Morgunblaðið - 24.11.1978, Page 3

Morgunblaðið - 24.11.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 3 Senda fatnað til Kenýa KVENFÉLAGASAMBAND íslands er um þessar mundir að senda til Kenýa ullarteppi og notaðan fatnað í 24 kössum til munaðarleysingja- heimiia og 4 kassa til elliheimilis þar í landi, en áður hafa veríð sendir 16 kassar með fatnaði á fæðingarheimili í Kenýa. Þessar fatagjafir frá íslandi eiga þá forsögu að formaður Kvenfélaga- sambandsins, Sigríður Thorlacius, sat þing Alþjóðasambands hús- mæðrafélaga í Nairobi og kynntist þá m.a. munaðarleysingjaheimili er þörf hefur fyrir slíkan fatnað í bænum Machakaos. Það er bygging með einföldu bárujárnsþaki og opnum raufum undir, þannig að ýmist er þar ofsaheitt eða kalt á nóttunni, börnin 45 sofa í 20 rúmum og margt skortir. Formaður kven- félagsins í bænum tekur við íslenzku fatagjöfinni. stungið sér niður og tekið sérstak- lega ungt fólk geyst en nú væri hún horfin. Aftur á móti sagði hann að vart hefði orðið við rauða hunda í bænum undanfarið. „Bærinn er mjög fallegur núna og trjágarðar bæjarins eru sér- staklega skrautlegir. Það er byrjað að votta fyrjr jólaskreytingum í einstaka búðarglugga en annars er mannlífið hér rólegt og stór- tíðindalaust," sagði Sverrir. Veturinn fyrr á ferðinni en vanalega „Veturinn er hér í algleymingi og mikill snjór er yfir öllu,“ sagði Markús Jónsson fréttaritari Mbl. á Hvolsvelli. Markús sagði að það snjóaði dag eftir dag en hægviðrið héldist. Fénaður er allur kominn í hús að sögn Markúsar en hann sagði að vel hefði gengið með fjár- heimturnar í haust. „Eitthvað er farið að bera á jólainnkaupum en annars gengur allt sinn vanagang. Börnunum er ekið í skólann þrátt fyrir þunga og slæma færð,“ sagði Markús. Enginn snjór í sveitum Miöfjaröar „Hér er enginn snjór í svéitun- um en töluverður snjór er úti á nésjunum,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Miðfirði. „Vetur- inn sem alls staðar virðist ríkja hefur farið fram hjá okkur." Benedikt sagði að verið væri að ljúka við stórgripaslátrun og að fénaður allur væri kominn í hús. „Lífið gengur allt sinn vanagang hér. Lítið er um samkomur og ekkert farið að bera á jólaannríki enn sem komið er,“ sagði Benedikt. ljóðabækur sínar, Að laufferjum og Að brunnum. voru honum veitt bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1976. Örfá þessara kvæða hafa birst á undanförnum misserum í innlendum og erlendum tímaritum, en langflest koma þuu nú í fyrsta skipti fyrir almennings sjónir. Að ýmsi leyti svipar Virkjum og vötnum til fyrrnefndra tveggja bóka, þessi ljóð geta talist fjölbreyttari tilbrigði sömu eða svipaðra stefja. Sá lýríski strengur sem hefur verið meginkost- ur kvæða Ólafs Jóhanns hljómar hér í allri sinni mýkt og veldi og hér er að finna mikið af tærri náttúrulýrík. Virki og vötn Ný ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar MÁL og menning hefur sent frá sér En það sem knýr þann streng eru nýja ljóðabók, Virki og vötn, eftir áleitin viðfangsefni samtímans, ugg- Ólaf Jóhann Sigurðsson. ur um mannleg verðmæti og líf vort í forlagskynningu segir eftirfar- á jörðu, leit að mótvægi, „virki", í andi um bókina: „Virki og vötn er breyttum og viðsjálum heimi." fjórða ljóðabók Ólafs Jóhanns Virki og vötn er 127 bls., préntuð í Sigurðssonar, en fyrir tvær síðustu Prentsmiðjunni Odda h.f. Hr auney j afossvirkjun: STJÓRN Landsvirkjunar sam- þykkti á fundi í' gær endurskoðun á framkvæmdaáætlun fyrir Hrauneyjarfossvirkjun í sam- ræmi við niðurstöður viðræðna Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytisins. Fjárfesting næsta árs vegna Hrauneyjafossvirkjunar er nú áætluð 3600 milljónir króna án vaxta á júlí-verðlagi 1978. sem þýðir um 2600 milljóna króna lækkun frá hinni upphaflegu áætiun. Sc hins vegar gert ráð fyrir 35% meðalhækkun verðlags frá júlí 1978 til sama tíma á næsta ári næmi f járfestingin 1979 um 4860 millj. króna, sem svarar til um 3500 millj. kr. lækkunar á því verðlagi, segir í fréttatilkynn- ingu frá Landsvirkjun. Samkvæmt hinni nýju fram- kvæmdaáætlun fyrir virkjunina er gert ráð fyrir því, að fyrri vélasamstæða virkjunarinnar verði komin í fullan rekstur fyrir árslok 1981, en Landsvirkjun hefur talið mjög mikilvægt að nægileg orka verði til reiðu veturinn 1981—82 á hinu samtengda orku- svæði. Framkvæmdum við fyrir- hugaða háspennulínu frá Hraun- eyjafossvirkjun að spennistöðinni á Brennimel í Hvalfirði hefur verið frestað um eitt ár og einnig er nú gert ráð fyrir minni jarðvinnu á næsta ári en í fyrri áætlunum. Það var um miðjan september að stjórn Landsvirkjunar barst bréf frá iðnaðarráðherra með ósk um, að framkvæmdaáætlun fyrir Hrauneyjafossvirkjun yrði endur- skoðuð með bað fvrir aueum að dreifa framkvæmdum á lengri tíma og draga úr fjárfestingunni á næsta ári. Landsvirkjun svaráði þessu bréfi ráðherra, þar sem nokkrir valkostir voru nefndir og í framhaldi af því bréfi hafa farið fram viðræður á milli Landsvirkj- unar og iðnaðarráðuneytisins og nú verið endurskoðuð áætlun fyrir virkjunina. Framkvæmdir við Hrauneyja- fossvirkjun á þessu ári hafa fyrst og fremst verið gröftur fyrir stöðvarhúsi virkjunarinnar og uppsetning vinnubúða og er þeim verkþáttum nú að verða lokið. Unnið er að undirbúningi bygg- ingarvinnunnar á næsta ári og verða þær framkvæmdir fljótlega boðnar úf. Dregið úr fram- kvæmdum næsta árs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.