Morgunblaðið - 22.11.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 22.11.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 19 Helmingur einhleypra Reykvíkinga med íbúð NÁLEGA helmingur einhleypra Reykvíkinga yfir tvítugt hefur ibúð til umráða. Það eru ný sannindi sem fram koma í kaflan- um um byg£ingarstarfsemi í nýútkominni Árbók Reykjavíkur. Þar leggur borgarhagfræðingur Eggert Jónsson höfuðáherslu á að lýsa í tölum almennu ástandi f húsnæðismálum ý borginni. Birt eru ný gögn um þéttleika byggðar í borginni og fyllri gögn um notkun íbúðarhúsnæðis. í fyrsta skipti er það unnt að bera saman einstök borgarhverfi með hliðsjón af þéttleika byggðar, húsagerð og húsnæði. Einnig birtar að venju töflur um lóðaút- hlutanir í borginni, fjölda full- gerðra íbúða á Reykjanessvæði og fjölda íbúða í hverju sveitar félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Um einstaklinga er þess getið að í íbúðaspá framkvæmdastofnunar ríkisins, sem gefin var út í janúar 1977, kemur fram að árið 1976 höfðu nálega 40% einhleypra landsmanna yfir tvítugt íbúð til umráða. íbúafjöldi á íbúö lækkar. Nú 2,83 Það kemur fram í töflu yfir íbúðir í hverfunum, að í Vesturbæ er 41,8% íbúða byggðar fyrir 1940 og 41% 1941—60. Þar er meðalfjöl- skyldustærð í íbúð 1,69, þar af 383 einstæðir foreldrar. Meðalfjöldi á íbúð er 2,42. í austurbæ eru 49,5% íbúða byggðar fyrir 1940, 42% 1941—60. Þar eru aðeins stærri fjölskyldur eða 1,76 og 2,33 á íbúð, en einstæðir foreldrar 580 talsins, enda Austurbær heldur stærri eða 7785 íbúðir á móti 5083 í Vestur- bæ. í Norðurbæ eru 69,1% íbúð- anna byggðar á árunum 1941—60, en þær eru alls 5314 talsins. Þar er meðalfjölskyldan lika 1,76 en meðalfjöldi í ibúð 2,83, og einstæð- ir foreldrar 472 talsins. I Suðurbæ eru 4806 íbúðir, þar eru flest einbýlishúsin eða 1459 talsins. 72,9% íbúða eru byggðar eftir 1961. Fjölskyldustærð þar er 1,94 og að meðaltali 3,26 í hverri íbúð. Einstæðir foreldrar 430 talsins. I Árbæ, þar sem aðeins eru 1208 íbúðir er 86% íbúða byggðar eftir 1961. Þar eru í meðalfjölskyldu 2,34 og búa 3,24 að meðaltali í íbúð, einbýlishús eru 333. Einstæðir foreldrar eru aðeins 91 í Árbæ. I Breiðholti, þar sem íbúðafjöldi er 5119, hafa nær allar íbúðir eða 99,2% verið byggðar eftir 1961. Þar eru fjölskyldurnar stærstar eða 2,57 að meðaltali, en í íbúð eru að meðaltali 3,34 íbúar. í Breið- holti eru 633 einstæðir foreldrar. Fyrir utan þessi hverfi eru 294 íbúðir með 1613 íbúum, þar sem meðalfjölskyldustærð e 2,23. Þetta gerir 29.561 íbúð í borginni með 83.688 íbúum. Meðalfjölskyldu- stærð er 1,89 og að meðaltali í allri borginni búa 2,83 í hverri íbúð. Einstæðir foreldrar eru 2626. Ibúatala í hverri íbúð hefur farið lækkandi. 1963 voru að meðaltali 3,80 á íbúð, sem hefur farið jafnt og þétt lækkandi niður í 2,83 nú. Ibúum fjölgaði í Reykjavík á þessum árum aftur til 1975, en 1976 og 1977 hefur þeim fækkað um 363 fyrra árið en 646 seinna árið. Aftur á móti hefur íbúðum fjölgað um allt frá 530 á árinu 1971 og upp í 902 á árinu 1972. Á árinu 1977 var íbúðafjölg- un um 737. Rýmst í íbúöum í Reykjavík Það kemur í ljós, ef borið er saman við nágrannasveitarfélögin, að í Reykjavík eru langfæstirum hverja íbúð. Þar eru 2,83 á hverja íbúð, á Seltjarnarnesi 3,59, í Mosfellssveit 5,50, í Kópavogi 3,17 á íbúð, í Garðabæ 4,09, í Bessa- staðahreppi 4,41 og í Hafnarfirði 3,53. Aftur á móti eru fæstir í heimili að meðaltali í Kópavogi eða 1,44. Reykjavík aðeins hærri með 1,50 á hverju heimili, á Seltjarnarnesi eru 1,60 á heimili, í Mosfellssveit 2,87, í Garðabæ 1,71, í Bessastaðahreppi 1,64 og í Hafnarfirði 1,58. Skólatón- leikar h já Sinfóníu- hljómsveitinni SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN mun í dag heimsækja Menntaskólann I Hamrahlíð og halda tónleika fyrir nemendur skólans en á föstudag verður hljómsveitin síð- an á ferð f Garðabæ og heldur þar tvenna tónleika fyrir nemendur Gagnfræðaskólans og Barnaskól- ans. Verkefnavalið er sniðið með tilliti til áheyrenda á öllum þessum tónleikum en Þorgerður Ingólfsdóttir mun kynna verkin og útskýra þau. Einleikarar á tónleikunum eru þeir Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorrason, Stefán Þ. Stephensen, Hafsteinn Guðmundsson og Bjarni Guðmundsson, allt blásarar í hljómsveitinni. Sögumaður er Guðrún Þ. Stephensen og stjórn- andi Páll P. Pálsson. I þessa^ ,stu ð jjiti líf °^\ •‘iafP stórfeng’ 9 r verió QkKur \ ^d ^al leiKara \ sem gerðqhtarans, b'rtlf ,ífsfer-\ susso ? ffire|li. paIPh iWf mej^;8 bernsW’* fsl-\ FrancoUstm^on, 1 faeðinð ha kraftaverK y |ýs-\ rriánefa _on James jger I i^nTmeö HtríkUrT1 \ ^hTrorgnine-fudnySQuinh I ardauð' 150\ Ernest » yh AntP°nyauðvita I andih0ett ; ásögn,studd en\stacy * 0|iver o9 I Hin . bóKinni . A setnr f ta nnanndo' i hver o*' hf"r(Kunn ** (s ■ s°gU tkium „arcley e'\n>e6 ,assögnJesU _ ^^Vpð sögn '/Vi"ialT'Seinfö|dU ; V m w - V , g ‘ r ' pgjt. " '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.