Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 Flugslysið í San Diego: Misstu sjónar á Cessnunni unni fyrir áreksturinn og lýtur að Cessnunni, hljóðar á þessa leið (tímasetning í svigum): James E. McFeron, flugstjóri (9:00:42 pst): „Er það sú sem við erum að grennslast fyrir um?“ Robert E. Fox, aðstoðarflug- stjóri (9:00:43); „Já, en ég sé hana ekki í augnablikinu." McFeron (9:00:52): „Hann var einmitt hérna fyrir um einni mínútu." Fox (9:01:11); „Erum við lausir við þessa Cessnu?" Washinxton. 21. nóvember. AP. SEGULBANDSUPPTAKA af viðræðum í flugstjórnarklefa Boeing-727 þotu Pacific South- west flugfélagsins, sem fórst í San Diego í lok september, bendir til þess að áhöfn vélar innar hafi misst sjónar á Ccssna-vélinni sem þotan lenti í árekstri við, en síðan orðið Cessnunnar vör aðeins augna- bliki fyrir áreksturinn. Ennfremur leiðir segul- handsupptakan það í Ijós, að flugmennirnir hafi ekki haft mjög miklar áhyggjur af Cessnunni þar sem þeir voru í mestu makindum að ræða um líftryggingar, dauða og kven- mann sem gegnir starfi um- ferðarstjóra í Oakland, skömmu áður en árekstur vélanna átti sér stað. I slysinu, sem er hið mesta sem orðið hefur í Bandaríkjun- um, létu 144 manns lífið. Flug- stjórnarmenn létu flugmenn beggja vélanna vita af tilvist hvor annarrar, og sagðist flug- stjóri Boeing þotunnar hafa Cessnuna í sjónmáli 1 mínútu og 44 sekúndum fyrir slysið. Sá hluti segulbandsupptök- unnar, sem lýsir síðustu mínút- Boeing-727 þota PSA-flugfélagsins steypist til jarðar í San Diego 25. september sl. Martin J. Wahne, flugvélstjóri (9:01:13): „Það tel ég vera.“ McFeron (9:01:14); „Ég gizka á það“. A þessum stað má heyra hlátrasköll, og Spence-Nelson flugstjóri hjá PSA, en hann er að fara í frí og situr í lausu sæti í flugstjórnarklefanum, segir: „Það vona ég.“ McFeron (9:01:31): „Já, áður en við beygðum niður á við og undan vindi sá ég hann fram undan og örlítið til hægri (klukkan eitt, á flugmáli). Hann er sennilega fyrir aftan okkur núna.“ A þessu augnabliki má heyra hljóð eins og þegar lendingar- búnaður er settur niður, og þegar klukkan er 9:01:38 heyrist Fox segja: „Það er ein fyrir neðan okkur." Bendir þetta til þess að hann hafi séð Cessnuna. Á eftir fylgdu ummæli sem þóttu ekki við hæfi. Klukkan 9:01:45 kallar McFeron „Whoops", og Fox hrópar „Aghhhs". Sekúndubroti seinna heyrist brothljóð, og McFeron segir „Róleg góða, róleg góða,“ og reynir augljós- lega að hafa stjórn á vélinni. Þessu fylgja snögg orðaskipti, sem voru á þessa leið: McFeron: Hvað er á seyði?" Fox: „Það er slæmt maður ... það hefur verið flogið á okkur." Óþekkt rödd segir „Whoop" og flugstjórinn segir „haltu þér kjurrum" til aðvörunar. Síðustu orðin á segulbandinu eru: „Mamma, ég elska þig,“ en ekki er vitað hver þau sagði. Segulbandsupptakan stöðvaðist klukkan 9:02:04, eða á því augnabliki sem þotan brotlendir á jörðu niðri. PARTNER ER NÝTT VÖRUMERKI FYRIR VANDAÐAN OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN LAUGAVEGI 8 BERGSTAÐASTRÆTI 4A LAUGAVEGI 27 HVERFISGOTU 32 NATO-ríki efli flota sinn Washington, 21. nóvember, AP. SJÓHER Sovétríkjanna getur látið alvarlega til sfn taka á heimshöfunum. Ríkjum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) ber að gera sér grein fyrir þessari ögrun og að byggja upp sjóheri sína, Veður víða um heim Akureyri -2 snjókoma Amaterdam 11 skýjaó Apena 19 léttskýjaó Barcelona 15 heióskírt Berlín 10 heióskírt BrUasel 14 skýjaó Chicago 1 snjókoma Frankfurt 7 boka Genf 7 boka Helsinki 3 skýjaó Jerúsalem 16 lóttskýjaó Jóhannesarb. vantar Kaupmannah. 46 rigning Lissabon 18 lóttskýjaó London 12 skýjaó Los Angeles 14 rigning Madríd 14 heióskírt Malaga 17 lóttskýjað Mallorca 16 skýjaó Míami 27 skýjaó Moskva 12 lóttskýjað New York 9 skýjaó Ósló 4 skýjaó París 12 skýjað Reykjavík -4 skýjaó Rio De Janeiro 37 lóttskýjaó Rómaborg 18 lóttskýjaö Stokkhólmur 5 akýjaó Tel Aviv 23 lóttskýjaó Tókýó 17 lóttskýjaó Vancouver 6 heióskírt Vínarborg 2 poka segir í álitsgerð Atlantshafs- nefndarinnar sem kynnt var í Washington á laugardag. „Það er mikill munur á upp- byggingu sovéska flotans og flota bandalagsríkjanna, en mikið hik virðist einkenna málefni flota NATO-ríkja,“ segir í skýrslunni sem byggð er á tveggja ára athugun sérfræðinga. Talsmaður nefndarinnar sagði, að í grundvall- aratriðum gerðu ríki Atlantshafs- bandalagsins sér ekki grein fyrir þeirri ógnun sem stendur af sovéska flotanum. „Og þar af leiðir að ríkin hafa ekki neinar fullnægj- andi áætlanir um uppbyggingu flota sinna," sagði talsmaðurinn. Talsmaðurinn sagði sem dæmi, að Bandaríkin þyrftu að verja í ár um 10 milljörðum dollara til sjóhersins, en Bandaríkjaþing samþykkti sem kunnugt er 8 jnilljarða dollara til þeirra mála í ár. Hann sagði að sjóher Banda- ríkjanna þyrfti að byggja allt að 600 skip á næstu árum, eða 75 fleiri en gert er ráð fyrir í langtímaáætlun stjórnar Jimmy Carters. Ennfremur þyrftu banda- lagsríkin að leggja fram um 600 skip til viðbótar til að mæta uppbyggingu sovéska flotans. Lokaorð skýrslunnar eru á þá leið að ríkjum NATO beri að taka ákvörðun um uppbyggingu flota sinna til að halda megi hernaðar- legu jafnvægi á heimshöfunum. De Chirico jarðsunginn RAmaborK. 21. nóvember. AP. GIORGIO De Chirico, frægasti listmálari ítala það sem af er 20. öldinni, verður jarðsunginn á morgun, miðvikudag, en hann lézt af hjartaslagi í gærkvöldi, níræður að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.