Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 22. NÖVEMBER 1978 13 Tillögur Alþýðuflokksins: Launahækkunin 1. desember verdi 3,6% og 1979 hækki laun um 4% ársf jórðungslega, þar til nýtt vísitölukerfí er komið á SAMKVÆMT tillögum Alþýðu- flokksins yrði launahækkun í peningum 1. desember n.k. 3,6% en frá reiknaðri hækkun verð- bótavísitölu, sem er 14,1%, drag- ist eftirfarandi lirtir. auknar niðurgreiðslur frá 1. desember, sem samsvari 2,5%, frádráttur vegna versnandi viðskiptakjara, sem samsvari 2,0%. framlag launþega til viðnáms gegn verð- bólgu samsvari 3,0%, frádráttur vegna minni búvöruhækkunar en orðið hefðit 1,0% og lækkun tekjuskatts, sem samsvari 2,0%. Samtals gera þessar tillögur 10,5% frádrátt á verðbótavísitöl- unni og yrði endanleg launa- hækkun í peningum því 3,6%. Meðan unnið er að endurskoðun vísitökukerfisins hækki laun um 4% ársfjórðungslega á árinu 1979, þar til nýtt vísitölukerfi er fengið. Alþýðuflokkurinn leggur síðan til að dregið verði úr verðhækkun- Afrakstur fiskstofna ogafkastageta skipannaaðal- mál Fiskiþings FISKIÞING hefst í dag kl. 14 f húsi Fiskifélags íslands og verða helztu mál þar auk starfsemi Fiskifélags- ins sjálfs afrakstursgeta fiskstofna, afkastageta fiskiskipastólsins, af- kastageta fiskvinnslunnar og markaðir fyrir fiskafurðir, miðlun afla til vinnslu og öryggismál. I frétt frá Fiskifélagi Islands segir m.a., að á þessu Fiskiþingi verði fjallað um ofangreinda málaflokka í samhengi í ljósi þeirra breytinga er orðið hafa og reynslu er nú liggur fyrir eftir útfærslu iandhelgi veJ- flestra strandríkja í 200 mílur. Síðan segir í Frétt fiskifélagsins: „í framansögðu yrði reynt að slá mati á afrakstursgetu fiskstofna til skemmri og lengri tíma. Á slíku mati má a.m.k. með nokkurri vissu meta stærð þess fiskiskipastóls, sem með mestri hagkvæmni getur sótt í stofnana, þ.e. samræming afrakst- ursgetu stofnanna og afkastagetu flotans." Síðan segir í frétt Fiskifélagsins að ræða eigi um miðlun afla til vinnslu og að þótt aðstæður hafi um margt verið óvenjulegar á sl. sumri sé ekki unnt að líta framhjá þeirri staðreynd, að stækkun flotans og árgangaskipan fiskstofna geti að öðru óbreyttu leitt af sér slíka aflatoppa í náinni framtíð. Sjávarútvegsráðherra mun ávarpa Fiskiþing á föstudaginn. Flóamarkaður AnandaMarga ANANDA Marga gengst fyrir flóamarkaði í dag að Laugavegi 42 3. hæð og verður þar á boðstólum ýmis varningur svo sem fatnaður, pappírsskiljur og gjafavörur. Hlutirnir eru ókeypis en frjáls framlög eru þegin og er þessi markaður til styrktar komu jóga- kennara sem væntanlegir eru í desember og janúar.' Skafið rúðurnar um búvöru í samræmi við framan- greinda stefnu. Tekjuskattur á almennum launatekjum verði lækkaður sem nemur 3 milljörðum króna frá fjárlagafrumvarpinu, en að á árinu 1979 verði niðurgreiðsl- um haldið í samræmi við heildar- framlag fjárlaga, þannig að úr þeim verði dregið frá því sem gert er ráð fyrir varðandi 1. desember n.k. Þá vill Alþýðuflokkurinn að verðlagsaðhald verði strangt en stefnt verði að nýju kerfi, þar sem horfið verði frá prósentuálagn- ingu. í tillögum Alþýðuflokksins er gert ráð fyrir því að húsnæðislög- gjöf verði endurbætt og lög sett um rétt leigjenda. Framkvæmd ákvæða um öryggi og hollustu- hætti á vinnustöðum verði tryggð og uppsagnarákvæði lagfærð fyrir launafólk. Lög verði sett um eftirlaun fyrir aldraða og stefna ákveðin fyrir lífeyrissjóð allra landsmanna. Alþýðuflokkurinn leggur til að á næsta ári verði tekin upp ný landbúnaðarstefna sem m.a. hafi í för með sér að dregið verði. úr útflutningsuppbótum sem nemi 1500 milljónum króna frá fjárlaga- frumvarpinu. Heildarfjárfesting á árinu 1979 verði ekki meiri en 24—25% af brúttóþjóðarframleiðslu og verði fjárfestingunni beint frá verzlun- ar- og skrifstofubyggingum í tækni og skipulagsbætur í fisk- vinnslu og iðnaði, jafnframt því sem dregið verði úr fjárfestingu í orkuframkvæmdum og landbún- aði. Útlánareglum fjárfestingar- sjóða og útlánum banka verði breytt í samræmi við þessa stefnu. Loks leggur Alþýðuflokkurinn áherzlu á að fylgt verði mjög aðhaldssamri stefnu í peninga- málum og útlánaþök bankanna pg bindiskylda Seðlabankans þannig ákveðin, að peningamagn í umferð verði í samræmi við launastefnu. Sveltur sitjandi kráka. en ftjúgandi fær fjögur þusund kali Sértítboö í sex inaiuiöi 4.000.- króna sparnaður Við bjóöum nú nýja og stækkaða VIKU (64 bls.) fyrir aðeins kr. 2.160 á mánuði í sex mánuði. Verð hvers blaðs er þá aðeins kr. 498. Á þessum 26 eintökum sparar þú þér kr. 4.000,— miðað við lausasöluverð. — Og þú færð VIKUNA senda heim til þín þér að kostn- aðarlausu! VIKAN flytur efrti fyrir alla fjölskylduna: Forsíðuviðtölin frægu, framhaldssögur, smá- sögur eftir íslenska sem erlenda höfunda, myndasögur fyrir börnin, bílaþætti, poppþætti, getraunir, heilabrot, draumaráðningar og margt, margt fleira. Sem nýja þætti nú má nefna: ÆVAR KVARAN ritar um „Undarleg atvik" Klúbbur íslenskra matreiðslumeistara kennir matreiðslu nýstárlegra rétta. Nákvæmar leið- beiningar í máli og myndum. Alit hráefni fæst í verslunum hérlendis. Og VIKAN birtir litmyndir úr Sumarmyndaget- raun DB og VIKUNNAR. Framundan eru svo PALLADÓMAR UM ALLA ALÞINGISMENNINA VIKAN er sífellt á neytendamarkaði með DAG- BLAÐINU, glaðvakandi, giögg og gagnrýnin. Af þvi njóta allir lesendur góðs. Hugsaðu þér bara: 26 eintök framundan og 4.000. aður! króna sparn- Gríptu símann, hringdu í 2 70 22 oq hafðu samband við áskrifendaþjónustu VIKUNNAR, og pantaðu hálfs árs áskrift. Áskriftarsími: 27022. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld er stækkuö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.