Morgunblaðið - 24.11.1978, Page 4

Morgunblaðið - 24.11.1978, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 heimshornanna á milli. En ammoníak er, eins og kunnugt er, ein aöal uppistaðan í köfnunarefn- isáburði og í jarðyrkjulöndunum mikið notað beint til áburðar. Ýmislegt bendir til þess að fjár- magn gæti verið fáanlegt til fjármögnunar stórra verksmiðja. Aburðarverksmiðjur á að afskrifa á eigi skemmri tíma en áratug, ef rétt er á haldið, og engar þær stórbyltingar í orkuframleiðsluað- ferðum virðast líklegar til þess að ryðja vatnsraforkuverum til hliðar á næstu tveim áratugum. Nú virðist því tími fyrir okkur að hugsa til hreyfings um upp- byggingu stóriðju á sviði köfnun- arefnisáburðar og köfnunarefnis- sambanda fyrir heimsmarkaðinn og um leið að sjá íslenskum landbúnaði fyrir verulega ódýrum áburði. Eins og málum er nú komið getur Gufuverksmiðjan aðeins framleitt um helming þess köfnunarefnis sem hún selur. Hitt verður að flytja inn á mun hærra verði en innlenda framleiðslan kostar framleidd í okkar litlu verksmiðju. Við svo búið má ekki lengur una. Nýja og vel stóra ammoníakverksmiðju þarf að b.Vggja hér á landi fyrst og fremst með útflutning fyrir augum, og staðsetja hana þár sem allar aðstæður eru bestar. Frá henni getur síðan Gufunesverksmiðjan fengið á góðu verði þann hluta ammoníaks, sem hún þarf til viðbótar til þess að fullnægja innanlandsþörfum fyrir köfnunar- efnisáburð. Ég hef alltaf lagt áherslu á það þau 35 ár sem liðin eru síðan ég gerði fyrstu athuganir mínar fyrir ríkisstjórnina um byggingu áburð- arverksmiðju hér á landi, að stefna bæri að stóriðju í þeirri grein með heimsmarkaðinn í huga. Mér virðist að aldrei hafi aðstæður verið hagstæðari til þess að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd en núna. Á ég þar við olíuskortinn og orkukreppuna almennt í heimin- um. Vaxandi fæðuskort og aukinn skilning á mikilvægi áburðanotk- unar, auk hinna miklu tæknilegu framfara í dreifingaraðferðum ammoníaks i stórum tankskipum til hinna fjarlægustu hluta heims. Erindi sem flutt voru á heims- ráðstefnunni í San Francisco og viðræður við menn er þar voru mættir styrkja framangreint álit mitt, enda þótt ég telji ekki tímabært að leggja fram ákveðnar tölur í þessu sambandi á núver- andi stigi málsins. 2500 tonna ammoníak- flutningatankskip. ræða ástand og horfur áburðariðn- aðarins og áburðarverslunarinnar á heimsgrundvelli. Til ráðstefnunnar var boðið fulltrúum áburðarframleiðenda, áburðarverslenda og fjármála- manna. Ráðstefnan var mjög fjölsótt því þar komu um 850 fulltrúar víðs vegar að úr heimin- um, þó að Bandaríkjamenn væru af eðlilegurn ástæðum fjölmenn- astir. Af íslands hálfu og fyrir hönd Áburðarverksmiðju ríkisins sat undirritaður ráðstefnuna. Mjög fróðleg erindi voru fiutt á ráð- stefnunni um hina ýmsu þætti áburðarframleiðslu, áburðarnotk- un, áætlaðan uppbyggingarhraða nýrra verksmiðja, sem ráðgerðar eru og þörf nýrra verksmiðja, fjármögnunarmöguleika slíkra framkvæmda, og síðast en ekki síst gefnar upplýsingar um það sem vitað væri og áætlað um birgðir í þekktum námum jarðar'- innar af nauðsynlegustu jarðefn- um, sem eru hráefni áburðarfram- leiðslu, svo sem fosfór og kalí, en miklar athuganir eru nú gerðar til að hafa upp á nýjum námum þessara undirstöðuefna áburðar- framleiðslunnar. Yfirmaður þeirrar deildar Al- þjóðabankans í Washington, sem fjármagnar áburðarverksmiðjur flutti m.a. fróðlegt erindi um starfsemi sinnar deildar og kom fram að bankinn er núna mjög jákvæður gagnvart fjármögnun og byggingu nýrra áburðarverk- smiðja. Hvatti þessi alþjóðabanka- maður áburðarframleiðendur til þess að slaka ekki á uppbyggingu nýrra áburðarverksmiðja, því það væri besta leiðin til þess að fyrirbyggja aukna hugursneyð í heiminum. Bent var á að síðan olíuverð hækkaði svo gífurlega, sem raun hefur orðið, hafi sumar stórar og nýlegar köfnunarefnisáburðar- verksmiðjur, sem framleiða Úr vélasal áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. ára höfðu byggt vetnis- og ammoníakframleiðsluna á vatns- raforku, yfir í það að nota olíuframleitt ammoníak. Við olíu- kreppuna varð stöðvun á þeirri þróun, enda þótt Noregur sé orðinn olíuframleiðsluland. Þetta sýnir m.a. hvernig aðstaða okkar Islendinga til stóriðju á sviði áburðarframleiðslu hefur snúist okkur í hag, og gerir æ meir með hverju árinu, því olíuverð er talið að muni fara stöðugt hækkandi. Auk þess telja margir að olíu- birgðir heimsins séu orðnar það takmarkaðar og olía það verðmætt hráefni til iðnaðar að nýta beri olíuna til iðnaðar sem ekki er auðvelt að fá önnur hráefni í. Á það t.d. við um köfnunarefnis- Jóhannes Bjarnason verkfræðingur: Jóhannes Bjarnason verkfræð- ingur. stjórnarmaður Áburðar- vcrksmiðju ríkisins og ráðunaut- ur hennar, sat nýlega á vegum verksmiðjunnar heimsráðstefnu um áburðarmál í Bandarikjun- um. Hann segir hér frá ráðstefn- unni og ræðir hugmyndir sínar um stóriðjuleið fyrir íslendinga með hliðsjón af orkukreppu og matvælaskorti heimsins. Dagana 13.—16. september s.l. var haldinn í San Francisco í Kaliforniu ráðstefna um áburðar- mál á vegum bandarísku áburðar- stofnunarinnar, The Fetiliter Institute (TFI) í Washington. Ráðstefna þessi bar heitið „Þriðja heimsráðstefna TFI um áburðar- mál“ og var tilgangur hennar að ammoníak úr olíu, orðið að hætta starfsemi sinni af kostnaðar- ástæðum. Að vísu hafa einnig nýjar verksmiðjur tekið til starfa á öðrum stöðum þar sem betur hagar til, svo að miklar sveiflur á áburðarverði hafa ekki orðið áberandi núna. Heildarniðurstaða ráðstefnunn- ar var sú að mikil þörf væri fyrir aukna áburðarnotkun í heiminum. Fram kom að þar sem kostur væri á ódýrri vatnsorku til raforku- framleiðslu væri samkeppnisað- staða áburðarframleiðenda nú stórum betri en verið hefði fyrir olíukreppuna. í því sambandi má geta þess að Norðmenn voru farnir að breyta sumum sinna köfnunar- áburðarverksmiðja, sem um fjölda áburð þar sem nýta má loft og vatn sem hráefni eins og er gert í Gufunesi, í stað þess að nota olíu eins og víðast er gert. Þetta er áríðandi fyrir okkur íslendinga að hafa í huga er við ræðum og ráðgerum nýtingu á þeirri miklu orku sem við eigum óbeislaða í vatnsföllum og jarðvarma. Þörfin fyrir aukna áburðarframleiðslu í sveltandi heimi fer stöðugt vax- andi og samkeppnisaðstaða okkar batnandi þegar litið er á spár um orkuframleiðslu og orkukostnað í heiminum á næstu áratugum. Framleiðsla köfnunarefnis- áburðar á heimsmælikvarða virð- ist nú mjög athyglisverð fyrir okkur. Ammoníak er nú flutt í mörg þúsund tonna tankskipum Jóhannes Bjarnason Áburðarstóriðja fyr- ir útflutningsmarkað Að Melgraseyri var nýlega haldinn stofnfundur nýs hluta- félags. er hlaut nafnið Snæfell h.f. Tilgangur með stofnun þessa hlutafélags er að byggja nýtt sláturhús á Nauteyri og starf- rækja þar slátrun sauðfjár og nautgripa, verzlun og ennfrem- ur aðra þjónustustarfsemi, svo sem hílaverkstæði o.íl. þess háttar. St .ínendur þessa fyrirtækis v«>ru bændur úr ytri hluta Nautiv arhrepps. tveir bændur i' r Siiæíjallahreppi, ásamt þ-emur aðilum frá ísafirði. Norðurtanginn h.f., Sandfell h.f. og Þórður Júlíusson. Fleiri bændur í Nauteyrar- hreppi munu þé hafa skrifað sig fyrir hlutafjárloforðum, þótt ekki væru mættir á þessum fundi. Hlutafjárupphæð þessa fyrir- tækis er ákveðin 40 milljónir, liggur fyrir hátt í þá upphæð í hlutafjárloforðum nú þegar. Þar mun Norðurtanginn h.f., Sand- fell h.f. ásamt Nauteyrarhreppi vera stærstu hluthafarnir. Búið er að rannsaka vatn úr heitri uppsprettu á Nauteyri, sem vel hefur reynst, og áform- að að bora enn frekar eftir heitu vatni til notkunar í fyrirhuguðu sláturhúsi o.fl. Ráðgerð er 5—600 kinda slátrun á dag í hinu nýja húsi. St.jórnarformaður þessa fyrir- tækis var kosinn Engilbert Ingvarsson bóndi á Tyrðilmýri og meðstjórnendur Jón Þórðar- son oddviti, Laugarási, og Bene- dikt Eggertsson bóndi, Hafnar- dal. Byrja skal á byggingu á næsta vori, sem verða skal til sláturaðstöðu á næsta hausti. Aðfararnótt 19. október gerði hér aftaka norðanbyl, svo marg- ir bændur fóru út um nóttina til að huga að fé sínu og koma því í hús, sem á nokkrum bæjum tókst sæmilega þar sem féð var á túnum, en víðast biðu menn birtu til að smala fé sínu sem var nærri bæjum, og þótt fé væri þá illa brynjað, og í því mikill snjór og klaki, tókst að hýsa það víðast hvar, enda uppúr hádeginu að veðrið fór að ganga niður. Á einum bæ varð þó nokkur fjárskaði, hjá Guð- mundi bónda Magnússyni Melgraseyri, sem missti í þessu veðri 16 fjár, sem hrakist hafði í snóinn, og rak nokkuð af því vestan Djúpsins. Slátrun er nú lokið hjá Kaupfélagi ísfirðinga. Var það slátrað rúmum 12.000 fjár, 11.250 lömbum og 869 rosknu fé. Meðalvigt þar var 15,64 kíló. Nokkru var þar einnig slátrað af nautgripum, sem einnig er að ljúka. Landátt og útsynningur hefur verið ríkjandi í veðurfari hér undanfarið, snjór enginn í byggð, en smá föl til fjalla. Allir vegir og heiðar færar, þá þetta er skrifað. Rúm vika liðin af nýbyrjuðum vetri, aðeins tæpar 25 eftir. Bestu óskir um gleðilegan vetur, landsmenn góðir. Jens í Kaldalóni. Ráðgerðar auknar boranir áNauteyri Bæjum 2. nóv. 1978.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.