Morgunblaðið - 22.11.1978, Page 17

Morgunblaðið - 22.11.1978, Page 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rítstjórnarfulltrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skerðing kaup- gj aldsvísitölunnar 1. desember Um annað er ekki meira rætt manna á meðal en þær efnahagsráðstafanir, sem gripið verður til vegna yfirvofandi launahækkana 1. desember. Öll stuðningsblöð ríkisstjórnarinnar vörðu forsíðum sínum í gær undir bollaleggingar í því sambandi og var þar að vísu nokkur áherzlumunur um einstök atriði, en kjarninn var alls staðar sá sami. Allir stjórnarflokkarnir eru sammála um, að nauðsynlegt sé að skerða verðbótavísitöluna verulega, ýmist beint eða með leikaraskap og tilfærslum á fjármagni. Er í þeim efnum einkum talað um niðurgreiðslur á verðlagi og ýmsar félagslegar umbætur, sem svo eru nefndar, og meta á til lækkunar á launum. Hvort tveggja kallar á nýja skattheimtu í ríkissjóð, sem hlýtur að verða veruleg, en fyrir liggur yfirlýsing frá fjármálaráðherra um, að ekki sé um aðra fjáröflunarleið að ræða en hækkun beinna skatta. Það rökstyður hann með því, að ella komi skattahækkunin fram í hærri verðbótavísitölu, sem hann getur ekki fallizt á. Það er viðurkennt í Þjóðviljanum í gær, að „atriði eins og loforð um félagslegar umbætur eru aftur á móti meiri óvissuþáttur", eins og þar segir orðrétt, enda er ekki gerð grein fyrir, hvað við er átt. Það er því næsta hæpið, að unnt sé að meta slíkt til kjarabóta í þeim mæli, að ástæða sé til að lækka laun verulega í krónutölu, áður en séð verður hverjar efndirnar verða eða a.m.k. hvað ríkisstjórnin hugsar sér í þessum efnum. Miklu nær er að ganga hreint til verks og segja undanbragðalaust, að skerðing verðbótavísitölunnar sé óhjákvæmileg. Ekki verkar það a.m.k. traustvekjandi, þótt vitnað sé til þeirra ummæla Lúðvíks Jósepssonar í forystugrein Þjóðviljans, að það þurfi ekki að vera lögmál, að allar ríkisstjórnir svíki loforð sín. Eða hvað stendur nú eftir af loforði hans og Alþýðubandalagsins frá því í vor um samningana í gildi. Ætli hinn almenni launþegi taki ekki nokkra hliðsjón af því, þegar hann gerir það upp við sig, hversu mikið sé að marka ummæli Lúðvíks Jósepssonar nú. Ekki er ástæða til þess að gera mikið úr því, þótt stjórnarflokkana greini á þessu stigi á um efnahagsráðstafanirnar. Það hefur verið einkenni á stjórnarsamvinnunni, að einstakir þingmenn og ráðherrar hafa reynt að skjóta sér undan ábyrgð á stjórnarathöfnum með stóryrðum í blöðum eða jafnvel á Alþingi. Slíkum yfirlýsingum er þó ekki fylgt eftir, enda er þeim ekki ætlað annað hlutverk en að slá ryki í augu fólks. Slík vinnubrögð eru ekki traustvekjandi og sízt til þess fallin að skapa þá samstöðu í baráttunni við verðbólguna, sem ein dugir til þess að úrslitasigur vinnist. A þessu stigi er ógerningur að gera sér grein fyrir, hvernig efnahagsráðstafanirnar verða í einstökum atriðum. En það er mikilsvert, að stjórnarflokkarnir skuli komnir niður á jörðina og viðurkenna með tillöguflutningi sínum og ályktunum, að stefna ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar var rétt. Hitt er svo annað mál, að ef verkalýðshreyfingin hefði skilið sinn vitjunartíma fyrir hálfu ári og viðurkennt staðreyndir efnahagslífsins þá strax, hefði ekki þurft til þeirrar kjaraskerðingar að koma, sem nú er óhjákvæmileg. Það greiðist úr blekkingavefnum Eftir því sem nær hefur dregið 1. desember hefur orðið æ ljósara, hvílíkum blekkingum og rangfærslum var haldið að launafólki sl. vor af ýmsum af forystumönnum launþegahreyfingarinnar. Hér í Morgunblaðinu hefur áður verið rakið, hvernig ummæli Benedikts Davíðssonar, formanns verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins, stangast gjörsamlega á nú og fyrir alþingiskosningarnar. Þá er ekki síður ástæða til að minna á ályktun frá miðstjórn Málm- og skipasmiðasambands íslands frá 6. febrúar sl., en þar segir m.a. að miðstjórnin „varar stjórnvöld við að gera ráðstafanir sem skerða kaupmátt launa eða verðbótaákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaganna frá júní 1977. Verði slíkar ráðstafanir gerðar jafngilda þær riftun kjarasamninga og mundu óhjákvæmilega leiða til alvarlegra kjaradeilna og átaka á vinnumarkaðinum". Guðjón Jónsson, formaður Sambands málm- og/ skipasmiða, hefur lengi verið einn af forystumönnum Alþýðubandalagsins og sat m.a. flokksráðsfund hans nú um helgina. I ályktun fundarins er áherzla lögð á, að „dregið verði úr hækkun peningalauna" og talið nauðsynlegt að skera verðbætur á laun hinn 1. desember niður um meira en helming eða í 6—7%. Að vísu er rætt um millifærslur í staðinn, en engan veginn í þeim mæli, að hægt sé að tala um fullar verðbætur launa eða að höfð sé hliðsjón af gildandi kjarasamningum. Guðjón Jónsson er þannig enn eitt dæmið um það, hvernig verkalýðsleiðtogar Alþýðubandalagsins eru einn af öðrum að viðurkenna það í verki, að stefna ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar var rétt. Það er launþegum meira virði að minnka verðbólguna en að fá fleiri krónur og verðminni í laun um hver mánaðamót. HEIMSÓKN í ÖSKJUHLÍÐARSKÓLANN: í teiknitímanum var málað, teiknað, klippt út og jafnvel sungið. Börnin spiluðu á ýmis ásláttarhljóöfæri í tónlistartímanum í leikfimitímanum Öskjuhlíðarskóli við Reykjanesbraut er eini sérskóli landsins fyrir þroskahefta og f jölfötl- uð börn. Blaðamenn heimsóttu skólann dag nokkurn í síðustu viku og fylgdust með lífinu og starfinu innan veggja skólans. Er okkur bar að voru krakkarnir að fara út í frímínútur og var þar glatt á hjalla eins og við má búast. Að frímínútunum loknum hófst kennsla að nýju og litum við inn í nokkrar kennslustofanna. Fyrst var á vegi okkar teikni- stofan þar sem fram fór myndlistarkennsla. Þar var bæði málað, teiknað, klippt og sungið og enginn virtist láta sér leiðast. Tónlistarkennslan var það næsta sem við heim- sóttum. I tímanum voru í frímínútum. borðið og svo getið þið tekið mynd af okkur,“ sagði einn krakkanna. „Bíddu aðeins, ruslatunnan má ekki koma með á myndina", og svo var hlaupið af stað með ruslatunnuna út í horn en síðan sest við borðið. Öskjuhlíðarskólinn var stofnaður haustið 1975. Skólinn tók þá við starfi tveggja skóla sem lagðir voru niður um svipað leyti þ.e. Höfðaskóla og Skóla fjölfatl- aðra. I fyrrnefnda skólanum voru þroskaheft börn þau sem nálguðust það mest að vera með eðlilegan þroska, þ.e. greindarskerðing þeirra var ekki það mikil að þau gætu ekki tileinkað sér bóknám. í síðarnefnda skólanum voru hins vegar fjölfötluð börn. Öskjuhlíðarskólinn er ríkis- skóli og þjónar öllu landinu. Skólinn er tvískiptur, eldri „10-15% bama á skólaaldri þurfa á emhverrí sérkennslu að halda” krakkar sem nýbyrjuð voru að læra þetta fag en áhuginn virtist vera fyrir hendi og var spilað á hljóðfærin af hjartans lyst en eitthvað var minna um sönginn, þar var það feimnin sem e.t.v. hefur spilað inn í. Leikfimikennslan var í full- um gangi er við komum inn í salinn. Stúlkurnar urðu svolít- ið feimnar er gesti bar að garði þar sem þær höfðu gleymt leikfimibolunum sínum heima og voru því í bolum sem þeim sjálfum fannst ekki nógu góðir. En þrátt fyrír það voru þær fúsar, ásamt drengjunum, að fara í nokkra leiki fyrir okkur og sýna okkur hvað þær gátu og höfðu lært í leikfiminni. I stofu á næstu hæð fyrir ofan leikfimisalinn voru krakkarnir að ljúka við að borða nestið sitt þegar við komum inn til þeirra. Skólinn útvegar börnunum mjólk og ávexti en sjálf koma þau með brauð með sér. „Við skulum setjast við Skólabíllinn sem sækir og fer með pau börn sem langt eiga aö sækja í skólann en aðeins einn strætisvagn gengur að skólanum. börnin eru fyrir hádegi en yngri börnin eftir hádegi. 17 bekkjardeildir eru í skólanum, 11 almennar deildir fyrir kennsluhæf vangefin börn. 4 deildir fyrir fjölfötluð börn og 2 starfsdeildir fyrir börn sem eru 16 ára og eldri. I starfs- deildunum eru börnin í skólan- um hálfan daginn en eru við störf sem skólinn útvegar þeim hinn hluta dagsins. 33 kennar- ar starfa við skólann auk ýmislegs annars starfsfólks, svo sem lækna, sálfræðinga, og fleiri. Nemendur við skólann eru í ár 136 og eru þeir frá 6 ára aldri. Skólastjóri Öskjuhlíðarskóla er Jóhanna Kristjánsdóttir og er þetta annað starfsárið sem Jóhanna starfar við skólann sem skólastjóri, áður var hún yfirkennari. „Skólinn starfar samkvæmt grunnskólalögunum og nemendurnir hafa sama tíma- fjölda og í almennu skólunum. Á vegum skólans rekum við líka sérfræðideild að Sæbraut 1 (Kjarvalshúsi). Þessi deild annast m.a. greiningu á börn- um sem grunur leikur á að séu þroskaheft. Unnt er að hafa 12 börn til meðferðar í einu og síðan er reynt að finna stað til áframhaldandi meðferðar þyki þess þurfa. Á því stigi stranda málin mjög oft þar sem sú meðferð sem á þarf að halda eru ekki til hér á landi. Aðgerðir þessar fara fram er líka afskaplega slæmt fyrir foreldra utan af landi að þurfa að senda börn sín hingað til Reykjavíkur til náms. Nú eru við skólann 40 nemendur af iandsbyggðinni og eru þeir vistaðir á einkaheimilum en einnig í raðhúsi sem skólinn leigir í Kópavogi og við köllum það fjölskylduheimili. Það er stefnt að því í reglugerð um sérkennslu að hafa eins mörg greindarskert eða fjölfötluð börn í almennum skólum og Við vonumst til að við fáum fljótlega hæfan mann og erum afskaplega þakklát fyrir það að við fengum leyfi hjá stjórn- völdum fyrir þessari stöðu." Að lokum spurðum við Jóhönnu um félagsandann í skólanum. „Eg held að hann sé mjög góður. Börnin eru hjálpsöm við hvert annað og halda mikið saman. Við höfum hér böll og aðrar skemmtanir og þangað koma líka eldri nemendur' ■ „Nú máttu taka mynd af okkur.“ Þessi börn voru aö Ijúka við nestið sitt og áttu bráðum að skipta um stofu og fara í annan tíma. áður en skólaganga viðkomandi hefst og miðast þær við að koma í veg fyrir að þessi börn þurfi á sérkennslu að halda í framtíðinni. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að um 10—15% barna á skólaaldri þyrftu á einhverri sérkennslu að halda. „Öskjuhlíðarskólinn er eini sérskóli sinnar tegundar á landinu. Það er því aðeins hægt að taka hingað brot af þeim sem þyrftu á kennslu hér að halda en 3% barna á skólaaldri eru þroskaheft. Það hægt er, m.a. vegna þess hversu slæmt það er að senda börnin utan af landi frá foreldrunum. Vonumst við til þess í framtíðinni að geta veitt kennurum við almennu skól- ana þjónustu í sambandi við öflun kennslugagna og fleira sem þarf til við kennslu þessara barna. Þeir gætu þá leitað hingað og fengið þann stuðning sem þeir þyrftu á að halda. Við höfum sótt um leyfi til þess að ráða kennara í þetta starf og við höfum einnig fengið það en leyfið kom svo seint að ekki hefur enn verið hægt að ráða mann í starfið. skólans. Þeir halda þannig sambandinu við skólann og þeir koma líka annað slagið hingað til að heimsækja okkur. Það er ekki svo mikið um skemmtanir sem þetta fólk getur sótt og því er það að það sækir sínar skemmtanir hingað. Okkur finnst það hins vegar æskilegra að börnin gætu tekið þátt í félagslífinu í sínum hverfum og það hefur tekist í sumum tilfellum.“ Kennslan var í fullum gangi er við kvöddum skqlann en orðið áliðið dags og skóla- tíminn senn úti þann daginn. RMN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.