Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 55 þéttbýli. Það er ekki talið rýra þjóðarframleiðsluna í þjóðhags- reikningum. Vísitala Þjóöar- framleiöslu — Vel- feröarvísitala Þessi atriði og ónnur hliðstæð hafa valdið því, að sérfræðingar í þjóðhagsreikningagerð og hag- fræðingar yfirleitt hafa á undan- förnum árum leitt hugann að því í vaxandi mæli, hvort og með hvaða hætti væri hægt að taka tillit til slíkra atriða við samningu þjóð- hagsreikninga. Vandinn er aug- ljóslega fólginn í því, hversu erfitt er að mæla þær hagstærðir, sem hér er um að ræða, með nokkurn veginn öruggum hætti. Brautryðjendastarf í þessum eínum var unnið af tveim heims- kunnum hagfræðingum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, William Nordhaus og James Tobin. Birtu þeir niðurstöður sínar 1972 í einu af ritum Hag- rannsóknarstofnunar Bandaríkj- anna undir nafninu „Hagvöxtur". Þeir reiknuðu út vísitölu fyrir tímabilið 1929—1965, sem ætlað var að sýna breytingu á velferð og nefndu hana MEW eða Measure of Economic Welfare. Þessa nýju vísitölu báru þeir síðan saman við hina opinberu vísitölu um þjóðarframleiðsluna, GNP, Gross National Product vísitöluna. í nýjustu útgáfu kennslubókar Samuelsons um hagfræði er þessi nýja vísitala reiknuð fram til ársins 1976. I síðari hluta erindisins lýsti Gylfi þeim aðferðum, sem hinir bandarísku hagfræðingar hefðu beitt við útreikning slíkrar velferðarvísitölu, og yrði of langt mál að rekja það hér. Þess má þó geta, að breytingarnar, sem bandarísku hagfræðingarnir gerðu á hinum hefðbundnu þjóðhags- reikningum og þjóðarframleiðslu- vísitölunni, voru fyrst og fremst þrenns konar: 1. Þeir endurflokkuðu útgjöld þjóðhagsreikninganna í neyzlu, fjárfestingu og hálfunnar vörur og þjónustu. 2. Þeir bættu inn í þá verðmæti þjónustu neytendafjármagns, tóm- stunda og vinnu á heimili. 3. Þeir leiðréttu þá vegna ýmiss óhagræðis þéttbýlis og borgarlífs. I lok erindisins greindi Gylfi frá niðurstóðu velferðarreikninga hinna tveggja bandarísku hag- fræðingp fyrir árið 1965, miðað við verðlafe ársins 1958. Munurinn reyndist mikill. Verg þjóðarfram- leiðsla samkvæmt þjóðhagsreikn- ingum Bandaríkjanna hafði reynzt 617,8 millj. dollara, en verðmæti varanlegrar velferðar var talin 1241,1 milljarðar dollara. Sem dæmi um það, í hverju munurinn liggur, má nefna, að verðmæti tómstunda var talið 626,9 milljarð- ar dollara eða meira en öll verg þjóðarframleiðsla og verðmæti starfsemi, sem ekki færi fram á markaði, 295,4 milljarðar dollara. Hins vegar komu stórir liðir til frádráttar, t.d. vegna óhagræðis af þéttbýli, viðbótar fjár- magns-neyzlu og nauðsynlegs fjár- magnsvaxtar, sem ekki sé tekið tillit til í hefðbundnum þjóðhags- reikningum. Þegar hagfræðingarnir athug- uðu vöxt hreinnar þjóðarfram- leiðslu á tímabili 1929—1965, kom í ljós, að hún hefur verið talin vaxa um 87,5%. Velferðarvísitala þeirra jókst hins vegar um 42,9%. Árlegur vbxtur þjóðarfram- leiðsluvísitölunnar á mann nam á tímabilinu 1,7%, en velferðarvísi- tölunnar 1,1%. Höfundar skýrsl- unnar bentu sérstaklega á, að velferðarvísitalan hafi farið hækk- andi, þótt hún hafi að vísu ekki hækkað eins mikið og þjóðarfram- leiðsluvísitalan. Þótt reynt sé því að taka tillit til velferðarsjónar- miða, breytist sú staðreynd ekki, að velferðin hafi vaxið. Þær staðhæfingar, sem heyrzt hafi á undanförnum árum, að útreikn- ingur þjóðarframleiðslu sam- kvæmt venjulegum þjóðhags- reikningareglum, sé alvarlega villandi, sýni jafnvel öfuga niður- stöðu við það, sem rétt sé, vegna þess að velferðarsjónarmið skorti, séu þess vegna ekki réttar, a.m.k. mjög ýktar. Hér á íslandi hafa, eins og í nálægum löndum, orðið víðtækar þjóðfélagsbreytingar á undanförn- um árum og áratugum. Komið hefur verið á hér á landi traustu kerfi til samningar þjóðhagsreikninga. Það er þó ljóst, að þessar tölur segja okkur ekki allt, sem okkur fýsir að vita um þróun efnahagsmála okkar, um þróun lífskjara okkar í nýjum og víðtækum skilningi. Auðvitað má ekki ætlast til of mikils af þeim hagfræðimenntuðu sérfræð- ingum, sem þjóðin hefur í þjón- ustu sinni. Og að sjálfsögðu ber að varast að fara inn á brautir, þar sem of mikil óvissa varðandi skilyrði til gagnasöfnunar gæti leitt til hæpinnar eða villandi niðurstöðu. En hér er þó vissulega um athyglisverð viðfangsefni að ræða. Lokaorð Gylfa voru þess vegna þau, að það væri ánægju- legt, að Bandalag háskólamanna skuli hafa orðið til þess að ræða það og vekja á því athygli, að lífskjör séu fólgin í fleiru en fæðu og klæðum, að í þetta hugtak þurfi að leggja nýjan og víðtæk- ari skilning. Ásgeir Leif sson hagverkfræðingur: Skapa þarf aðstæður fyr- ír ínnlenda tækniþróun 1 r* v Íéw . flB iifP' ^yJK* ^B Btf' »J ¦ ¦ ¦ = | ^B^. ^ÍH %|^ - i^fcii^^HSH ¦ ' ; ¦ H^ ^^m l^^^^% 'j'''-,¦'-úÚí' ^r ^H * v-.\ '"¦¦¦ ¦ ^^^^^t^^^-''" ÁSGEIR Leifsson hagverk- fræðingur flutti erindi um tengsl fjárhagslegs umhverfis og tækni- þróunar síðustu ára á ráðstefnu BHM um lífskjörin. Hann kom m.a. inn á það, að undirstbðuat- vinnuvegirnir, útvegur, fisk- iðnaður og landbúnaður, væru búnir tækjum, sem hefðu afkasta- getu langt umfram þær auðlind- ir, sem þeir byggðu á. — Þessi tæki, kerfi og vélar, sem þar vinna, eru að langmestu leyti innflutt. Það má segja að tækni- bylting hafi átt sér stað í undirstöðuatvinnuvegunum, byggð á innfluttri afurðatækni, sagði hann. Missti af stóra bitanum Innlendi iðnaðurinn, sem hefði getað framleitt mikið af þessari vöru, hefur misst af stóra bitanum og situr eftir vanmátta og verk- efnalítill. Nýju tækin eru þegar orðin úrelt á teikniborðum erlendu hönnuðanna og eftir fá ár verður brýn nauðsyn á að endurnýja tækjabúnaðinn til að standast erlenda samkeppni. I framhaldi af þessu rakti Ásgeir Leifsson það dæmi sem væri mest áberandi: Markaður málmiðnaðar er tiltölulega stór hér á landi. Innflutningur á efni og hlutum til nota við innlendan málmiðnað ásamt innflutningi véla og tækja var yfir 2/5 af heildarinnflutningi Islendinga ár- in 1970—1975. Skip hafa verið verulegur þáttur í innflutningi, en þessi ár voru skip skráð á skipaskrá eftir uppruna og brúttólestum sem hér segir: Innflutt skip 88,3%, stálskip smíðuð á íslandi 8,5% og tréskip smíðuð á íslandi 3,2%. íslenzkur málmiðnaður sker sig úr í verkefnavali frá málmiðnaði Vesturlanda. Víðast hvar er hlut- fall vinnu við nýsmíði og fram- leiðslu á móti viðhaldi og viðgerð- um tveir á móti einum eða hærra. Hér á landi er þetta hlutfall öfugt. Árið 1975 var markaður íslenzks skipaiðnaðar, þ.e. íslenzk skip, sem hér segir á verðlagi ársins 1977: Viðgerðir kr. 9.600 millj. en nýsmíði kr. 10.600 millj. eða kr. 20.200 millj. Hlutdeild innlendra framkvæmdaaðila var þessi: I viðgerðum kr. 6.700 millj. en í nýsmíði kr. 1.600 eða samtals kr. 8.300 millj. Með viðgerðum eru hér taldar breytingar og stærri tjón skipa. Stóra bylgjan fór fram hjá Framleiðsla og stór verkefni eru þau viðfangsefni, sem gera kleift að halda tækniliði og góðri vinnu- aðstöðu. Stöðugur straumur stærri verkefna er forsenda tækniþróun- ar skipaiðnaðar. Því miður hefur enn einu sinni verið haldið svo á málum, að efnt hefur verið til stórrar bylgju nýrra skipa að mestu leyti framhjá innlendum iðnaði. Markaðurinn hefur verið ofmettaður af fiskiskipum. Inn- lendar stöðvar voru ekki byggðar upp í þeim mæli sem verkefni gefa tilefni til heldur erlendar. Nú tekur við tímabil viðgerða og viðhaldsverkéfna, sem fylgja bylgju skipanna, en þau úreldast í takt og gefa tilefni til nýrrar bylgju innan tíu ára. „Fyrirgreiðslan" er allsráðandi Á þessum áratug hefur verið mikill umbótahugur hjá íslenskum stjórnvöldum hvað snertir verk- legar framkvæmdir og uppbygg- ingu undirstöðuatvinnugreinanna svokölluðu. Samhengis fortíðar, nútíðar og framtíðar virðist þó ekki hafa verið gætt sem skyldi. Markmiðssetningar hafa verið óljósar og sæluríkiskenndar og þess ekki verið gætt hvert stefnan eða stefnuleysið hefur leitt til endanlega. Opinbera langtíma- áætlanagerð og stefnumótun um uppbyggingu atvinnuveganna, þar sem hagsmunir heildarinnar séu ráðandi vantar. Samhengi byggðastefnu, upp- byggingar undirstöðuatvinnuveg- anna, lágs tæknistigs iðnaðar og verðbólgu er áberandi. Verðbólga hefur verið landlæg á íslandi frá seinni heimsstyrjöld- inni og lánsvextir jafnan neikvæð- ir og má telja lánakerfið vera styrkja- eða niðurgreiðslukerfi og aldrei hafa vextir verið jafn- neikvæðir samfellt í jafnlangan tíma og á þessum áratug. Láns- fjármagn hefur því verið takmark- Innlendir aðilar séuífararbroddi íframleiðslu nýrrahluta, en sitji ekki eftir með viðhald ogviðgerðir að og ráðstöfun þess, að því leyti sem hún skiptir máli, verið pólitísk og „fyrirgreiðslan" er allsráðandi. Lán í atvinnurekstur hafa gjarnan farið eftir stað- setningu, atvinnugreinum og sam- böndum hlutaðeigenda. Vítahringur verðbólgunnar Vítahringur verðbólgunnar og baráttunnar gegn henni hefur m.a. leitt til eftirfarandi ástands: — Stofnlán til nýs atvinnu- rekstrar í iðnaði eru mjög tak- mörkuð og oftast um litlar upp- hæðir að ræða, nema um ríkis- framkvæmd sé að ræða. — Afskriftir verða aðeins brot stofnkostnaðar þegar til endur- nýjunar framleiðslubúnaðar kemur. — Verðlagshöft leyfa ekki þróunarkostnað innan fyrirtækja, þar eða ekki er tekið tillit til hans í verðlagsgrúndvellinum. — Eiginfjármunamyndun fyrir- tækja á sér varla stað með framleiðslu heldur með lánum. — Viðamikil rannsóknar-, til- rauna- og vöruþróunarviðleitni, þar sem hagnaður skilar sér fyrst eftir langan tíma, getur vart átt sér stað í einkarekstri. — Innlend iðnaðarfyrirtæki eru yfirleitt smá og eiga erfitt með að vaxa. — Atvinnutækifæri fyrir tæknimenn í iðnaði eru fá og jafnvel færri en fyrir 30 árum. — Lánastofnanir gera strangar kröfur um eigið fé og örugg veð lántakendá. — Lánsfjáráætlun tekur aðeins mið af sögulegri þróun og leggur að litlú leyti mat á raunþarfir og arðsemi atvinnuveganna. — Kostnaðarhugtakið hverfur. — Áætlanagerð verður varla möguleg. Þessar aðstæður leyfa vissulega ekki innlenda tækniþróun í iðnaði. Verðbólgan heimtar að peningarn- ir velti hratt og myndist helst án verðmætasköpunar. Peningar og verðmæti nálgast það að verða aðskildir hlutir. Samt er það víst, að þó tækniþróun sé áhættusöm, þá er enn áhættusamara fyrir þjóðina að vera ekki þátttakandi í henni. Innlend tækniþróun er nauðsyn til að geta haldið sam- keppnishæfni atvinnuveganna og til að halda í landinu því fólki, sem er frjósamast í hugsun. Framtíðarhorfur . Enginn er eyland í dag. Heimur- inn tekur ótrúlega örum breyting- um um þessar mundir. Aukin milliríkjaverslun á sér stað og tækninni fleygir fram. Verið er að laga sig að nýjum sjónarmiðum um þverrandi auðlindir. Vinnsluvirðisauki í matvæla- framleiðslu er takmarkaður og vinnslustig eru fá. Hráefnið, þ.e. sjávarafla og kjöt, er aðeins hægt að gæða takmörkuðu gildi með mannlegu framtaki. Það er jafnvel umdeilanlegt hvort gæði fisks aukist nokkurn skapaðan hlut við þá vinnslu, sem hér á sér stað, en geymslu- og þar með dreifingar- gildi eykst. Það er einkum tækni- þróun í dreifingarkerfi á Banda- ríkjamarkaði, sem hefur haft hið háa fiskverð sem við njótum nú í för með sér. Orkubúskapur áls er talinn hagstæður Sem gott dæmi um framleiðslu, þar sem hugvitið og tæknin eru hinir takmarkandi þættir fremur en hráefnið má nefna álsteypu. Áls'teypa er vinnuaflsfrek og er kostnaður þess vegna á bilinu 30-50% af heildarframleiðslu- kostnaði. Álsteypa er stunduð í öllum löndum heims og er hlaup vinnuaflskostnaðar á bilinu 100 kr/ klst til 3000 kr/ klst. Þær þjóðir sem greiða hátt kaup í þessum iðnaði framleiða háþróaða vöru, sem er vel hönnuð, marg- brotin, með þeirri áferð og eigin- leikum, sem sóttst er eftir og framleitt er með nýjum góðum tækjum. Sóttst er eftir góðri nýtingu efnis, orku, mannafla og véla. Stöðugt fæðast nýjar afurðir. Varan lýsir tæknistigi framleið- anda. Álsteypu er spáð örum vexti, þar eð ál er mun léttara en þungmálmar og sparar því orku í flutningstækjum. Orkubúskapur áls er talinn vera hagstæður. Álbráðið í kerjunum í Straums- vík er eins konar náma. í steypu- skála Alversins eru framleiddar hálfunnar vörur í formi barra, klumpa og hleifa. Þessar vörur eru síðan fluttar úr um allan heim til áframvinnslu, en ál er lítið sem ekkert unnið hér á landi. Undanfarin ár hafa verið mikill óróatími á íslandi, en vonandi er, að nú þegar þrengingar sækja að, í góðærinu, lærist að skapa þurfi aðstæður fyrir innlenda tækni- þróun, svo íslendingar geti keppt við aðrar þjóðir með framleiðslu sinni og þá borgað líkt kaup. Ef svo færi, þótt enginn búist við því, þá þarf ekki að efa framtíðarhag- sæld á þessu landi. Verkefni vegna örrar tækni- þróunar munu halda áfram að myndast. Það sem skiptir máli er, að lögð verði á það áhersla, að innlendum aðilum verði gert kleift að verða í fararbroddi í fram- leiðslu nýrra hluta og þeir sitji ekki eftir með viðhald og viðgerðir þess, sem inn er flutt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.