Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 ÞRJÚ íslenzk íyrirtæki eru meðal rúmlega 300 sýnenda á alþjóðlegri sjávarútvegs- og fiskveiðasýningu, sem stend- ur yfir í Noregi þessa dagana. Fyrirtækin eru Plasteinangr- un hf. og Vélsmiðjan Oddi á Akureyri og Vélsmiðja Jósa- fats Ilinrikssonar í Reykja- vík. Meðal þess sem fyrirtæk- in kynna á sýningunni eru bobbingar frá Odda, plast- hringir og -kúlur frá Plast- einangrun og toghlerar frá Jósafat Hinrikssyni. Það er með aðstoð Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, sem fyrir tækin sýna á „Nor-Fishing 78“ eins og sýningin nefnist og að sögn Gunnars Kjartans- sonar hjá Útflutningsmið- stöðinni hefur verið talsvert um fyrirspurnir í básum íslenzku fyrirtækjanna frá því að sýningin opnaði á sunnudaginn. Fjölmargir íslendingar hafa skoðað þessa sýningu í Osló og margir hyggja á ferð þangað áður en sýningunni lýkur um helgina. Á þriðjudag var Alþjóðleg fiskveiða- og sjávarútvegssýning í Osló: Mikill fjöldi gesta frá íslandi og 3 þátttakendur íslenzki hópurinn á sýning- unni þó óvenju stór, því að þá komu þangað í heimsókn 140 útgerðarmenn, skipstjórnar- menn, fiskifræðingar, blaða- menn og aðrir frá Islandi, sem á mánudag héldu í tveggja daga ferð til Noregs í boði Simrad-verksmiðjanna og Friðriks A. Jónssonar um- boðsaðila á íslandi. Fyrri dag ferðarinnar var dvalið í Horten, þar sem eru aðalbækistöðvar Simrad. ís- lendingarnir Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur og Jón Sveinsson forstjóri Stál- víkur héldu þar ræður ásamt tveimur Norðmönnum. Síðan var starfsemi Simrad kynnt og þá einkum helztu nýjungar í framleiðslunni, en í íslenzka fiskiskipaflotanum eru Sim- rad-tæki í miklum meirihluta. Gist var í Tönsberg og síðan haldið til Óslóar og sýningin Nor-Fishing skoðuð. Norðmenn gengust fyrst Guðjón Pálsson á Gullberginu frá Vestmannaeyjum var einn í 140 manna hópi, sem Sim- rad-verksmiðjurnar buðu til Noregs til að kynnast fyrir- tækinu og til að skoða NorFishing sýninguna á þriðjudag. Guðjón sést á myndinni skoða Simrad-tölv- una. nýtt og fullkomið tæki, sem þegar er komið í nokkur íslenzk skip. árið 1960 fyrir slíkri sýningu í Bergen. Frá 1965 hefur fisk- veiða- og sjávarútvegssýning verið haldið með nokkurra ára millibili í Þrándheimi, en er nú í fyrsta skipti haldin í Ósló. Er þessi sýning sú stærsta, sem Norðmenn hafa haldið og er búist við fleiri gestum en nokkru sinni. Aðilar í 15 löndum taka þátt í sýningunni og eru þeir frá flestum löndum V-Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Það var Eivind Bolle sjávarútvegsráðherra Noregs, sem setti sýninguna, en meðal viðstaddra voru Haraldur rík- isarfi í Noregi og Sonja kona hans. Norðmenn lögðu mikla áherzlu á að fá sem flesta fulltrúa sjávarútvegs frá van- þróuðu löndunum til þátttöku í sýningunni og aðilar frá 30 þessara landa boðuðu komu sína á sýninguna. Er greini- legt að Norðmenn hyggja gott til glóðarinnar með útflutning á norskri framleiðslu til þess- ara landa, en markvisst er unnið að uppbyggingu fisk- veiða og sjávarútvegs í þessum löndum og taka Sameinuðu þjóðirnar virkan þátt í henni. —áij. Ólafsfirðingarnir Gunnar Sigvaldason og Svavar Magnússon skoða skipslíkan í einum Birgir Guðjónsson skipstjóri á Arinbirni RE og ólafur Larsen frá Slippstöðinni á básanna. (Ljósm. Ágúst Jónsson). Akureyri sýnast fullir áhuga þar sem þeir fylgjast með því sem einn norsku sýnendanna hafði fram að færa. Gunnar Kjartansson hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins ræðir um fslenzku framieiðsiuna við norskan sýningargest. Atli Jósafatsson sýnir trollhlera, sem fyrirtæki föður hans kynnti m.a. á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.