Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 7 Þjóöviljinn óttast atvinnuleysi j Þjóðviljanum í gær er fjallaö um málefni At- At-vinnuleysistrygginga- sjo meö nokkuð sérstök- um hætti, Þar sem m.a. er veriö að telja Þaö eftir, að sjóöurinn standi undir greiðslu á fæðingarorlofi fyrir Þær konur, sem vinna á hinum frjálsa vinnumarkaöi og sagt, að Þær greiðslur, sem muni nema um 500 millj. kr. á Þessu ári, veiki lausafjár- stöðu sjóðsins svo, að hann sé algerlega van- megnugur aö gegna Því hlutverki, sem hann var stofnaður til. Er vitnað til ummæla Eðvarðs Sig- urðssonar í Því sam- bandi. Síðan segir: „„Þetta er hrikaleg staðreynd sem horfast verður í augu við. Ef til stórfellds atvinnu- leysis kæmi hér á landi væri staða sjóösins eitt- hvert mesta hneykslis- mál sem upp heföi komið hins síðari ár, eins og Eðvarð benti á.“ Þar segir ennfremur: „Verkalýðshreyfingin mun aldrei láta Það við- gangast aö atvinnuleysis- bætur verði ekki greiddar á atvinnuleysistímum. Sýnt er Því að stjórnvöld verða annaðhvort að liðka lausafjárstöðu At- At-vinnuleysistrygginga- sjo eða eiga Það yfir höföi sér að greiða atvinnu- leysisbætur á annan hátt en fyrir tilstilli sjóðsins." Það er eftirtektarvert í Þessu sambandi, að ekki hvarflar að forustugrein- arhöfundi Þjóðviljans að nefna Það, sem nærtæk- ast er, að styrkja grund- völl atvinnulífsins í land- inu. Sjóðasöfnun er út af fyrir sig góð og nauðsyn- leg, en höfuömarkmiðið hlýtur að vera Það, að ekki komi til almenns atvinnuleysis. Og Það er áreiðanlega engin tilvilj- un aö formaður Dags- brúnar skuli taka at- vinnuöryggið til umræðu nú, Þótt með Þessum hætti sé. Að sjálfsögðu má deila um Það, með hvaða móti sé staðið undir fæöingar- orlofinu, Það breytir Þó ekki hinu, aö hér var um sanngirnis- og réttlætis- mál að tefla, eins og Ragnhildur Helgadóttir gerði glögga grein fyrir á sínum tíma, Þegar hún fékk Því til leiðar komið, að löggjöfin um fæðing- arorlofið var sett. Verzlunin er í hættu Gott dæmi um Það, hvernig kreppt er að atvinnurekstrinum í land- inu, eru Þau skilyröi, sem stjórnvöld ætla verzlun- inni að búa viö. Þannig er álagningin skorin svo niður, að segja má, að Það sé útreiknanlegt, hvenær fjöldi verzlunar- fyrirtækja verður gjald- Þrota, og eru kaupfélögin og sambandsverzlunin Þar ekki undanskilin, eins og glöggt hefur komið fram í blaðaviðtöl- um, m.a. við Val ArnÞórs- son forstjóra KEA og formann stjórnar SÍS. Þetta er varið með Því, að verið sé aö halda vöruverði niðri. En vita- skuld er Það aðeins hermdargjöf. Afleiðing- arnar láta ekki á sér standa: Milliliðakostnað- urinn verður meiri en ella til lengri tíma iitið, at- vinnuleysi verzlunarfólks hlýtur aö vofa yfir og launakjör Þess verða lé- legri en annars mundi. í Þessu sambandi er athyglisvert, að ríkis- stjórnin hefur heimilað verulegar hækkanir á opinberri Þjónustu. Og Þó eru ýmsar opinberar stofnanir reknar með verulegum halla, sem skattborgurunum er ætl- að að standa undir með enn auknum skattaálög- um. Verkamaöurinn í Siglufiröi Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hefur nú lagt fram tillögur til lausnar efnahagsvandan- um, sem hann kynnti fyrir Þeim verkalýðsleiðtog- um, sem eru ríkisstjórn- inni Þóknanlegir, áður en einstakir ráðherrar fengu að sjá Þær. En látum Þaö vera. Miðað við Það, hverjir raunverulega stjórna Þessu Þjóðfélagi í dag, voru Það kannski eðlileg vinnubrögð. í Þessum tillögum, sem AlÞýðubandalagið hefur lýst velÞóknun sinni á, eru „félagslegar umbæt- ur“ metnar til 3% skerð- ingar á launum verka- fólks. — Ég geri nú lítið með svona orðakonfekt, hefur einn af Þingmönn- um stjórnarflokkanna sagt. Enda liggur lítið fyrir um, í hverju Þessar félagslegu umbætur eiga að vera fólgnar, hvað Þá að tekjustofnar séu fyrir hendi til að standa undir Þeim. Og Þó svo væri: Hvaö er t.d. verkamaður í Siglufirði betur settur, Þó reist sé dagvistarstofnun í Breiðholti? Eða hvernig gæti Það komið konunni í frystihúsinu að notum, Þótt vinnuskilyrði í Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi væru bætt? Tízkan ídag Kl. 10.00. Tízkusýning herra. Kl. 10.45. Danssýning frá Dans- skóla Heiöars Ástvalds- sonar. Kl. 11.15. Tízkusýning dömur Allur fatnaður er frá Karnabæ. Borö tekin frá í síma 20221 föstudag, laug- ardag og sunnudag eftir kl. 16. Aöeins rúllugjald. samtök sýningarfólks halda tízkusýningu aö Hótel Sögu sunnu- daginn 26. nóv. Vetrarflíkur frá MELKA Austurstræti 10 I ^s^sinii simi: 27211 S.M.L.XL. 17.500/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.