Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Rætt við spákomina Amý Engilberts Já, ég þykist hafa séð fyrir feigð í lófum fólks," svarar hún hugsi. „Þá reyni ég að tala um eitthvað annað. Ég hef líka séð glæpa- hneigð í lófum fólks, sem ég þykist. vita að stundi ekki slíkt atferli. Undirmeðvitundin mótar línur lófans. Ég hef lesið í lófa glæpa- manns sem var nýsloppinn úr fangelsi og sagði hann mér það síðar. Einkennin voru svo sterk í lófa hans að ég var hreinskilin en þau koma fram í of . stuttri hjartalínu og beinni. „Hvernig vissuð þér þetta?" spurði hann mig og tjáði mér síðan að hann hefði verið tekinn fyrir hvíta þrælasölu. Jú, ég hef spáð fyrir frægu fólki, til að mynda gríska söngvaranum George Mustaki. Helztu einkenni hans virtust vera frekjuleg frama- girni, ótrúlegt sjálfstraust og síngirni. Ég hef séð þessa sömu eiginleika í lófum fleiri frægra manna. Auk einstaks næmis sem virðist slíku fólki oft sameiginlegt eins og valdasýkin sem kemur fram í lófum stjórnmálamanna og lýsir sér í bungu á júpítershæð undir vísifingri. Langur vísifingur bendir oft til ofstækis. Ég skipti lófum í þrjár megin- tegundir: Verklega hönd, hugsandi hönd og ástríðufulla hönd. Flestir hafa blandaðar hendur. Það kom þó til mín um daginn ung, íslenzk stúlka með sérstaka hönd, svokaJl- aða Venusarhónd. Er það í eina skiptið sem ég hef séð slíka hönd í raunveruleikanum. Venusarhónd- "^ Q.W 31» 'tfjðu/ uaj 313 'sítsuoj) 'suotssej6ojd 'spadso xno e/uesej 4SO jnauaiui apjeD •1 jDDipoj 9wql|j_ pd eujj^op |u9Luaj9i|nDj|jDd sn|d 4se jnauetxa epje3 " ¦ 'D'WP •JP '3SV : |0J9piS SdwS[ r\ '""L. .S/W elDDOl ejneH «J> <S>vUvW-> ^íILZ'W '*W*JQ ejn8(-| '0'T'S/W el°6el ejneH •v^lp-—.............S4°a : (UDjinsuo^ nP 3dnvssivn »p nan .............. • ••»p aan3H *a 3iva Amý flettir í bók um lófalestrarfræði. in er tákn kvenhandarinnar full- komnu eins og nafnið bendir til. í París hef ég stundum verið fengin til þess að fara í líkhús og lesa úr lófum látins fólks. Það er óþægilegt að horfa í hendur á líkum en þremur dögum eftir lát fólks mást línurnar úr lófum þess. Ástæðan fyrir að ég hef verið beðin um þetta er sú að ættingjar, yfirleitt eftirlifandi makar hafa viljað forvitnast um fortíð hinna látnu. Eftirminnilegustu lófarnir eru hendur geðveiks fólks og mongóla. Þunglyndi og geðveilur koma fram á greindarlínunni. Hjá mongólum renna greindar- og hjartalínan saman við líflínuna, alveg eins og í höndum apa. Rannsóknir á simpönsum hafa m.a. leitt í ljós að þeir geta ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð meiri þroska en tveggja til þriggja ára barn. Hjá Hitler endaði greindarlínan Þannig lítur þá stjörnu- kort út. Þetta er kort Amý sjálfrar gert af einum f rægasta stjörnu- spekingi Frakka nú á dögum, Pauletta Bigot. í einhvers konar eyju, sem bendir til að slíkt fólk endi ævi sína farið á vitsmunum. Úr lófa Stalíns mátti lesa að hann var ósveigjan- legur, klókur en gæddur diplómatískum hæfileikum í rík- um mæli þótt svo kölluð árangurs- lína í lófa hans sýndi misgjörðir. Stutt hjartalína hans benti til kulda og hörku og önnur tákn í lófanum til vonbrigða í einkalífi. Það er mjóg auðvelt að greina tilfinningalegt ástand fólks með lófalestri, sérstaklega kvenna. Það gleöur mig mest þegar ég sé tilfinningalegt jafnvægi en það kemur fram í öllum línum lófans — og er fremur sjaldgæft," bætir hún við. „Þann dag er lífiðekki lengur til" „Undanfarin ár hef ég fengið sífellt meiri áhuga á stjörnuspeki, sem er eldgömul fræðigrein upp- runnin frá Mesopótamíu. Eg var við nám í stjórnuspeki hjá Pauletta Bigot. Hún þykir færasti stjörnuspekingur Frakka og gerði fyrir mig þetta stjörnukort," segir Amý og sýnir okkur umrætt kort, sem hún segir mjög vandasamt yerk að vinna. „Astrólógían er mjög vandmeðfarin fræðigrein. Til að útbúa stjörnukort einstaklinga, þarf nákvæma tímasetningu á fæðingarstund viðkomandi, því afstaða himintunglanna breytist á fjögurra mínútna fresti. Eg hef mikinn áhuga á stjörnu- spekinni sem lófalestrinum vísindalega séð en spái fyrir fólki til að hafa í mig og á. Ég hef spáð fyrir alls konar fólki og af mörgu þjóðerni. Trúðu mér, það hafa allir áhuga þegar röðin kemur að þeim sjálfum. Þó hefur mér fundist erfitt að spá fyrir löndum mínum. Islend- ingar eru flestir það lokaðir. Stundum situr fólk og starir bara á mig, óttaslegið um að ég sé að hnýsast í einkamál þess. Einstöku sinnum hef ég þó getað glatt fólk með lófalestrinum eða gefið því einhverja von ef þannig var ástatt. Lófalesturinn dregur samt úr mér heilmikla orku og að kvöldi er ég yfirleitt spennt og æði í bíó, ef ég hef spáð allan daginn. Slík hefur ösin verið hjá mér síðan ég kom heim síðastliðið sumar. Konur eru alltaf í meiri hluta þeirra sem til mín koma. Spádóm- ar hafa alltaf fylgt konunni enda hrífst hún oft meira af því dularfulla. Forvitnin er manninum í blóð borin og þann dag sem fólk hættir að hafa áhuga á því óþekkta — ja," segir Amý og hugsar sig um, „ja, þann dag er lífið ekki lengur til." - H.Þ. Vetrarfundur Sambands ísl. raf veitna Vetrarfundur Sambands ísJenskra rafveitna verður haldinn í ráðstefnusal Hótels Loftleiða dagana 27. og 28. nóvember næstkomandi. Á fundinum flytja ávörp Aðal- steinn Guðjohnsen, formaður SÍR, og Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra. Ýmis erindi verða flutt á fundinum. Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunn- ar talar um stöðuna og horfur í orkumálum, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður flytur erindi um tillögur skipulagsnefnd- ar orkumála og Haukur Pálmason yfirverkfræðingur talar um verð- lagningu á raforku. Auk þess flytur Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri stutta skýrslu um samanburð á beinni rafhitun og fjarvarmaveitum. Keflavík: Basar Kristniboðsfélagsins ÁRLEGUR basar Kristniboðsfélagsins í Keflavík verður haldinn í TjarnarJundi laiiííardaginn 25. nóvember og hetst kl. 3. Þar verður ýmislegt á boðstólum og allt selt á yægu verði. Öllum ágóða af basarnum verður varið til kristniboðs, eins og venja er, en íslendingar reka nú kristniboð bæði í Eþíópíu og Kenýa. Kvígur á Hvalfjarðar- strönd lítilsvirða símann Hvanneyri, 15. nóvcmber 1978. Símasamband hefur verið heldur siæmt á Hvalfjarðar- strönd undanfarin ár, en nú s.l. sumr keyrði um þverbak. Þannig er að síminn liggur á jörðinni á svokölluðum Brennumel þar sem unnið er við að reisa spennuvirki tengt raflínu til Grundartanga og byggðarlínu norður í land. Þegar starfsmenn þar hafa farið í helgarfrí koma kvígurn- ar hans Sveins í Kalastaðakoti og ef til vill víðar að trúlega til þess að kynna sér fram- kvæmdir. Kvígurnar eru ekki sérlega nettar, frekar þungstígar. Þá má búast við því að skilningur þeirra á þeirri þörf landssímans að láta símalínurnar liggja á jörðinni sé takmarkaður. Þetta hefur valdið því að símasam- bandslaust hefur verið óeðlilega oft yfir helgar og fram á mánudag því viðgerðarmenn landssímans gera ekki við sveitasíma um helgar (ef til vill ekki aðra heldur). Það er einlæg von manna að nú þegar vetur sest að verði símasamband betra. Kvígurnar verða þá teknar í hús og, starfsmenn landssímans reyna ef til vill að koma línunum upp í loftið eða niður í jörðina. ófeig ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.