Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 32
Áleiðískóla Mm gcetið að -5" fRtfSmiHfifrÍfr Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. f Skipholti 19, l^BUOIN sími ^—^ J 29800 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1978 Ljósm. Mbl.: Emilía. Mikill eldur kom upp í tveggja hæða steinhúsi við Norðurstíg í gærkvöldi og hér eru slökkviliðsmenn að bjarga konu úr eldsvoðanum. Rannsóknarnefnd flugslyssins: Vonast tilaðgeta hhist- að á samtölfíugmanna og flugturnsins ídag Sri Lanka, 21. nóv. Frá Árna Johnsen blm. Mbl. RANNSÓKNARNEFND ílugslyssins hélt íund í dag til þess að skipuleggja samræmdar aðgerðir í rannsókninni, sem mun taka langan tíma, m.a. er verið að hreinrita segulbandsupptökur aí öllu tali og hljóðum við stjórnklefa þotunnar síðustu 30 mínúturnar. Upptökurnar verða síðan sendar til Bandaríkjanna til frekari vinnslu með aðstoð í.slendinga. I dag var áfram unnið á slysstað og fundust nokkur lík í viðbót í flakinu. Á morgun á að reyna að Iyfta hluta þess til að kanna hvort einhver lík leynast þar undir. Einn þátturinn í rannsókninni er í höndum vísindamanna frá Sri Lanka-háskóla. Þeir eru að rann- saka blóðsýni úr fjórum af hinum Flugleiða- fólkiðheim HEIMFLUTNINGUR flugliða og starfsfólks Flugleiða frá aðalviðkomustöðunum í píla- gri'maflugi félagsins, gengur seinlega þar scm erfiðleikum hefur reynzt bundið að fá sæti handa þessum fjb'lda í áætlunarflugi til Evrópu. bó liggur nú fyrir, að 32 manns munu koma til Evrópu frá Jakarta á fimmtudag n.k. og verður hópurinn síðan væntanlega fluttur hingað til lands á föstudag ef allar áætlanir standast. Einn starfs- maður Flugleiða verður eftir í Jakarta til að sinna málum Flugleiða þar. Flugleiðafólkið í Colombo á Sri Lanka, þ.e. Dagfinnur Stefánsson og aðstoðarmaður hans, svo og hinir slösuðu er lifðu af flugslysið verða þar enn um sinn eða næstu 10—14 dagana eða þar til allir eru orðnir ferðafærir. Lík þess áhafnarmanns sem síðast fannst, hefur verið sent áleiðis til landsins og kemur væntanlega annað kvöld. Útför' hinna látnu verður ekki sameiginleg heldur á vegum aðstandenda. látnu úr áhöfninni til þess að fá vitneskju um, hvort eldur eða reykur hefði verið kominn upp í vélinni fyrir lendingu. Islenzku rannsóknarmennirnir hafa ekki ennþá fengið að hlusta á segulbandsupptöku af viðskiptum vélarinnar og flugturnsins. En vonir standa til að það verði í dag. Yfirvöld hér hafa staðfest, að aðflugsljós og stefnuviti flugvall- arins hafi verið óvirk. Stefnuvit- inn er nálægt brautarendanum og gefur upp stefnu á braut og fjarlægð vélar frá braut. Og aðflugsljósin eru ljósin á enda flugbrautarinnar áður en kemur að brautarljósunum sjálfum. Um langt skeið hafa flugmenn kvartað yfir að ekki væru öll tæki í lagi á Colomboflugvelli. En bilun fyrr- greindra tækja á þó ekki að ráða neinum úrslitum um lendingu. Sem dæmi um kynduga stjórnun um flugturninn hér má nefna, að sama dag og DC-8 þotan fórst, lenti ein flugvélin hér á vitlausum flugvelli. Flugturninn sagðist ekki sjá flugvélina, sem ekki var von, því hún var að lenda á röngum velli, sem hafði of stutta braut, en flugmanninum tókst að ná vélinni aftur á loft. Tvær töskur úr Loftleiðavélinni hafa verið hér í fréttum en þær fundust hjá brakinu merktar barnaheimilinu hér og ekki er vitað ennþá hvort barnafatnaður- inn var frá íslandi eða á vegum Indónesa. Og það má bæta því við í sambandi við flugvöllinn, að flug- menn British Airways hafa lýst yfir sérstakri óánægju með tækja- búnað vallarins. í dag fóru 38 Indónesar flugleið- is til Indónesíu með Garuda, sumir allsjúkir ennþá. Konu bjargað úr eldsvoða MIKILL eldur kom upp í húsi við Norðurstíg við horn Vesturgötu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt slökkviliðið í Reykjavík var kallað á staðinn kl. 23.24 og var slökkvistarfinu lokið að mestu eftir rúman hálftíma. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík var hér um að ræða tveggja hæða steinhús og var eldurinn einkum á annarri hæð hússins. Konu var bjargað út úr húsinu og var hún flutt á slysadeild en Konan var flutt á slysadeild, en hún hafði fengið snert af reyk- eitrun. hún hafði fengið snert af reykeitrun. Þá upplýsti slökkviliðið að miklar skemmdir hefðu orðið á húsinu, en eldurinn komst ekki í nálæg hús, sem eru samföst. Eftir að slökkvistarfi var að mestu lokið uppúr miðnættinu var sett vakt á brunastaðnum, en nánari upplýsingar um skemmdir eða orsök brun- ans lágu ekki fyrir er Mbl. fór í prentun. Stolið litsjón- varpstækjum að verðmæti 2 millj. NÝVERIÐ var stolið 5 sjónvarps- tækjum úr vöruskemmu f Reykja- vík og er söluverðmæti tækjanna um 2 milljónir króna. Á tímabilinu 19. ágúst til 2. október var stolið þremur Sony-lit- sjósnvarpstækjum, 20 tommu, úr skemmunni og á tímabilinu 15. október ti! 6. nóvember var stolið tveimur Toshiba C-2080 litsjón- varpstækjum úr sömu skemmu, en tækin eru einnig 20 tommu. Rannsóknarlögreglan biður þá sem upplýsingar geta veitt um stuldinn á tækjunum að hafa strax samband við sig. Veður hamlar vidgerð Scotice ENN VERÐUR bið á því að sæstrengurinn Scotice komist í lag. Nú eru liðnir 16 dagar síðan strengurinn slitnaði rétt norðan við Færeyjar og hefur strengurinn aldrei fyrr verið jafnlengi bilaður síðan hann var tekinn í notkun, árið 1962, að því er Jón Valdimarsson tæknifræðingur hjá Pósti og síma tjáði blaðinu í gær. Jón sagði að viðgerðarskip hefði komið á bilunarstaðinn fyrir síðustu helgi en vegna veðurs hefur skipið orðið að halda sjó yfir bilunarstaðn- um síðan. Veðurhæðin hefur verið 8—9 vindstig dag hvern en ekki er hægt að hefja viðgerð nema veður- hæðin fari undir 5 stig. Líklegt er talið að togari hafi slitið strenginn. Hefur bilun hans haft margvíslega erfiðleika í för með sér fyrir Póst og síma og valdið langri bið eftir símtölum til útlanda. Tillögur Alþýðubandalagsins þýða 15 milljarða kr. útgjöld Pakki upp á 6 mill j ar ða,'' segir Svavar Gestsson 99 Tillb'gur Alþýðubandalagsins varðandi lausn vandans 1. desem- ber n.k. jafngilda, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, útgjöldum er nema um 15 milljörðum króna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hcfur aflað sér er kostnaðurinn við að greiða niður hvert prósentustig í launum talinn vera um 1700 milljónir króna. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu nemur 2% sjúkra- tryggingagjald 5,6 milljörðum króna. Erfitt er að meta, hvað framkvæmdir á félagslegum rétt- indamálum þýða í útgjöldum, en sé farið bil beggjat Niður- greiðslna á launum og sjúkra- tryggingagjaldsins, nemur hvert prósentustig 2,2 milljö'rðum króna. „Við lítum á þessar tillögur sem pakka upp á 6 milljarða króna og teljum að það sé hægt að afla tekna til hans með skattheimtu," sagði Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra er Mbl. spurði hann í gær um tillögur flokksráðsfundar Al- þýðubandalagsins um lausn efna- hagsvandans 1. desember n.k. „Við bendum á gamlar hug- myndir um veltuskatt og fjár- festingarskatt," sagði Svavar. „Og þar að auki teljum við rétt að framlengja skyldusparnaðinn, sem fráfarandi ríkisstjórn setti á með febrúarlögunum." Svavar sagði að ekki lægi fyrir, hversu miklar tekjur slík skatt- heimta myndi gefa, en sagðist að auki ekki telja það ofverk ríkis- stjórnarinnar að minnka reksturs- kostnað sinn um tvo milljarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.