Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 27 Sími50249 Birnirnir bíta frá sér (The Bad News Bears) Hressilega skemmtileg litmynd. Walter Matthau, Tatum O'Neal Sýnd kl. 9. 1 Sími 50184 Hörkuskot * "Uproarious... lusty entertainment." ^ -SobThoma*. ASSOCIATEOPRESS PftllL tllsWMMIM. ^teSLAP 0 UNtVWSfll PKTUBt R tíchnkcxcw®U Ný bráöskemmtileg gaman- mynd. Sýnd kl. 9. Hækkaö verö. Litrotii beggia TILKYNNING ADALFUNDIR DEILDA: Míövikudaginn 22. nóv. Skíöadeild kl. 20.30 aö Arnarbakka 2. Fimmtudaginn 23. nóv. Körfuknattleiksdeild kl. 20.30 í Hólabrekkuskóla. Föstudaginn 24. nóv. Handknattleiksdeild kl. 20.30 aö Arnarbakka 2. Fimmtudaginn 23. nóv. Frjálsíþróttadeiid kl. 21.00 að Arnarbakka 2, framhaldsaöalfundur. Manudaginn 27. nóv. Knattspymudeild kl. 20.30 aö Amarbakka 2. Venjuleg aöalfundarstörf. AÐALFUNDUR Aoalfundur félagsins aö Hótel Loftleiöum, miöyikudaginn 29. nóv., kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. stjórn ÍR. 0m$uubMbtb óskar efftir blaðburðarffólki AUSTURBÆR: D Laugavegur 1—33, VESTURBÆR: D Miöbær D Lambastaöahverfi ÚTHVERFI D Sogavegur UPPLI SIMA 35408 Ön nur bók Hafliða Hafliði Vilhelmssoni HELGALOK: 191 bls. Örn og Örlygur hf. Rvík, 1978. LEIÐ 12 Hlemmur — Fell, sem Hafliði sendi frá sér í fyrra, var afar hressileg og, að mínum dómi, raunsæ og vel skrifuð skáldsaga. Hið síðast talda getur átt við skáldsögu Hafliða númer tvö, Helgalok, hún er vel skrifuð, allvel að minnsta kosti. Hins vegar skortir hana þann léttleika, það fjör, þau tilþrif sem Leið 12 Hlemmur — Fell ber með sér á nánast hverri síðu. Helgalok er út af fyrir sig dálítið stirt nafn, það minnir á helgarlok — weekend — á kannski í og með að leiða hugann að því orði, en vísar hins vegar til þess að aðalpersónan heitir Helgi. Hann er ungur og frægur rithöfundur, svo frægur að hann þarf ekki að segja til nafns þegar hann kemur með bílinn sinn á verkstæði, allir þekkja hann. Hann er að koma að norðan þegar stúlka verður á vegi hans í bókstaflegum skilningi. Helgi tek- ur hana upp í bíl sinn og þegar í borgina kemur ekur hann beint heim. Brátt eru þau farin að sofa saman og síðan fylgir stúlkan honum eins og eiginkona. Ég hygg að veikleiki sögunnar felist öðru fremur í því að Hafliði hefur — að þessu sinni, með hæpnum árangri — tekið sér fyrir hendur að brjóta til mergjar tiltekin viðfangsefni eða vanda- mál, eða hvað á að kaila það, í stað þess að segja sögu sögunnar og veruleikans vegna. Að forminu til er þetta í ætt við áróðurssögur sem út hafa komið á undanförnum árum nema hvað þær hafa flestar byggst upp á einhverju tilteknu stefnumiði, einhverri predikun og veröldin máluð í hvítu og svörtu í samræmi við það, en ádeila Hafliða beinist í ýmsar áttir — kannski fullmargar til að lesand- inn átti sig alltaf á hvað hann er að fara. Eitt er þó klárt: sölu- mennskan í kringum bókmennt- irnar er Hafliða þyrnir í augum og að þeim herjans agnúa beinir hann meðal annars spjótum sínum. Helgi er ungur og frægur og dáður rithöfundur og uppsker með frægðinni ýmiss konar veraldar- gengi. Til dæmis er ung kona sem vildi ekki þýðast hann þegar þau Haflíði Vilhclmsson. Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON voru í skóla — nú lætur hún sig hafa að klifra samkvæmisklædd inn um glugga til hans. Þau njóta ásta. En Helgi finnur á sér að hún er ekki að leita á vit hans sjálfs heldur þeirrar frægðarpersónu sem hann ber með sér. Sama máli gegnir um útgefendur: þeir meta frægð hans til peninga og vilja láta hann skrifa til að græða á bókum hans og efla þannig eigin hag. Þetta er ef til vill fullgott söguefni ef nógu mikið er ort í kringum það. En það sýnist mér einmitt vanta hér. Forsendurnar fyrir frægð og gengi Helga eru ekki nógu ljósar. Sjálfsvitund hans er sljó, hann er.,haldinn einhvers konar firringu sem varnar lesand- anum að komast að honum. I aðra röndina er þetta lífsleiður ungur maður sem finnur ekki gleði í neinu, varla einu sinni í kvenna- fari, en tínir ávextina af lífstrénu með velgju hins ofmetta. Að hinu leytinu er þessi ungi, ofmetti — og í raun og veru leiðinlegi ungi maður svo ástríðulaus rithöfundur sem skrifar til að lifa og gengur það stundum fullilla. Vissulega gerist það stundum að ungir höfundar eru ranglega hafnir til skýjanna og gerðir frægir án þess þeir verðskuldi það vegna verka sinna — nú á dögum er það einatt pólitíkin sem þeir nota til að trekkja upp lofs og dýrðarklukku sína — og er síður en svo út í hött að slíkt sé gert að verkefni fyrir skáldsögu. Fyrir fram hefði ég búist við að Hafliði gæti gert úr því býsna markvisst verk, hann getur verið meinhæð- inn, það sýndi hann í Leið 12, hann . getur samsamað persónu og eigin- leika, það sýndi hann í sömu bók. Og hér í Helgalok virðist mér hann sums staðar hafa nálgast það markmið sem ég álít að hann hafi haft fyrir augum. Hitt hefur honum láðst að taka með í reikninginn að skáldsagnahöfund- ur verður að skrifa skemm.tilega þó svo að hann sé að meðhöndla leiðinlegt — og honum ef til vill ógeðfellt viðfangsefni. Hafliði varð frægur með sinni fyrstu bók og því eru honum hæg heimatökin og lýsa lífi ungs og frægs rithöfundr. En valdi fylgir vegsemd hverri: rithöfundur er ávallt metinn eins og nokkurs konar hástökkvari, snúran látin liggja í þeirri hæð sem hann hefur hafið sig hæst. Dæmin sanna að frægð veldur flestum ef ekki öllum, sem frægir verða — von- brigðum! Persónudýrkun fylgir tómahljóð og það er eitt einkenni nútímabókmennta. Þessum tóm- leika, þessu innihaldsleysi, þessu tilgangsleysi pappírsvinnunnar lýsir Hafliði í Helgalok. Stúlkan opnar augu Helga fyrir þessu. Hún kemur inn í líf hans eins og menntagyðja með neikvæðu for- teikni, sýnir honum fram á að saga af lífinu sé ekki hið sama og lífið sjálft — að skrifa sögu sé sama sem að firra hana sínu lifandi lífi. Og vissulega er margt skarplega og viturlega orðað í þeirri opinber- un. Hafliði hefur oftast gott vald á texta sínum, og væri þetta frum- raun hans segði ég að hún væri nokkuð góð. En þar sem nú Hafliði er áður búinn að sýna að hann getur verið bráðsnjall skáldsagna- höfundur má hann ganga að því vísu að hverri nýrri bók frá hendi hans verði tekið með eftirvænt- ingu en einnig með — kröfuhörku — ekki síst þessari annarri bók hans. Erlendur Jónsson. Bridgefélag Kópavogs S.I. fimmtudag lauk 5 kvölda hraðsveitakeppni hjá Bridgefélagi Kópavogs. Sigur- vegari varð sveit Ármanns J. Lárussonar en auk hans skipa sveitina Haukur Hannesson, Sverrir Armannsson, Sævar Þorbjörnsson, Þorlákur Jóns- son og Oddur Hjaltason. Röð efstu sæta varð þessi: Ármann J. Láruss. 3191 Vilhj. Vilhjálmss. 3074 Böðvar'Magnússon 3028 Grímur Thorarensen 2909 Sigríður Rögnvaldsd. 2897 Næstkomandi fimmtudag 30. nóvember hefst 4 kvölda tví- menningskeppni með Butler fyrirkomulagi. Skráning er haf- in og eru menn beðnir að láta skrá sig í síma 41794 sem fyrst en nauðsynlegt er að vita fjölda þátttakenda áður en keppni hefst. Spiiað er í Þinghóli, Hamraborg 11 og hefst keppnin klukkan 20. Bridgefélag kvenna Lokið er 28 umferðum af 31 í barometerkeppninni. Síðustu 3 umferðirnar verða spilaðar á mánudaglnn kemur. 4. desember bjóðum við Hafn- firðingum heim og koma þeir með átta sveitir. Þær sem ætla Frá keppni hjá bridgefélagi Kópavogs að spila eru beðnar að láta skrá sig hjá formanni með góðum fyrirvara og helzt sem allra fyrst. öllum er opið hús þetta kvöld að slá saman í sveita- keppni og nú er um að gera að æfa sig því að^aðalsveitakeppni félagsins hefst eftir áramót. Brldge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Staðan í barometernum: Kristjana Steingrímsd. — Halla Bergþórsdóttir 608 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsd. 531 Júlíus ísebarn — Margrét Margeirsd. 500 Gunnþórunn Erlingsd. — Ingunn Bernburg 434 Kristín Þórðardóttir — Guðríður Guðmundsd. 381 Gróa Eiðsdóttir — Valgerður Eiríksd. 366 Ása Jóhannsd. — Laufey Arnalds 352 Sigríður Pálsd. — Ingibjörg Halldórsd. 271 Aðalheiður Magnúsd. — Kristín Karlsd. 201 Hugborg Hjartard. — Vigdís Guðjónsdóttir 199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.