Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 2 með 12 rétta í 13. leikviku Getrauna komu fram tveir seðlar með 12 rétta og var vinningur fyrir hvorn kr. 659.000- Var annar frá Reykja- v ík. en hinn nafnlaus, seldur af Haukum í Hafnarfirði. Sá seðill var einnig með 11 rétta í 4 röðum og vinningurinn fyrir seðilinn því alls kr. 724.000.-, þar sem greiddar verða kr. 17.100- fyrir 11 rétta, sem komu fyrir í 33 röðum. í 9. leikviku náði bóndi á Austurlandi 12 réttum og deildi fyrsta vinningi með öðrum. Nú tókst honum að ná 11 réttum, svo að hann virðist bera gott skyn á sveiflurnar í ensku knattspyrn- unni. Þátttaka í getraununum hefur aukizt jafnt og þétt í haust og í síðustu leikviku var aukningin 12%. Vínningsupphæðin var um kr. 1,9 millj. Þess má geta að síðasti spá- maður Mbl. Pétur Guðjónsson rakari var aðeins með fjóra rétta í sinni spá fyrir blaðið. Glímuþjálfaranámskeið Glímusambandið hefur ákveðið að gangast fyrir fjögurra daga námskeiði fyrir leiðbeinendur í glímu. Námskeiðið fer fram í Reykjavfk og hefst föstudaginn 1. des. kl. 20.00 og endar að kvö'ldi mánudags 4. des. Námskeiðið er innan ramma fræðslukerfis ÍSÍ (A-stig). Verður 20 kennslustundum varið fyrir almenn þjálfunarfræði og í 10 kennslustund- um verður fjallað um glímuþjálfun. íþróttakennarar og þeir sem lokið hafa almennu A-stigs námskeiði innan fræðslukerfis ÍSI, geta á þessu námskeiði sótt glímuþjálfunartím- ana eina sér, en þeir verða á laugardag og sunnudag. Þátttaka tilkynnist fyrir 29. nóv. Ólafi Guðlaugssyni, á kvöldin í síma 71697, og mun hann veita nánari upplýsing- ar. Sendu vinum og viðskiptamönnum erlendis gjafaáskrift Iceland Revíew og fáðu síðasta árgang ókeypis Fjölbreytt, vandað og litskrúougt ársf jóröungsrit á ensku, flytur les- endum sínum brot af íslandi hverju sinni. Hvert eintak leeland Review segir meira frá landi okkar en margra ára bréfaskriftir, Þaö treystpr vináttu- böndin um leió. Argangur1979 kostar aöeins kr. 3.800. Burðar- gjöld til útlanda aukalega kr. 1.100. Útgáfan tilkynnir móttak- anda nafn gef- anda. SÉRTILBOÐ: Meö nýjum gjafaáskriftum býost árgangur1978 okeypis gegn greiöslu buröar- gjalds. Tilboöíð stendur til áramóta. Ódýr vinar- kveoja, sem berst frá Þér aftur og aftur meö hverju nýju hefti. Ég óska aö kaupa. .. gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1979. ' G Hjálagöar eru kr. 4.900 fyrir hverja áskrift. D Árgangur 1978 | veröi líka sendur, hjál. kr. 900 per áskrift fyrir buröargjald. (Samt. i kr. 5.800). Nafn sendanda: .. Heimílisfang: ....... Nafn móttakanda: I Heimilisfang: • Lið ÍS ásamt þjálfara sínum, Birgi Erni Birgis. Tekst IS að standa f m i risum Barcelona? Dunbar og Johnson leika með ÍS í k völd fer fram f Laugardals- höllinni fyrri leikur ÍS og F.C. Barcelona í Evrópukeppninni i kórfubolta. Tveir Bandaríkja- menn, þeir Dirk Dunbar og John Johnson, leika með ÍS og á þeim mun mikið mæða í kvöld. ÍS-liðið hefur æft mjög vel að undanförnu og nái það góðum leik ætti það að geta staðið í spánska liðinu þrátt fyrir að það sé eitt sterkasta lið Evrópu. Þjálfari ÍS, Birgir Örn Birgis, hefur sagt að'lið hans komi til með að reyna djarfan sóknarleik og reyna mikið af skyndiupphlaupum allavega til að byrja með í leiknum. Það er um að gera að reynda að koma þeim á óvart, þeir búast varla við miklu, sagði Birgir. Það er ÍS mikill styrkur að hafa fengið Johnson til liðs við sig en hann er bæði ákaflega skotviss leikmaður og góður bakvörður. Þá hefur hann yfir mikilli knatttækni að ráða. Ekki þarf að fjölyrða um Dunbar, snilli hans sem körfu- knattleiksmanns er löngu kunn, en nú verður gaman að sjá hvernig samvinna hans og Johnsons verður og jafnframt hvernig honum tekst upp á móti svo sterku liði. Steinn Sveinsson, fyrirliði ÍS, sagði að þeir myndu leggja allt í sölurnar til að reyna að sigra í leiknum. — Þetta verður erfiður róður, en oft gengur best þegar hann er þyngstur, sagði Steinn. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.00 og er fólki ráðlagt að mæta tímanlega til að forðast biðröð við miðasölu. Dómarar í leiknum eru frá Englandi en eftirlitsmaður á leiknum af hálfu FIBA verður Bogi Þorsteinsson. — Þr. Hefur tuttugu sinn- um hlotið vinning Nöfn fleiri viðtakenda gjafaáskrrfta fylgja á ööru blaöi. HELGI Kristjánsson verkstjóri á Ólafsvfk, og jafnframt fréttamaður Mbl. á staðnum er mikill áhuga- maður um ensku knattspyrnuna, og hefur Helgi um margra ára skeið tippað með mjög svo góðum árangri. AIls hefur Helgi hlotið vinning í tuttugu skipti, geri aðrir betur. Hæsti vinningur Helga er 207.000. í síöustu viku var hann með tíu rétta, svo að ekki er úr vegi að veita spá hans gaumgæfilega athygli. Helgi, hvert er nú uppáhaldslið þitt í 1. deildinni? — Ég hef verið einlægur aðdáandi W.B.A. í heil 15 ár. Og að mínu mati er það mjög gott lið. Ég er á þeirri skoðun að í vetur séu þeir með eitt jafnsterkasta lið í 1. deildinni. Svo hef ég Q.P.R. í bakhöndinni, þeir eru líka í uppáhaldi hjá mér. Hefur þú séð deildarleik í Eng- landi? — Nei, því miður, vonandi á ég það eftir. Ég horfi hins vegar alltaf á ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu, hjá honum Bjarna Fel, þegar ég get komið því við. Of oft þarf ég þó að vera að vinna á þessum tíma. Bátarnir eru að koma að og ég þarf að vera að taka á móti afla úr þeim. — Er mikill áhugi á ensku knatt- spyrnunni í Ólafsvík? — Já, mjög mikill. Þar eru t.d. seldar 500 raðir af getraunaseðlum vikulega. — Ert þú sá eini í fjölskyldunni sem tippar og fylgist með? — Nei, ekki aldeilis, synir mínir tveir fylgjast vel með. Og oft hitnar í kolunum þegar knattspyrnan er rædd. Þeir eru nefnilega aðdáendur Liverpool og Arsenal. Og næstkom- andi laugardag á Liverpool að leika við Middlesbro á heimavelli, og ég geri það nú svona í með til að stríða Spá Helga, Birmingham — Bristol Clty X Bolton - Notth. For. X Chelsea - Manch. Utd. 2 Coventry — Arsenal 2 D«rby - Q.P.R. 1 Leeds — Southampton 1 Liverpool — Middlesbro X Manch. City — Ipswich 1 Norwich — Everton X Tottenham — Wolves 1 W.B.A. - Aston Villa 1 Charlton — Fulham 2 • Helgi Kri.stjánsson. syni mínum að tippa á jafntefli í þeim leik. — Nú sagðir þú að W.B.A. værir sennilega með jafnsterkasta liðið í 1. deild; hefur þú trú á því að þeir verði meistarar? — Nei sennilega sigrar Liverpool í slagnum, en það verður hörð barátta um annað sætið á milli W.B.A. og Everton. Og með þessum orðum kveður Helgi okkur og við þökkum honum fyrir spjallið. Og hér kemur svo opá snillingsins sem hefur tuttugu sinnum hlotið vinning í íslenskum getraunum. -ÞR. f_ ^ndjsHceland íjtevjew^PfotrwlfjM.JR^javík^ _(sínri^27622) |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.