Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 fvrir allt hennar fórnfúsa starf og það átak sem hún sýndi til að byggja upp þetta safnaðarstarf í Lanftholtssókn. Og frá mér persónulega þakka ég henni fyrir að mega teljast ein í hópi vina hennar. Við áttum svo marga ánægjustund sarnan, hvort heldur var að vinna að félagsmálum eða bara ræða málin eins og hún kallaði það svo oft. Ég fór alltaf þaðan með bjart- sýni í huga á það fagra í kringum okkur. Ekki var það sjaidan sem ég þurfti að skjótast í Sólheima 17. Við konur í Kvenfélagi Lang- holtssóknar vottum ástvinum Ingibjargar innilega samúð og þökkum henni ógleymanlega leið- sögn á liðnum árum. Guð blessi hana. Gunnþóra Kristmundsdóttir. Langholtssöfnuður í Reykjavík stendur í mikilli þakkarskuld við frú Ingibjörgu Þórðardóttur og skal þess minnst við burtför hennar. Hún hefur verið formaður kven- félags safnaðarins í 14 ár en var einn stofnenda þess fyrir aldar- fjórðungi. Alla tíð hefur hún verið lífið og sálin í þessu félagi, en kvenfélagið hefur verið styrkasta stoð safnaðarins að því er snertir safnaðarstarfið og hvers kyns líknarstarfsemi og fjáröflun til byggingarframkmæmda. Ahugi frú Ingibjargar var mikill og fórnfús fyrir þann málstað, er hún hefgaði krafta sína. Þó að hún hafi oft verið sárþjáð um árabil hefur hún staðið sig eins og hetja, enda var hún það. — Það vita þeir bezt, sem þekktu hana nánast, og eiga nú um sárast að binda. Það er vandasamt starf að vera eiginkona prests í stórum söfnuði en þá skyldu axlaði frú Ingibjörg með prýði. Þegar hún kom var enginn söfnuður til, engin kirkja, engin samtök meðal fólksinsr allt þurfti að reisa frá grunni. Ingi- björg var burðarás í öllu þessu starfi — hennar er því sárt saknað. Við, sem eftir stöndum, getum ekki mikið sagt að leiðar- fokum, aðeins þakkað fyrir frábær störf og kynni af hljóðlátri hetju og viturri konu, sem æðraðist aldrei þótt móti blési en vann sín verk, meðan hún mátti. Sóknarnefndin færir frú Ingi- björgu hjartans þakkir en eigin- manni og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ingibjargar Þórðardóttur verður lengi minnst. Sóknarnefnd Langholtssafnaðar. Ingibjörg Þórðardóttir; ósköp venjulegt nafn en nafn sem í mínum eyrum hefur einhvern gullinn hljóm. Kannski hafa nöfn okkar allra gullinn hljóm í eyrum einhverra, og öll höfum við gullinn hljóm fyrir guði. Lífið er mikið ævintýri og Ingibjörg var frábær hluti af því ævintýri. Allar stundir með henni einkenndust af lífsgleði, vinna með henni að verkefni til að gleðja aðra; vinna, sem við aðrar aðstæður hefði verið nefnd þræl- dómur, varð með henni að skemmtun. Hún talaði aldrei um erfiði, ég heyrði hana aldrei nefna orðið, jú reyndar aðrir gátu átt erfitt. Andstreymi sem við nefnum svo var henni viðfangsefni til að leysa; bæta úr, og ekkert virtist vaxa henni í augum. Velvilji hennar og væntumþykja drógu fram jákvæðu eiginleikana í fari annarra. Hún átti sjálf vissulega bæði til jákvæð og neikvæð andsvör en hún lét þau neikvæðu alltaf í ljós með hlýju og skiningi í garð annarra og beitti sinni frábæru glettni á sjálfa sig. Að ganga í náttfallinu um bjarta sumarnótt, að hlusta á hana segja frá, hlakka til að sigla saman „hvassan beitivind", allt var það gaman. Kynnin okkar Ingibjargar hófust í Prestkvennafélagi íslands, en þar gegndi hún stjórnarstörfum um áratug og formennsku síðastliðin 2 ár, og vann hún þar ötullega að því markmiði félagsins að auka kynni og samstarf félagsmanna. Ingibjörg hlaut fjölbreytta lífs- reynslu. Hún var alin upp yið Breiðafjörð giftist sveitunga sín- um séra Areiíusi Níelssyni, þau eignuðust 5 börn og eru 4 þeirra á lífi, auk þess ólu þau upp einn fósturson. Ingibjörg veiktist af berklum og varð að fara á sjúkrahús frá manni og ungum börnum, þar af einu veiku og lést það á meðan hún var á spítalan- um. Ingibjörg komst til sæmilegr- ar heilsu en hafði aðeins annað lungað virkt, þeirri bæklun að- lagðaði hún sig ævintýralega vel og vann oft margra manna verk. Þessa þungbæru reynslu sína, sem og aðra, skynjaði hún sem leið til þroska, og dvöl sína á Vífilsstöðum sagði hún hafa verið sína skóla- göngu. Hún las mikið, kynntist þar fjölmörgu mætu fólki og varð, eins og hún orðaði það, að þora að vera hún sjálf. Síðastliðin 4 ár starfaði Ingi- björg hjá Skilorðseftirliti ríkisins — henni þótti vænt um það starf og hún umgekkst skjólstæðinga sína með virðingu og skilningi. 'Ég le.vfi mér að tilfæra hér sálm sem Ingibjörgu þótti mjög vænt um. Ó. undur líf.s. er á ura skeið að auðnast þeim. sem dauðans beið — að finna Krúa gras við il iik KÍeði í hjarta að vera til. Ilve björt ok óvænt skuKKaskil. Ei sá úk fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst. hve lífsins Kjöf er dýr — að meKa faKna fleyKri tíð við fuKÍasönK í morKunhlíð ok tíbrá Ijóss um loftin við. Ok Kamaltroðna Katan mfn f Keislaljóma nýjum skín. Ék lýt að hiómi f láKum reit ok les þar tákn ok fyrirheit þess daKs. er ekkert auKa leit. Ek svara. Drottinn. þiikk sé þér. Af þfnu Ijósi skuKKÍnn er vor veröld öll öll. vort verk. vor þrá að vinna þér til lofs sem má þá stund. er fiiKur hverfur hjá. (Þorsteinn Valdimarsson Sálmahók 1972) „að vinna þér til lofs sem má, þá stund er fögur hverfur hjá“, það var yndi Ingibjargar. Fjölskylda mín og ég biðjum ástvinum hennar blessunar. Rósa Bjiirk Þorbjarnardóttir. Ekki skildi eg málsháttinn „Að búa um þjóðbraut þvera“, fyrr en \eg kynntist prestsheimili. Þangað inn eiga menn erindi með gleði sína og sorg, vænta hluttekningar í hvoru tveggja brosi og tári, vænta gefandi kærleika. Um önn heimilisins er ekki spurt, heldur borin í stofu viðfangsefni til glímu og lausnar, — og sjaldan mun tímaskin manna jafn óljóst til dóms um dag og nótt, og þá þeir telja sig eiga erindi að dyrum prestsins. Sú var tíð, að reisn þessara heimila réð yfir þjónustu til að taka við barni af höndum, réð yfir þjónustu til þess að renna kaffi á könnu og sinna potti á hlóð, eða búa efni í fat. Þá var það kannske ekkert tiltökumál, þó húsfreyjan ætti bros við dyr, ætti þolinmæði til þess að leita lausnar með gesti, ætti skap til að setjast við hljóðfæri og leika fyrir hann og syngja hátíðablæ í bæinn. Nei, kannske ekki þá, en í dag, hvernig fá þær byrðar sínar borið? Með eril venjulegra heimila í fangi opna þær dyr fyrir þér, fela hann, láta sem þær eigi eilífðina alla í handraða, viðfangsefni þitt eitt þess virði, að til þess sé augum rennt. Kannske hafa þær unnið fullan dag úti, eins og þú, þotið heim til þess að axla annað dagsverk þar, og þá, þá átt þú erindi við þær. Um helgar leita menn hvíldar og hressingar, flestir nema þær, þá gerist amstur þeirra mest, krafan til þeirra stærst, og á hátíðum mega þær þakka fyrir eigi þær stund með þeim er þær unna. Gleymum því heldur ekki að stundum er maki þeirrá sendur á akurinn beran, þá þurfa þær að tendra konur og menn til starfa við að leita gjafa fyrir steinum og nöglum í kirkju. Sjaldan hygg ég að við leiðum að þessu huga, — það er Helzt á stundum, þegar skóhljóð þeirra heyrist ekki lengur á för til þess að opna gátt. Einnar slíkrar j' minnumst við í dag, er prestsfrúin við Sólheima í Reykjavík, frú Ingibjörg Þórðardóttir, er til moldar borin. Ung gekk hún upp að hlið eins athafnamesta prests þessa lands, gerðist starfi hans vængur og skjól. Oft höfum við undrazt starfsþrek séra Árelíusar og jafnan gleymt því þá, að við vorum að hlaða hann lofi sem tveimur bar. Hvar voru skilin milli starfa hans og frú Ingibjargar? Ég kom aldrei auga á þau. Hún gekk ætíð svolítið aftar og til hliðar, eins og hljóðlát fylling þeirrar myndar er presturinn okkar birtist í. Með virðingu fyrir starfi hans gaf hún sig í þjónustuna, — lék fyrir hann og söng, er menn báðu hann um blessun yfir bauga eða koll. Já, hún átti mikinn metnað fyrir hönd bónda síns, vann starfi hans það er kraftar hennar leyfðu. Fyrir það er þökk okkar sóknarbarnanna flutt í dag, þökk fyrir þær stundir er hún tók þátt í gleði okkar og sorg, þær stundir er hún vann að musteris- gerð á holtinu við Sólheima. Kærleikans Guð umvefji þau öll, ástvini hennar og hana sjálfa. Haukur. í dag er til grafar borin Ingibjörg Þórðardóttir frá Firði. Hún andaðist á Borgarspítalanum 13. þessa mánaðar. Ingibjörg hefði orðið sextug í dag hefði hún lifað. Hún var fædd 24. nóvember 1918 að Firði í Múlasveit, næst yngst barna hjónanna þar, Þórðar Jóns- sonar bónda og hreppstjóra og Bergljótar Einarsdóttur. í Firði var rekinn mikill myndarbúskap- ur, heimilið var mannmargt, mannlífið var frjálslegt og glað- vært og þarna var sjálfsögð miðstöð bæjanna á Múlanesi. 1937 fer Ingibjörg að heiman og til náms í Saamvinnuskólanum í Reykjavík og lýkur þaðan prófi að vori 1939. Ári síðar giftist hún séra Árelíusi Níelssyni og flyst með honum í heimahérað sem prestkona að Stað á Reykjanesi. Þremur árum síðar fær séra Árelíus veitingu fyrir Stokks- eyrarprestakalli og flytja ungu hjónin til Eyrarbakka og þar eru þau í þjónustu næsta áratuginn og njóta mikilla og verðskuldaðra vinsælda. Árið 1952 er séra Árelíus kosinn prestur í Lang- holtsprestakalli, nýjum og ómótuðum starfsvettvangi. Hefst þar átakamesti þáttur starfsævi þeirra. Á öllum sviðum þurfti að ryðja brautina og að því starfi gengu hjónin samhent af miklum dugnaði og elju. Á miðju ári 1974 tekur til starfa ný stofnun á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, nefnd skilorðseftirlit ríkisins. Ingibjörg var fyrsti starfsmaður þeirrar stofnunar og hóf störf sem ritari 1. september það ár. Það var strax ljóst að Ingibjörg var enginn viðvaningur í þeim störfum, sem þar þurfti að vinna. Áratuga þátttaka í sálgæzlustörfum eigih- manns síns hlýtur að hafa verið henni traustur skóli og undirbún- ingur fyrir þau. Hún hafði til að bera næmi og samúð, sem er nauðsynleg í samskiptum við þá, sem hafa hrasað eða eru minni- máttar í erfiðu stríði daglegs lífs, en jafnframt glöggskyggni og festu til að láta ekki blekkjast. Nákvæmni hennar og samvisku- semi var viðbrugðið. En minni- stæðust verður hún okkur sam- s'tarfsmönnunum í Gimli fyrir glaðværðina og hlýjuna, sem frá henni stafaði. Ég ætla ekki að geta um störf Ingibjargar í Langholtssöfnuði eða við önnur félagsmál, væntanlega munu aðrir gera það, sem þar þekktu betur til. En mér er kunnugt, að næst heimili sínu og ástvinum er ekkert, sem hún bar meira fvrir brjósti en Langholts- kirkja, draumurinn og þráin að fá að sjá hana fullgerða. Ingibjörg átti við mikið heilsu- leysi að stríða um miðbik ævi sinnar svo henni var vart hugað líf. Hún gekk undir mikla skurðað- gerð, en ekki var hægt að sjá að hún hefði bognað við þær raunir fremur en aðrar. Fyrir hönd hinna ótalmörgu skjólstæðinga skilorðseftirlits ríkisins og félagasamtakanna Verndar og okkar samstarfs- manna hennar í Gimli sendi ég séra Árelíusi, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Hún vann störf sín af trúmennsku meðan stætt var. Við felum hana góðum Guði, fullvissir þess, að trúum þjóni eru launin vís. Jón Bjarman. Hún Ingibjörg er dáin. Hvílík harmafregn. Þrátt fyrir hennar löngu veikindi kemur þetta óvænt. En erum við nokkurn tíma viðbúin þegar dauðann ber að? Þær eru hnípnar konurnar í Kvenfélagi Langholtssafnaðar sem eru að leggja síðustu handtök- in að basarnum okkar. Allt er lagt til hliðar í bili, en það er ekki í anda hennar Ingibjargar okkar að leggja árar í bát og gefast upp. Nei! Við munum taka til við á ný, tvíefldar í minningu hennar, hennar sem var formaðurinn okkar í Kvenfélaginu í 14 ár eða þar til fyrir ári síðan að hún sagði af sér sökum veikinda. Ingibjörg var kjörin til forystu, alltaf jákvæð til alls sem til blessunar mátti verða, til góðs fyrir félagið og allt kristilegt starf, til heilla fyrir söfnuðinn. Hún var hin milda, hlýja, góða kona, sem á stundum með sinni góðlátlegu kímni og fallega brosi gat komið öllum í sólskinsskap. Hún hafði bætandi áhrif á alla, var elskuð og virt af öllum sem henni kynntust. Ávallt var gott að leita til hennar og eiginmanns hennar, sr. Árelíusar, ef ákvörðun þurfti að taka í einhverju máli. Það hafa margir lagt leið sína að Sól- heimum 17, enda það heimili staðið öllum opið bæði í sorg og í gleði og nær það langt út fyrir söfnuðinn. Ávallt hefur það verið sem sjálfsagður hlutur að fá alla hluti lánaða í Sólheimum 17, ef eitthvað hefur vantað í safnaðarheimilið þegar mikið hefur legið við. Alltaf allt sjálfsagt. Frú Ingibjörg hefur alla tíð staðið við hlið manns síns í blíðu og stríðu sem hinn trausti lífsföru- nautur, alla tíð sönn og sjálfri sér samkvæm. Er það ekki lítils virði fyrir mann, sem hefur jafn um- svifamikil störf með höndum og sr. Árelíus. Hún var hans styrkasta stoð. Það er mikill missir að slíkri konu og hennar sæti vandfyllt. Við hugsurn með samúð til eiginmanns hennar, sr. Árelíusar, og allrar fjölskyldunnar. Þeirra missir er mestur. Þetta hefur verið mikill reynslutími fyrir þau öll undanfariri misséri/ Én vinur okkar sr. Árelíus hefur staðið sem klettur í hafi, og hefur verið dásamlegt að sjá hvað sterk guðstrú og trúin á handleiðslu . guðs getur gert menn hvað stærsta á mestu sorgarstundum lífs þeirra. Margar góðar hugsanir og fyrir- bænir streyma til þeirra allra á þessum erfiðu stundum. Öll él birtir upp um síðir með guðs hjálp. Það er erfitt að kveðja hana Ingibjörgu okkar, mikill tómleiki og mikill söknuður. En ég hef þá trú að við eigum eftir að hittast á ný, fullar af starfsorku og við fáum að vinna að okkar hugðar- efnum. Svo þakka ég Ingibjörgu allt sem hún var mér. Hún gerði engar kröfur fyrir sjálfa sig, <-n gaf mikið af sér fyrir aðra. Við hjónin sendum vini okkar, sr. Árelíusi, og allri fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur. Góð kona er gengin. Blessuð sé minning hennar. St. Sig. Ingibjörg Þórðardóttir er horfin sjónum okkar um stund. I skamm- degismyrkri vetrarins leysti líkamsdauðinn fjötur af fæti inn í birtu himnanna, þar sem búin er hátíð jólanna — fæðingarhátíð frelsarans. Efalaust tekur hin hljóðláta þroskaða kona þeim umskiptum með sömu rósemi og stillingu, sém einkenndi svo mjög framkomu hennar og lífsviðhorf. Það var mér persónulega mikils virði, svo og öðrum sem henni kynntust að vinna með henni að málefnum lítilmagnans á vegum Verndar, en Ingibjörg var fyrsti starfskraftur sem hið þá nýstofn- aða Skilorðseftirlit ríkisins réði í þjónustu sína undir stjórn sam- takanna. Starf Verndar er erfitt og streitusamt, vegna hinna marg- háttuðu ólíku verkefna sem krefj- ast úrlausnar, án þess að tími vinnist til umhugsunar sem skyldi. Samúð og raunsæi togast á við lausn aðkallandi vandamála. Ingi- björg var þeim einstæðu hæfileik- um búin, að sameina þetta tvennt með yfirvegun og stillingu. Nær- vera hennar lægði öldur tilfinn- inga og ró færðist yfir hugann. Frú Ingibjörg Þórðardóttir var góð kona, heilsteypt og vinaföst. Hún hlýtur að hafa verið frábær og dásamlegur lífsförunautur manni sínum, séra Árelíusi Níels- syni, sem helgað hefur líf sitt kristindómi, í þessa orðs fyllstu merkingu, og má nærri geta um hlutverk prestskonunnar í hans mikla og viðurkennda starfi, Það gleymist stundum að geta um þann þáttinn, sem góð eiginkona á í starfi sálusorgarans, og er vissulega athyglisvert að gefa því gaum, þótt hljóðlega sé um gengið. Ingibjörg átti mikinn hluta ævi sinnar við vanheilsu að etja, en gætti þess jafnaan að gera sem minnst úr eigin erfiðleikum, en var ávallt reiðubúin til liðsinnis við aðra. ,.1'utl art líísstormar liinKum blósu. hart að honnar hrjósti hrostu þaóan jafnan blíóir Krislar ástar ok Umhuróarlyndis.** Nú er skarð fvrir skildi er Inga hverfur sjónum okkar, en sjálf mun hún eiga góða heimkomu í vændum í ríki friðar og kærleika, sem hún sáði til með flekklausu lífi sínu, fórnfýsi og góðvild, meðan hún dvaldist á því tilveru- stigi, sem við eigum öll eftir að yfirgefa. Guð blessi minningu hennar, haldi verndarhendi yfir ástvinum hennar og huggi þá í sorg sinni. Vernd þakkar Ingibjörgu starf og vináttu. Þóra Einarsdóttir. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal \akin á þ\ í. að afma'lis- og minningargreinar vorða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagshlaöi. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðsta'tt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- ormi eða bundnu máli. Þa*r þurfa að vera vélritaöar og neð góðu línnbili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.