Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1978 Ráðstef na BHM um líf sk jörin á íslandi: Gylfi Þ. Gíslason próf essor: Hvað eru lífskjör? Engin almenn skilgreining er til á hugtakinu lífskjör. Orðiö er ekki einu sinni aö finna í Oröabók Menningarsjóðs. Samt sem áður er lítill vafi á því, að menn eru yfirleitt í stórum dráttum sam- mála um, hvað þeir eigi við, þegar þeir tala um lífskjör. Átt er við skilyrði til þess að fullnægja þörfum með veraldlegum tíæðum, hvers konar vörum og þjónustu. Jafnframt er öllum ljóst, að góð lífskjör jafngilda ekki hamingju, velferð eða farsæld. Fátækur maður getur verið hamingjusam- ur. Farsæld þarf ekki að sigla í kjölfar auðlegðar. Eins og öll önnur vísindi fjallar hagfræðin um staðreyndir, sem unnt er að mæla, í leit að tilgátum eða staðhæfingum um tengsl orsakar og afleiðingar, sem hægt sé að bera saman við raunveruleik- ann, sanna eða afsanna. Þess" vegna fjallar hagfræðin ekki um hamingjuna. Hún verður aldrei mæld á neinn mælikvarða, en ef við með lífskjörum eigum við, hversu mikið við fáum að borða, hvernig við klæðumst, hvernig við búum, hvernig bifreið við eigum og hvert við förum í sumarleyfi, þá er hér um að ræða staðreyndir, sem hægt er að mæla. Þjóðhagsreikningar Til þess að fá hugmynd um lífskjör þjóðar og breytingar á þeim frá einum tíma til annars, eru samdir þjóðhagsreikningar. Éfí efast um, að almenningur geri sér Ijóst, hversu skammt er síðan tekið var að semja þjóðhagsreikn- inga hér á landi. Hagdeild Fram- kvæmdabankans, en honum var komið á fót 1953, lagði grundvöll að upplýsingasöfnun, sem síðar varð mikilvæg í þessu sambandi, og hið sama má segja um hagdeild Landsbankans, sem komið var á fót um svipað leyti. Birti Hagdeild Framkvæmdabankans niðurstöður þjóðhagsreikningagerðarinnar J962. Það ár var Efnahagsstofnuninni komið á fót undir stjórn Jónasar H. Haralz, og það var fvrst með tilkomu hennar, að farið var að beita þjóðhags- reikningum við gerð efnahags- áætlana og mótun stefnu í efna- hagsmálum. Þessu starfi er nú haldið áfram af þeirri stofnun, sem varð arftaki Efnahagsstofnunarinnar, Þjóðhagsstofnun, sem Jón Sig- urðsson stjórnar. Er hagvöxtur skaölegur? Á undanförnum áratugum hafa stjórnvöld hér á landi eins og annars staðar haft það markmið aö bæta lífskjör. í því sambandi hefur athyglin að sjálfsögðu beinzt að aukningu þjóðarframleiðslunn- ar. Hún er nefnd hagvöxtur. Það hugtak hefur sett mikinn svip á alla umræðu um efnahagsmál, síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Ríkisstjórnir hér á landi og í nálægum löndum hafa yfirleitt viljað keppa að hagvexti, sem mestum hagvexti, auðvitað af því, að þær hafa talið víst, að almenn- ingur vildi bæta lífskjör sín, en eina örugga leiðin til þess væri hagvöxtur. Á síðari árum hafa hins vegar heyrst raddir um, að hagvöxtur eigi ekki að vera Gylíi Þ. Gíslason Lífekjör á Islandi í víðteekum sldlningi meginmarkmið í efnahagsmálum, hann sé jafnvel skaðlegur. I kjölfar hans sigli rangt mat á verðmætum, hann geti valdið ójöfnuði í tekjuskiptingu og skað- að umhverfi með óbætanlegum hætti. Það eru einkum náttúru- verndarmenn, sem reynzt hafa andstæðingar hagvaxtar og bent á, að auðlindir jarðarinnar séu tak- markaðar. Sívaxandi fólksfjöldi og -s-ívaxandi framleiðsla hljóti fyrr eða síðar að gereyða þessum auðlindum. Þá hljóti sultur að bíða mannkyns. Síðar á dögum iðnbyltingarinn- ar hefur ávallt kveðið meira eða minna að slíkum spádómum, og eru þeir fyrst og fremst grund- vallaðir á spádómum um fjölgun mannkýnsins. Grundvallarskoðun náttúruverndarmanna er sú, að ýmsar auðlindir verði ekki endur- nýjaðar. Hagfræðingar hafa hins vegar sýnt fram á, að tækniíranr farir hafi ávallt leitt í ljós möguleika á því að hagnýta ný framleiðsluskilyrði. þegar auðlind þrýtur, og engin ástæða er til þess að óttast, að svo muni ekki verða áfram. Þá er því haldið fram, að í hagkerfi, sem sumpart stjórnast af markaðsöflum og sumpart af opinberum afskiptum, sé tilhneiging til þess að ofnýta náttúruauðlindir. Fyrir þjónustu sumra náttúruauðlinda er greitt verð. Það hækkar væntanlega við aukna notkun. Slík verðhækkun hlýtur að vernda auðlindirnar. Það er hlutverk verðmyndunar að koma í veg fyrir sóun. Hagnýting auðlinda, sem eru sameign, eru miklu stærra vandamál. Slíkar auðlindir geta verið og eru sumar hverjar í alvarlegri hattu. ein- mitt vegna þess. að á þjónustu þcirra er ekki verð. svo sem á sér stað um fiskimiðin hér við land ojf afréttina á landinu. Hér er hins vegar ekkert náttúrulögmál á ferðinni. Hér hefur maðurinn aðeins sjálfan sig að sakast við. Hann fylgir rangri steínu í eínahagsmálum. meðan hann la-tur nota náttúruauðlindir, sem eru sameign, fyrir ekki neitt. Þá stuðlar hann að sóun þeirra. Grundvallarmisskilningur and- stæðinga hagvaxtar er fólginn í því, að þeir ásaka hagvöxtinn í sjálfum sér fyrir það, að hann getur tekið ranga stefnu. Skaðleg- ir fylgifiskar hagvaxtar á undan- förnum áratugum eru afleiðingar rangrar stefnu í eínahagsmálum. Verðmyndun markaðskerfis hefur ekki verið látin hafa sín áhrif. Það er rétt, að mengun hefur vaxið meir á síðustu þrjátíu árum en fólksfjöldi og þjóðarframleiðsla. Hagvöxtur á eflaust sinn þátt í þessu, en frumorsakirnar eru tæknibreytingar við framleiðslu. Það, sem hefði þurft að gera og gera þarf, er að beita vcrðmyndun til þess að haía hemil á þessum tæknibreytingum. Hvaö sýna Þjóðhagsreikningar Ég er því í hópi þeirra, sem telja áframhaldandi hagvöxt nauðsyn- Skaðlegir fylgifiskar hagvaxtar á undanförnum áratugum eru afleiðingar rangrar stefnu í efna- hagsmálum legan og æskilegan, en í þeim hópi eru líklega flestir hagfræðingar. Með því er hins vegar auðvitað engan veginn sagt, að ég telji, að sem mestur hagvöxtur eigi að vera mikilvægasta — hvað þá eina — markmið ráðstafana í efnahags- málum. Ég er þeirrar skoðunar, að auðvitað séu góð lífskjör æskileg, og þá um leið batnandi lífskjör. En eigum við að láta sitja við þann skilning á hugtakinu lífskjör, sem ég lýsti að framan, eða eigum við að leggja víðtækari skilning í hugtakið? Eg gat þess áðan, að þjóðar- framieiðslan og breytingar á henni er mæld í þjóðhagsreikningum. Varla getur heitið, að til hafi verið þjóðhagsreikningar í því formi, sem þeir nú tíðkast, fyrir stríð. Þegar tekið var að semja slíka reikninga, gat ekki hjá því farið, að þeir væru látnir taka til þeirrar stærðar einnar, sem mæla mátti með nokkuð ótvíræðum hætti, matvælaframleiðslu, húsbygginga, tekna launamanna, fjármuna- myndunar, breytinga á viðskipta- kjörum o.s.frv. Hins vegar er sérfræðingum í gerð þjóðhags- reikninga og hagfræðingum yfir- leitt ljóst, að þjóðhagsreikning- arnir sýna aðeins tilteknar stærðir í hagkerfinu, að sjálfsögðu mjög mikilvægar stærðir, en þó ekki allar stærðir, sem máli geta skipt út úr ýmsum sjónarmiðum. Þær öru þjóðfélagsbreytingar, sem átt hafa sér stað á síðari árum, hafa í vaxandi mæli vakið athygli á því vandamáli, sem hér hefur verið og er um að ræða. Um þetta má taka einfalt dæmi. Gerum ráð fyrir, að vinnutekjur manns aukist verulega. Við segj- um, að lífskjör hans batni. Hann kann þá að taka þá ákvörðun, að fækka vinnustundum sínum, en fjölga tómstundum. Með því móti finnst honum hann geta notið lífsins betur. Lífskjör hans höfðu batnað. Þjóðarframleiðslan hafði aukizt. Nú minnkar þjóðarfram- leiðslan. cins og hún er talin í þjóðhagsreikningum. Maðurinn telur hins vegar það. sem hann ga'ti kallað velferð sína cða íarsæld. hafa aukizt. Sú vinna húsmæðra á heimilum, sem er ekki greitt fyrir, er ekki talin í þjóðhagsreikningum. Og mála- vextir geta verið flóknari en þetta. Fé, sem varið er til þess að halda lofti og vatni hreinu, er talið til þjóðarframleiðslu. Þegar loft eða vatn spillist eða mengast vegna úrgangsefna, er það ekki talið rýra þjóðarframleiðsluna. Framleiðni getur vaxið í stórfyrirtækjum í þéttbýli. Það eykur þjóðarfram- leiðsluna. En margs konar óhag- ræði getur fylgt því fyrir starfs- fólk stórfyrirtækjanna að búa í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.