Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 11 Gísli Magnússon. að hitta fyrir gamlan kunningja í nýjum búningi. Píanókonsertinn eftir Jón Nordal er rúmlega tvítugur og einn af þremur slíkurn verkum, sem til eru eftir íslensk tónskáld. Það ætti ekki að vera ofverkið fyrir ílenska píanó- leikara að hafa þessi verk á efnisskrá sinni. Konsertinn eftir Jón Nordal var frumfluttur af höfundi en auk þess hefur Rögn- Karsten Andersen. valdur Sigurjónsson flutt hann. Gísli Magnússon flutti konsert- inn fyrir ári á tónlistarhátíðinni í Bergen og þóttu þar töluverð tíðindi, bæði verkið og ekki síður flutningur Gísla. Fréttir af þess- um atburði bárust íslendingum í fremur lítilfjörlegu umli, enda varla von að poppmenntuð blaða- mannastéttin sé uppnæm fyrir einhverju „klassisku" tilstandi og yfrið nóg verk að „pæla" í vinsældalistunum, þar sem „sándið" og „stuðið" er „svo ofsalegt og alveg á heimsmæli- kvarða". Gísli Magnússon píanó- leikari hefur stundað hljóðfæri sitt af kostgæfni og er orðinn snjall píanóleikari. Leikur hans og túlkun var kraftmikil og þannig fluttur var konsertinn ný og skemmtileg upplifun. Hljóm- sveitin hefði mátt vera öruggari bæði með innkomur og í hreinum leik. Tónbilið ferund er mjög viðkvæmt og fær á sig „tóndjöfla- blæ" ef það er ekki flutt sérlega hreint. Það má segja að það hafi verið óþarfi að flytja Consertíno Honeggers, en verkið er þokka- fullt og Gísli lék það af öryggi. Tónleikunum lauk með Sin- fóníu nr. 1, eftir Sibelíus. Það er greinilegt að Sibelíus átti fyrir aftan sig sinn risa, eins og Brahms, þ.e.a.s. Tsjaikovskí, því af og til í verkinu, var nærvera Tsjaikovskí mjög áber- andi. Þrátt fyrir það, að sinfóní- an er á köflum nokkuð slitrótt í formi, eru í henni stórkostlegir sprettir, sem hljómsveitin skilaði oftlega mjög fallega, undir ör- uggri stjórn Karsten Andersens. í pólskri útgáfu NÚNA í haust kom út í Poznan í Póllandi skáldsagan „Ef sverð þitt er stutt" eftir Agnar Þórðar- son í pólskri þýðingu Andrezi Jankowskí. Styðst hann að veru- legu leyti við þýðingu Pauls Schach „The Sword," sem kom út í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. „Ef sverð þitt er stutt" heitir á pólsku „Jesli Miecz Twój Krótki" og kemur út í bókaflokki skandi- naviskra bókmennta. Agnar Thórdarson JESLi MIECZ TWÓJ KRÖTKI Kápusíða bókarinnar. Sveit ast j órnamenn þinguðu í Munaðarnesi ADALFUNDUR Samtaka sveitar- félaga í Vesturlandsumdæmi var haldinn í Munaðarnesi á föstudag og laugardag. Þau mál sem fjallað var sérstaklega um voru rekstur dreifbýlishreppa, rekstur heil- brigðisþjónustu, rekstur fjöl- brautaskóla og verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga. Félagsmála- ráðherra, Magnús H. Magnússon, ávarpaði fundinn. Dómur Hæstaréttar 6. okt 1978: Okuleyfissvipting hefði verið staddur í húsi við Ásvallagötu hjá kunningja sínum þá fyrr um kvöldið. Hann hefði ákveðið að sækja dansleik og þá skilið bif- reiðina eftir við hús kunningja síns. Þegar dansleiknum lauk hefði hann gert árangurslaus- ar tilraunir til þess að fá inni hjá ættingjum og vinum, en engan fundið heima fyrir, og ekki hefði hann haft efni á því að gista á hóteli. Því hefði hann tekið það ráð að fara að bifreið sinni, setja hana í gang og kveikja á miðstöðinni, en úti var nokkur kuldi. Þá hefði hann strax lagt sig í aftursæt- ið. Hann kvaðst ekki hafa hreyft neitt við bifreiðinni, enda væri honum kunnugt um hverju það varðaði. En hins vegar hefði hann ekki grunað samræmi við niðurstöðu blóð- rannsóknar og önnur sakar- gögn, sé sannað, að ákærði gangsetti bifreið sína undir áhrifum áfengis, þar sem bifreiðin stóð við hús nr. Y við Ásvallagötu í Reykjavík aðfararnótt sunnudagsins 30. nóvember 1975. Þar sem gang- setning bifreiðar verði að teljast þáttur í akstri hennar hefði ákærði gerst brotlegur við 2. mgr. sbr. 3. mgr. 35. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Þá var hann dæmdur til þess að greiða 70 þúsund króna sekt til ríkis- sjóðs og hann sviptur ökuleyfi ævilangt, en vorið 1973 hafði hann verið sviptur ökuleyfi í 1 ár vegna ölvunar við akstur. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. alda á sér hita að gangsetning bifreiðar ein út af fyrir sig gæti varðað við lög. Næst kvaðst hann hafa munað eftir sér við lögreglu- stöðina í miðbænum, þar sem hann var leiddur fyrir lög- regluvarðstjóra, síðan til blóð- töku og loks í fangageymslu. Skipaður verjandi ÞÞ krafðist sýknu í málinu og byggði á því, að ákærði hefði ekki átt annarra kosta völ en að gangsetja bifreiðina sér til varnar við kulda, sem ella hefði getað orðið honum að fjörtjóni, en ÞÞ var þá nýris- "inn upp úr veikindum. Héraðsdómur vildi ekki fallast á þessi sjónarmið verjandans þar sem ÞÞ hefði verið fullfært að leita annarra úrræða, svo sem á náðir lögreglu. Sviptur ökuleyfi ævilangt í héraði I niðurstöðum sakadómara segir m.a. að með játningu um gangsetningu bifreiðarinnar X og neyzlu áferrgis, sem sé í Sýkna í Hæstarétti í niðurstöðum Hæstaréttar í máli þessu sem áfrýjað var segir m.a. að þegar lögreglu- menn komu að bifreiðinni X kl. 05.10 sunnudag 30. nóvem- ber 1975, hafi ákærði verið sofandi í aftursæti hennar. Hann hafi staðfastlega haldið því fram, að fyrir sér hafi ekki vakað að aka bifreiðinni, heldur hafi hann leitað skjóls í henni. Þessi frásögn fengi stoð í gögnum málsins. Eins og hér stæði á verði ákærða eigi refsað fyrir að reyna að aka bifreiðinni, sbr. 25. gr. og 80. gr. umferðarlaga, með því að setja vél hennar í gang. Því bæri að sýkna akærða af krófum ákæruvalds í máli þessu og leggja allan sakar- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð. í sakadómi Akraness dæmdi Jón Sveinsson fulltrúi, en í Hæstarétti dæmdu hæstaréttardómararnir Ár- mann Snævarr, Björn Svein- björnsson og Logi Einarsson. Fleiri og fleiri fyrirtæki kjósa aö taka Wang rafreikna í sína þjónustu til aö létta þeim störfin. Þaö er eölilegt því aö Wang býour einfaldleika, áreiðanleika og sveigjanleika. Eigum fyrirliggjandi ýmsar geröir forrita t.d. fyrir: Fjárhagsbók- hald, vioskiptamannabókhald, birgöabókhald, launabókhald, verkfræöistofur, sveitarfélög. Hringiö og viö veitum allar upplýsingar um Wang rafreikna eöa komio í heimsókn í tölvudeild okkar og sjáiö Wang aö störfum. heimilistæki sf Tölvudeild — Sætúni 8 — 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.