Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir XXI >yRíkisstjórnir hafa tilhneigingu til þess að verja sitt af hverju, sem er óverjandi. “ — Paul A. Samuelson. 11 Meadows og félögum er sama um atkvæöi Ení'um efa er lengur undirorpið, að tilvistarkreppan, áhyggjurnar og óvissan um framtíð manns og heims, er orðin að alvarlegri staðreynd, sem aular einir hvorki skynja né skilja. Það, sem fyrir rúmum 6 árum var aðeins deilu- efni í hópum sérfræðinga og fárra hlutaðeiganda út af kenningum Dennis L. Meadows og samstarfs- fólks hans um lok hagvaxtar, kom með harkalegum hætti niður á öllum almenningi þegar árin 1973—1974, er olíukreppan svo- nefnda skall yfir. I sögu vísind- anna munu ekki vera auðfundin dæmi um kenningu, sem hlotið hefir staðfestipgu raunveruleikans innan skemmri tíma. Ekki voru liðin full 2 ár frá útkomu hinnar frægu bókar Meadows og félaga, „The Limits to Growth", á vegum „The Club of Rome“, þegar heims- byggð öll varð að taka út á sjálfri sér, hvert svo sem tilefni hinnar áminnztu kreppu annars var, að hráefni og aflgjafar náttúruríkis- ins yrðu a.m.k. ekki um alla framtíð óþrjótandi. Skyndilega varð ljóst, að hvort tveggja hrökk naumast til að standa undir þáríkjandi eyðslukröfum, og því síður þeim, er flesta dreymdi um. Nú orðið dettur engri hugsandi manneskju til hugar í alvöru, að áherzla og áhugi á tilvistarmálum sé lítilfjörleg dægurfluga eða hugarburður sérvitringa, sem hverfa mun í gleymsku og dá eins og venjulegt poppfiðrildi eftir stuttan gestaleik í sjónvarpi og útvarpi, eða þoka fyrir fréttapistl- um um stund- og staðbundin vandræði af öðrum toga, nema ef vera skyldi í bili. Þeim fækkar og ört, er í fyrstu héldu að framsýnis- fólk væri að brölta í atkvæðasnapi í póitískum tilgangi sjálfu sér til hafningar upp í hálaunuð embætti með náðuga daga fyrir augum. Að vísu verður því ekki neitað, að í hópa lífverndarfólks hafa slæðzt stöku ofstækismenn, sem vakið hafa á sér athygli með fljótfærnis- legum hugmyndum og vanhugsuð- um aðgerðum; en þar hafa vinstri- sinnar eingöngu átt hlut að máli. Markmið þeirra hafa annað hvort verið hefndartilburðir gegn sam- borgurum, sem þeim hafa fundizt vanmeta hæfileika sína, eða skemmdarverk í þágu GULAG-ríkjanna. Þetta breytir í engu, að viðfangsefnin eru stór- brotin, ógnirnar geigvænlegar. Tilvistarkreppan er áþreifanleg, og hún ögrar þjóðfélagi og réttar- ríki, gildismati og lífsháttum þegnanna á sérstaklega gjörtækan máta — í rauninni á miklu gjörtækari máta en mér finnst afsakanlegt að fólk taki ekki nema í meðallagi alvarlega. Tómlæti lýðs og lýðkjörinna leiðtoga á sér vitanlega augsýni- legar orsakir, en þeirra á meðal er ekki vöntun á upplýsingum. Lord Ashby, brezkur vísindamaður, sem alloft er vitnað til, hefir látið hafa eftir sér, að við ættum ekki framar við bratta að etja, heldur stæðum bið báðum fótum í fúafeni. Maur- ice Strong, einn af fremstu oddvit- um Umhverfismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, gaf í skyn, að ef ástandið væri metið raun- hæfu mati, þá „verðum við að viðurkenna, að heimsendir er að vísu ekki óhjákvæmilegur, en samt hugsanlegur, jafnvel líklegur — ef við höldum troðnar slóðir.“ Heimsendir? Flestir brosa með- aumkunarlega og yppta öxlum. En vísindamenn í náttúruríkismálum eru ekki að gera að gamni sínu. Hátt verö vegna Þverrandi foröa Heimsendir verður væntanlega hvorki á þessu né næsta ári. Lok „velferðaraldar" eru hins vegar jafn viss næstu mánuði og daglegt „gengissig“ íslenzkrar krónu, sem væri út af fyrir sig ekki annað en smávægileg óþægindi, ef allt væri með skaplegum hætti á öðrum gjaldeyrisvígstöðvum og kreppu- boðar hefðu hægt um sig annars staðar. Því er hins vegar sannar- lega ekki að heilsa. Hrammur ógnvænlegri viðskiptakreppu en geisaði árin 1929—1939, að við- bættri framleiðslukreppu, býst til kyrkitaka. Neyðarúrræði Banda- ríkjastjórnar, sem hún greip til hinn 1. þ.m. til bráðabirgða eingöngu, eru nýjasti vitnisburður þess. Heita má samdóma álit þekktustu efnahagsmálasérfræð- inga heims, að neyðarhemill Cart- ers muni halda þangað til í febrúar næsta ár. Til dæmis um anga yfirvofandi framleiðslukreppu tók ég tin í grein minni hér í „Morgunblaðinu" hinn 10. f.m. Ég rifjaði upp, að vísindamenn „The Club of Rome“ íf Á kreppuárunum 1930—1933 gátu þýzkir atvinnuleysingjar ekki lifað á háum kauptöxtum eingöngu. Andarteppa hagvaxtarrisans Tilvistarkreppan þýð- Neyðarúrrœði Lokuðaugu ist ekki óskadrauma Carters og bilað þrek hefðu áætlað heimsforða þessa óendurnýjanlega hráefnis 4.350.000 t árið 1972, sem myndu, að óbreyttri 1,1% notkunaraukn- ingu á ári, endast í 17 ár. Tíminn tíl þurrðar styttist því óþægilega hratt, og kapphlaupið um fáanleg- an feng er hafið. Fyrri hluta september þ.á. var tintonnið í fyrsta skipti í sögunni skráð á aðeins yfir £ 7.000 á Málmkaup- þinginu í London. Síðan hefir verðlagsþróunin orðin eins og hér segir: 14. sept............. £7.010.00 29. sept............. £ 7.025.00 6. okt............... £7.355.00 10. okt.............. £ 7.380.00 31. okt.............. £ 7.862.50 eða 12,16% hækkun á 1—1 Vz mánuði. Örvæntingarbarátta dollarans hefir þó skekið viðskiptaheiminn með eftirminnilegri hætti síðustu vikur og mánuði en allt annað, sem þar hefir gengið á. Þannig var komið fyrir þessum gjaldmiðli, sem um áratugi var alls staöar gjaldgengur og eftirsóttur — Bandaríkjamenn o.fl. töluðu iðu- lega um „almætti dollarans" — að ekkert virtist líklegra en álgert hrun framundan; hrun, er minnti marga á Svarta föstudaginn 23. október 1929, en þann dag er venjulega talið, að viðskiptakrepp- an mikla hafi skollið á með verðbréfahruninu á kauphöllinni í New York. Vissulega var óhugur sá, sem greip um sig í frjálsræðisríkjunum undir lok síðastliðins mánaðar, ekki ástæðulaus. Síðustu tvær vikur mánaðarins hafði verðbréfa markaðurinn orðið fyrir slíkum áföllum, að Dow Jones-vísitalan féll um 105 stig, $110.000.000.000 urðu að engu á 10 dögum, gullverð- ið rauk upp um $17.00 únsan, komst upp í $243.00, á 5 dögum. Að morgni föstudagsins 27. f.m. var deginum ljósara, að stórfellt hrun var aðeins spurning um nokkrar klukkustundir eða í mesta lagi eina helgi. Mánudaginn 30. f.m. var dollar- inn, sem eitt sinn hafði kostað 4,20 þýzk mörk kominn niður í DM 1,7285. Lengur varð ekki komizt hjá að horfast í áugu við hið óhjákvæmilega, og þess vegna greip Bandaríkjaforseti í neyðar- hemilinn miðvikudaginn 1. þ.m., kunngjörði „bjargráðaaðgerðir" og dollarinn hresstist um fáein, lítilfjörleg hundraðshlutastig. Hvað er 1.000.000.000.000? Með $30.000.000.000 lántökum á alþjóðlegum peningamörkuðum, aukningu gullsölu úr 300.000 únsum í „að minnsta kosti“ 1.500.000 únsur á mánuði, hækkun vaxtagreiðslna viðskiptabanka úr 8,5%, sem verið hafði algert hámark til þess tíma, í 9,5% — en það er mesta hækkunarstökk síðan árið 1933 — og hækkun bindifjár- skyldu um 2%, skyldi skútunni haldið á floti enn um sinn. Aður hafði bindifjárskylda numið frá 1% til 6%; nú á hún að verða 3—8%, en það mun þýða, að viðskiptabankarnir verða að liggja á nálægt $3.000.000.000, sem þeir annars hefðu getað varið til útlána. Sú va r tíí )ir. aó dollarinn stóé f yr i V S 1 nu VERÐKÆTI $ 1 ÞÝZÍ RKU ’.í > Arin 1 o o r* o o o o 948-1978 OOOOOOO'ÍO 21 . úní 1948 £ O £ 3 3 19. septenber 1 9 4 S- • 4 ,20 0 0 6. marz 1961 5 • • * 4 ,00 00 27. október 1 96 9 ,. £ ,ee 00 21. desenber 19 71 • • • 3 ,22 25 14. febrúar 1 97 3 , 2 ,90 0 3 1972 Meóalse nsi , £ ,18 39 1973 tt 2 ,6 5 O n 1974 tt 5 2 ,58 9 7 197 5 tt } 2 ,46 31 1576 tt 5 2 73 1577 11 2 ,32 17 197 8 1 . r ia^z , . . . . 1 ,99 20 15. , ícúst, . . . 1 ,92 9 0 3 .. cktcber , . 1 ,8 2 6 8 4 . c ■•ktober,. 1 ft Q •> - - 6 0 11.-29. oktcb er s1 : anz- 1 a u s t hrun,.. 30. oktcber,. .... • • • 1 ,72 £ C V J Þegar Bandarikjaforseti hafði gripið nóvember 1978. hækkaði $ í DM 1.7735. ..bjargráða". hinn 1. „En hvað gagna 30 milljarðar til stuðnings við dollarann?" spyr Paul C. Martin, efnahagsmálasér- fræðingur „Welt am Sonntag", í blaði sínu hinn 5. þ.m. Martin er víst varla láandi þó honum þyki stuðningurinn harla lítilfjörlegur. Sannleikurinn er nefnilega sá, að enginn mun vita með vissu, hversu háar upphæðir verðlausra eða vafasamra pappírs- dollara svífa í lausu lofti. Banda- ríska fréttatímaritið „Newsweek“ segir hinn 13. þ.m. að þeir „hafa bólgnað upp“ úr $360.000.000.000 árið 1974 í $560.000.000.000 í júní þ.á. í viðtali við sama tímarit fyrir skömmu, svaraði svissneski bankafurstinn Picciotto spurning- unni um, hversu mikið dollara- magn væri í umferð utan Banda- ríkjanna, hvort heldur það næmi 400.000.000.000 eða 600.000.000.000., á þessa leið: „Það er yfir eina billjón. Og dollurum fjölgar eins og kanín- um.“ - Paul C. Martin spyr því: „O- jæja, bara 1.000.000.000.000 dollar- ar. Og að styðja þá?“ Ein billjón! Tvö orð, auðveldlega sögð, en erfiðari til að gera sér í hugarlund. Meö einföldu dæmi má þó komast nokkuð áleiðis. Þegar t.d. Seðlabanki íslands verður orðinn svo „ríkur“ að geta lánað ríkissjóði eina billjón til hallajöfn- unar, léti aka summunni, allri í 100-króna-seðlum í vöruflutninga- lest til ríkisgjaldkera, þá myndu 12—13 kynslóðir ríkisgjaldkera, sem væru heimsmethafar í seðla- talningu, og teldu því 3 seðla á sekúndu, hafa lokið verkinu á 926.852 klukkustundum og 51 mínútu, þ.e. 154.475 6-stunda-vinnudögum, eða 617 250-daga-vinnuárum. Fjölmiðlar og fjármálaspekingar láta í sér heyra Eftir að Carter Bandaríkjafor- seti hafði birt neyðarúrræði sín, skorti flesta fjölmiöla í fyrstu orð til að lýsa undrun og efasemdum sínum, enda þótt þeim hafi hlotið að vera ljóst fyrir löngu, að hagvaxtartrúin væri komin með heiminn fram á glötunarbarm. Gat það verið, spurðu þeir sjálfa sig, að forsetanum væri alvara með að slátra helgustu kúm „velferðarríkisins" og vinstri- mennskunnar: hagvaxtarhugsýn- inni og „atvinnu handa öllum“? Ritstjórum „Newsweek" fannst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.