Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAG13B. ^ÓV^^^J? ^ 15 Leikkonurnar Liza Minelli og Gina Lollobrigida hittust í samkvæmi í New York fyrir skömmu og var þessi mynd þá tekin. Ekki er annað að sjá en að vel íari á með þeim stöllunum. Loka Norðmenn auðugum miðum? Ósló, 21. nóvember. Frá fréttaritara Mbl. NORÐMENN munu að líkindum loka fyrir allar togveiðar á tveimur veiðisvaiðum á hafinu undan Mæri og Romsdal og undan Troms-fylki frá og með haustinu 1979. Ennfremur verða þau þr jú svæði, sem nú er bannað að toga á, að líkindum stækkuð, að því er Eivind Bolle sjávarút- vegsráðherra skýrði frá í dag. Þau svæði, sem að líkindum verður lokað, eru Storegga undan Mæri og Romsdal og Fugleyjar- banki undan Troms. Þetta eru auðug fiskimið, og einkum er Fugleyjarbanki þekktur fyrir góð þorsk-, ýsu- og lúðumið. Á Stor- egga er mest um lúðu, löngu og keilu. Stafeetningar- breyting í Kína Times og Sunday Times í kröggum 20. nóvember. London, Reuter. Framtíð tveggja víðlestn- ustu dagblaða Bretlands, The Times og The Sunday Times, hangir nú á bláþræði að því er fréttir hér herma. Mjög hart hef ur verið lagt að útgáfustjórn blaðanna að hætta ekki útgáfu þeirra eins og stjórnin hefur hótað að gera 30. nóvember n.k. þar til hætt verði skæruverkföllum starfs- manna sem hafa verið tíð, og hafa valdið blöðunum gífur- legu tapi. Stöðugir fundir hafa verið haldnir alla helgina og verður haldið áfram með útgáfustjórn blaðanna og fulltrúum starfs- manna og fulltrúum ríkisvalds- ins, en ekki er búist við neinni niðurstöðu af þeim fundum fyrr en í fyrsta lagi í loku vikunnar. Fulltrúar prentiðnaðarins leggja mjög hart að breskum stjórnvöldum að hlutast til um að við útgáfustjórn blaðanna að hætta ekki útgáfu þar sem það myndi hafa í för með sér gífurlegt tap og atvinnumissi fyrir fjölda manna. Þetta gerðist 21. nóvember prms hafa 1975 — Juan Carlos verður konungur Spánar. 1974 - PLO fær að áheyrnarfulltrúa hjá SÞ. 1973 — Fundur egypzkra og ísraelskra hershöfðingja um vopnahlé. 1972 - Nixon afléttir 22 ára Jbanni við ferðum til Kína. 1967 - Ályktunartillaga Öryggisráðsins um frið ísraels og Arabaríkja. 1963 — Kennedy ráðinn af dögum. 1962 — Rússar hætta viðbúnaði vegna Kúbu-deilunnar. 1943 - Kaíró-fundur Churchills, Roosevelt og Chiang Kaí-shek. 1941 — Þjóðverjar taka Rostov. 1927 — Albanir í varnarbanda- lag með ítölum. 1922 — Cuno kanslari Þýzka- lands. 1915 — Orrusta Breta og Tyrkja við Tsiphon. 1906 - „SOS" viðurkennt neyðarkall skipa í sjávarháska " Umbætur í rússneskum land- búnaðarmálum. 1892 — Belgar bæla niður uppreisn árabískra þrælasala í Efri-Kongó. 1830 — Belgía konungsríki. 1774 — Andast Clive, stofnandi heimsveldis Breta á Indlandi. 1699 — Sáttmáli Dana, Russa, Saxa og Pólverja um skiptingu Svíaveldis. Afmæli dagsinsi Charles de Gaulie, franskur stjórnskörung- ur (1890—1970) - Thomas Cook, enskur brautryðjandi ferðamála (1808-1892) - André Gide, franskur höfundur (1869—1951) = Benjamin Britten, enskt tón- skáld (1913'-). Innlenti Björn Jónsson ráðherra víkur stjórn Landsbankans frá 1909 = D. Hrafn Oddsson 1289 - Sigurður Gunnarsson prófap'ur 1878 ¦ F. Rasmusk Christian Rask 1787 - Rask-hneykslið 1887 ¦ Konungur staðfestir fossalög- in 1907 = Samningur við Thor E. Tulinius um strandferðir 1913 ¦ Kosningaaldur 21 ár 1933 = D. Pálmi Hannesson rektor 1956 = F. Haraldur Á. Sigurðsson 1901. Orð dagsins. Ennþá hefur enginn heimspekingur getað afborið tannpínu með þolin- mæði — William Shakespeare, enskt leikrítaskáld (1564-1616). Peking, 21. nóvember, Reuter. KÍNVERSKA stjórnin hefur til- kynnt að breytingar verði gerðar á stafsetningu 'ýmissa manna- nafna og staða, eins og þau eru stafsett með latínuletri, þannig að búist er við að ógjörningur verði að átta sig á þeim út frá fyrri nöfnum. Breytingarnar gera það að verkum að Peking verður að Beijing, Hong Kong verður að Xianggang, en Kína verður áfram Kína í stað Zhongguo. Þá er ólíklegt að Mao Tse Tung verði Mao Z-dong, og að Sun Yat-sen verði Sun Chong-shan, eins og ætla mætti, þar sem tilkynning- unni fylgdi að leyft væri að nöfn frægra manna og staða héldust óbreytt. Nafn Hua Kuo-feng flokksfor- manns verður Hua Guo-feng, og Teng Hsiao-ping varaforsætisráð- herra verður í framtíðinni Deng Xiao-ping. Sértilboð meöan birgöir endast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.