Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 39 Fairty-skipin. Það er þó aðeins tilgáta. Þrátt fyrir að þessi skipagerð ætti miklu fylgi að fagna strax og skipunum fjölgaði ört með flestum fiskveiðiþjóðum á sjötta og sjóunda áratugnum, þá létum við íslendingar okkur hægt. Hvorttveggja var, að síldveiðar vóru hér miklar og við vórum að byggja upp nýjan síldveiðiflota og Nýsköpunartogararnir vóru enn hin ágætustu skip. Fyrsti skuttog- arinn, sem við íslendingar eignuð- umst, var Siglfirðingur, sem keyptur var til landsins 1966. Þetta var tæpra 300 tonna togari. Axel Schiöth er efalaust fyrsti íslenzki skuttogaraskipstjórinn fyrir utan Loft Jíilíusson. sem var fiskiskipstjóri á Fairty-togara um hríð. Það vóru uppi miklar vanga- veltur um skuttogarakaup á árun- um fyrir og um 1970 og settar á laggirnar einar þrjár nefndir. Þær komust allar að sömu niðurstóðu, sem sé þeirri, að ógerningur mætti heita að láta þessi skip bera sig, nema aflabrögð þeirra yrðu all- miklu betri en síðutogara okkar. Fiskimenn og útgerðarmenn gerðu sér aftur á móti þá stað- reynd ljósa, af erlendri reynslu af skuttogi og skuttogurum, að það væru framtíðarskipin. Rekstrarút- reikningar gátu ekki breytt þeirri staðreynd. Mikill hluti síðutogara var orðinn gamall og viðhald þeirra margra lélegt og erfitt að manna þá. Það þurfti að fara að endurnýja togaraflotann, ef hér átti áfram að reka togaraútgerð, og það hlaut að gerast með hinni nýju skipagerð. Menn lögðu því rekstrarskýrslurnar til hliðar og pöntuðu skuttogara. Útgerðarfélagið Ögurvík h.f. reið á vaðið og samdi í maí 1970 um smíði á tveimur 800 lesta togurum í Póllandi og um sumarið var að tilhlutan ríkisstjórnarinnar samið um smíði fjögurra togara (tæpra 1000 lesta ) á Spáni. Fyrsta samninginn um smíði hinna svonefndu „minni skuttog- ara", 400 lesta og þar um bil, gerðu fimm vestfirzk fyrirtæki við norska skipasmíðastöð í maí 1971. Þessi samningur var um smíði 5 lítilla togara, og um sumarið var samið við Japani um smíði 9 eða 10 skipa af þeirri gerð. Haustið 1970 höfðu verið keyptir upp hingað frá Frakklandi þrír litlir skuttogarar, notaðir (tveir til Austfjarða og einn til Skagafjarð- ar) — og fengizt af þeim sú reynsla, að menn töldu sýnt, að þessi skipagerð hentaði bezt í sókninni, einkum austan lands og vestan, og Norðmenn höfðu orðið góða reynslu af þessari gerð skipa fyrir sína fiskvinnslu. Akureyring- ar og Reykvíkingar völdu sér stærri gerð togaranna, vegna lengri sóknar frá þessum stöðum. Þetta varð mikil skuttogaraskriða, og í árslok 1973 vóru komin 33 skutskip til landsins. Það var 1911, sem farið var að vinna hérlendis mjöl úr þurrkuð- um fiskbeinum (hausum og hrygg). Það var á Sólbakka við Önundarfjörð, og áttu Þjóðverjar þá verksmiðju. Um svipað leyti (1912) hóf Gísli J. Johsen í Vestmannaeyjum einnig að vinna mjöi úr þurrkuðum beinum. Þjóð- verjarnir á Sólbakka söfnuðu beinum úr verstöðvunum í grennd við Önundarfjórð og höfðu þar menn til að safna saman fiskúr- gangi. Þessi starfsemi Þjóðverjanna lagðist niður í byrjun fyrra stríðsins (1914). Árið 1923 var reist fiskmjöls- og síldarverk- smiðja (150 mála) á Torfunesi við Skutulsfjórð. Það er sögð fyrsta síldarverksmiðjan í eigu íslend- inga. Hún vann úr blautum beinum. Um líkt leyti hófst útflutningur þurrkaðra þorskbeina til Noregs og varð hann fljótlega mikill og náði hámarki 1933, en hélzt nokkur allt til 1939. Innlendum fiskmjölsverksmiðj- um fór þó fjölgandi. Árið 1925 var farið að vinna úr nýjum beinum með því að eldþurrka beinin. Ástþór Matthíasson, þekktur lög- Bolungavík fræðingur og framkvæmdamaður í Vestmannaeyjum, reið á vaðið í þessu efni með verksmiðju á Vattarnesi við Keflavík 1925. Það er upphaf rækjuveiða við ísland, að Simon Olsen, norskur maður, sem kom upp til Isafjarðar 1924, hafði með sér rækjuvörpu, sem hann reyndi ásamt O.G. Syre, það sama ár tvívegis um sumarið og fékk góðan afla. Aðstæður vóru þó engar fyrir þá félaga að halda veiðunum áfram og árið 1928 seldi Simon vörpuna öðrum ísfirðingi, Sveini Sveinssyni frá Felli, en það fór á sömu lund hjá Sveini, að hann gafst upp. Það var svo sutnarið 1935, að þeir mynduðu félagsskap með sér, Simon Olsen og O.G. Syre, um rækjuveiðar og leigðu fyrst bát til veiðanna, en keyptu svo bátinn, sem Einar Guðfinnsson hafði látið smíða í Noregi, 7 tonna súðbyrðing, og nefndu hann Karmöy, eftir heima- byggð Simonar. Við þetta ár er svo upphaf rækjuveiða við ísland miðað. (Sjá Skutul 3. 8. '35 og Vesturland 7. 9. '35). Þeir félagar veiddu vel. Það reyndist næg rækja í fjörðunum í Inn-Djúpinu, hinsvegar höfðu þeir ekki nógu góð tæki til að nýta rækjuna, og ekki um annan markað að ræða en innanlands- markað og hann lélegan á þeim tíma. Kreppan var í algleymingi og fólk óvant þessum mat. Þeir SvartiTóti. „Tóti" — einn af fyrstu bátum Einars. félagar komust í samband við norskt fyrirtæki, sem vildi selja þeim vélar og tæki til niðursuðu, en fengu ekki innflutningsleyfi. Jafnaðarmenn vóru þá í meiri- hluta í bæjarstjórn ísafjarðar og einnig í ríkisstjórn (ásamt Fram- sókn), og þegar H.f. Kampalampi, félag, sem þeir höfðu stofnað Olsen og Syre og fleiri ísfirðingar, sótti um aðstoð til bæjarstjórnar, var þeirfi málaleitan synjað, en ákveðið að bærinn stofnsetti rækjuverksmiðju, og tók hún til starfa í júní 1936." „Dagrún" — sá næst nýjasti. „Það var árið 1952, sem við fegðar fórum að gera út á rækju, og hafa þær veiðar síðan verið stundaðar frá Bolungarvík. Við leigðum gömlu happafleytuna, Fræg, sem seldur hafði verið inní Djúp, og fyrsti rækjuskipstjórinn héðan var Guðmundur Rósmundsson. Nú stunda 9 bátar að jafnaði þessar veiðar frá Bolungarvík og eru veiðarnar og vinnslan, sem þeim eru samfara, verulegur þáttur í atvinnulífi bæjarins." Eftirfarandi saga er tekin úr kafla sem heitir „Hús gleðinnar". „Mannmargt var oft í Einars- húsi, ekki síður en Péturshúsi, áður en dauðinn tók að herja þar. Börnin voru þar átta og jafnan eitthvað af vandafólki mínu eða konunnar þar til húsa eða í mat og síðan vinnustúlkurnar, sem oft vóru tvær og veitti ekki af. Það vóru sjaldan færri en 20 manns við matborðið. Menn, sem komu á ferð sinni í plássið, áttu oftast eitt- hvert erindi við mig. Kona mín var einstaklega röggsöm og dugleg húsmóðir og sýnt um að taka á móti gestum og virtist alltaf geta bjargað málunum, þótt gesti bæri óvænt að garði, stundum marga í einu. Það var á tímum mæðiveikifjár- skiptanna, að fyrir kom atvik, sem sýnir Ijóslega, hversu fjölmennt var oft við matborðið í Einarshúsi. Þá komu bændur úr fjarlægum 1 stöðum að sækja fé vestur og þá einnig til Bolungarvíkur. Eitt sinn var í plássinu í fjárkaupaferð bóndi að austan. Hann var öllum ókunnugur og vegalaus í þorpinu, en þurfti að fá að borða og hittir mann á förnum vegi og spyr hann hvar hann muni geta fengið keyptan mat. Nú veit ég ekki, hvaða Bolvíkingur það hefur verið, sem hann hitti, nema hann bendir^ bóndanum á stórt hús miðsvæðis í þorpinu og segir honum, að hann skuli fara þangað, með svofelldum orðum: „Þarna færðu að eta, manni minn." Bóndinn lætur ekki segja sér þetta tvisvar, heldur gengur heim að húsinu, ber ekki að dyrum, því að það gera menn ekki á hótelum, heldur gengur rakleiðis inn, hittir þar konu mína og . segist vera kominn til að borða. Konan' var vön því að ég byrði allskyns fólki í mat með mér og vísaði manninum til borðstofu. Þar var þegar allmargt manna, því að við vorum að setjast til borðs. Bóndinn heilsar og spyr, hvar hann eigi að sitja, og honum er vísað til sætis við borðið, en borðstofuborðið var mjög stórt og við það rúmuðust um tuttugu manns. Ég vissi lítil eða engin deili á þessum manni og vissi ekkert hvernig á því stóð, að hann var seztur þarna til borðs í húsi mínu. Bóndanum er auðvitað borinn matur eins og óðrum og við tókum öll til matar okkar. En bóndinn, skrafheifinn maður, vildi halda uppi einhverjum samræðum við borðið, og segir því, svona til að hefja samræðurnar: „Hvað ertu búinn að reka þessa matsölu lengi, Einar?" Ég svaraði honum því, að hér væri engin matsala, það væri einungis heimafólk og vandamenn við borðið, nema hann. Bónda setti fyrst hljóðan, en sagði síðan, að sér hefði verið vísað hingað af einhverjum þorps- búa, og hlyti þetta að hafa verið hinn versti maður, að hlunnfara sig svona. Ég sagði, að það væri ekki, þetta væri algengt, að vegalausum mönnum væri vísað til okkar, því að engin greiðasala væri í plássinu og það væri ekki nema eðlilegt, að þorpsbúum fyndist sumum, að ég hlyti að vera þess bezt umkominn að gefa mönnum að borða, og væri honum maturinn velkominn. Mér gekk illa að friða hann, því að hann hafði miklar áhyggjur af þyí, hvað við kynnum að hafa haldið, einkum kona mín, þegar hann kom askvaðandi innað eldhúsdyrum og heimtaði mat, og síðan við í stofunni, þegar hann spurði, hvar hann ætti að sitja. Hann þóttist þó skilja það, að í Einarshúsi væri mönnum ekki úthýst í öllu skap- legu. Það var heldur ekki venja í Litlabæ og voru þar þó minni efnin." Lokaorð Einarssögu „Sáttur við guð og menn lít ég að kvöldi yfir langan dag. Ég hef mikið að þakka, fyrst foreldrum mínum, sem ólu mig upp við vinnusemi, sparsemi, heiðarleika og guðstrú, þá konu minni, sem hefur staðið við hlið mér í blíðu og stríðu, börnum mínum, sem hafa verið mér til gleði og gagns og loks samverkamönnum mínum til sjós og lands. Bolvíkingar hafa valið mig sem sinn fyrsta heiðursborg- ara og stjórnvöld hafa veitt mér stórriddarakross með stjörnu. Þennan virðingarvott samferða- mannanna met ég mikils, en mesta gleði veitir það mér á ævikvöldinu að ganga um þennan bæ sem er og bera hann saman við það þorp sem var. Þá finnst mér ég ekki hafa lifað til einskis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.