Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 47 hann hvíldar, sé ekki nærður vímugjafa, liggur hann í dvala. Viö alkoholistar þekkjum það, aö fari einhver okkar að drekka eftir missera eða ára stöðvun, verður sú drykkja aldrei betri heldur en drykkjuskapurinn var áður en til stöðvunarinnar kom, og í flestum tilfellum mun verri. Þetta verður ekki véfengt, en benda má á, að oft lúta endurfvlliríin þróun, þannig, að fyrst fær afturbatabyttan sér einn lítinn, í næstu viku fær hún sér svo tvo til þrjá, en skömmu síðar fer allt á hvolf. Þarna er á ferðinni lögmál, sem að vísu er hægt að tefja með tilfærmgum, en þaðveröur ekki brotið. Jafnframt því sem augu manna opnast betur og betur fvrir hinni voðalegu víxlölvun, sem auðvitað byggist á aukinni neyslu lyfja. en skrifast hjá vaxandi alkoholisma. sést, að orðið „alkoholismi" leiðir hugann á villigötur. Víst er hjákátlegt að kalla lyfjavímu alkoholisma. En það er líka algjörlega út í bláinn að kalla lyfjaætur „dópista". Lyfjaætur eiga ekkert frekar skilið fábjána- stimpilinn heldur en hinir, sem næra alkoholisma sinn á alkóhóli. Vel mætti kalla lyfjaætuna Medikal-Alkoholista, eða MEDALKOHOLISTA eins og hér á landi hefir stundum verið gert þegar skilja þarf á milli þeirra og hinna, sem eingöngu næra sjúk- dóm sinn á alkoholi. Erlendir sérfræðingar eru, sumir hverjir, farnir að nota- orðið „SEDATI- VEISM" í stað alkoholisma (sem íslenska mætti með orðinu „VÍM- ISMI"), en með notkun þess orðs leiðist hugurinn að eðli inntökunn- ar, vímunni, og lætur upprunann, hvort heldur er áfengi eða lyfjum, liggja milli hluta. Margir alkoholistar, sem leita vímunnar þfatt fyrir létta buddu og kynnst hafa víxlnotkun lyfja og áfengis hafa komist upp á lagið með það, að nota hvora tveggja vímuvaldana samtímis. Samverk- andi auka þeir áhrif hvors annars og með neyslu tíltölulfía lítilla skammta áfengis og lyfja má ná mikilli ölvun, en þó óútreiknan- legri, enda hafa slík tiltæki oft orsakað varandi lamanir eða ótímabæran dauða. II. Ofangreinar vangaveltur varpa ljósi á eftirfarandi álytkanir: a. Orsakanna til hins ört vaxandi alkoholisma má rekja til ört vaxandi lyfjanotkunar. b. Orsakanna til þess, að æ algengara er að tiltölulega ungt fólk brunar niður þróunarstiga alkoholismans á skemmri tíma heldur en viltasti draumóra- maður hefði getað ímyndað sér fyrir 20 árum má rekja til mjög ört vaxandi lyfjanotkunar. Hugur manna hlýtur í þessu sambandi að staldra við þá óhugn- an, sem vissulega færist í vöxt, að börnum á aldrinum 1—5 ára eru gefin væg deyfilyf í pilluformi gegn óróa, svo maður nú ekki tali um þann nýupptekna voða, sem felst í lyfjanotkun verðandi mæðra um meðgöngutímann. Aug- ljóst er, að ef fóstri er haldið í stöðugri vímu síðustu 4 — 5 mánuð- ina áður en naflastrengur er skorinn þá sé kominn nokkuð öruggur grundvöllur að þróun „vímisma". Og þegar viðkomandi einstaklingur er farinn að neyta áfengis 14—16 ára gamall kemur í ljós, að hann er löngu búinn að ávinna sér grundvöllinn að alkoholisma. Þess vegna er hra])ið svona hratt, kollsteypan svona hörð, viðbrögðin verða þau sömu og þjórarans sem lagt hefir vímuvald sinn (þ.e. áfengið) á hilluna um 14 — 16 ára skeið. Hrap beggja þessarra einstaklinga verður svipað, enda er undirstaðan sú sama, og engu skiptir þótt annar hafi . meðtekið vímuna í móðurkviði en hinn í gömlu snjáðu vaðmálsbrókunum sínum. III. Ef vinna á í alvöru gegn hinum ört vaxandi alkoholisma er ekki , nóg að einblína á áhættuna sem felst í notkun áfengis, því víxlverk- un áfengis og lyfja vex svo hratt að við ekkert vei'ður jafnað annað en bráðsmitandi farsótt. Lyfjafí- jafir verður að taka til endurmats og fræðslu um hættuna af víxlölv- un lyfja og áfengis verður að stórauka. Hættan af ört vaxandi lyfjaítroðslu er svo hrikaleg, að taugapillugjafir þær sem undan- farna áratugi hafa viðgengist vegna misskilnings iækna á alkoholisma, eru pjatt eitt, þótt hroðalegar séu, í samanburði við það sm vænta má ef víxlölvun ekki er tekin sem mjög alvarlegur fyrirboði þess böls, sem æðir um þjóðfélagið ofí verið er að hrinda yfir þessa og næstu kynslóð — í algjöru hugsunarleysi. Sú blika, sem víxlölvunin boðar, er voðalefíur fyrirboði. Steinar Guðmundsson Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir í hlut verkum sínum í „Á sama tíma að ári". „A sama tíma að ári" sýnt í hundraðasta sinn Hundraðasta sýningin á banda- rfska . gamanleiknum „A sama tíma að ári" vcrður á sunnudags- kvöldið en leikritið er nú sýnt á stórasviði Þjóðleikhússins. „Á sama tíma að ári" eftir Bernard Slade var frumsýndur á Húsavík í vor og sýndur í leikför um land allt til loka leikárs. I haust var síðan tekið til við sýningar á verkinu í Þjóðleikhús- inu. Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir fara með hlut- verkin í leikritinu. Gísli Halldórs- son leikstýrir verkinu en leik- myndina gerði Birgir Engilberts. Aðeins tvö leikrit á vegum Þjóðleikhússins hafa náð svo miklum sýningafjölda í einni lotu en það voru gamanleikurinn „Topas" sem var sýndur 102 sinnum árin 1953 og '54 og „Inúk" sem hefur verið sýndur hátt á þriðja hundrað sinnum. Þórir N. Kjartansson: Veiðimál í Vestur- Skaftafellssýslu Sjóurriðinn eða sjóbirtingurinn, eins og við köllum hann hér sunnan lands, er ein tegund íslenskra göngufiska. Honum er mjög lítill sómi sýndur af fiski- ræktarmönnum þrátt fyrir ýmsa kosti. Það er mun auðveldara að rækta hann en lax. Hann getur þrifist í ám, sem eru alltof kaldar fyrir lax og er sjóbirtingurinn þar að auki betri til átu. Hann er of smávaxinn segja flestir. Ekki viljum við Vestur-Skaftfellingar viðurkenna það. Sjóbirtingurinn hér, hefur meðalþyngd, sem marg- ir laxastofnar þyrftu ekki að skammast sín fvrir. En hvað er þá að? Jú, störi gallinn við sjóbirtinginn er hvað hann gengur seint. Það er sá ókostur, seælir flesta frá því að rækta hann. Tíminn, sem hægt er að veiða hann á stöng er svo stuttur, að veiðieigendur hér í svslunni revna heldur að rækta laxinn, þó erfiðlega gangi. Hann gengur miklu fyrr og þar af leiðandi mun verðma&tari vegna hins langa veiðitíma. Að vísu má veiða sjóbirting í aprílmánuði en það er niðurgöngufiskur, sem á engan hátt stenst samanburð við 'haustgöngurnar. Þann veiðiskap mætti leggja niður að ósekju. Lög um lax- og silungsveiöi eru, að langmestu leyti miðuð við laxveiðina, þar hefur gleymst að gera ráð fyrir hinum síðbúna sjóbirtingi. Þetta gerir það að verkum, að varla er hægt að veiða sjóbirting á stöng í bergvatnsám V-Skaftafellssýslu. Þangað kemur hann ekki aö neinu ráði fyrr en veiðitíma lýkur. 1 árósana kemur hann seinni part júlímánaðar, en er síðan allan ágúst og fram í september að velkjast í jökulvatninu, þó að nokkuð sé það breytilegt eftir vatnavöxtum og staðháttum. I jökulánum er hann veiddur í lagnet ogáttarnet, þó skiptar skoðanir séu um slíkan veiðiskap. Nú þegar þetta er skrifað (15. október) þarf ekki að ganga langt með bergvatnsánum, til að sjá hópa af rokvænum sjóbirtingi. Nú er hann kominn í hyljina, sem veiðimennirnir börðu í sumar og slitu upp einn og einn lax, árangurinn af sleppingu tugþús- unda laxaseiða. Tilgangur niinn með þessum skrifum er sá að hvetja Skaft- fellska veiðimenn og veiðieig- endur, sem ekki ná tilætluðum árangri í ræktun á laxi, til þess að sýna sjóbirtingsræktun meiri áhuga. En þá verður jafnframt að knýja fram breytingar á lax- og silungsveiðilögum. Breytingar, sem fela í sér, að leggja niður vorveiðina á sjó- birtingnum, en fá i staðinn að veiða hann fram í miðjan október. Það er óhætt þar sem sjóbirtingur hrygnir senna en lax. Ef þessar breytingar næðu fram að ganga gæti farið svo, að veiði á þessum stórvaxna sjóbirtingi yrði ekki síður eftirsótt en laxveiði. En það gagnar lítið að eiga veiðiár fullar afski, sem ekki má veiða. Þórir N. Kjartansson. Vík í Mvrdal. Dekraðu^^lfen þigogfarðuí BADEDÁS'te IBADEDAS baði er maður dásam- lega einn í heiminum. Yndisiegt að hafa tíma til að slappa af, hugsa og dreyma. Að dekra algjörlega við sjálfan sig í einrúmi, þó að aðeins sé umstuttan tíma að ra?ða. Að safna kröftum og áræði til að framkvæma eitthvað af öllu því, sem mann langar til. badedas - er vellíðan sem mann einungis hafði dreymt um, nú veruleiki BADEDASfæsteinnig sem sápa og f reyðibað, sem þú getur treyst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.