Morgunblaðið - 24.11.1978, Page 11

Morgunblaðið - 24.11.1978, Page 11
1 4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 11 Ferðamálaráð heíur látið prenta 4 ný landkynningarveggspjöld, scm dreift verður víða um heim. Ný landkyimingarvegg- spjöld Ferðamálaráðs una af því að hún fjallar um mikilvægt málefni, heldur er Síaíínrýni líka nauðsynleg þeim sem unnu skýrsluna, þeir þurfa eins og allir aðrir menn að vita hvort þeini hefur mistekist og í hverju. Það er eitt helsta vandkvæði hvers kyns fræðaiðk- ana á íslandi að hér er nær enga slíka gagnrýni að hafa. Við þessar aðstæður er litið á einhvern sérfræðing sem aivitr- an á sínu sviði og áður en langt um líður fara sérfræðingarnir að líta þannig á sjálfa sig. Þetta tómlæti um fræði ann- arra er bagalegt fyrir alla fræðaiðkun en beinlínis hættu- leg þegar um er að ræða fræðaiðkun sem beinist að því að leysa knýjandi sameiginieg vandamái okkar. Ef fræðin eru rétt þá eru rök þeirra bindandi eins langt og þau ná og þá á að vera hægt að krefjast þess að eftir ráðum þeirra sé farið. Ef fræðin eru ekki rétt eða ekki rétt um hönd höfð er enga slíka kröfu hægt að gera og þá verður að sætta sig við að mál séu leyst eftir einhverjum öðrum og þá væntanlega óskynsamlegri leið- um. En jafnvel þegar fræðin eru rétt og rök þeirra bindandi þá er ástæða til umræðu með fræði- legum brag, það verður að sannfæra alla þá sem eiga að lúta ráðum fræðanna um að ráðin séu í rauninni bindandi. Menn hlíta ekki rökum af því einu að þau eru í sjálfu sér bindandi, heldur vegna þess að þeir eru sannfærðir um rökin og um það að þau séu bindandi. Til þess að sannfæra menn þarf að ræða við þá. Öll framkvæmd sem ekki er reizt á sameiginlegri sannfæringu og umræðu við þá sem fyrir framkvæmdinni verða ber keim af ofbeldi og hlýtur því að vera gagnslaus í raun ef ekki er raunverulegt vald á bak við hana. Það er meðal annars af þessum sökum að tigur Verð- bólgunefndar eru haldlausar. Það sést á starfi Verðbólgu- nefndar sjálfrar að hagsmuna- aðilar láta ekki sannfærast af fræðilegum röm, en jafnframt er tillagan um samstarfsnefnd- ina vísbending um það að í þeim efnum, sem þeirri nefnd er ætlað að fjalla um, er ekkert það vald til er nægði til fram- kvæmda án sannfæringar, þ.e. til framkvæmda með valdboði. 11.11. 1978. Ilalldór Guðjónsson. FERÐAMÁLARÁÐ hefur nýlega látið prenta veggspjöld með lands- lagsmyndum frá íslandi og er ráð gert að dreifa þeim víða um heim í landkynningarskyni. m.a. til ferða- skrifstofa og annarra aðila er halda uppi landkynningarstarf- semi. í frétt frá Ferðamálaráði segir að Sölustofnun lagmetis hafi keypt hluta upplags af veggspjaldi því er sýni Vestmannaeýjar og fiskiskipin þar og muni nota það við kynningu og sölu framleiðsluvöru sinnar erlendis og Flugleiðir hafi keypt hluta af upplaginu til sinnar kynn- ingarstarfsemi. Þá segir í frétt Ferðamálaráðs að nýlokið sé fyrsta áfanga skreytingar salarkynna flugstöðvarbyggingar- innar á Keflavíkurflugvelli, sem ráðið hafi gengist fyrir í samvinnu við Flugleiðir og varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Þar hafa m.a. verið hengdar upp ljósmyndir o.fl. Einnig segir í frétt Ferðamála- ráðs að í undirbúningi séu önnur verkefni í samráði við aðra aðila og segir í frétt Ferðamálaráðs að lokum að skrifstofa þess sé reiðubú- in að eiga viðræður um samstarf viö aðila er þurfa á kynningargögnum að halda. Myndirnar á veggspjöldunum hafa tekið þeir Gunnar Hannesson, Martin Chillmaid og Sigurgeir Jónasson og hannaði Auglýsinga- stofan h.f. spjöldin. Bridgefélag Borgarness Aðalfundur félagsins var haldinn 10. október sl. Kosin var ný stjórn og er hún þannig skipuð: Eyjólfur Magnússon formaður, Magnús Valsson varaformaður, Guðbrandur Geirsson ritari, Unnsteinn Ara- son gjaldkeri og Örn Sigur- bergsson meðstjórnandi. Hraðsveitakeppni var haldin 2. og 9. nóvember sl. og urðu úrslit þessi: sveit stig. Jóns Guðmundssonar 65 Ólafar Sigvaldadóttur 63 Jóns Einarssonar 58 Ásamt Jóni eru í sigursveit- inni: Níels Guðmundsson, Guð- brandur Geirsson, Magnús Þórðarson og Tumi Jónsson. Bridgedeild Víkings Þegar tvímenningskeppni Víkings er rúmlega hálfnuð. 2 kviild eftir af 5. hafa efstu piirin nokkuð skilið sig frá þeim sem næstar koma. Margt getur þó gerzt enn eins og bezt sést á því að síðasta mánudags- kvöld gerðu þau Kristín og Iljörleifur sér lítið fyrir og skutust úr 6. sa‘ti upp í efsta sætið. Þeir Sigurður og Ólafur sem eftir 2 fyrstu kviildin voru í forystu duttu hins vegar alla leið niður í 8. sætið. Staða efstu para er nú þessi, Kristín og Hjörleifur 551 Sigurður og Lárus 549 Guðmundur og Ásgrímur 533 Lillý og Kristján 528 Ásgeir og Sigfús 511 Viggó og Kári 508 Áfram verður spilað í Vík- ingsheimilinu á mánudags- kvöldið og að venju verður byrjað klukkan 19.30. Björns Eysteinssonar 31 Aðalsteins Jörgensen 25 Þórarins Sófussonar 19 Jóns Gíslasonar 15 Halldórs Einarssonar 7 Þess skal getiö, að sveitir Sævars og Halldórs eiga óspilaðan leik. Urslit í einstök- um leikjum hafa annars orðið þessi: 1. umf. Aðalsteinn — Þórarinn 12:8 Kristófer — Jón 16:4 Albert — Björn 20:0 Sævar — Halldór fr. 2. umf. Sævar — Aðalsteinn 20:0 Jón — Þórarinn 11:9 Albert — Halldór 20:0 Björn — Kristófer 13:7 3. umf. Björn — Þórarinn 18:2 Kristófer — Albert 14:6 Aðalsteinn — Halldór 13:7 Sævar — Jón 20:0 Sævar er því enn með fullt hús og Flensborgarar (Aðal- steinn & Co) hér um bil hálft. Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Fyrir síðustu umferðina í hraðsveitarkeppninni er staðan þessi: Sveit stig 1. Ragnars Þorsteinssonar 1748 2. Gunnlaugs Þorsteinssonar 1710 3. Helga Einarssonar 1691 4. Hauks Heiðdals 1649 5, Baldurs Guðmundssonar 1648 Þegar þessari keppni lýkur næstkomandi mánudagskvöld þá tekur við aðalsveitakeppni félagsins og byrjar hún mánu- daginn 4. des. kl. 7,30 (hálf átta). Tilkynnið þátttöku til Ragnars 41806 (sírni) eða Sigurðar 81904 (sími). Spilað verður aðeins tvö kvöld í desember. Hinn 4. og 11. kernur jólafrí. Byrjað aftur 8. janúar 1979. Bridgefélag Hafnarfjarðar Eftir 3 umferðir í sveita- keppni B.H. er staðan þannig: Sveit stig. Alberts Þorsteinssonar 46 Sævars Magnússonar 40 Kristófers Magnússonar 37 Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON í desember bjóðum við sérstök frolafargjöld frá Norðurlöndum til íslands. Þessi jólafargjöld sem eru um 30% lægri en venju- lega, gera fleirum kleift að komast heim til íslands um jólin. Ef þú átt ættingja eða vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum við þér á að farseðill heim til íslands er kærkomin gjöf. Slíkur farseðill vekur sannarlega fögnuð erlendis. FLUGFELAG LOFTLEIDIR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.