Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 1
 271. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sri Lanka: Fellibylurinn grandaði150 Sri Lanka, 25. nóvember. AP. YFIRVÖLD í Sri Lanka sögðu í dag, að í fellibylnum sem gekk yfir suðurhluta eyjunnar í gær hefðu látizt að minnsta kosti 150 manns og tugþúsundir manna væru nú heimilislausar. í kjölfar fellibylsins fylgdi mikil rigning og stormur, sem olli flóðum, sem ruddu niður þúsundum húsa. I fréttum fangelsisyfirvalda segir, að um 160 fangar hafi sloppið úr fangelsi í borginni Battikaloa, þegar þakið fauk af í einu lagi. Ekki liggja fyrir neinar endan- legar tölur um látna í þessum verstu náttúruhamförum á eyj- unni síðustu áratugi. Ranasinghe Premadasa forsætisráðherra sagði í fyrstunni, að um 15 manns hefðu farist, síðan voru dagblöð í Colombo með tölur frá 150 til 300. Dennis Perera, hershöfðingi í her landsins, sagði að það væri orðið nokkuð ljóst að um 150 manns hefðu farist. Hann sagði ennfremur að 2000—2500 hermenn ynnu stöðugt að hjálp við bág- stadda og búið væri að reisa nokkur neyðarskýli. Áformum Sovét- manna um útgerð á Grænlandi illa tekið Ráðamenn í Grænlandi og Danmörku hafa ótvírætt látið í ljós andúð sína á tillögum Alexanders Ishkovs, sjávarút- vegsráðherra Sovétríkjanna, um að Sovétmenn komi sér upp aðstöðu til útgerðar og fiskverk- unar á Grænlandi. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að tregða Dana og Grænlendinga til að ljá máls á slíkri fyrirgreiðslu eigi meðal annars rót si'na að rekja til varnarsamstarfsins inn- an Atlantshafsbandalagsins, en einnig til þess að lítill áhugi sé á því að auka ágang á Grænlands- miðum, enda þyrfti til þess samráð við Efnahagsbandalagið. Það var í sumar, sem Alexander Ishkov lagði til við Jörgen Peder Hansen Grænlandsmálaráðherra í dönsku stjórninni, að stofnað yrði útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, sem yrði sameign Sovétmanna og Grænlendinga. Grænlandsmála- ráðuneytið hefur gefið til kynna að tillögurnar hafi verið með þeim hætti að ekki sé unnt að skoða þær á raunhæfan hátt, eins og þær liggi nú fyrir. Danska blaðið Politiken segir að Sovétmenn geri ráð fyrir því að fyrirtækið geri út frá Grænlandi, landi þar aflanum og að öil fiskvinnsla fari þar fram einnig. Ishkov kemur á ný til Danmerkur snemma á næsta ári, og þá búizt við því að hann þrýsti á um framgang þessa máls. Bariztáný í Tanzaníu Nairobi, 25. nóvember. AP. — Reuter. MIKLIR bardagar brutust út í nótt milli herja Ugandamanna og Tanzaníumanna á landamærum ríkjanna við Viktoríuvatn, að því er haft er eftir nánum samstarfs- manni Idi Amins Úgandaforseta í dag. Bardagar munu hafa brotist út þegar hersveitir Úgandamanna fóru inn fyrir landamæri Tanzaníu til að leita að líkum um 120 sinna manna sem féllu í átökum ríkj- anna fyrir skömmu. í sömu frétt segir að Úgandastjórn hafi ekki snúið sér beint til Tanzaníustjórn- ar um að fá leyfi til að flytja hina látnu yfir landamærin. Þessar fréttir samstarfsmanns Amin skjóta nokkuð skökku við ef höfð er hliðsjón af ummælum Amins þegar bardagar geisuðu á þessu svæði fyrir skömmu. Þá sagði forsetinn að Úgandamenn hefðu misst „þrjá" og einn hefði særst lítillega. Amnesty International: 30 þúsund horfnirí S-Ameríku á tíu árum Santiago — 25. nóvember. — Reuter. YFIR 30 þúsundir manna hafa horfið sporlaust í Suður-Ameríku síðasta áratuginn, eftir að hafa verið handteknir af öryggislög- reglu í viðkomandi ríkjum eða stuðningsiiflmn hennar. að því er Martin Ennals, framkvæmda- stjóri Amnesty International, skýrði frá í dag. Ennals kvað samtökin hafa í höndum sannanir um að stjórn- völd yfir 100 ríkja heims gerðu sig sek um mannréttindabrot, auk þess sem rík ástæða væri til að ætla að mannréttindi væru fótum troðin í nokkrum löndum öðrum, án þess að óyggjandi sannanir lægju fyrir þar um. Framkvæmda- stjórinn kvað samtökin árlega fjalla um mál 7 þúsund „samvizku- fanga", sem svo eru nefndir, en sérstók astæða væri til að gefa gaum hinu uggvænlega ástandi í ýmsum löndum Suður-Ameríku. Undir yfirborðið Hong KonK — 25. nóvember — Reuter. Fréttastofa Nýja Kína skýrði frá því, að hafnar væru í Peking framkvæntdir við byggingu mik- illar neðanjarðarborgar, sem ætluð er til íveru jafnt á friðar- og styrjaldartímum. Þar verða íbúðarbyggingar, sjúkrahús, veitingahús og hvers konar þjón- ustustarfsemi önnur. auk iðnfyr- irtækja. Fulltrúi borgaryfirvalda í Peking segir að ætlunin með þessum framkvæmdum sé að tryggja öryggi borgaranna í hugsanlegri styrjöld, án þess þó að fjármagn fari í framkvæmdir; sem ekki sé útlit fyrir að verði arðbært. Barizt í Nicar agua Nicaragua, 25. nóv. AP Reuter. ÞJÓÐVARÐLIÐAR Som- oza forseta Nicaragua áttu í miklum bardögum við andstæðinga forsetans í höfuðborginni Managua í gærkvbldi og nótt að því er áreiðanlegar fréttir herma. Allmargir féllu úr báÖum fylkingum en nákvæm tala látinna hefur ekki fengist. — Forsvarsmenn þjóðvarð- FóBdðneyttlUaðtcúminneitur San Francisco, 25. nóv. AP - Reuter TVEIR bandarískir lögfræðingar sem sluppu lifandi úr blóð- baðinu mikla í Guyana í 8.1. viku eru komnir í hár saman um hvort mögulegt hefði verið að afstýra harmleikn- um. Annar lög- fræðingurinn, Charles Garry, sagði á fundi með fréttamönnum að ef félagi hans, Mark Lane, hefði sagt hon- um heldur fyrr frá fyrirætlan Jones en raun ber vitni hefði hann getað fengið hann ofan af fyrirætl- an sinni og þá með aðstoð Mark Lane sem Jim Jones. var annar aðalað- stoðarmaður Jim Jones, yfirmanns safnaðarins. Lane svaraði því til að alltaf væri auðvelt að vera vitur ef tir á og að Garry hefði ekki undir neinum kringumstæðum getað konið í veg fyrir fyrirætlan Jones. ónefndir safnaðar félagar sem sluppu úr ósköpunum sögðu í dag að ekki hefði verið um nein sjálfsmorð að ræða heldur hefði f ólk'- ið verið neytt til þess að taka inn eitur af mönnum Jones sem voru vopnaðir byssum og hnífum. liða sögðu, að einn úr þeirra liði hefði fallið en nokkrir skæruliðar, en skæruliðar sögðu hins vegar að enginn þeirra manna hefði fallið en margir þjóðvarðliðar. Bæði Somoza forseti og andstæðingar hans hafa nú alfarið hafnað tillögum Bandaríkjanna í deilum þeirra sem eru þess efnis að látin verði fara fram þjóð- aratkvæðagreiðsla um hvort Somoza verði áfram forseti landsins. Ottast er að í kjölfar þessara átaka kunni að brjótast út borgarastyrjöld að nýju í landinu, en tals- menn skæruliða hafa lýst því yfir, að ekki verði látið staðar numið, fyrr en So- moza er farinn frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.