein. Einsöngvari á þessum tónleik- um verður Guðrún Á. Símonar óperusöngkona. Guðrún hlaut sína menntun í Englandi og á ítalíu og eftir að hún sneri heim hefur hún verið einn aðal máttarstólpinn í íslensku söng- lífi. Guðrún hefur tekið þátt í mórgum óperusýningum Þjóð- leikhússins og haldið sjálfstæða tónleika bæði hér á landi og erlendis. Hljómsveitarstjórann Pál. P. Pálsson er óþarfi að kynna íslenskum tónleikagestum, hann þekkja allir sem sótt hafa tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.