Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 lést 20 nóvember + ÞÓRIR G. JÓNSSON, Hringbraul 96. Kellavík, Anna Sveinadóttir. + Frændkorja mín, GUDRÍDUR JÓNSDÓTT1R, éður til haimili* að Vmturgötu 33b, Raykjavík, andaöist á Elliheimilinu Grund í Reykjavik 20. nóvember s.l. Fyrir hönd vandamanna, Guóríður Guðbrandadóttir. ÞÓRÓLFUR GÍSLASON, andaöist föstudaginn 17. þ.m. á Landakotsspítala. Kveöjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju, fimmtudaginn 23. nóv. kl. 3. Bðrnin. ■ t Fööurbróöir minn INGÓLFUR SIGFÚSSON, Skjólbraut 10, Kópavogi, andaöist 11. nóvember aö Grensásdeild Borgarspítalans. Útförin hefur fariö fram. Þakka þeim sem reyndust honum vel. Ragna Jónadóttir. t Látin er í Los Angeles systir okkar og amma HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Stóra-Hofi, Elín Guðmundadóttir, Ágúat Guömundaaon, Hákon Guðmundaaon, Þuríður G. Haukadóttir, Halga Haukadóttir. t OKTOVÍA JÓNSDÓTTIR andaöist að Sólvangi í Hafnarflröi 10. nóv. 1978. Jaröarförin hefur fariö fram. Ættingjar. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna fráfalls elsku litla drengsins okkar og bróöur MAGNÚSAR VIKTORS, er lést af slysförum þann 12.11. Jaröarförin hefur fariö fram. Stefanfa Jóhannadóttir, Vöggur Magnúaaon, Ólöf Huld Vöggadóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför STEFÁNS BJÖRNSSONAR. Ágúata Sigurbjörnadóttir, Guðmunda og Gunnar Peteraen, Greta og Steinar Petereen, Birna og Gunnar Mér. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og hlýhug viö fráfali og jaröarför sonar okkur og bróður, TRYGGVAJÓNSSONAR, Eyjahrauni 33, Þorlákahöfn, sem lést af slysförum þann 5. október s.l. Sérstakar þakkir færum viö vinnufélögum hans, nágrönnum okkar og kvenfélagi Þorlákshafnar fyrir ómetanlega aöstoö. Guö blessi ykkur öll. Jón Þorvaidaaon, Kriatbjörg Einaradóttir, Einar Jónaaon, Þuriður Jónadóttir. Minning: Bjarni Gunnars- son frá ísafirði Bjarni var fæddur á Eyri í Skötufirði 2. sept. 1891 og var því 87 ára að aldri er hann lézt í sjúkrahúsi í Reykjavík 4. nóv. s.l. Bjarni var sonur Gunnars Sigurðs- sonar, garðyrkjumanns, og bónda á Eyri, og konu hans Kristínar Önnu Haraldsdóttur. Ættfærsla Bjarna, hið næsta, er sem hér segir: Gunnar f. 8.6.1862, d.12.6.1915 Sigurðsson, bónda í Skálavík og Hörgshlíð, Hafliðasonar, bónda á Skarði og Borg í Skötufirði, Guðmundssonar hins sterka, bónda á Kleifum í Skötufirði, annálaður þrekmaður og krafta- jötunn, Sigurðssonar, bónda á Strandseljum, Torfasonar. Kristín, móðir Gunnars, var Halldórsdóttir, bónda á Hvítanesi og í Hörgshlíð, Halldórssonar. Kristín Anna, móðir Bjarna, f.15.1. 1869, d. 19.9. 1898, Haralds- dóttir, járnsmiðs og skyttu á Eyri, Halldórssonar bónda og járnsmiðs s.st. Jónssonar s.st. Salóme, móðir Kristínar Önnu, var Halldórsdóttir, systir Kristín- ar, móður Gunnars. Þannig að Gunnar og Kristín Anna foreldrar Bjarna, voru systrabörn. Kristín og Salóme Halldórsdóttir, ömmur Bjarna, voru systur hinna kunnu bræðra við Djúp, Jóns á Laugabóli, Gunnars í Skálavík, Hafliða í Ögri og Guðmundar, járnsmiðs í Hafnarfirði, síðast í Ögri. Móðursystkini Bjarna, sem á legg komust, voru Valdimar Haraldsson, skipasmiður í Reykja- vík, og Júlíana Haraldsdóttir, kona Eggerts Reynibaldssonar, bónda á Kleifum í Seyðisfirði vestra, síðar í Bolungarvík, og er ættbogi þessa fólks alls mikill að vöxtum við Djúp vestur og víðar. Bjarni er síðastur systkinanna frá Eyri, sem gengur fyrir ætternisstapann. Þau voru sex: Elztur var Haraldur, prentari í Reykjavík, f.14.9. 1890, d. 2.6. 1922, ókvæntur, þá Bjarni sem hér er minnst. Kristín f. 28.9. 1892, d. 3.4. 1968, gift Kristjáni P. Skjóldal, bjuggu að Ytra-Gili í Eyjafirði og áttu átta börn; Salóme, f. 24.4. 1895, d. 20.11, 1977, gift Hermanni Hermannssyni, bjuggu á Svalbarði í Ögurvík og síðar á ísafirði, áttu ellefu börn og Kristín Anna, f. 28.8. 1898, d. 5.8. 1928, átti laundóttur, sem kemur við þessa sögu, með Ara Arason frá Flugu- mýri. Kristín giftist síðar Ólafi Steinssyni á Keldu í Mjóafirði og átti með honum eina dóttur barna. Elísabet Anna, f. 16.3.1894 d. 1966, átti barn með Óskari Halldórs- syni, útgerðarmanni, bjó ógift i Kaupmannahöfn alla tíð. Þar býr og Haraldur sonur þeirra Óskars. Kristín Anna, móðir Bjarna, dó 1898, eins og fyrr segir, frá sex börnum sínum, því elzta átta ára. Brá Gunnar faðir hans þá búi og gerðist fyTst ráðsmaður í Ögri um skamma hríð hjá Þuríði, ekkju Jakobs Rósinkarssonar, en fyrri maður hennar var Hafliði Hall- dórsson, móðurbróðir Gunnars. Síðar fluttist Gunnar suður á Álftanes og var þar ráðsmaður um árabil, fyrst á Bessastöðum og síðar á fleiri býlum og dó þar syðra. Börnum sínum kom Gunnar til fósturs hjá ættmennum sínum og konu sinnar, og var engu í kot vísað. Bjarni fór í fóstur til föðurbróður síns, Bjarna á Borg í Skötufirði. Bjarni á Borg var með fyrstu mönnum að kaupa vél í bát sinn, enda var Bjarni mágur Árna Gíslasonar, síðar yfirfiskmats- manns á Isafirði, þess er fyrstur varð til að setja vél í fiskibát hérlendis, en Árni var giftur Kristínu systur Bjarna. Komst Bjarni Gunnarsson því kornungur í kynni við vélar og varð vélgæzla aðalfstarf hans í 45 ár. Hann sagði mér þá sögu, að fyrsta vélbát sinn hefði Bjarni fóstri hans síðar selt Gísla nokkrum í Súðavík, sem nefndur var gat-í-kamb. Viður- nefni sitt fékk Gísli af því að hann þræddi hrognkelsi í gegnum kambinn upp á band og tjóðraði þau í flæðarmálinu og hafði hann þannig nýja beitu, en þá var mikill Magnús Viktor Vöggs- son—Minning Fæddur 12. maí, 1973 Dáinn 12. nóv. 1978 Ó, Jesú bróéir bczti ok barna vinur mesti. Æ. breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Þegar mamma kom úr símanum að kvöldi sunnudagsins 12. nóvem- ber og sagði: „Hann Magnús litli er dáinn," þá var eins og eitthvað brysti innra með mér. Hvernig gat þetta verið? Við sem höfðum verið að skoða saman myndabækur seinnipartinn þennan dag. Það var erfitt að trúa því, að þessi litli vinur minn ætti ekki eftir að koma framar með foreldr- um sínum og litlu systur hingað í Selás 13. Magnús litli var tíður gestur á heimili foreldra minna og mikil vinátta með okkur tveimur þrátt fyrir mikinn aldursmun. Magnús var mikill dýravinur og fór snemma að fara í hesthús til gegninga með pabba sínum. Og hér lék hann sér oft við heimilis- hundinn, hana Pollý sem fékk margan bitann hjá Magga litla. Ævi þessa litla frænda míns varð ekki löng, en honum tókst á sinni skömmu ævi að veita gleði og ást inn í líf okkar., sem eftir lifum, já okkar, sem nú söknum litlæ drengsins, sem svo skjótt var frá okkur hrifinn. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Magga litla fyrir allt, sem hann var mér í þessu lífi. Mamma, pabbi og yið bræðurnir biðjum algóðan guð að varðveita hann og vaka yfir honum. Elsku Bebba og Vöggur, guð styrki ykkur og blessi minningu litla drengsins ykkar, sem mun lifa áfram í hjörtum ykkar beggja. Brynjar frændi. siður að beita hrognkelsum. Þegar Gísli gat-í-kamb hafði átt bátinn skamma hríð hafði vélgæzlan gengið svo nærri honum að hann missti ráð og rænu, varð vitlaus og dó út úr öllu saman. Nútímafólk getur auðvitað ekki gert sér í hugarlund sálarstríð manna í dentíð þegar vélarófreskja hóf skelli sína og skruðninga, knúin svart'agaldri. Bjarni frændi sagði mér að pumpuverkið á vélarófét- inu hefði ráðið úrslitum um sálarheill Gísla gat-í-kamb. Bjarni hélt til ísafjarðar 14 ára gamall með fóstra sínum. Síðan lá leiðin suður til Gunnars föður hans, en að því búnu starfaði hann um hríð hjá Milljónafélaginu í Viðey, en þangað hafði fóstri hans þá ráðizt. Að vörmu spori hélt Bjarni vestur á nýjan leik til ísafjarðar, sem hann taldi alla tíð samastað sinn, þótt leiðir lægju á stundum til ýmissa átta. M.a. var hann tveggja ára skeið vélstjóri á skipum frá Akureyri. Tókst mér á góðri stundu í Vestmannaeyjum fyrir sex árum að fá hann til að segja mér frá þeim árum og ýmsu er á daga hans hafði drifið en yfirleitt var hann ekki snokinn fyrir óþarfa upprifjun á liðinni tíð og anzaði ekki slíku ónytjutali. Það var skemmtileg dagstund þar sem karl lék á als oddi og lét vaða á súðum um menn og málefni, stálminnugur sem hann var. Þá kom í ljós, að Bjarni frændi hafði ýmislegt brallað um ævina, á sínum yngri árum áður en hann festi ráð sitt og gerðist stakasti reglumaður til orðs og æðis, sem ég hefi kynnzt. Ég vissi að vísu að hann var mikill lombermaður, en að hann hefði verið glannafenginn fjárhættuspilari kom mér í opna skjöldu. Hann sagði mér dæmi til þess. Eitt sinn bar það til á Akureyrarárum hans að hann hafði spilað lengi og tapað miklu fé. Var hann orðinn gersamlega fjárvana og skuldugur spilaföntum og rummungum. Bjarni fer'þá til og fær ábyrgð hjá útgerðarmanni sínum og nær bankaláni kr. 500, sem var stórfé þá. Þetta var á bannárunum, en á leiðinni í spilavítið á ný, keypti hann sér meðal, sem gekk undir ýmsum nöfnum, apótekaraspritt, dúndur eða hundaskammtar. Þetta tók hann í einu inn því í honum var víghrollur. Fór síðan til bg græddi á skammri stundu slíkt stórfé, að hann gat þegar í stað greitt upp bankalánið og lagt fé fyrir. Þegar Vetur konungur er genginn í garð og blessuð börnin fá sitt langþráða tækifæri til að fagna honum. Sköpunarmáttur þeirra og hugmyndaauðgi fær ótakmarkaða útrás bæði í verki og athöfnum þegar hann birtist. I þessum fögnuði er lítill þáttakandi Magn- ús Viktor að leik ásamt félögum sínum, hann er ekki einn um að vilja taka þátt í ærslafullu atferli þeirra og leikjum, þegar skyndi- lega slær þögn á hópinn. Maðurinn með ljáinn hefur orðið á vegi þessa litla drengs, hann fer ekki í manngreinarálit, sama hvort um er að ræða hrörnuð gamalmenni eða saklaus börn. Á þeirri stundu nístir sorgin hjartað dýpst þegar lítið æskuljós er slökkt. Magnús Viktor var svipfríður drengur með þróttmikið og gáska- fullt fas, síkátur og oftast með bros á vör. Hann var óspar að miðla öðrum af gleði sinni, sem honum var svo rík og kunna litlu frændsystkinin honum bestu þakkir fyrir allt sem hann gaf þeim. Við föðursystur Magnúsar Viktors makar okkar og börn, viljum auðsýna foreldrum hans Stefaníu Jóhannsdóttur og Vögg Magnússyni ásamt litlu systur Ólöfu Huld og hálfsystrum, okkar dýpstu samúð. Við biðjum Magn- úsi Viktors Guðs blessunar um alla eilífð. I>að verði allt, sem vill minn Kuð, hann vill oss æ hið besta. þeim blessun æðst er ákvörðuð, sem á hann trúna festa Hans hjálp er næst, er neyð er ha*st hann náðar, þótt hann hryggi því allt mitt traust ók óttalaust á ást ok likn hans byggi. Hilmar II. Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.