Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 37 Frá kaupsýslumönnum Milljón prósent menn er saga íslensks kaupsýslumanns, heild- salans Engilberts Ármannssonar. Hér er sagt frá dæmigerðum ævintýramanni og bóhem sem eignast stórt fyrirtæki og verður einn af ríkustu mönnum landsins. Ungan dreymir hann framtíðar- drauma, sættir sig ekki við að vera búðarloka og yfirgefur skerið. Frá Kaupmannahöfn fréttist það af honum að í félagi við landa og skáld hafi hann selt Heklu fyrir þúsund krónur danskar og sé kallaður Prinsen af Island. í öðru bréfi frá honum til foreldra og systkina kveður við annað hljóð. Hann biður um aðstoð, segist ekki hafa nóga peninga og vera stund- um kalt. Bréfinu fylgir mynd af honum þar sem hann stendur „alskeggjaður úti á Winnipegvatni klæddur í götótt strigaföt með niðursuðudósir á fótum. Hann var að dorga niður um gat á ísnum". Kjartan, hinn jarðbundni bróðir Engilberts, biður fjölskylduna að hafa ekki áhyggjur „af þessu knekti" og heldur áfram: „Hann klárar sig nokk. Verið þið viss. Best gæti ég trúað að hann væri kominn í slagtog við þennan Chicagonagg, Al Capone eða hvern andskotann sem hann nú aftur heitir. Hann Berti. Þetta hefur ólafur Gunnarsson verið bandvitlaust frá fæðingu. Hann kemur nokk heim einn daginn." Engilbert snýr heim og ér búinn að ná sér heldur betur í góð umboð. Ernir, sonur Kjartans, ræðst í vinnu til hans. Drengurinn lærir kúnstir sölumennskunnar og breytist smám saman úr skáld- hneigðum vingli í mann sem r. t\ Tíllitssemí kostar bjargar sér í viðskiptalífinu. Eitthvað virðist hann þó vera orðinn vantrúaður á vald pening- anna undir lokaræðu föður síns um „græðgislæti" veraldarinnar. Kjartan er alger andstæða Engil- berts, maður trúr þeim orðum Lao-tse sem eru einkunnarorð bókarinnar að við þann sem ekki keppir við aðra geti enginn keppt og einfeldnin sé helsta dyggðin. Ólafur Gunnarsson er rithöf- undur sem hefur gaman af að segja sögu. Bók hans ber sannri frásagnargleði vitni. í henni er víða að finna kynlegar og skemmtilegar sögur. Sumar þeirra styðjast við fyrirmyndir. Til dæm- is mun mörgum verða hugsað til viss kaupsýslumanns í Reykjavík við kynni af Engilbert. Sama er að segja um Furstann sem auðvitað er enginn annar en Karl Einarsson Dunganon. Fleiri hliðstæður má finna. En það skiptir ekki höfuð- máli. Aðalatriðið er að bók Ólafs Gunnarssonar er lifandi saga, að mínu mati með skemmtilegri bókum eftir ungan höfund sem ég hef lesið lengi. Meðal eftirminnilegra persóna í Milljón prósent menn er Grímur Guðmundsson í Teppahöll Engil- berts. Grímur þessi er undir smásjá Engilberts sem stjórnar fyrirtæki sínu með harðri hendi þegar hann er ekki á fylliríi eða í útlöndum. Vandræðaskapur Gríms í búðinni verður með kátlegustu þáttum sögunnar. Engilbert kallar Grím ánamaðkar- grósser vegna þess að hann drýgir tekjur sínar með því að tína ánamaðka í kirkjugarðinum og selja laxveiðimönnum þá. I Milljón prósent menn eru litríkar frásagnir af veislum Engilberts. Hann er sífellt að segja af sér sögur úr útlöndum, hvernig hann hafi síður en svo Bókmenntlp eftirJÓHANN HJÁLMARSSON dáið ráðalaus þegar vanda bar að höndum. Þessar sögur breytast í meðförum hans og fara eftir því við hvern hann talar hverju sinni. Höfu'ndi tekst einkar vel það listbragð að láta þessar sögur þróast og verða æ lygilegri. Inni í miðri bók er frásögn sem nefnist Tímavélin 1917 og segir frá vetrarhrakningum á íslenskri heiði. Lokakaflinn: Epilogue 1917 segir þessa sögu á ítarlegri hátt. Það er Kjartan, faðir Ernis, sem teflir í tvísýnu á bíl sínum yfir Hellisheiði á leið til Reykjavíkur ásamt bónda, ólettri konu hans, ungri dóttur og hundi. Þetta er frásögn í anda þjóðlegs fróðleiks ágætlega samin og þótt hún muni eflaust þykja skrýtinn endir bókar sem nefnist Milljón prósent menn á hún heima í henni. Á nokkrum stöðum í bókinni er vikið frá skipulögðum frásagnarmáta án þess að farið sé langt út fyrir ramma heildarinnar. Vafalaust má deila um efnistök höfundar. Meðal annars getur lengd bókarinnar orkað tvímælis. En það sem m.a. má finna henni til gildis fyrir utan það hve frísklega hún er rituð er hin nýstárlega lýsing á stóru fyrirtæki, kaupsýslu sem að vísu virðist hin fáránleg- asta, en er að öllum líkindum ekki mjög fjarri veruleikanum eins og hann var þegar hinn stórhuga Engilbert var og hét. Húsgagnasmiðir afturkalla uppsögn kjarasamninganna Á félagsfundi Sveinafélags hús- gagnasmiða sem haldinn var 26. október s.l. var samþykkt að afturkalla uppsögn kaupliða kjarasamninganna. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem því var fagnað að núverandi ríkisstjórn virðist ætla að taka málefni íslensks iðnaðar og þróun hans föstum tökum. Hins vegar var það harmað að fulltrúar frá stéttasamtökum iðnsveina skuli ekki eiga sæti í iðnþróunarnefnd. í ályktuninni er einnig drepið á uggvænlega stöðu íslensks hús- gagnaiðnaðar vegna stóraukins innflutnings erlendra húsgagna. Að lokum segir í ályktuninni að fundurinn lýsi samstöðu sinni við hugmyndir um sérstaka innborg- unarskyldu innflytjenda fullunn- inna húsgagna og telur að slíkt geti verið stuðningur opinberra aðila við íslenska húsgagnaframleiðend- Ályktun um fjármál Menningar- og fræðslusambands alþýðu var einnig samþykkt á fundi Sveinafé- lags húsgagnasmiða. Þar er bent á að dregið hafi verið úr fjárframlög- um ríkisvaldsins til sambandsins á síðustu árum og minnir fundurinn á að hér eiga hlut að máli stærstu fjöldasamtök alþýðunnar í landinu. I lok þessarar ályktunar er gerð sú krafa að núverandi ríkisstjórn auki stórlega opinberar fjárveitingar sínar til fræðslustarfsemi verka- lýðshreyfingarinnar á fjárlögum 1979. Hvers vegna kaupa forsjálir bændur heyvinnuvélarnar áveturna..? SVARÐ LIGGUR HÉR í AUGUM UPPI- BETRA VERÐ - BETRIGREIÐSLUKJÖR Ávinnsluherfi.............„................Kr Áburðardreifarar GANDY 10 fet... . Áburðardreifarar GANDY 12 fet... _ Baggakastarar UMA.................... _ Heybindivélar I.H........................ _1 Heyblásarar TRIOLIET................ _ Heyhleðsluvagnar NORMAL G .... _1 Heyþyrlur KUHN 440T................ _ Heyþyrlur KUHN 440P................ _ Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Sími 38900 51.322.- Heyþyrfur KUHN 452T................ _ 639.066. 452.863.- Stjörnumúgavélar KUHN 280P .... . 413.448. 521.863.- Stjörnumúgavélar KUHN 402P .... - 563.466. 118.939.- Súgþurrkunarblásarar B1............- 649.810. .895.964.- Sláttuþyrlur PZ 135..................... . 474.780. 525.956.- Sláttutætarar TAARUP DM 1350. . 818.664. .896.003.- Sturtuvagnar WEEKS 21/2 tonn...... 534.864. 526.189.- Sturtuvagnar WEEKS 41/2 tonn.......1.095.124. 464.112.- Votheysbönd DUKS 12 metrar......_ 689.358. HAFID SAMBAND VIÐ KAUPFÉLAGIÐ EÐA BEINT VIÐ OKKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.