Morgunblaðið - 24.11.1978, Side 1

Morgunblaðið - 24.11.1978, Side 1
56 SIÐUR 269. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ^I/l 1*11111 fntlim Presur “r bal,ðarískum hvítasunnusöfnuði ■*■«( ^"^ IÆ.J.K.M. J. I/»/ ÆÆ.J.M.M. hér skríða á fjórum fótum framan við minnismerkið um Abraham Lincoln í Washington á leið til Hvíta hússins. Klerkur þessi, Hans Mullikin að nafni. hefur skriðið með þessum hætti rúmlega 2500 kílómetra leið frá Texas til Washington og eytt í það tveimur og hálfu ári. Segist hann með þessu vilja sýna Bandaríkjamönnum að þeim beri að krjúpa á kné og iðrast. Við lok ferðarinnar vildi Mullikin hitta Carter Bandaríkjaforseta, en hann kvaðst of upptekinn til að ræða við hann. Frekari við- ræður óþarfar — segir Moshe Day an Jerúsalem. Kaíró. 23. nóv. AP. Reuter. DAYAN utanríkisráðherra ísraels sagði í dag að um ekkert frekar væri að semja við Egypta og að hann myndi ekki á næstunni halda til Washing- ton til viðræðna. Sagði hann að nú væri það Sadats Egypta- landsforseta að fallast á samn- ingsdrög þau sem ísraelska stjórnin hefur þegar samþykkt. Sadat hefur hins vegar ekki enn viljað fallast á þau drög ein og sér og kreíst þess að sett verði ákvæði um hvenær gengið skuli til kosninga á Vesturbakka Jórdanár og á Gazasva'ðinu og hvenær Palestínumenn skuli hljóta fullveldi. Sadat og helztu aðstoðarmenn hans sátu á fundinum í dag og að honum loknum sagði Sadat, að Egyptar hefðu ákveðið að gera nokkurt hlé á viðræðum og kanna málin frá grunni að nýju. Sagðist hann hafa verið í sam- bandi við Carter Bandaríkjafor- seta og hefðu þeir orðið sammála um að ræðast aftur við í næstu viku. „Hætta á borgarastyrj- öld í Iran fari ég frá” — segir keisarinn „íranskcisari hcfur tckið mjög nærri sér allt það ofbeldi sem .viðgengist hefur í landi hans undanfarið og hann á erfitt með að skilja að það cru ekki aðeins fámennir hópar öfgamanna sem andvígir eru stjórn hans,“ segir fréttaritari Times í Teheran í blaði sínu í London í dag eftir að hafa átt langt viðtal við keisarann. Fréttaritarinn, Charles Douglas-Home, segir að keisar- inn telji hann ekki mundu gera landi sínu gagn með því að segja af sér, þar sem þá sé hætta á mikilli vargöld og blóðugum átökum stríðandi afla um völd- in. Segir keisarinn að herinn í landinu muni ekki taka við skipunum frá neinum öðrum en sér og að borgarastyrjöld mundi hljótast af ef hann færi frá. Ekkert er haft beint eftir keisaranum í viðtalinu við Douglas-Home og er það í samræmi við ákvörðun hans fyrir nokkru að láta ekkert hafa beint eftir sér opinberlega. I viðtalinu kemur þó glöggt fram hver afstaða keisarans er til ástandsins í landinu og hve alvarlegum augum hann lítur það vantraust sem hann telur sig hafa orðið varan við meðal almennings víða í landinu. Segir Times að keisarinn hiki við að taka á sínar herðar alla gagnrýni sem stjórn landsins hefur sætt úr ýmsum áttum undanfarið og sé ráðþrota með hverjum hætti hann eigi að reyna að lægja öldurnar í landinu. „Hann er ekki enn viss um að það versta sé liðið hjá,“ segir í blaðinu. I Iran gerðist það annars helzt í dag að tveir menn biðu bana í átökum sem urðu sunnar- lega í landinu milli mótmælenda og lögreglu. Stjórnvöld í landinu skoruðu í dag á alla þá Irani sem flúið hafa land af ótta við að verða ákærðir fyrir spillingu að snúa til baka, því ella verði eigur þeirra gerðar upptækar og leitað liðsinnis alþjóðalögregl- unnar Interpol Lík 120 Uganda- manna finnast Dar es Salaam, 23. nóv. AP IIERMENN stjórnar Tanzaníu fundu í dag lík 120 hermanna frá llganda. og segja Tanzaníumenn að félagar þessara hermanna hafi skotið þá að fvrirma'lum Amíns Ugandaforseta. Líkin fundust innan landamæra Tanzaníu og segja Tanzaníumenn að þau hafi verið flutt þangað til að reyna að koma sökinni á þá. CaUaghan býður til nýs fundar um Rhódesíu London. 23. nóvember. Reuter. AP. CALLAGHAN forsætisráðherra Bretlands ákvað í dag að gera enn eina tilraun til að koma öllum aðilum Rhódesíudeilunnar að einu samningaborði. Callaghan ákvað að senda formann þingflokks Verkamannaflokksins, Cledwyn Ilughes fyrrum ráðherra, til suðurhluta Afríku til að ná fundum allra aðila dcilunnar og boða síðan til toppfundar í líkingu við Camp David fund leiðtoga ísraels, Egyptalands og Bandarikjanna, verði ferð Ilughes árangursrík. Hughes, sem er einn virtasti þingmaðurinn í brezku neðri málstofunni, heldur til Afríku þegar í næstu viku. Callaghan sagði í dag í þinginu, er hann tilkynnti ákvörðun sína, að þessi leið hefði verið valin í samráði við Carter Bandaríkjaforseta til að láta enn á það reyna hvort einhver leið væri til þess að ná friðsamlegu samkomulagi í deilunni áður en það yrði endanlega um seinan. Sagðist Callaghan reiðubúinn til að stjórna fundi deiluaðilanna, ef það kynni að koma að gagni. Allir stjórnmálaleiðtogar í Bretlandi sem létu frá sér heyra um málið í dag fögnuðu þessu nýja framtaki forsætisráðherrans, þeirra á með- al leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Margaret Thatcher. Mótmælasamkomur bannaðar á Spáni Madrid. 23. nóvember. AP — Reuter i og útisamkomur þar til að aflokinni I hina nýju stjórnarskrá landsins. Spánarstjórn ákvað í dag að þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri sem Bann þetta bitnar líklega mest á banna alla opinbera mótmælafundi I fram á að fara 6. desember n.k. um I öfgasinnuðum hópum hægri manna, sem mjög hafa lagzt gegn hinni nýju stjórnarskrá og hafa skorað á herinn í landinu að ræna völdum. Bannið bitnar einnig á fyrirhuguðum mótmælaaðgerðum vinstri manna. sem styðja sjálf- stæðisbaráttu Baska og ofbeldis’ 0- gerðir þeirra, en talið er að þær hafi m.a. leitt til hinnar misheppn- uðu tilraunar nokkurra her- foringja til valdatöku í fyrri viku. Bann sem þetta hefur ekki verið í gildi frá því stuttu eftir dauða Francos þjóðarleiðtoga fyrir þremur árum, en í kjölfar hans kom alda ofbeldis og mótmæla bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna á Spáni. Bannið verður í gildi til 10. des. Ný ágreinings- efni á Svalbarða Ósló, 23. nóvember. Frá íréttaritara Mbl. Jan-Erik Lauré. NÝ ágreiningsefni virðast í uppsiglingu milli Noregs og Sovétríkjanna vegna yfirráða Norðmanna yfir Svalbarða. Norska vinnustaðaeftirlitið hefur nú krafizt þess að í einu og öllu verði farið eftir norskri vinnumálalöggjöf á Svalbarða eins og annars staðar á norsku yfirráðasvæði og þá jafnt á athafnasva'ði Sovétmanna sem annars staðar á eynni. Hefur verið farið fram á það við Sovétmenn að þeir láti af hendi upplýsingar um starfsemi þeirra á eynni. Vinnustaðaeftirlitið hefur áður óskað þess að framfylgt verði norskum reglum um vinnuvernd á Svalbarða en hingað til hafa ekki verið höfð afskipti af rússneskum starfs- mönnum á eynni. Talið er að erfitt geti reynst að koma fram breytingum á þessu sviði, þar sem Rússar hafa komið sér upp eigin starfsháttum, er látnir hafa verið afskiptalausir af Norðmönnum hingað til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.