Morgunblaðið - 24.11.1978, Side 18

Morgunblaðið - 24.11.1978, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 ísafirdi 23. nóv. IIÚSNÆÐISMÁL Menntaskól- ans á ísafirði hafa verið í hrcnnidepli hér undanfarið og er skemmst að minnast blaða- skrifa um húsnæðismál rektors skólans. S.l. miðvikudag héldu nem- endur og kennarar skólans sameiginlegan fund í samkomu- sal skólanna á ísafirði. Fundar- efni var um kennsluhúsnæði skólans. Kennt er ennþá í gamla barnaskólahúsinu, sem fengið var að láni hjá forráðamönnum barnaskólans til skamms tíma haustið 1970. Vilja nemendur og kennarar leggja ríka áherslu á að staðið verði við gefin Ioforð um byggingu kennsluhúsnæðis, en eftir 3 ára hlé á framkvæmd- um var á þessu ári úthlutað upphæð sem væntanlega mun duga til að grafa út lóð og skipta um jarðveg undir húsinu. í ályktun sem samþykkt var á fundinum til menntamálaráð- herra kemur fram, að 145 milljóna króna viðbótarfjárveit- ingar er þörf á næsta ári til þess að hægt væri að steypa skóla- húsið upp. Fáist það framlag er samt ekki hægt að reikna með að kennsluhúsnæðið kæmist í gagnið fyrr en haustið 1981. Nú þegar er barnaskólinn nýi orð- inn of lítill fyrir kennslu á grunnskólastigi og þarf nauð- Nemendur og kennarar M.í. efndu til sameiginlegs fundar um húsnæðismál skólans. um sem þeir virðast hafa á fjárveitingarvaldið, en í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár, er menntaskóla á Austurlandi ætl- aðar 200 milljónir króna. Menntaskólinn á Isafirði hefur farið inn á ýmsar nýjar námsbrautir og hefur komist á mjög gott og allsérstætt sam- starf milli skólans og ýmissa annarra menntastofnana á ísa- firði. Kennsluhúsnæðinu er ætl- að að rísa á lóð skólans á Torfnesi og var unnið í haust við að skipta um jarðveg á lóðinni. Langflestir nemendur og kennarar skólans mættu á fundinum og samþykktu álykt- anir til menntamálaráðherra og alþingismanna kjördæmisins um málið. Fundarstjóri var Halldór Jónsson, fulltrúi nem- enda í stjórn skólans, en fram- sögu hafði Smári Haraldsson kennari. Gunnlaugur Jónsson bóksali, sem sæti á í byggingar- nefnd menntaskólans, kom á fundinn og ræddi um bygginga- mál skólans. Úlfar. Menntaskólinn er til húsa í gamla barnaskólanum. synlega á gamla barnaskólahús- inu að halda, þá veldur þessi seinkun því, að framhaldsskóli með fjölbrautasniði getur ekki tekið til starfa. Vakin er athygli á því, að byggingaráætlun M.í. var samþykkt 13. júní 1971 og samkvæmt henni er verkið nú þegar 5 árum á eftir áætlun. Frá því að hætt var við fjárveitingar til menntaskóla á Isafirði, hefur verið reistur menntaskóli á Austurlandi, sem nú er kominn lengra á byggingarstigi þótt þar sé kennsla enn ekki hafin. Það er þó tekið fram að fundurinn samfagnar Austfirðingum með áraneurinn og þeim miklu áhrif- Urgur í menntaskólafólki vestra: ByggingMLðár- um á ertír áætlun Gangbrautirnar: Augnabliks óaðgæzla kost- ar of oft alvarleg Gangbrautir. þar sem sker- ast leiðir gangandi og akandi vegfarenda. eru umræðuefnið í dag í umferðarviku Slysa- varnafélags íslands. Verður fólk frá félaginu við gang- brautir í Reykjavík og ná- grenni í dag til leiðheiningar. Hér fara á cftir kaflar úr samantekt Óskars Þórs Karls- sonar erindreka Slysavarnafé- lagsins um gangbrautir> Samkvæmt umferðarlögunum ber ökumönnum að draga úr hraða eða nema staðar vegna fótgangandi vegfarenda á merktum gangbrautum. Á öku- mönnum hvílir sérstök skylda að aka hægt og sýna ítrustu varúð við þær. En jafnframt segir um gangandi vegfarendur að þeir skuli gæta vei að umferð áður en farið er yfir veg, gildir það jafnt þótt um merkta gangbraut sé að ræða. Allir eru þannig ábyrgir í umferðinni hvort sem þeir eru akandi, hjólandi eða gangandi. Gangbrautirnar draga ekki úr ábyrgðar- og varúðarskyldu gangandi vegfarenda en séu gangbrautirnar notaðar með það í huga, þá stóreykur notkun þeirra öryggið í umferðinni, þar sem sérstök varúðarskylda hvíl- ir á ökumönnum, þegar bifreið þeirra nálgast gangbraut. Gangandi vegfarandi, notaðu því gangbrautirnar, notaðu þær rétt og án þess að slaka á varúðarskyldu þinni. Mundu að fyrsta skref þitt út á akbrautina er ætíð að öllu leyti á þína ábyrgð. Við gangbrautirnar reynir því mjög á aðgætni og gagnkvæma virðingu milli ökumanna og gangandi vegfarenda, en þetta bregst því miður æði oft. Oft kemur það fyrir að fólk gengur viðstöðulaust út á götu án þess að líta til hægri eða vinstri, sumir gera það í þeirri villutrú að gangbrautir veiti þeim allan rétt, nú sé það ökumanna að gæta sín, aðrir gera þetta í hreinu hugsunarleysi. Otrúlega oft hendir það ökumenn að sýna vítavert gáleysi við gangbrautir. Gáleysi eins og það að aka fram úr bílum, sem e.t.v. hafa stöðvað til þess að hleypa vegfaranda yfir akbrautina, slíkt veldur oft slysi. Oft lætur nærri að illa fari og margir sleppa með skrekk- inn, en afleiðingar augnabliks óaðgæzlu birtast því miður sorglega oft í hinum alvarleg- ustu slysum. Við kippumst við þegar við heyrum fregnir af slíku slysi, og hugurinn hvarflar með hlut- tekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda. Síðan gleymist það flestum, en þeir sem urðu fórnarlömb slyssins, þeim gleymist það aldrei. Við heyrum oft nefndar tölur um umferðar- siys og þær eru ískyggilega háar. Þannig slösuðust 122 gangandi vegfarendur í umferð- arslysum á sl. ári, 12 manns létust. í mjög mörgum tilvikum var um að ræða slys við eða á gangbrautum, flest með alvar- slys legum meiðslum. Þetta eru þurrar tölur einar sér, en á bak við þær býr sorg fjölmargra fjölskyldna og einstaklinga, sem misst hafa nákomna ættingja og ástvini, oft langt um aldur fram, jafnvel á barnsaldri, einnig eru á bak við þessar tölur miklir erfiðleikar, löng sjúkrahúsvist, jafnvel varanleg örkuml þeirra sem slasast hafa. Við megum heldur ekki gleyma ökumönnunum, sem hér koma við sögu. Þeir eru einnig fórnarlömb slikra umferðar- slysa. Hjá þeim skilja slysin eftir sig sár, sem oft grær seint eða aldrei. Er nú ekki mál að linni? Eða eru öll þessi miklu og mörgu umferðarslys óhjákvæmilegur þáttur í þjóðlífi okkar? Svarið hlýtur að vera stórt nei. Hér er það ekki hlutlaus tilviljun, sem ræður né blind náttúruöfl, heldur mannleg samskipti. Umferðin er samfelld atburðarás mannlegra sam- skipta, þar sem við öll erum þátttakendur. Þar hefur hver og einn áhrif annaðhvort til hins betra eða verra. Vegfarendur góðir: Með samstilltum ásetningi getum við öll tryggt öruggari umferð. Þannig getum við á fyrirhafnarlausan hátt komið í veg fyrir fjölmörg umferðarslys, sem annars yrðu í framtíðinni. Drögum lærdóm af dýrkeyptri reynslu svo margra samborgara okkar. Stuðlum öll að öruggari umferð. Gangandi vegfarendur> Notið gangbrautirnar. Notið þær rétt og án þess að slaka á varúðarskyldu ykkar. Slysavarnafélag íslands. Gangandi vegfarendur> Gleymið ekki ábyrgð ykkar í umferðinni. Slysavarnafélag íslands. Vegfarendur> Afleiðingar augnabliksgáleysis við gangbrautir verða oft sorgleg slys. Drögum lærdóm af dýrkeyptri reynslu samborgara okkar. Slysavarnafélag íslands. Vegfarendur> Við gangbrautir skerast leiðir gangandi og akandi vegfarenda, sýnið sérstaka varúð við þær. Slysarvarnafélag íslands. Okumenn> Á ykkur hvíiir sérstök varúðarskylda við gangbrautir. Sú skylda má ekki bregðast. Slysavarnafélag íslands. Ökumenn> Framúrakstur við gangbraut er vítavert gáleysi, sem oft hefur valdið stórslysum. Látið slíkt aldrei henda ykkur. Slysavarnafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.