Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 GRANI GÖSLARI f fl il ooo0 1 ° 9 imxtm 1 I | I 3 I S E3 CÓPIB COttKNlCtH 2Hft HOVL£- Gleymdi ég að segja þér að það var pabbi sem fann upp stólana í orrustuflugvélarnar? Mér var sagt að hann væri snillingur í því, með fótunum! hringnum, að vinna Einangrunarklefi er nú einu sinni einangrunarklefi! BRIDGE Sennilega er mikilvægasti hluti hvcrs spils einmitt sú stund þcgar hendi blinds kemur á borðið. Framsýni og fyrirhyggja á því augnahliki er örugglega besta vcgarncstið. Allir utan hættu og vestur gefur. Vcstur Au.stur S. ÁKG6432 S. D10985 H. 642 H. ÁD5 T. Á T. DGIO L. 83 L. K5 Vestur opnar á fjórum spöðum og sjá má, að austur gerir vel þegar hann segir pass á þá sögn. Útspil norðurs er laufdrottning og áður en þú lest lengra skaltu skipuieggja úrspilið lesandi góður. Jafnvei þó austur hafi þessi góðu spil og við nokkuð marga tökuslagi er samningurinn í hættu. Tveir gjafaslagir á lauf eru yfirvofandi og eigi suður hjarta- kónginn verðum við að fara varlega. Segjum að við leggjum laufkónginn á drottninguna. Suður fær á ásinn, spilar aftur laufí og norður skiptir þá í hjarta. Þá verðuni við að svína og tveir gjafasiagir í viðbót verða óum- flýjanlegir nema, að suður eigi einnig tígulkónginn. líinfalt ráö er til við þessu. Við látum noiöur eiga fyrsta slaginn á laufdrottninguna. Ef suður á ásinn. SCra virðist nokkuð öruggt, cr spilíð öruggt. Norður skipti þá eflaust í hjarta, sem or besta vörnin, og við tökum hiklaust á ásinn. Norður S. - H. G1097 T. K6432 L. DG104 Vestur Austur S. ÁKG6432 S. D10985 H. 642 H. ÁD5 T. Á T. DGIO L. 83 L. K5 Suður S. 7 H. K83 T. 9875 L. Á9762 Tökum trompið af suðri, tígulás- inn og trompum báða tíglana á hendinni. Að þessu loknu má suður fá á laufásinn en verður í staðinn að gefa okkur tíunda slaginn annaðhvort á hjarta- drottningu eða með útspili í tvöfalda eyðu. COSPER — — — Hvenær fer síðasti strrætisvagninn! Vantar gott fordæmi „Fyrir stuttu síðan hitti ég ungan mann á förnum vegi og við fórum að spjalla saman, svona um eitt og annað. M.a. segir hann við mig, að sér þyki einkennilegt hvað mikið sé talað um tillitsleysi og ókurteisi unglinga og ungs fólks í umgengni og samskiptum við aðra og þá auðvitað eldri kynslóðina. Mér er vel ljóst að oft er þetta réttmæt gagnrýni, en hvar ættum við að læra háttvísi og fallega framkomu? Væri það ekki af hinum eldri, uppalendunum sem gefa ættu hið góða fordæmi? En sannarlega skortir það víða. Bæði heimili og umhverfi eru oft ekki til fyrirmyndar í þeim efnum. Þar sem ég vinn bauð ég hæfilega „góðan dag", eins og ég vandist heima hjá foreldrum mínum. Aðeins fáir tóku undir. eða virtust heyra það, svo ég fór að hugleiða hvort ekki væri rétt að hætta þessu. Það fólk sem gekk fram hjá og vann á öðrum stað í húsinu, gekk þegjandi fram hjá, virtist ekki sjá okkur, að minnsta kosti bar þumbaraháttur fólks helst vott þess. Það gekk inná sína skrifstofu, eða annan vinnustað. Mér fannst þetta fjarska skrítið fyrst, en svo fór ég að yenjast þessu, eða dofna fyrir því. Áður en ég sjálfur fór þó að taka upp þennan háttinn, kom í huga minn það sem pabbi hafði einhverntíma sagt við migi „Mundu það drengur minn, að allir hafa einhver áhrif, meiri eða minni til ills eða góðs, að sjálfsögðu mismunandi mikil og kemur þar margt til greina." Eftir það skeytti ég engu ókurteisi í þessum efnum og fleirum, en reyndi í flestum greinum að halda mig við það veganesti, sem ég hafði fengið frá mínu bernsku- heimili. Kannski gæti það líka verkað á annarra samskipti gagn- vart mér og öðrum. Þetta hefir mér oft komið í huga. Já, ungi vinur minn, sagði ég, þú hefir gert alveg rétt. Láttu dóm- greind þína ætíð ráða hugsun þinni og gerðum, þegar þér finnst að fólk, þótt eldra sé en þú, hagi sér öðruvísi en vera beri, hvort sem er í háttvísi eða öðrum samskiptum. Það verður ekki aðeins þér til góðs, heldur getur vel verið að þú skapii með því gott fordæmi öðrum, bæði yngri og eldri. Okkur eldri kynslóðinni er svo mörgu ábótavant. Eins og kom fram hjá þér fyrst, þegar fólkið nennti ekki, ég útlegg það svo, að taka undir morgunávarp þitt, sem gat litið út, eins og það virti þig ekki viðlits, skalt þú aðeins skoða sem hugsunarleysi, en alls ekki að ástæðan sé sú að litið sé á þig sem lægra settan í þjóðfélagsstiganum. Mér hefir oft virst að fólk, sem meiri persónuleika hefir en þessi eða hinn, sýni meiri háttvísi bæði í einu og öðru. Sú manneskjuteg- und, sem þú upphaflega minntist á, finnur í undirvitundinni að hún er smærri en hún óskar að vera, þá brýzt það oft svona út. Ef þú hittir hana t.d. uppi á ísl. öræfum, eða í erl. stórborg, þá — „kjaftar á henni hver tuska", eins og sagt er á ljótu máli. Minnstu þess, vinur Bækurnar eru í stóru broti og prýddar lituðum teikningum á hverri síðu. Bókaflokkur þessi hefur hlotið mikla viðurkenn- ingu viða um lönd. Sígildar sögur með litmyndum Þrjár nýjar bækur eru komn- ar út í bókaflokknum „Sígildar sögur með litmyndum" hjá Erni og Örlygi. Bækurnar eru „Yngismeyjar" eftir Louisu May Alcott, „Hrói höttur" í endursögn Jane Carruth og „Tumi Sawyer" eftir Mark Twain. Steinunn Bjarman þýddi allar bækurnar. Þá er komin út endurútgáfa af Heiðu í þýðingu Andrésar Kristjánsson- „Jesúsfrá Nasaret" Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina „Jesús frá Nasaret" eftir William Barclay í þýðingu Andrésar Kristjánsson- ar. Sagan fylgir samnefndri kvikmynd Francos Zeffirellis. Á bókarkápu segir m.a.: „Á hverju ári koma út þús- undir bóka um Jesú frá Nasaret víðs vegar um heim og þó leyfum við okkur að staðhæfa það sem útgefendur, að þessi bók sé einstök í sinni röð vegna þess að efniviður sá, sem við höfum í höndum við gerð hennar, er einstæður ... Þær frábæru ijósmyndir, sem í bókinni birtast eru valdar úr safni 5000 ljósmynda frá töku þessarar einstöku og stórbrotnu kvikmyndar um Jésú ... Þessar myndir eru ekki aðeins fágæt- lega fagrar hver um sig, heldur birta með áhrifaríkum og nýjum hætti samfellda lífssögu Jesú Krists." „Það ert þú sem ég elska" Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Bókin heitir: „Það ert þú sem ég elska." Ást, spenna og leyndardómar einkenna sögur hins vinsæla danska rithöfundar Erling Paulsen, segir í fréttatil- kynninningu frá útgáfunni. En þetta er þriðja bók hans sem Hörpuútgáfan gefur út í flokkunum: „Rauðu ástar- sögurnar". Bókin er 189 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness hf. hefur annast prentun og bókband. Hilmar Þ. Helgason gerði káputeikningu. ERUNOPOULSEN oqóu---------» at&Mgurnar J Það ert pú sem ég elska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.