Morgunblaðið - 24.11.1978, Page 14

Morgunblaðið - 24.11.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Flugvélar flyt ja líkin frá Guyana Doverflugstöðinni, Delaware, 23. nóvember. AP. FYRSTA flugvél bandaríska flughersins sem tekur þátt í flutningum líka rúmlega 400 sértrúarmanna sem sviptu sig lífi í Guyana kom í dag til Dover-flugstöðvarinnar í Delaware. Flugmennirnir kvörtuðu yfir ólykt frá líkunum og líktu henni við óþef frá kjöti sem hefði gleymzt að setja í ísskáp í nokkra daga. En þeir eru allir sjálfboðaliðar og kveinkuðu sér ekki yfir því að flytja fyrstu líkin frá nýlendu sértrúarflokksins Peoples Temple. Sérfræðingar hófust þegar um hefðu flúið frá nýlendunni og handa um að bera kennsl á líkin sem eru 450 talsins samkvæmt síðustu talningu. Líkin voru ekki flutt til Kaliforníu þar sem flestir úr sértrúarflokknum áttu heima heldur til Delaware þar sem Delaware er eini staðurinn í Bandaríkjunum þar sem aðstaða er til að taka á móti eins miklum líkafjölda. Upphaflega var talið að mörg hundruð manns úr sértrúarflokkn- Annað flótta- manna- strand kuala I.umpur, 23. nóvombór. AP. ANNAR víetnamskur flóttamannabátur strandaði á grynningum í dag og fór á hliðina en öllum þeim 43 sem voru í bátnum tókst að komast heilu og höldnu 1 land í gúmmibátum að því er skýrt var frá í dag. Atburðurinn gerðist nálægt I’antai Timun, um 65 km norðvestur af Kuala Trengganu þar sem víetnamskur bátur með 250 flóttamönnum strand- aði og hvolfdi í gær. Nú er 91 lík fundið, en 61 bjargaðist. Sex aðrir bátar með 2.000 flóttamönnum eru á Suð- ur-Kínahafi á leið til stranda Malaysíu. í Kota Bahru, 275 km norðaustur af Kuala Lumpur, sigldi bátur með 556 víet- nömskum flóttamönnum upp í fjöru. Yfirvöld ætla að setja þá í flóttamannabúðir. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Kuala Lumpur sagði í dag, að stjórn Malaysíu hefði fengið loforð fyrir því, að öllum þeim 2.500 Víetnömum sem eru í flóttamannaskipinu Hai Hong, verði komið fyrir í öðrum löndum. týnzt í hættulegum frumskógum Norður-Guyana, en nú er talið víst að þetta hafi verið misskilningur og enginn hafi flúið. Bandarískir embættismenn og embættismenn Guyana-stjórnar höfðu gengið út frá því, að að minnsta kosti 400 meðlimir sértrú- arflokksins hefðu týnzt, en tals- maður Bandaríkjahers, Richard Hemling majór, sagði að fáir aðrir en þeir sem hefðu fundizt látnir hefðu búið í nýlendunni. Misskilningurinn stafaði af því að rúmlega 800 vegabréf fundust í nýlendunni. Allt Jonestown-hérað hefur verið sett í sóttkví vegna hættu á smitun frá rotnandi líkum og aðeins herflugvélar mega lenda þar. I Georgetown hefur lögregla ákært Larry Layton, helzta að- stoðarmann hins látna sértrúar- leiðtoga, Jim Jones, fyrir morðið á bandaríska þingmanninum Leo Ryan og fjórum öðrum. Morðin leiddu til sjálfsmorðanna. Nokkur fórnarlambanna í Guyana. Bretland og EBE funda um fiskimál 40 brezkir fiskimenn mótmæla utan við fundarstaðinn ERLENT BrUssel, 23. nóvember. AP. Sjávarútvegsráðherrar Efnahagsbandalagsland- anna og staðgenglar þeirra, komu í dag saman til sérstaks fundar í Briiss- el til þess að reyna að leysa fiskveiðideilu Breta og bandalagsríkjanna og ný skýrsla Efnahagsbanda- lagsins verður grundvöllur viðræðnanna. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og enn einn fundur verður haldinn á þriðjudaginn ef það verður talið nauðsyn- legt. Lítil von er talin til þess í upphafi viðræðnanna Eþíópíumenn leysa Asmara úr umsátri Nairobi, 23. nóv. AP. Reuter. EÞÍÓPÍUMENN hafa haf- ið nýja sókn gegn skærulið- um aðskilnaðarsinna í Erítreu og náð yfirráðum á nýjan leik yfir veginum milli fylkishöfuðborgar innar Asmara og hafnar- borgarinnar Massawa við Rauðahaf. Útvarpið í Addis Ababa sagði, að stjórnarherinn hefði sótt frá Massawa og náð sambandi við setuliðið í Asmara eftir „harða bardaga“. En skæruliðahreyfingin EPLF sagði, að liðssveitir hennar hefðu hörfað til betri varnarstöðva fyrir norðan Asmara. Þar sem umsátrinu um Asmara er lokið getur stjórnarherinn sent liðsauka eftir veginum frá Massawa sem er 115 km langur til þess að berjast gegn skæruliðum svo framarlega sem ekki verður ráðizt á hann úr launsátri. Síðan skæruliðar lokuðu vegin- Þetta gerðist 1974 — Samkomulag Fords og Brezhnevs í Vladivostok um takmarkanir á fjöida kjarnorku- vopna. 1971 — Suður-Víetnamar sækjá inn í Kambódíu. 1970 — Sverðárás og kviðrista japanska rithöfundarins Mishima í Tokyo. 1969 — Apollo 12 snýr aftur úr annarri mönnuðu tunglferðinni. 1%4 — Stanleyville í Kongó náð aftur úr höndum uppreisn- armanna. 1%3 — Jack Ruby skýtur Lee Harvey Oswald, banamann Kennedys, til bana í Dallas. 1944 — Fljúgandi virki ráðast á Tokyo frá stöðvum á Saipan. 1942 — Þjóðverjar gjalda af- hroð í orrustunni um Stalín- grad. 1936 — Þjóðverjar og Japanir undirrita Andkomintern-sátt- málann. 1922 — Aftaka írska rithöfund- arins og stjórnmálamannsins Erskine Childers. 1874 — Alfonso XII lýsir yfir þingbundinni konungsstjórn á Spáni. 1867 — Bandaríkjamaðurinn Joseph F. Glidden fær einka- leyfi á gaddavír. 1860 — Napoleon III eykur völd franska þingsins. 1643 — Her Austurríkismanna og Bæjara sigrar Frakka við Dettlingen. Afmæli dagsinsi Benedictus de Spinoza, hollertzkur heimspek- ingur (1632-1677) — Laurence Sterne, enskur skáldsagnahöf- undur (1713-1768) - Zachary Tayior, 12. forseti Bandaríkj- anna (1780-1850). Innlenti Afnám kóngsbænadags 1893 — D. Björn Jónsson ráð- herra 1912 — Konungsúrskurð- ur um verzlun Hamborgara 1585 — Hernaðarástandi aflétt í Reykjavík (Drengsmáliðj 1921 — Iðnaðarmálastofnun Islands tekur til starfa 1953 — Gengis- felling (24,6%) 1967 - „Ægir“ tekur vestur-þýzka togarann „Actorus" 1967 — F. Einar Kristjánsson söngvari 1910. Orð dagsinsi Hræsni er virðing- in sem lestirnir sýna dyggðun- um — Francois de Rochefou- cauld, franskur rithöfundur (1613-1680). um í desember í fyrra hefur stjórnin neyðzt til að senda eldsneyti, skotfæri og matvæli til stjórnarhersins um hafnarborgina Assab og Addis Ababa en það er um 1.600 km krókur. Þetta er fyrsti verulegi sigur Eþíópíumanna síðan í júní þegar herlið þeirra náði nokkrum smá- bæjum úr höndum hinnar hreyf- ingar aðskilnaðarsinna, ELF, og rak liðssveitir EPLF á flótta á öðrum svæðum. Diplómatar í Addis Ababa segja, að stjórnarherliðið hafi opnað veginn til Asmara í tveggja daga aðgerðum og það bendir til þess að það hafi mætt lítilli sem engri mótspyrnu. Það rennir stoðum undir þessa umsögn, að útvarpið í Addis segir að stjórnar- hermönnum hafi verið fagnað sem þjóðhetjum í bæjunum Dongolo, Nefasit og Ghinda, sem útvarpið segir að stjórnarherliðið hafi „frelsað" á leiðinni til Asmara. Talsmenn skæruliða segja að Eþíópíumenn fylki liði til þess að hefja tangarsókn gegn fjallavirki uppreisnarmanna í Keren en þangað segjast þeir hafa hörfað til að styrkja varnir sínar. Annar armur stjórnarhersins á að ráðast í norðvestur frá Asmara og hinn á að sækja í norðaustur frá bænum Agordat sem stjórnarherinn náði ■ aftur í fyrsta áfanga sóknar sinnar sem hófst í sumar. í Róm sagði talsmaður EPLF í dag, að bardagar geisuðu Agordat- megin Kerens. „Við höldum enn stöðvum okkar,“ sagði hann. „Eþíópíumenn hafa ekki byrjað sókn sína á öðrum vístöðvum." að áfram þoki í átt til samkomulags. Um 40 brezkir fiskimenn stóðu utan við fundarstaðinn og hvöttu til harðrar afstöðu Breta til stuðnings réttindum brezkra fiski- manna. „Við erum hér til að sýna að við berum mikinn kvíðboga fyrir framtíðinni," sagði Gilbert Buchan, forseti félags skozkra fiskimanna. Skýrsla EBE er árangur könn- unar sem brezki sjávarútvegsráð- herrann John Silkin kunngerði 30. október og fjallar einkum um söguleg réttindi annarra þjóða til veiða á brezkum miðum og áhrif verndunaraðgerða. Nefndin hvetur til þess að verndunarráðstafanir séu gerðar að eins miklu leyti og hægt sé í samráði við önnur aðildarríki frekar en einhliða eins og Bretar hafa gert. En hún varar við of mikilli áherzlu á sögulegan rétt og virðist að því leyti taka að nokkru leyti undir afstöðu Breta. Giftingar háðar iðni við mannvíg fíangkok, 23. nóvembcr. AP. LíiYFI til giftinga cru nú aðeins veitt ungum Kambódíu- miinnum scm hafa drepið Víetnama sagði víetnamska fréttastofan í dag. Fréttastofan vitnaði í flótta- menn sem eru nýkomnir frá Kamhódíu og segja að þeir einir sem fái „góða einkunn“ fyrir að drepa Víetnama fái strax leyfi til að kvænast. Olíubann áS-Afríku New Vork, 22. nóvember. Reuter. Umboðsstjórnarnefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti með miklum meirihluta atkvæða í gær tillögur um að olíubann verði sett á Suður-Afríku til þess að koma í veg fyrir að eldsneyti berist til Rhódesíu. Tillagan verður nú að fara fyrir Öryggisráðið sem eitt getur sett bannið á samkvæmt stofnskrá S.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.