Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÖVEMBER 1978 19 Helmingur einhleypra Reykvíkinga med íbúd NÁLEGA helmingur einhleypra Reykvíkinga yíir tvítugt hefur íbúð til umráða. Það eru ný sannindi sem f ram koma í kaf lan- um um byggingarstarfsemi í nýútkominni Arbók Reykjavíkur. Þar leggur borgarhagfræðingur Eggert Jónsson höf uðáherslu á að lýsa í tölum almennu ástandi í húsnæðismáium ý borginni. Birt eru ný gögn um þéttleika byggðar í borginni og fyllri gögn um notkun fbúðarhúsnæðis. í fyrsta skipti er það unnt að bera saman einstök borgarhverfi með hliðsjón af þéttleika byggðar, húsagerð og húsnæði. Einnig birtar að venju töflur um lóðaút- hlutanir í borginni, fjölda full- gerðra íbúða á Reykjanessvæði og fjölda íbúða í hverju sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Um einstaklinga er þess getið að f íbúðaspá framkvæmdastofnunar rfkisins, sem gefin var út í januar 1977, kemur fram að árið 1976 höfðu nálega 40% einhleypra landsmanna yfir tvítugt fbúð til umráða. íbúafjöldi á íbúd lœkkar. Nú 2,83 Það kemur fram í töflu yfir íbúðir í hverfunum, að í Vesturbæ er 41,8% íbúða byggðar fyrir 1940 og41% 1941-60. Þar er meðalfjöl- skyldustærð í íbúð 1,69, þar af 383 einstæðir foreldrar. Meðalfjöldi á íbúð er 2,42. í austurbæ eru 49,5% íbúða byggðar fyrir 1940, 42% 1941—60. Þar eru aðeins stærri fjölskyldur eða 1,76 og 2,33 á íbúð, en einstæðir foreldrar 580 talsins, enda Austurbær heldur stærri eða 7785 íbúðir á móti 5083 í Vestur- bæ. í Norðurbæ eru 69,1% íbúð- anna byggðar á árunum 1941—60, en þær eru alls 5314 talsins. Þar er meðalfjölskyldan líka 1,76 en meðalfjöldi í íbúð 2,83, og einstæð- ir foreldrar 472 talsins. I Suðurbæ eru 4806 íbúðir, þar eru flest einbýlishúsin eða 1459 talsins. 72,9% íbúða eru byggðar eftir 1961. Fjölskyldustærð þar er 1,94 og að meðaltali 3,26 í hverri íbúð. Einstæðir foreldrar 430 talsins. í Árbæ, þar sem aðeins eru 1208 íbúðir er 86% íbúða byggðar eftir 1961. Þar eru í meðalfjölskyldu 2,34 og búa 3,24 að meðaltali í íbúð, einbýlishús eru 333. Einstæðir foreldrar eru aðeins 91 í Árbæ. I Breiðholti, þar sem íbúðafjöldi er 5119, hafa nær allar íbúðir eða 99,2% verið byggðar eftir 1961. Þar eru fjðlskyldurnar stærstar eða 2,57 að meðaltali, en í íbúð eru að meðaltali 3,34 íbúar. í Breið- holti eru 633 einstæðir foreldrar. Fyrir utan þessi hverfi eru 294 íbúðir með 1613 íbúum, þar sem meðalfjölskyldustærð e 2,23. Þetta gerir 29.561 íbúð í borginni með 83.688 íbúum. Meðalfjölskyldu- stærð er 1,89 og að meðaltali í allri borginni búa 2,83 í hverri íbúð. Einstæðir foreldrar eru 2626. Ibúatala í hverri íbúð hefur farið lækkandi. 1963 voru að meðaltali 3,80 á íbúð, sem hefur farið jafnt ogþétt lækkandi niður í 2,83 nú. Ibúum fjölgaði í Reykjavík á þessum árum aftur til 1975, en 1976 og 1977 hefur þeim fækkað um 363 fyrra árið en 646 seinna árið. Aftur á móti hefur íbúðum fjölgað um allt frá 530 á árinu 1971 og upp í 902 á árinu 1972. Á árinu 1977 var íbúðafjölg- un um 737. Rýmst í íbúðum í Reykjavík Það kemur í ljós, ef borið er saman við nágrannasveitarfélögin, að í Reykjavík eru langfæstirum hverja íbúð. Þar eru 2,83 á hverja íbúð, á Seltjarnarnesi 3,59, í Mosfellssveit 5,50, í Kópavogi 3,17 á íbúð, í Garðabæ 4,09, í Bessa- staðahreppi 4,41 og í Hafnarfirði 3,53. Aftur á móti eru fæstir í heimili að meðaltali í Kópavogi eða 1,44. Reykjavík aðeins hærri með 1,50 á hverju heimili, á Seltjarnarnesi eru 1,60 á heimili, í Mosfellssveit 2,87, í Garðabæ 1,71, í Bessastaðahreppi 1,64 og í Hafnarfirði 1,58. Skólatón- leikar h já Sinfóníu- liljómsveitiniii SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN mun í dag heimsækja Menntaskólann f Hamrahlíð og halda tónleika fyrir nemendur skólans en á föstudag verður hljómsveitin síð- an á ferð f Garðabæ og heldur þar tvenna tónleika fyrir nemendur Gagnfræðaskólans og Barnaskól- Verkefnavalið er sniðið með tilliti til áheyrenda á öllum þessum tónleikum en Þorgerður Ingólfsdóttir mun kynna verkin og útskýra þau. Einleikarar á tónleikunum eru þeir Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorrason, Stefán Þ. Stephensen, Hafsteinn Guðmundsson og Bjarni Guðmundsson, allt blásarar í hljómsveitinni. Sögumaður er Guðrún Þ. Stephensen og stjórn- andi Páll P. Pálsson. SAR^ L**>l NASA*** Jk,\M 1 *• V leiKurum^ver^ ^ sogul«9u á bÓKi" ari »ÓK «"" b%t> 1 Þessa'iequstu ™ m |« og stór'en3fhefurvOr'ð.Us7oKKur sem ^eisterans. b'r,'s, |(fsfer s'arfm hans, bernSrkogPís|- (asoing harl KraftaverK oa k ntmvndunj.Ka glaf^^, m recch" d^*a| ieiKara Susso^^re,,i. MeðaJJ palph FranC fna Pete' "a ne dsson, JarnReoSd Steiger- Richa t Rorgnine. P°d Quinn, rnest Borg Anthony" ð P Em«- - acn, StacV Kff oliver og litmy henni LaUrence tugiannarra bókinn' eru ustu le' setur a Kurum er „ fegursta m-» s°gU. ukium- Rarcley við Þe*|U;i:iiams B* og Frásogn v e,noi ^ Þ^^Iku siónn^yndar z^gxr1 dram eru innaf atísku l0als en merKi KviKrm so mduÞe Kvi rAn iKmyn dahan dritið thony Bu rgess, Vesturg°tu ^- IÍW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.