Morgunblaðið - 24.11.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.11.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 25 Vatn á myllu kölska — ný skáldsaga Ólafs Hauks Símonarsonar MAL OG menning hefur scnt frá sér nýja skáldsögu eftir Ólaf Ilauk Símonarson sem nefnist Vatn á myllu kölska. í forlagsum- sögn segir m.a.i „Vatn á mvllu kölska er snjöll og margslungin skáldsaga sem erfitt er að lýsa í fáum orðum. Hún gæti kallast fjölskyldusaga eða ættar- króníka í gömlum stíl enda þótt sögutíminn séu örfáir dagar: En umfram allt er hún hvöss og markviss ádeilusaga og afhjúpandi samtíðarlýsing. Vettvangur sögunnar er Reykja- vík nútímans og hún á sér stað að hluta í fjölmiðilsumhverfi. Aðal- „Sögulegt KOMIN er út þýdd ástarsaga eftir Linden Griersson, og nefnist hún „Sögulegt sumarfrí". Sagan fjallar um Anitu Wilson sem fer ásamt vinstúlkum sínum í sumarfrí til Tasmaníu. Strax í persóna er sjónvarpskvikmynda- gerðarmaður sem er orðinn uppgefinn á starfi sínu eða öllu heldur á því að fá aldrei að vinna að neinu sem máli skiptir. Hann stefnir hraðfara til glötunar en eru ekki ljósar orsakirnar sjálfum. A þeim dögum í lífi hans sem sagan segir frá verður hann margs vísari, ekki síst um sekt og úrkynjun þeirrar voldugu fjöl- skyldu sem á bak við hann stendur. . .“ Ólafur Haukur Símonarson hefur áður vakið á sér athygli með verkum af ýmsu tagi, sögum, ljóðum, hljómplötum. Vatn á myllu kölska er 297 sumarfrí” upphafi ferðarinnar kynnist hún ungum verkfræðingi með talsvert sérstæðum hætti og örlögin hafa því svo að þau hittast oftsinnis í ferðinni, allt af tilviljun og hvorugu til mikillar ánægju. Síðar lenda þau saman í þyrlu inni í „Maðurinn á svölunum” - skáldsaga um glæp MÁL og menning hefur sent frá sér bókina Maðurinn á svölun- um" eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö í þýðingu Þráins Bertels- sonar. „Maðurinn á svölunum" er þriðja bókin í sagnaflokknum „Skáldsaga um glæp", tvær þær fyrri eru „Morðið á ferjunni" og „Maðurinn sem hvarf". Maj Sjöwall og Per Wahlöö voru bæði þekktir rithöfundar, einkum hann, þegar þau hófu í sameiningu að skrifa þessar bækur, meðal annars í þeim tilgangi að ná til þess stóra lesendahóps sem yfir- leitt les ekki svokallaðar fagurbók- menntir. „Árangur þessarar til- raunar varð tíu bóka flokkur óvenjulegra og einstaklega vel gerðra lögreglusagna segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. „Sögurnar hafa verið þýddar á flestar heimstungur og hvarvetna notið gífurlegra vinsælda". Kvik- mynd eftir einni þessara sagna, „Maðurinn á þakinu,“ var sýnd nýlega hér á landi. Unnið að byggingu gróðurhúss Heimtur í meðallagi Syðra-Langholti 21.11. VEÐRIÐ hefur verið afleitt hér undanfarið en færð hefur samt ekki spillzt að neinu ráði. Sauðfé er alls staðar komið í hús og eru heimtur af fjalli taldar í meðal- lagi. Félagslíf er í venjulegum skorðum nú í vetrarbyrjun og er það jafnan mikið. Menn sem staðið hafa í byggingarfram- kvæmdum keppast nú við að ljúka þeim áður en veturinn gengur endanlega í garð. Sig. Sigm. ÓlftFUR KftUKUÓ blaðsíður, sett í Prentsmiðjunni Odda og prentuð í Prentsmiðjunni Hólum. óbyggðum og það sem meira er, í þyrluslysi, og forlögin taka þannig í taumana að eftirminnilegt er. Snjólaug Bragadóttir þýddi bókina, en útgefandi er Bókaútgáf- an Örn og Örlygur. Fótmál dauðans — ný njósnasaga Francis Cliffords ELLEFTA bók Francis Cliffords á íslenzku er komin út hjá Ilörpuútgáfunni á Akranesi. Það er njósnasaga sem nefnist Fótmál dauðans. í umsögn frá útgáfunni segir m.a.i Bandaques er lítill friðsæll ferðamannabær á Costa Brava á Spáni. — Skyndilega var kyrrðin rofin. Lares-stíflugarðurinn brast. Tíu milljón kúbikfet af vatni flæddu yfir dalinn ... Daginn eftir fundu þeir líkið af þjóðverjanum ... Stirðnaður óttasvipur var á ruddalegu andlitinu ... Rannsókn leiddi hins vegar í ljós að hann hafði verið skotinn til bana áður en stíflan brast. En hver hafði drepið nazistann og hvers vegna? Hvaða glæpi geymdi fortíð hans? Hvað gerðist í Gondra, þegar nazistarnir voru þátttakendur í borgarastyrjöldinni. á Spáni? Var dauðinn í fótmáli hans hvert sem hann fór? Enn einu sinni tekst meistara Clifford að spinna þræði, sem mynda hinn fullkomna vef. FRANCIS CLIFFORD EAVH l m mWmirnmmm Francis Clifford hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bækur sínar, meðal annars 1. verðlaun Crime Writer’s Associatron. Skúli Jensson þýddi bókina, sem er 182 bls. Hún er prentuð í Prentverki Akraness h.f. er 'd- in inn í Arnar-Bergi h.f. Bindindisdagur- inn á Akranesi í TILEFNI „Bindindisdagsins" gengst kirkjan og stúkan Akur- blóm á Akranesi fyrir kvöldvöku í Akraneskirkju á sunnudagskvöld- ið næstkomandi kl. 8.30. Kirkju- kórinn syngur og einnig verður almennur söngur. Kvöldvökunni stjórnar séra Björn Jónsson. Ávörp flytja Guðbrandur Kjartansson læknir, séra Jón Einarsson í Saurbæ, Ríkharður Jónsson málarameistari og Ari Gíslason æðsti templar í St. Akurblóms nr. 3. 9 tegundir fyrirliggjandi Takmarkaöar birgöir. Lítið vlð í verslun okkar Gjataúrvalið hefur aldrei verið fallegra Hafnarstræti 19. Vetrarsport Opið föstudag 6—10 ■ M O laugardag 10—6 sunnudag 1—7. jj í húsi Alþýöusambandsins á horni Fellsmúla og Grensásveg Seljum og tökum í umboössölu notaöan skíöafatnaö Skíðadeild

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.