Morgunblaðið - 24.11.1978, Síða 32

Morgunblaðið - 24.11.1978, Síða 32
 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Snjórinn breiddi sæng sína yfir bátana í Keykjavíkurhöfn um í gær. Staóan í st jórnarherbúóum: J (Ljósm. Mbl. Emilía). 26 daga bann á loðnuveiðum LOÐNUVEIÐAR hér við land verða bannaðar á tímabilinu frá 15. desember til 9. janúar næstkomandi að báðum dögum meðtöldum. Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær út reglugerð þessa efnis, en samráð var haft við helztu hagsmunasamtök í veiðum og vinnslu loðnu er fyrrgreint tímabil var valið. Bannið er sett til að draga úr sókn í loðnustofninn, en sóknin hefur aukizt gífurlega á undan- förnum árum. Hafrannsókna- stofnunin hefur lagt til að ekki verði veidd meira en 1 milljón lesta á tímabilinu frá 1. júlí 1978 til 1. júlí 1979. Þegar hafa veiðst 435 þúsund lestir á sumar- og haustloðnuveiðunum, en að auki veiddu Norðmenn um 150 þúsund tonn af loðnu við Jan Mayen, sem að vísu er ekki fullljóst hvort var af íslenzka stofninum. Á síðustu vetrarvertíð veiddu íslendingar tæplega 470 þúsund tonn, en að auki höfðu Færeyingar heimild til að veiða 35 þúsund tonn hér við land. Alþýduflokkur setur skilyrdi — sem Alþýðubandalag getur ekki fallizt á í gærkvöldi hafði ekki náðst samkomulag milli stjórnarflokk- anna um aðgerðir í efnahagsmá)- um þrátt fyrir stöðug fundarhöld allan daginn. Þingflokkur Al- þýðuflokksins samþykkti á fundi í fyrrakvöld að fallast á þá tillögu Óiafs Jóhannessonar, að kaupgjald hækki um 6,1% hinn 1. desember n.k. en það samþykki Alþýðuflokksins er bundið ákveðnum skilyrðum um stefn- una í efnahagsmálum á næsta ári. Meginskilyrði Alþýðuflokksins mun vera það, að lögbundið verði, að ákveðið þak verði á vísitölunni á næsta ári og komi það til framkvæmda hinn 1. marz nk. hafi samkomulag ekki tekizt fyrir þann tíma um breytta skipan vísitölu- tengingar launa. Jafnframt setur Alþýðuflokkurinn skilyrði um af- greiðslu fjárlagafrv., lánsfjáráætl- Hópur Flugleiða- fólksins heim í dag og á morgun ÞRJÁTÍU og einn starfsmaður Flugleiða. er átti að annast pílagrímaflugið, kemur væntan- lega til landsins síðdegis í dag. föstudag. en fólkið var væntan- legt til Evrópu í gær. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa var ráðgert í gær að Harald Snæhólm, Þuríður Vilhjálmsdóttir og Jónína Sigmarsdóttir kæmu heim á laugardagskvöld, en þau munu leggja af stað frá Sri Lanka aðfararnótt laugardags og koma gegnum London. Með þeim verður einnig kona Haralds Snæhólm. Oddný Björgúlfsdóttir mun dveija á sjúkrahúsinu í vikutíma enn, en hún er á góðum batavegi. Þá verða nokkrir starfsmenn Flugleiða ytra í nokkra daga í viðbót, en rann- sóknarnefndin er væntanleg heim eftir nokkra daga. un, landbúnaðarstefnu, raunvexti og stefnuna í peningamálum og takmörkun fjárfestingar. Það mun hafa komið Alþýðu- flokksmönnum á óvart, að tillögur þær sem Olafur Jóhannesson lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrradag voru svo áþekkar tillög- um Alþýðubandalagsins, sem raun ber vitni. Framan af mun forsæt- isráðherra á stjórnarfundum hafa talað um allt að 5% kauphækkun 1. desember en Tómas Árnason, fjármálaráðherra, mun hafa stutt tillögur Alþýðuflokksins um 3,6% kauphækkun. Staðhæft er að fjármálaráðherra hafi ekki vitað um þá ákvörðun Ólafs Jóhannes- sonar, sem fram kom á ráðherra- fundi á miðvikudagsmorgni, að fylgja svo fast í kjölfar Alþýðu- bandalagsins, sem þá kom fram. Innan Alþýðuflokksins hefur ekki verið full samstaða um þá skil- mála, sem þingflokkurinn ákvað í fyrrakvöld að setja fyrir samþykki við 6,1% kauphækkun og varð formaður flokksins, Benedikt Gröndal, að láta í minni pokann innan þingflokksins. í gærkvöldi ríkti óvissa í stjórn- arherbúðum um framhaldið, en fremur var sú skoðun uppi, að Alþýðuflokkurinn mundi fallast á tillögur Alþýðubandalagsins og Ólafs Jóhannessonar í meginatrið- um, þó með einhverjum ákvæðum til þess að „bjarga andliti" Alþýðu- flokksmanna. Hins vegar var alveg ljóst, að Alþýðubandalagið gæti ekki fallizt á skilmála Alþýðu- flokksins. Þá var það sjónarmið einnig uppi, að næðist ekki sam- komulag kynni Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, að taka þá afstöðu, að 14% vísitöluhækkun færi út í launakerfið. Sjá „Lögbinding andstæð stjórnarsáttmálanum". bls. 2 Fulltrúafundur Landverndar: Ný land- græðslu- áætlun nauðsynleg Á FULLTRÚAFUNDI Land- verndar um helgina var lögð áherzla á nauðsyn þess að hafin yrði gerð nýrrar land- græðsluáætlunar til að taka við af þeirri, sem nú er unnin samkvæmt samþykkt Alþingis á hátíðarfundinum á Þingvöll- um 1974. „Þjóðargjöfin" sem Alþingi samþykkti á Þingvöllum í tilefni af 11 alda afmæli íslandsbyggðar var ætluð til fimm ára landgræðsluáætlunar sem unnin skyldi á árunum 1975—79 og skyldi verja til hennar 1000 milljónum króna, verðtryggðum. „Þetta starf hefur borið margháttaðan árangur," sagði Hákon Guðmundsson formaður Landverndar í samtali við Mbl. í gær. „Og það verður að halda því áfrarn." Sjái Eyða fyrir dyrum ef ekki verður framhald á starfinu. bls. 16-17. „Þetta er hreint ótrúlegt verd” - sagdi skipst jórinn á Krossvíkinni, en sölumetið í Bret- landi var enn slegið í gær og meðalverðið f ór yfir 500 kr. — ÉG TRÚI þessu varla, var það fyrsta, sem Davíð Guð- laugsson skipstjóri á Krossvík frá Akranesi sagði þegar hon- um var tjáð hver sala Kross- víkur hefði verið á markaðnum í Grimsby í gærmorgun. — Þetta er hreint ótrúlegt verð, sagði hann ennfremur og þar hafði hann sannarlega lög að mæla því meðalverðið, sem Krossvíkin fékk fyrir afla sinn, er það hæsta sem íslenzkt skip hefur nokkru sinni fengið eða 518 krónur á kíló. Krossvíkin var með 68.2 tonn og fékk fyrir þau 35.3 milljónir króna. I afla skipsins var þorskur, ýsa, koii og grálúða og fyrir kílóið af milliþorski, sem var uppistaða þorsksins, fengust 667 krónur og fyrir stórýsuna 693 krónur. Þrjár síðustu sölur í Englandi hafa allar verið met- sölur. Fyrst seldi Ársæll Sig- urðsson í Hull og meðalverðið var 420 krónur. Þá seldi Karls- efni nokkrum dögum síðar einnig í Hull fyrir 448 krónur. Loks seldi Krossvíkin síðan í Grimsby í gær og fékk 518 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Meðalverð Krossvíkur var um helmingi hærra en algengt hefur verið á markaðnum og eiga útvegsmenn ekki von á að þetta með verði slegið á næst- Að sögn Þórleifs Ólafssonar starfsmanns Fylkis í Grimsby áttu allir von á góðu verði þegar afli Krossvíkur var boðinn upp í gær. Togarinn hafði aðeins verið 8 daga að veiðum og fiskurinn sem nýr. Fiskkaup- menn sögðust ekki hafa séð svo fallegan fisk af íslandsmiðum í háa herrans tíð. Á fimmtudags- morgun er BBC-útvarpið með þátt þar sem fjallað er um matvæli og verð á þeim í Bretlandi og talið er, að allt að fimm milljónum manna hlusti á þáttinn. í þættinum í gærmorg- un sagði umsjónarmaðurinn, að gæði þess fisks, sem verið hefur á markaði í Bretlandi undan- farnar tvær vikur hefðu verið léleg. Síðan bætti hann við: — í morgun seldi þó togari frá íslandi í Grimsby og var hann að sögn með einhvern bezta og fallegasta fisk, sem lengi hefur komið á markaðinn. Tilfinnanlegur skortur hefur verið á fiski á mörkuðum í Englandi síðustu tvær vikurnar. Bræla hefur verið í Norðursjó og þar af leiðandi lítið borizt á land af heimabátum, auk þess sem búið er að leggja mörgum þeirra. — Hvort þetta háa verð helzt lengi þori ég ekki að spá um, því þetta verð er með ólíkindum, sagði Þórleifur Ólafsson í Grimsby.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.