Morgunblaðið - 24.11.1978, Side 28

Morgunblaðið - 24.11.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Ingibjörg Þórðardótt- ir fráFirði—Minning Fa-dd 24. nóv. 1918. Dáin 13. nóv. 1978. Abyrfíðar- og brautryðjenda- storf eru oft erfið. Gildir það í einkalífi, við félagsmál og á opinberum vettvangi. Sumir kikna undir þunga þeirra, hörfa undan eða gefast upp. Aðrir stælast við átökin, láta hvorkí andstreymi né vonbrigði buga sig, leita æ nýrri og betri úrræða og hvetja samfylgd- armenn til dáða. Lífstrú þeirra er bjartsýn, trú á hið góða og eilífan sigur þess. Slíkir menn ná ætíð mestum árangri, verða í veikleik- anum sterkir, efla samfylgdarfólk með fordæmi sínu og athöfn ailri. I þessum hópi var prestsfrúin Ingibjörg Þórðardóttir, sem við hyllum og kveðjum í dag á sextugasta afmælisdegi hennar. Þolgæði, rólyndi, festa og frábært jafnaðargeð veittu henni styrk í sjúkdómum og á sorgarstundum, en stæltu um leið vonir og trú samferðamanna, venslafólks og félagssystkina. Þessir eiginleikar eru öllum mikilvægir. Eigi síst nytjast þeir í einkalífi og félags- legri forustu prestsfrúarinnar. Þótt maður hennar sé hinn embættislegi sálusorgari sem fyrst er leitað til, þá hefur prestsfrúin ætíð gegnt mjög mik- ilvægu hlutverki meðai þjóðar okkar, verið manni sínum sú stoð og stytta sem aðrir njóta einnig á sorgar- eða gleðistundum. Um aldaraðir hafa spor fleiri manna legið að heimili sóknarprestsins en til nokkurs annars. Prestssetrin hafa orðið að öðru heimili sóknar- barnanna. Hlutverk prestsfrúar- innar sem húsfreyju og móður hefur því með nokkrum hætti orðið tvöfalt. Af því hafa þær margar hlotið ást og virðingu safnaðarfólks. Svo hefur verið með frú Ingibjörgu. Ég kynntist henni fyrst er eiginmaður hennar, sr. Árelíus Níelsson var kosinn og skipáður sóknarprestur árið 1952 í Lang- holtsprestakalli sem þá var nýstofnað. I minn hlut hafði fallið formennska fyrir þessum nýja söfnuði hér í Reykjavík. Svo æxlaðist til að ég þjónaði einnig organistastarfi safnaðarins rösk- an fyrsta áratuginn við hlið þeirra hjóna. Þess vegna get ég fiestum betur borið hversu frú Ingibjörgu tókst að rækja hér hlutverk sitt. Tólf árum áður en þau komu hingað höfðu þau bundist hjúskap- arheitum og frú Ingibjörg hafði síðan gegnt hlutverki húsmóður, móður og prestsfrúar úti á landi, lengst af á Eyrarbakka. Hér vantaði allt til alls nema hraðvax- andi byggð, engin kirkja, ekkert prestssetur, engin aðstaða til félagslegra starfa. Allt varð því að byggja frá grunni. Brautryðjenda- starfið hófst og bar furðuskjótt árangur þótt ekkert væri til nema viljinn og bjartsýnin. Á engan er hallað þess ágæta fólks sem þar hefur að unnið þótt hlutur frú Ingibjargar verði talinn ómetan- legur. Manni sínum og börnum bjó hún þegar fagurt heimili, fyrst að Skeiðarvogi, svo í Njörvasundi og síðan í prestssetrinu við Sólheima, er það reis af grunni. Heimili þeirra varð strax stjórnunarmið- stöð safnaðarstarfs og kirkjulegra vígsluathafna, ráðgjafarstöð veg- villtra og vegmóðra. Alls staðar reyndist frú Ingibjörg hin ljúfa húsmóðir.Ieiðandihönd sem studdi eiginmann sinn í önnum og embættiserli. Hún var músikölsk og söngvin og lék því og söng iðulega við skírnir og hjónavígslur heima og í safnaðarheimilinu eftir að það reis. Veitul var hún að góðum íslenskum sið við gesti manns síns og aðra er að garði bar. Fóru menn líkamlega og andlega hressari af fundi hennar því að orðræður hennar og gleðibros vakti mönnum bjartsýni og trú á að allt færi vel að lokum. Þessara hæfileika gætti og í öllu félagsstarfi hennar innan safnaðarins. Hún átti ríkastan þátt í stofnun kvenfélags safn- aðarins, sat í stjórn þess frá upphafi og gegndi formennsku nær hálfan annan áratug uns hún lét að eigin beiðni af því starfi á síðasta ári er heilsu hennar var mjög tekið að hnigna. Undir leiðsögn hennar og forustu varð félagið sterkasti fjárhagslegi afl- gjafi sóknarinnar við byggingu safnaðarheimilis, sem ekki á sinn líka hér á landi, og nú við smíð kirkjunnar. En félagið varð einnig skóli, skemmtan og afþreying fjölmörgum húsmæðrum safnaðarins, sem ella hefðu aldrei átt kost slíkrar félagsþroskunar. Um það munu félagskonur vitna nú og síðar betur en mér er auðið. Fjölbreytni þess starfs fengum við karlar þó oft að kynnast og njóta hvort sem var við veisluborð, á baðstofukvöldum, basar eða í sumarferðum. En persónulega vil ég lengst muna og þakka frú Ingibjörgu er hún safnaði um árabil saman litlum hópi söngvina úr félagi sínu og trúði mér fyrir því að æfa með þeim nokkur ættjarðar- og ljúflingslög til að flytja á árshátíð kvenfélagsins. Einlægt þakklæti hennar og traust fyrir minn iitla skerf á þessu sviði verður mér lengst vottur um vilja hennar til að gleðja og bæta, auka ánægjustundir, stuðla að fegurra mannlífi. Að sjálfsögðu lét hún sig ekki vanta í þennan litla hóp. Hún fann alltaf tíma til alls sem þurfti að gera. Mótlæti þekkti frú Ingibjörg vel. Meðan þau hjón bjuggu á Eyrar- bakka sótti hvíti dauðinn þau heim, neyddi hana til langrar legu á sjúkrahúsi og mikillar aðgerðar. Sárþjáðri í sjúkrarúmi barst henni fregnin um missi fimm ára sonar þeirra. Slík holund verður aldrei grædd. En bænin, Guðstrú hennar og lífstrú veitti henni þann styrk sem til þurfti að bera þann kross og mæta síðar því mótlæti sem með einhverjum hætti verður á vegi flestra, beygir suma, brýtur aðra en gerir einstaka að hetjum. Svo varð um prestfrúna okkar og mátti það sjá eigi síst er hún barðist nú um nær tveggja ára skeið við þann bitra sjúkdóm er að lokum dró hana til dauða. En frú Ingibjörg Þórðardóttir var fyrst og fremst gæfumann- eskja. Hún var fædd og uppalin á myndarheimili í Firði í Múlasveit, naut þar foreldrahlýju Þórðar hreppstjóra Jónssonar og konu hans Bergljótar Einarsdóttur. Rösklega tvítug giftist hún ungum kennara og síðar landskunnum kennimanni, eldheitum hugsjóna- manni, sr. Árelíusi Níelssyni. Með honum átti hún fimm mannvænleg börn: Þórð skipstjórnarmann, Ingvar Níels sem lézt 1947, Maríu Ingibjörgu kennara, Rögnvald tónlistarmann og Sæmund Kristó- fer forstjóra. Sonarmissinn bæta þau hjón sér með því að taka i fóstur systurdótturson Ingibjarg- ar, Ingvar, sem nú starfar erlendis að tónlistarmálum. Að góðu upp- eldi og menntun barna sinna og síðar barnabarna lagði frú Ingi- björg sinn drjúga skerf eigi síst með fordæmi öllu. En svo birtist gæfa frú Ingibjargar eigi síst í þeim stóra hópi safnaöarfólks hér í borg og úti á landi og allra annarra sem hún leiðbeindi, um- gekkst og snart við huga eða hendi, heilum og vanheilum. Gæfa hennar er sú að allir þeir minnast hennar með þakklæti. Engan get ég hugsað mér hún hafi átt óvildarmann, en virðingu hlaut hún allra sem störfuðu með henni og ást þeirra sem henni kynntust best. Er nokkur gæfa til meiri þegar horft er til baka og fram á við? Allar árstíðir eiga sér feeurð sinn yngisleika, sína tign. Svo er um veturinn sem nú mætir okkur óvenju snemma. Við kvíðum mörg frosti og fannkyngi þótt við búum flest í hlýjum húsum og þurfum ekki að kafa snjó. Sum okkar kvarta og kveina þegar fyrstu snjókornin falla og fannlín leggst á jörö, — aðrir sjá þar fegurðina sem saman rennur jökull og upphiminn. Mun eigi sú sama fegurð ríkja þar sem lýkur göfugu mannlífi og eilífðin tekur við? Á þessum útfarar- og afmælis- degi Ingibjargar prestsfrúar í Sólheimum vil ég minnast hennar með virðingu og þökk fyrir aldar- fjórðungs móðurhlutverk í Lang- holtssöfnuði. Samhryggð okkar allra, bænir og trú á handleiðslu þess Guðs sem gaf, veiti eigin- manni hennar, börnum og öðru venslafólki styrk til að bera þennan missi. Hinstu kveðju mína og þökk vil ég fela í hugljúfum kvöldsöng norska skáldsins Björnstjerne Björnsson. Allt frá bernskuárum í foreldrahúsum til söngstunda með litla hópnum í safnaðarheimilinu við Sólheima hefur hann birt mér og borið þá kyrrð og fegurð sem er ofar öllu og æðra öllu: Blikar mjallvefur. blómgyðjan sefur. hundinn er fussinn og loftið er hljótt. Ofar en fjöllin eilffðar höllin upnast á tindrandi nótt. á tindrandi nótt. I slíkri fegurð alheimsins skal prestsfrú Ingibjörg Þórðardóttir kvödd — með djúpri virðingu og þökk. Helgi Þorláksson. Frú Ingibjörg Þórðardóttir, for- maður Prestkvennafélags Islands, lézt í Reykjavík hinn 12. nóvember sl. eftir langa og aðdáunarverða baráttu við illkynjaðan sjúkdóm. Fyrr á árum hafði hún borið sigurorð af öðrum alvarlegum veikindum, því að lífsviljinn og lífsgleðin urðu ekki buguð. Og nú virtist hún standa stöðug lengur en nokkur þorði að vona. í dag, á útfarardegi hennar, sem jafn- framt er 60 ára afmælisdagurinn hennar, hljótum við vinir hennar, að hugsa til þess, að enn er sigri náð við skil þessa heims og annars. Hinztu kveðju frú Ingibjargar hefur verið valinn staður austur á Eyrarbakka, þar sem hjartfólgnar minningar ungu starfsára þeirra prestshjónanna eru geymdar sem dýrmætur fjársjóður. Það var á 7 ára hjúskaparaf- mæli foreldranna, Þórðar hrepp- stjóra Jónssonar og Bergljótar Einarsdóttur í Firði í Múlasveit, að Ingibjörg fæddist, 24. nóv. 1918. Og þar í hinni fögru sveit ólst hún upp á mannmörgu og glöðu heimili, sem kunnugt var að sæmd og risnu í byggðum Breiðafjarðar, en hjónin í Firði bæði kölluð félagslynd og framsýn. Heima- skólinn reyndist henni því hollur og vegnestið frá Firði þraut ekki. Það mat hún og skildi og voru bernsku- og æskuminnin heiman úr Múlasveit björt og fögur. Inn í þann heim fengum við vinir hennar stundum að sjá, þegar hún minntist hins gamla í átthögunum og sagði frá á sinn lifandi og ljúfa hátt. Hinn 2. maí 1940 giftist Ingi- björg frá Firði unnusta sínum og sveitunga, Árelíusi Níelssyni 'frá Kvígindisfirði. Hann vigðist prest- ur fáum vikum síðar norður að Hálsi í Fnjóskadal og þótti heimafólki í Múlasveit mikill missir, að hin efnilegu ungu hjón hlutu að flytja burtu. Var þeim sýndur mikill sómi fyrir brottför- ina og voru þau m.a. bæði útnefnd heiðursfélagar Ungmennafélags- ins Vísis, sem þau höfðu starfað með af þeirri félagshæfni og fúsleik, sem ávallt hefur einkennt þau. Síðan þetta var hefur Múla- sveitin ekki aðeins misst margt ungmennið, en allt fólkið. Sveitin þeirra frú Ingibjargar og síra Árelíusar er í eyði. Veran í Norðurlandi varð stutt. Rás viðburðann leiddi þau aftur vestur í heimahéraðið fagra við Breiðafjörð þegar um haustið. Þau fóru að Staðarprestakalli á Reykjanesi. Þar lagði frú Ingi- björg fram sinn skerf til félags- og menningarmála og var hún einn af stofnendum Kvenfélagsins Lilj- unnar í Reykhólasveit og sat í fyrstu stjórn þess. Eftir 3 ára veru á Stað flutti fjölskyldan til Eyrarbakka, en síra Árelíusi var veitt Stokkseyrar- prestakall frá nýári 1943. Stóð heimili þeirra þar til 1. nóv. 1952, er þau urðu presthjón Langholts- safnaðar í Reykjavík. Þar unnu þau merkilegt mótunar- og braut- ryðjendastarf, sem aðrir munu geta og þakka sérstaklega á minningardegi frú Ingibjargar, enda víst, að hún sparaði aldrei krafta sína við að ljá góðu málefni lið. Alls hugar stóð hún við hlið manns síns í hinu mikla og fjölþætta starfi hans, hin dæmi- gerða prestkona, sem áleit stöðu sína hluta af þjónustuhlutverki eiginmannsins. Frú Ingibjörg og síra Árelíus eignuðust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi, en ungan son misstu þau árið 1947. Hún annaðist hið stóra heimili af stakri alúð og var börnum sínum sannur vinur og leiðbeinandi. Þau eiga með föður sínum mikils að sakna, einnig tengda- og barnabörnin, en ótal ljúfar minningar milda söknuðinn. Heimilið í prestsetrinu við hlið Langholtskirkju ber myndarskap frú Ingibjargar og umhyggju vottinn, og var þangað öllum gott að koma. Frú Ingibjörg starfaði um árabil mikið í þágu Prestkvennafélags Islands og var formaður þess, er hún lézt. Hefur félagið misst mikið, er það fær ekki lengur notið krafta hennar, ósérhlífni og félagshyggju. Einkum er hennar minnzt fyrir frábært starf við skipulagningu og framkvæmd fyrsta norræna prestkvennamóts- ins á Islandi sumarið 1974, en þá hafði hún verið í stjórn félagsins í nokkur ár. 1976 var hún kjörin formaður félagsins á aðalfundi þess á Skógum og gegndi hún því starfi síðar af þeirri hlýju og festu, sem svo mjög einkenndi hana. Frú Ingibjörg var löngum lífið og sálin í kvöldvökum Prestkvennafélags- ins, skemmtin og ráðagóð og virðulegur stjórnandi. Á aðalfundi félagsins í vor á Dómkirkjuloftinu í Reykjavík gat engum dulizt, hve sjúk hún var. En styrkur hennar var mikill og trúaröryggið traust. Hún stýrði sjálf fundi og sýndi enn hina göfgu hetjulund. Mun engri prestkonu, er þar var stödd, úr minni líða hin áhrifamikla stund, er hún bað okkur öllum blessunar og las ritningargrein. Eitt af mörgum áhugamálum sínum fól frú Ingibjörg okkur á þessum fundi, en það er útgáfa á minningum roskinna prestkvenna, sem enn muna tvenna tímana. Er það okkur, sem eftir stöndum, verðugt verkefni til heiðurs minn- ingu hennar, sem sjálf var hin sanna prestkona í þess orðs gömlu merkingu, leiðarljósið á prests- heimilinu og í kirkjulegu starfi safnaðanna. Prestkvennafélag íslands vottar síra Árelíusi og börnum þeirra hjónanna innilega samúð í hinni sáru sorg, og það þakkar formanni sínum, frú Ingibjörgu frá Firði, af alhug styrka stjórn og trygga leiðsögn. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað sé nafnið Drottins. F.h. Prestkvennafélags íslands, Guðrún L. Asgeirsdóttir. Mælifelli. Ingibjörg prestfrú eins og ég kallaði hana oftast í hópi okkar félagskvenna, er látin. Oft er það svo erfitt að trúa því þegar hverfur samferðafólkið sem manni hefur verið svo kært. Eins var mér farið þegar hringt var til mín snemma mánudaginn 13. nóv. og tilkynnt andlátið og þó vissi ég og sá að hverju stefndi. Við andlát frú Ingibjargar Þórðardóttur koma upp í huga minn ótal endurminningar, allt frá því að Kvenfélag Langholtssóknar var stofnað fyrir rúmlega 25 árum. Þegar ekkert var til nema bjart- sýni þeirra kvenna sem safnast höfðu saman til að stofna félag, þá var gott að eiga góðar forystukon- ur eins og Olöfu Sigurðardóttur, fyrsta formann félagsins, og prest- frúna. Hún var kosin ritari og til dauðadags var frú Ingibjörg í stjórn félagsins og þar af 14 ár sem formaður. Öll þessi ár hefi ég þekkt frú Ingibjörgu og þó allra best formannsárin. Ég veit hvað hún hefur algjör- lega fórnað tíma sínum og kröft- um þessu félagi, hún hefur alla tíð stjórnað því af elju og fórnarlund en af hófsemi og látleysi, því að í eðli sínu var hún hlédræg kona sem vildi láta lítið á sér bera. Það var sama hvaða mál komu upp í félaginu, alltaf gat hún leyst vandann og miðlað málum og gert gott úr öllu, og jafnvel gert gaman að, því kímnigáfu átti hún svo sannarlega. Það voru ekki ófá símtöl sem hún átti við konurnar og margar voru heimsóknirnar sem þurfti að leysa úr bæði fyrir félagið og ekki síður að konurnar leituðu til hennar með einkamál sín. Og alltaf hafði hún tíma, þá var ekki spurt hvernig stæði á. Ég held ég segi ekki um of, að hún var vinur okkar allra í Kvenfélaginu. En þið megið ekki halda að frú Ingibjörg hafi ekki gert annað en að sinna félags- málum, jú svo sannarlega. Hún stýrði stóru heimili á meðan börnin voru öll heima, og húsið stóð öllum opið. Alltaf gátu presthjónin skotið skjólshúsi yfir, ekki síst þá sem minna máttu sín. Þá má ekki gleyma öllum prest- verkunum sem hún aðstoðaöi manninn sinn við með því t.d. að leika á orgelið við athafnir. Mér hefur alltaf fundist að samstarf þeirra presthjónanna hafi verið ákaflega gott og fagurt, hvort sem það var í þágu kirkjustarfsins eða heimilisins. Ég tel mig geta sagt þetta af nánum kunningsskap við þau hjónin á liðnum árum. Frú Ingibjörg var fædd 24. nóvember 1918 að Firði í Múla- sveit og hefði því orðið sextug í dag. Oft vorum við búnar að tala um að það yrði stór dagur. Fyrst við gátum ekki hyllt hana í lifandi lífi verður besta afmælisgjöfin til hennar að efla fagurt kirkjulíf í þessum söfnuði og standa vörð um félagið okkar og ekki má gleyma kirkjubyggingunni. Það var henn- ar hjartans mál að koma henni upp. Ég þekkti hana ekki sem unga stúlku en oft sagði hún mér frá æskuheimili sínu og uppvaxtar- árunum. Mér fannst ég þá þekkja þetta allt, jafnvel fólkið sem bjó þar. Ég færði það einu sinni í tal við hana að við ættum nú báðar að bregða okkur vestur, svo ég gæti notið leiðsagnar hennar. Já, sagði hún, því skulum við láta verða af. En það var ferðin sem aldrei var farin. En nú er líklega best að láta þessi fáu orð ekki verða miklu fleiri. Frú Ingibjörgu var ekki gefið um hrósyrði. Til að sýna áhuga hennar á félaginu okkar og lífinu má nefna að þegar við hjónin heimsóttum hana á sjúkrahúsið helsjúka, þá brann hún í áhuganum á hvernig basarundirbúningnum liði, hún vildi fylgjast með öllu. Hún taldi upp margar konur sem ég átti að hringja í til að fá þær í lið með okkur við vinnu. Frú Ingibjörg átti sterka trú, ekki síst á mátt bænarinnar og handleiðslunnar. Þakklát var hún öllum sem heimsóttu hana hvort sem hún lá veik heima eða á sjúkrahúsi. Aldrei heyrðist frá henni æðruorð um veikindi sín. Á meðan hún fékk að vera heima í Sólheimum 17 naut hún frábærrar umönnunar barna sinna, ekki sist Maríu dóttur sinnar og mannsins síns, sr. Árelíusar Níelssonar. Ég hefi dáðst að hvað hann hefur verið duglegur og hjúkrað henni af alúð með sínu erilsama starfi. Það er svo margt sem ósagt er. Fyrir hönd Kvenfélags Langholts- sóknar færi ég Ingibjörgu þökk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.