Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til nokkurra forystumanna í launþegahreyfingunni og leitaði álits þeirra á þeim tillögum, sem fyrir liggja um skerðingu vísitöluhækkunar launa hinn 1. des. nk. „ÉG TEL málið varla vera á neinu umræðustigi núna, og vil því ekki tjá mig um einstaka þætti þess,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ís- lands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur sagði þó, að hann teldi að koma þyrfti til bæði peningakaup- hækkun og félagslegar umbætur launþegum til handa. Er Guðmundur var að því spurður, hvort Málið ekki á umræðustigi segir Guðmundur J. Guðmundsson form. Verkamannasamb. Islands hann teldi að hlutlaus aðili, eins og til dæmis kauplagsnefnd, ætti að reikna út gildi hugsan- legra félagslegra umbóta, sagði Guðmundur: „Nei, það tel ég ekki, enda er þar um að ræða svo ólíka hópa og stéttir, og óger- legt yrði að finna hið rétta vægi til að reikna út frá.“ Tillögurnar virð- ast ganga hver í sína áttina segir Björn Þórhallsson, form. Lands- sambandsísl. verzlunarmanna, um efnahags- úrræði stjórn- arflokkana „Ég hef ekki kynnt mér þessar tillögur vand- lega, og ég get sagt alveg eins og er, að ég tek ekkert mark á þessu fyrr en komnar eru sameigin- legar tillögur frá ríkis- stjórninni,“ sagði Björn Þórhallsson, formaður Landssambands ísl. versl- unarmanna, í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður álits á efnahagstillögum Alþýðubandalagsins. Kvaðst Björn alls ekki vilja segja neitt um álit sitt á einstökum tillögum hinna einstöku flokka, þó sér raunar virtist sem hug- myndir þeirra gengju allar hver í sína áttina. Varðandi félagslegar uinbætur í stað beinna kauphækkana, sagði Björn: „Félagslegar um- bætur eru óskaplega loðið hugtak, en við höfum hald- ið því fram rétt eins og aðrir, og tekið undir það, að það kunni að vera hægt að ná fram kjarabótum með öðru en beinlínis krónu- töluhækkun launa. En þær vil ég sjá áður en ég legg mat á þær. En það eru til þær aðgerðir, svo sem í skatta- málum, sem alveg má hreint meta til peninga- verðmætis. Að öðru leyti óska ég eftir því að fá frest til að tjá mig um efnahags- aðgerðirnar, þar til sýnt verður hverjar þær verða," sagði Björn. Verið að hæðast að öflu launafólki í landinu segir Guðmundur H. Garðarsson, form. Verzlunarmannafél. Rvíkur „MIÐAÐ við fyrri afstöðu Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins, og til þeirra stóru orða sem þessir aðilar viðhöfðu fyrir kosningar, þá vil ég iýsa furðu minni á þeim tillögum sem þeir eru að leggja fram núna,“ sagði Guðmundur II. Garðarsson. formaður Versl- unarmannafélags Reykjavfkur, Ekkert rætt um útreikning hlutlauss aðila r segir Asmundur Stefánsson „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um málið að þessu sinni,“ sagði Asmundur Stcfánsson, er Morgunblaðið leitaði álits hans á efnahagstillögum Alþýðu- bandalagsins í gær. Þá kvaðst Ásmundur ekki hafa þau sambönd í ríkisstjórn- inni, að hann gæti nokkuð sagt um, hvaða tillögur væru þar til umræðu, eða hvaða stefnu stjórnin myndaði í þessu máli. Asmundur sagði ennfremur, að hann vissi ekki til þess að rætt hefði verið um það innan Alþýðusambandsins að fá hlut- lausan aðila til að meta kjara- gildi hugsanlegra félagslegra umbóta. Raunar hefði slíkt heldur ekki verið rætt í kaup- lagsnefnd, þar sem hann á sæti. „Þú græðir ekkert meira á mér að þessu sinni,“ sagði Ásmundur síðan að lokum. er Morgunblaðið spurði hann í gærkvöldi álits á efnahagstil- lögum Alþýðuhandalagsins. „Það sem reynt var að gera með bráðabirgðalögunum í maí,“ sagði Guðmundur enn- fremur, „hefði verið lang besta framkvæmdin til þess að hamla á móti verðbólgunni og til að tryggja kaupmátt launa meðal- tekju- og láglaunafólks. Þessi lög fengu ekki að sanna ágæti sitt og vera í gildi. En þau eru tvímælalaust mesta átakið gegn verðbólguþróuninni. Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn ráku mjög ábyrgðar- lausa pólitík á fyrri hluta þessa árs, en nú ætla þessir aðilar, sem töluðu um „kjararán" á sínum tíma, að framkvæma mun meiri kjaraskerðingu á umsömdum launum, heldur en fyrri ríkisstjórn gerði. Ég nefni sem dæmi það, sem stendur í Þjóðviljanum um tillögur Al- þýðubandalagsins, að í stað þess, að launin skuli hækka um 14% 1. desember, samkvæmt samningum, þá ætlar Alþýðu- bandalagið að láta aðeins 6% hækkun koma til framkvæmda, og Alþýðuflokkurinn vill aðeins launahækkun er nemi 3.6%. Mér finnast þessir aðilar með framkomu sinni fyrr og nú vera að hæðast að öllu launafólki í landinu. Mér finnst það svívirði- legt af þessum aðilum miðað við það sem þeir hafa áður sagt.“ Að lokum sagði Guðmundur, að hér væri að sjálfsögðu aðeins um tillögur að ræða ennþá, og kvaðst hann áskilja sér allan rétt til að segja álit sitt á efnahagsákvörðununum, þegar þar að kæmi. Hlutlaus aðili verð- ur að meta gildi félagslegra umhóta - ef þær eiga að koma í stað beinna kauphækkana 1. des. segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um tillögur eins flokks í þessu máli, það sem snýr að launþegum eru væntanlegar tillögur, ef þær koma, frá ríkisstjórninni,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B., í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var inntur eftir skoðun hans á efnahagstillög- um Alþýðubandalagsins. „Ég er ekki stjórnmálamað- ur,“ sagði Kristján ennfremur, „og vil ékki taka þátt í að pexa um tillögur einstakra flokka. Það hefur ekki verið haft samband við okkur af neinum þeirra flokka er að ríkisstjórn- inni standa, við höfum ekki fengið þetta öðru vísi en í fjölmiðlum. Það er því ekki til umræðu að ég segi álit mitt á tillögum eins flokks. En varðandi tillögur Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, sem ég hef séð í blöðum, vil ég segja það, að þetta snýr í raunveru- leikanum ekki að launafólki fyrr en þetta eru orðnar tillögur ríkisstjórnarinnar. Það skiptir auðvitað sköpum fyrir launa- fólk, hvaða ákvarðanir ríkis- stjórnin tekur, um hvað skuli gera hinn 1. desember, og hvað eigi að gera í efnahagsmálum í næstu framtíð." Kristján sagði ennfremur, að fulltrúar B.S.R.B. hefðu ekki verið boðaðir til neinna funda hjá ríkisstjórninni, en almennt um þessi mál kvaðst hann vilja segja eftirfarandi: „Bæði Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalag hafa ályktað, að það kæmi til greina að taka félagslegar umbætur upp í eitthvað af þessum 14%, sem vísitalan mælir 1. desember, og samkvæmt samningum á að greiðá þá. Ég tel að okkar samningar séu þannig, að ekki komi til greina að taka önnur atriði í staðinn fyrir beinar kaupgreiðslur, nema þá að þær verði mældar af einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis kauplagsnefnd. Þeim aðila væri hreinlega falið að meta það til jafns við peningalaun, ef í boði væru einhverjar félagslegar umbætur. Það verður þá að vera alveg á hreinu, að það megi leggja að jöfnu. Ég er alveg sömu skoðunar og ég var síðast liðinn vetur, þegar við, fulltrúar Alþýðusambands- ins og B.S.R.B., skrifuðum með þáverandi stjórnarandstöðu undir sameiginlegt álit í verð- bólgunefnd, að við gætum ekki staðið að áliti formanns nefnd- arinnar, vegna þess að þar væri gert ráð fyrir beinni riftun kjarasamninga og verulegri al- mennri kjaraskerðingu. Ég er sömu skoðunar ennþá. En ef lagðar verða fram tillögur, til dæmis um lækkun skatta, sem hlutlaus aðili gæti metið til jafns við kauphækkum, væri komin upp ný staða. Þetta sjónarmið mitt stafar meðal annars af því, að við höfum ekki lausa samninga,“ sagði Kristján að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.