Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 15 Boeing-málí Egyptalandi Hanne Rasmussen, frá dönsku ræðismannsskrifstofunni í Colombo, kom og færði Harald Snæhólm körfu með gladiólum í sjúkrahúsið í Colombo, en þar - sem eitt Norðurland hefur hvorki sendiherra né ræðismann sinna fulltrúar hinna þegnum þess þegar tilefni er til. (AP - símamynd). Brezhnev hef ur í hótunum við Breta Kaíró, 23. nóvember. AP. TVEIR fyrrverandi ráð- herrar í egypzku stjórn- inni og þrír háttsettir starfsmenn egypzka flugfé- lagsins voru í dag ákærðir fyrir að hafa þegið mútur frá bandaríska flugvélafyr- irtækinu Boeing. Helmy Shams, fyrrverandi tæknilegur ráðunautur flugfélags- ins, var ákærður fyrir að hafa þegið 125.000 dollara í mútur frá Boeing í sambandi við sölu á fjórum Boeing 707 þotum til félagsins 1972. Málið hefur verið í rannsókn í tvö ár vegna greinar sem birtist í egypzku blaði. Abdullah Marzeban fyrrverandi varaforsætis- og efnahagsráð- Fiskveiðiviðræður Norðmanna: Samkomulag ekki í s jónmáli Osló — 23. nóvember — frá Jan Erik Lauré, frrttaritara Morgunblaðsins I fiskveiðisamningum Norð- manna við aðrar þjóðir gengur hvorki né rekur um þessar mundir. Viðræðum þeirra Jens Evensens hafréttarmálaráðherra og hins sovézka starfsbróður hans, Ishkovs, lauk f Moskvu í gær án þess að samkomulag tækist. og í Briissel lauk fundum hjá EBE með sama hætti. Á báðum stöðum var þó eining um að halda samningaumleitunum áfram. I Moskvu tókst ekki að þoka í samkomulagsátt deilunni um það hvort Sovétmönnum væri skylt eða ekki að tilkynna Norðmönnum um aflamagn á norsku verndar- svæðunum við Svalbarða. Sovét- mönnum væri skylt eða ekki að tilkynna Norðmönnum um afla- magn á norsku verndarsvæðunum við Svalbarða. Sovétmenn vísa harðlega á bug því að Norðmenn hafi rétt til að fylgjast með aflanum, en um þessar mundir er um að ræða 134 sovézka togara, sem veiða á þessum slóðum. Boðaður var nýr fundur i Ósló um áramót, um leið og því var lýst yfir að viðræðurnar í Moskvu hefðu verið gagnlegar. Managua — 23. nóvember. AP. ERLENDU sáttasemjararnir, sem um þessar mundir reyna að miðla málum milli Somoza, for- seta Nicaragua, og andstæðinga hans, hafa lagt til að gengið verði til þjóðaratkvæðis um það hvort Somoza skuli verða áfram við völd. Segja áreiðanlegir heimildarmenn trúlegt að atkvæðagreiðslan færi fram þeg- ar í janúar n.k., fallist deiluaðilar á slíka meðferð málsins. Sáttnefndin, sem verið hefur í Nicaragua að undanförnu, er skipuð fulltrúum stjórna Banda- ríkjanna, Guatemala og Dómíníkanska lýðveldinu. Sandinista-hreyfingin segir að þjóðaratkvæðagreiðsla sem þessi hafi enga þýðingu, — Somoza mundi aðeins útnefna einhvern annan fulltrúa fjölskyldu sinnar til að setjast á valdastól, en Somoza-ættin hefur nú verið við völd í landinu í 44 ár samfleytt. Andstæðingar hans krefjast þess að hann hverfi úr landi umsvifa- laust, en forsetinn situr fast við herra og Ahmed Nouh fyrrverandi flugmálaráðherra voru ákærðir fyrir að bera ábyrgð á stórfelldum afglöpum sem hefðu kostað ríkið 13.2 milljónir dollara. Auk þeirra voru ákærðir fyrr- verandi stjórnarformaður flugfé- lagsins, Abdel Hamid Mahmoud, fyrir afglöp, og skipulagsstjórinn, Ahmed Basraa, fyrir vísvitandi tjón sem hann hafi valdið al- mannahagsmunum. Shams er sakaður um að hafa þegið múturnar fyrir að birta villandi skýrslu þar sem hvatt var til kaupa á flugvélunum, sem voru dýrari en félagið þurfti og lang- fleygari. Ráðherrarnir eru sam- sakaðir um að hafa samþykkt endurgreiðslu á lánum 1972 þótt þeir hafi vitað að dollarinn væri á niðurleið. Veður víða um heim Akureyri +5 akýjaó Amatardam 13 akýjaó Apana 18 akýjaó Barlín 12 akýjaó BrUaaal 12 rigning Chicago 6 rfgning Frankfurt 7 rigning Ganf 8 akýjaó Helainki 5 akýjaó Jóhanneaarb. 23 akýjað Kaupmannahöfn 13 heióakírt Liaaabon 8 heiðakirt London 15 heiðakírt Loa Angelea 15 rigning Madrid 13 léttakýjað Malaga 20 léttakýjað Miami 26 akýjað Moakva 4 rigning New York 4 rigning Óaló 8 heiöakírt Palma 18 léttakýjað Paria 13 akýjað Reykjavík +3 léttakýjað Róm 15 heiðakírt Stokkhólmur 11 akýjað Tel Aviv 22 heiðakírt Tókýó 15 akýjaó Vinarborg 11 léttakýjað sinn keip og segist ekki fara fet fyrr en kjörtímabili hans ljúki, sem er árið 1981. Somoza hefur reyndar boðizt til að aflétta útgöngubanni og ritskoðun, en andstæðingar hans láta sér fátt um slík tilboð finnast og krefjast þess að þriggja manna herfor- ingjastjórn verði fengin í hendur stjórn landsins næstu þrjú árin. Lundúnum — 23. nóvember. — AP. BREZK stjórnvöld skýrðu frá því í dag, að Leonid Brezhnev, forseti Sovét- ríkjanna, hefði sent James Callaghan, forsætisráð- herra Breta, tilskrif, þar sem hann varar Breta við að selja Kínverjum Harr- ier-orrustuþotur, sem hef ja Callaghan sig nánast lóðrétt til flugs. Kínverjar vilja fá keyptar 30 slíkar þotur og er brezka stjórnin tekin að ráðfæra sig við bandamenn sína um möguleika á því að verða við þeim óskum. Enn er ekki vitað hvort Brezhn- ev hefur snúið sér til fleiri stjórna á Vesturlöndum í sömu erinda- gjörðum, en í Lundúnum telja menn ekki ósennilegt, að svo sé. I bréfinu varar Brezhnev við „afleið- ingunum" ef Bretar hefji sölu á hergögnum til Kína, en nánar er ekki vitað um efni bréfsins, að öðru leyti en því að The Daily Telegraph heldur því fram í dag, að þar komi fram afdráttarlaus hótun um að samskipti Bretlands og Sovét muni versna svo um muni, ef af viðskiptum þessum verði. Brezka stjórnin hefur þegar brugðizt hin versta við þessum afskiptum Sovétmanna, og búizt er við því að Caílaghan muni brátt senda Brezhnev harðort svarbréf. David Owen utanríkisráðherra sagði í Neðri málsstofunni í dag, að ekki kæmi til mála að Bretar létu þriðja ríki, hvert sem það svo kynni að vera, hafa áhrif á Moskvu, 23. nóvember. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Sovétríkjanna vísaði í dag frá áfrýjunarmáli andófsmannsins Álexanders Pódrabíneks, sem í ágúst s.l. var dæmdur til fimm ára útlegðar fyrir að gefa í skyn að sovézk stjórnvöld misbeittu geðlækning- um í þvi skyni að halda andófi gegn alræðisstjórninni í skefjum. Áður en Pódrabínek var hand- tekinn starfaði hann í tengslum við sovézku Helsinkinefndina, sem samskipti þeirra við Kínverja eða utanríkismál sín yfirleitt. Bretar hefðu mikinn hug á nánari sam- skiptum við Kína, og varnarmál hlytu að koma þar við sögu. Bréf Brezhnevs barst til Lundúna rétt eftir að varaforsætisráðherra Kína, Wang Chen, var farinn þaðan, en Callaghan er sagður hafa tjáð honum þá skoðun sína, að enda þótt Bretum væri umhug- að um að auka viðskipti sín við Kínverja, vildu þeir ekki að hergögn yrðu mestur hluti þess varnings, sem þeir seldu tit Kína. Kveikti ísér Ilelsinki — 23. nóvember. — AP. MAÐUR nokkur, um það bil þrítugur að aldri, skvetti yfir sig benzíni í borginni Turku í Finnlandi í dag. Bar hann síðan eld að. en slökkviliðinu á staðnum tókst að ráða niður- lögum eldsins. Var maðurinn síðan fluttur skaðbrenndur í sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki gefið upp nafn mannsins og segist ekki vita hvað honum hafi gengið til með þessu tiltæki. sem er hið fyrsta af því tagi í Finnlandi. fylgist náið með vanefndum Sovét- stjórnarinnar á mannréttinda- ákvæðum Helsinki-sáttmálans. Pódrabínek tók saman skýrslu um meðhöndlun á andófsmönnum í geðsjúkrastofnunum í Sovétrí’.j- unum, og var hún síðan gefin ut á vegum Amnesty International vestan járntjaldsins. Pódrabínek mun afplána dóm sinn í Síberíu eða á öðrum afskekktum stað innan landamæra Sovétríkjanna. Hætta flugsamgöngur milli Bret- lands og SAS-landa um áramót? Lundúnum — 23. nóv. — Reuter. VERÐI nýr loftferða- samningur milli Bret- lands og Norðurland- anna þriggja, sem aðild eiga að SÁS-ílugfélag- inu, ekki undirritaður fyrir áramótin, eru horfur á því að allar flugsamgöngur milli SAS-landanna og Bret- landseyja leggist niður. að því er brezka við- skiptaráðuneytið skýrði frá í dag. Samningurinn, sem kveður á um takmarkað- an fjölda flugferða í viku hverri á þessum flugleiðum, var upphaf- lega undirritaður árið 1952, en staðið hefur í samningaþófi um endur- nýjun hans frá því í maí á þessu ári. Hafa SAS- menn viljað einskorða farþegaflutninga milli Bretlands annars vegar og Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hins vegar, við SAS og British Air- ways, sem er ríkisrekið félag, en slík tilhögun mundi útiloka félög í eigu einkaaðila, svo sem Dan Air, British Caledonian og British Midland. Bretar vilja hins vegar ekki fallast á slíka einokun, og er haft eftir áreiðanlegum heimildarmönnum í Bretlandi, að SAS-menn hafi nú í fyrsta sinn frá því að samningaviðræð- ur hófust látið bilbug á sér finna. Bretarnir hafa lagt að SAS-mönnum að finna leiðir til að lækka flugfargjöld á umrædd- um leiðum, en þau eru meðal hinna hæstu í veröldinni. I>jódaratkvædi um Somoza? Pódrabínek neit- ad um ad áfrýja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.