Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Ævisaga athafnamanns skráð af Ásgeiri Jakobssyni Einars saga 'J m""" Guðfinnssonar Einars saga Guð- finnssonar, sem Ásgeir Jakobsson hefur skráð, kem- ur út á forlagi Skuggsjár um miðjan nóvember. Það, sem hér er birt, er tekið á víð og dreif úr sögunni, en sérstaklega skeytt saman og unnið fyrir Morgunblaðið. Þessi eru upphafsorð Einarssögu: Hér hefur söguna af Einari Guðfinnssyni, manninum, sem hófst af sjálfum sér úr fátækt til mikilla eigna og ríkis í því byggðarlagi, þar sem hann haslaði sér völl, réði síðan þar án ráðríkis, gætti eigna sinna og jók þær án yfirgangs, barðist hart og sigraði án þess aðrir töpuðu og varðveitti í róti mikilla umsvifa og harðrar lífsbaráttu, gott upplag sitt og hjartalag og situr nú, þegar hann segir sögu sína, í hárri elli í ríki sínu án öfundar eða óvildar förunauta sinna á lífsleiðinni ... Undir sigð dauðans hófst sagan... Þegar Einar Guðfinnsson var kominn fast að áttræðu, fannst honum tímabært að fara að rekja sögu sína. „Ég er búinn að skila af mér, synirnir teknir við, og nú get ég gefið mér tíma til að rifja upp liðna ævi". Einar gekk ekki heill til skógar, þegar hann loks tók þessa ákvörð- un haustið 1976. Á að sjá bar hann aldurinn vel, var kvikur á fæti, hress í tali, skýr í hugsun og sívinnandi. Margt var þó farið að ganga úr sér í hans gamla líkama, sem mikið hafði verið boðið um dagana, hjartað orðið veilt, annað lungað óvirkt, þröngar kransæðar, blóðið nær helmingi of lítið. Ofaná þetta féll uppá hann sjúkleiki í ristli sem krafðist uppskurðar, rétt í þann mund, sem við settumst að sögugerðinni. Það var tvísýn barátta í hálfan mánuð, sem háð var á skurðar- borði og gjörgæzludeild Landspít- alans. „Við unnum ekki sigurinn í þessu stríði," sagði einn læknanna, „heldur hann sjálfur." Þegar Einar hafði verið úr helju heimtur og orðinn rólfær, fór hann heim til Bolungavíkur að jafna sig eftir átökin við dauðann. „Þar er hugur hans," sögðu læknarnir, „og þar er helzt hann nái sér." Áður en Einar fór vestur var það ráðið, að ég kæmi á eftir honum og við tækjum til við söguna. „Nú vantar ekki tímann," sagði hann, „lítið gat ég orðið gert áður en þetta kom uppá, en nú ekkert Mér fannst þó borin von, að þessi aldraði maður tfndir sigð dauðans hefði þrek, andlegt eða líkamlegt, til að segja sögu sína langa og viðubrðarríka. Ég gleymdi því, að þetta var Einar Guðfinnsson. Málin þróuðust á annan veg, en mig hefði getað órað fyrir .. . Eins og aðrir afar, hefur Einar Guðfinnsson sagt barnabörnum sínum eitt og annað frá æskuárum sínum: Afa hlaut að misminna „Ég átti ekki harðan uppvöxt borið saman við ýmsa jafrialdra mína, sem ólust upp við örbirgð eða á hrakhólum, því að ég ólst upp við hjartahlýju og umönnun góðra foreldra og hafði nóg viðurværi til að ná fullum þroska. En tímarnir eru svo breyttir að það var eitt sinn, þegar fjölskylda mín hittist öll, að ég fór að rifja- upp eitt og annað frá æskuárun- um. Þá gall við í einu barnabarna minna. í miðjum klíðum í frásögn minni: „Heldurðu, að þig misminni þetta ekki, afi?" Ég var þó ekki að gera annað en lýsa kjörunum og lífinu á bjarg- álna heimili um aldamótin, fá- breyttu lífi án munaðar og skemmtana, gernýtingu klæða og vegna fisks, sem flaut um rúmin, og það gaf inn í bátinn vegna þess hve þungur hann var, auk sædrifs- ins yfir hann. Austurinn sóttist því seint, þótt ausið væri af kappi. Það lítið, sem sást út fyrir borðið vegna hríðar, var ekki til að auka bjartsýnina; hvítfyssandi brot, það sem sást. En þótt Tóti væri þungur á sér, lyfti hann sér á hvern öldutoppinn af öðrum, rann með honum nokkra stund og skarst þá máski dálítið niður og fékk inná sig saklausa skvettu um miðsíð- una, en svo seig hann rólega og tignarlega afturaf öldunni og bjó sig undir að taka við þeirri næstu. Með stýrinu og árunum tókst okkur að halda honum réttum í öldunni meðan enn var ekki uppi horn af seglinu. Strax og austurinn tók að minnka og við höfðum rutt út fiskinum, svo ekki var eftir nema góð kjólfesta, lét ég heisa horn af seglinu og sneri á stefnuna til lands. Þá var margs að gæta við stjórnina, því að vindur og aldra var þá á hlið. Það sást illa til sjóa vegna dimmvirðisins og ég setti því Ólaf frænda minn til þess að rýna í hríðina og fylgjast með sjóum, sem hann taldi varasama og aðvara mig í tíma, svo að ég gæti snúið bátnum undan eða hálsað honum á sjóinn, eftir því sem vænlegra væri hverju sinni. Einar Guðfinnsson fyrir framan frystihúsið. sem ég vissi öll deili á, en var þó ekki nema málkunnugur honum. Hins vegar vissi ég, að hann hafði þekkt föður minn allvel, og er nú líklegt, að ég hafi notið þess. Þessi maður var Egill Guð- mundsson, sjálfseignarformaður í Bolungavík. Hann stöðvar mig þarna á brúnni og spyr formála- laust, hvort ég sé að kaupa eignir Hæstakaupstaðar h.f. á Búðarnes- inu. Ég segi svo vera, en viti þó ekki, hvernig því reiði af, þar sem mig vanti enn þá fjögur þúsund krónur uppí kaupverðið. „Ég skal lána þér þessar krón- ur," segir Egill þá. Þetta kom mér náttúrlega á óvart og var naumast að ég tryði mínum eigin eyrum, en léttari varð mér gangan inn Óshlíð um kvöldið en ella hefði orðið. Fyrir vestan er vorið í sjónum Það vorar seint fyrir vestan matar og sparnaðar í hverju einu og löngum vinnudegi foreldra minna allan ársins hring — og hvernig við börnin fórum að hjálpa til við verkin á þeim aldri, þegar börnum nú er ekið í skólann í fyrsta skipti. Þegar Einar var rúmlega tvítug- ur, vai* hann formaður í Bolunga- vík á árabáti, sem kallaður var „Svarti-Tóti". Eftirfarandi frá- sögn er tekin úr kafla sem heitir „Aldrei séð hann svartari": Það var mikill sjór í bátnum; mönnunum var óhægur austurinn Gamli tíminn. Sá er vandinn við stjórn árabáta og annarra lítilla báta í hættu- veðri, að meta það rétt, hvort heldur eigi að gera, þegar sjór nálgast. Einar keypti eignir Hæstakaup- staðar h.f. í Bolungavík og segir hér frá því, að hann vantar herzlutakið til að standa við kaupsamninginn, og hefur orðið þungar áhyggjur: Einn dag, þegar þessi kaup vóru að gerast, hafði ég verið útí Bolungavík um daginn og var á leið inní Hnífsdal fótgangandi. Á brúnni yfir Hólsá mæti ég manni, eða vorar alls ekki til landsins. Lággeng vorsólin nær þá ekki að vinna eftir almanakinu vorverkin sín í kröppum dölum og hlíðum brattra fjalla. Það kemur í hlut sumarsólarinnar í hágöngu sinni að vinna á síðustu snjósköflunum í lautum og giljadrögum og vorið rennur inní sumarið. En þótt ekki voraði til landsins og hvergi sæi á dökkan díl á jörð, þá var samt vor í Bolungavík, ef fiskur gekk á innmiðin uppúr páskum. En kæmi ekki vorhlaupið, var ekkert vor í Víkinni, þó jörð væri græn um sumarmál og blíðuveður vormán- uðina. Þeirrar blíðu naut enginn í því plássi, heldur röltu menn um framúrlegir og sögðu, að þetta væri nú meiri blessuð blíðan, en bölvuðu henni svo í næsta orði og sögðu, að þess væri ekki að vænta, að hann glæddist meðan hann lægi í þessari helvítis suðvestanátt — kannski lifnaði hann í strauminn dg skipti þá um átt. Þannig tóku menn vorblíðunni fyrir vestan, ef ekki fiskaðist. Veðri var svo háttað á skírdag, 9. apríl 1925, að það var sunnan gola allan daginn með sólfari og 6 stiga hita og mikilli leysingu í fjöllum. En maðurinn, sem sigldi yfir Víkina þennan skírdagsmorg- un, var ekki að hugsa um vorið til landsins, hans vor var úti á miðunum. Slyppur og snauður undan ördeyðuvetri var hann hér á ferð að nema land í nýjum stað og hann hafði veðjað á vorið í sjónum. Brygðist það honum, færi hann ekki aðeins slyppur úr þessum stað, heldur gjaldþrota. „Þú ert ekki kjark- laus, Einar" „Það væri að hylma yfir sann- leikann, ef ég segði, að Víkin hafi boðið mér eða öðrum ungum framgjörnum manni opinn faðm- inn vorið 1925, þegar ég fluttist þangað búferlum. Ég hlaut að gera mér ljósa erfiðleikana, sem alls- staðar blöstu við. Nokkru eftir að ég var kominn, sagði góður Bolvík- ingur við mig: „Þú ert ekki kjarklaus, Einar, að setja þig hér niður, eins og horfurnar eru nú í þessu plássi ¦ • ¦» í Einarssögu er víða rakin hin almenna forsaga ýmissa fram- kvæmda Einars sona hans, svo sem útgerð skuttogara, bygging fiskmjölsverksmiðju og rækjuút- gerðar: Skuttogarar Fairty-togararnir ensku, sm hófu veiðar 1954, eru taldir fyrstu skuttogararnir í fiskveiðisögunni. Við íslendingar getum þess jafnan í leiðinni þegar rætt er um þessi skip, að Andrés Gunnarsson, vélstjóri, teiknaði árið 1940 skut- togara og er teikning hans í grundvallaratriðum af skuttogara eins og þeir síðar vóru smíðaðir. Þessi teikning mun hafa tapazt, að sagt er úti í Englandi um þær mundir, sem hafin var smíði svonefndra Nýsköpunartogara í stríðslokin 1945. Sá grunur hefur læðzt aö okkur hérlendis, að teikningin muni hafa komizt í hendur þeirra, sem útbjuggu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.