Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 130 fulltrúar sátu afmælisþing BHM. (ljósm. Kristján) Formannaskipti hjá Bandalagi háskólamanna: Ákvæði um laun verði þak þegar verðbóta á afnumin UM 130 fulltrúar sátu þriðja þing Bandalags háskólamanna, sem haldið var í Reykjavík, fimmtu- dag og fbstudag. Kjb'rin var ný stjórn bandalagsins, en vegna ákvæða í lögum þess um að enginn megi sitja í stjórn lengur en 4 ár í senn gegnu eftirtaldir úr stjórn< dr. Jónas Bjarnason formaður BHM, Skúli Hall- dórsson varaformaður, Almar Grímsson og Stefán Hermannsson. Formaður í stað Jónasar var kjörinn dr. Valdimar Kr. Jónsson Srófessor og varaformaður 'mar Árnason. Á þinginu flutti dr. Ármann Snævarr forseti Hæstaréttar ávarp í tilefni 20 ára afmælis þandalagsins, en hann var fyrsti formaður þess. Prófessor Guðmundur Magnússon og As- mundur Stefánsson lektor fluttu erindi um verðbólgu og vísitöluþindingu iauna. Fluttar voru skýrslur stjórnar, launa- málaráðs og sjálfstætt starf- andi háskólamanna. I ályktun þingsins um launa- mál skorar BHM á ríkisstjórn- ina að afnema þegar lagaákvæði um þak verðþóta á laun. Til- gangur verðbóta sé að viðhalda kaupmætti launa, en ekki að breyta launahlutföllum, segir í ályktuninni. Þá feli núgildandi ákvæði um takmörkun verðhóta við ákveðin launamörk miðað við dagvinnu í sér óþolandi mismun milli manna, sem í raun hafi sömu laun, vegna þess hve launakerfin í landinu séu ólíkt uppbyggð. í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Jónas Bjarnason, fráfarandi formaður Bandalags háskólamanna, að hann drægi sig nú í hlé þar sem lög þandalagsins heimiluðu ekki lengri stjórnarsetu einstakra manna en fjögur ár. Jónas hefur Valdimar Kr. Jónsson nýkjörinn formaður BHM verið formaður handalagsins síðustu 4 árin en þar áður var hann tvö ár formaður launa- málaráðs handalagsins. Jónas kvað starf þandalags- ins í stjórnartíð sinni hafa einkennzt mjög af kjaraharáttu, svo sem vænta mætti, svo og hefði í seinni tíð verið lögð rík áherzla að taka fyrir og fjalla um innan bandalagsins einstök mál er vörðuðu aðstöðu og hagsmuni félagsmanna, og nefndi hann sem dæmi ráð- stefnu bandalagsins nú nýverið um lífskjör á íslandi. Jónas Bjarnason kvaðst vænta þess að í framtíðinni einbeitti bandalagið sér að því að virða fyrir sér hverjar væru forsendur lífskjara hér á landi. „Ég vænti þess að Bandalag háskólamanna hafi í frammi kröfugerð og tilætlunarsemi í þjóðfélaginu, sem stuðli að þættum lífskjörum. Það er mín persónulega skoðun að alltof mikið af orku okkar íslendinga fari í innbyrðis átök og verð- bólgan er afleiðing af þeim og um leið útþynning á íslenzkum lífskjörum," sagði dr, Jónas Bjarnason. Kvikuhlaupið er svip- að og öll steinsteypa í 30 Breiðholtshverfum ÞÓ SVO að síðasta hrina á Kröflusvæðinu í byrjun þessa mánaðar hafi ekki látið mikið yfir sér og fólk í byggð ekki orðið kviku- hlaupsins vart þá voru umbrotin neðanjarðar þó gífurleg. Jarðvísindamenn hafa áætlað að kvikan sem þá hljóp hafi verið 45 milljón rúmmetrar og ein- hver þeirra sló á að það samsvaraði allri stein- steypu í 30 Breiðholts- hverfum. Þessi kvika hljóp um 25 km leið frá Leir- hnúk og norður í Gjástykki að mestu á einum sólarhring. Kvikuhlaupinu núna svipar í flestu til þess, sem gerðist í júnímánuði síðastliðnum. Mest hreyfing varð á milli Mófells og Kerlingarhóls, sem er um 5 km frá bæjum í Kelduhverfi. Þetta svæði þekkja jarðfræðingar minnst á umbrotasvæöinu ogþarna eru ekki mælilínur, þannig að erfitt hefur verið að fylgjast með gliðnun landsins eftir síðustu umbrot. Hveravirkni hefur aukizt verulega í Gjástykki og gufublettum fjölg- að, þannig að nú er þar um 12 slík afmörkuð svæði að ræða. Hins vegar hefur sljákkað í hverum í grennd við Leirhnúk. Landsigið mældist 70—80 sm þar sem það mældist mest nálægt Leirhnúk, sem er miðja svæðisins. Landris er nú hafið á ný nyrðra og hafa vísindamenn reiknað út að um 5 rúmmetrar kviku streymi inn í kvikuhólfið á sekúndu, en það veldur landrisi. Er þessi kvikulæk- ur svipaður að magni og Elliðaárn- ar, en þegar kvikan kemst í ákveðna hæð má búast við nýju kvikuhlaupi. Morgunblaðið spurði dr. Axel Björnsson jarðeðlisfræð- ing að því í gær hvenær reikna mætti með næstu umbrotum á svæðinu. — Við reiknum með að það verði 1. apríl næstkomandi, það er varla hægt að hengja neinn fyrir að spá umbrotum þann dag, sagði Axel. íslenzku flugliðarnir til London ÍSLENZKU flugliðarnir, sem voru á Sri Lanka, voru vænt- anlegir til London á laugar- dagskvöld, nema Dagfinnur Stefánsson sem verður eitt- hvað áfram á Sri Lanka og Oddný Björgólfsdóttir flug- freyja, sem ekki var orðin ferðafær. Geir Svavarsson hjá Flug- leiðum sagði í gær að ekki væri ljóst, hvenær fólkið kemur heim. Beint flug frá London til Islands verður ekki fyrr en á þriðjudag, en vera mátti að fólkið kysi að halda áfram frá London til Glasgow eða Luxem- burgar í veg fyrir íslenzka flugvél og koma heim í dag, sunnudag. Upphaflega átti fólkið að koma til íslands á laugardags- kvöld, en vegna veðurs á Sri Lanka seinkaði ferð þeirra þaðan. Bæjarráð Hafnarfjarðar: Tekur boði DAS um þátttöku í Hrafnistu BÆJARRÁÐ llafnarfjarðar hefur þegið boð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna um að eiga aðild að byggingu hjúkrunarheimilis Hrafnistu í Hafnarfirði, en forráðamenn DAS sendu sveitarfélögunum á Reykjanesi slíkt boð fyrir nokkru. Að sögn Árna Grétars Finnssonar, bæjarráðsmanns í Hafnarfirði, er nú verið að byrja á nýrri álmu Hrafnistu í Hafnarfirði og var sveitarfélögunum á Reykjanesi boðið að fjármagna ákveðinn fjölda herbergja í álmunni, en hún á að rúma í kringum eitt hundrað vistmenn. Sveitarfélögunum er hins vegar í sjálfsvald sett hversu mörg herbergi þau vilja f jármagna. Árni sagði, að Hafnarfjarðar bær hefði áður styrkt byggingar- framkvæmdirnar að Hrafnistu og veitt DAS ýmsa fýrirgreiðslu en þarna yrði um beina þátttöku bæjarins að ræða í þessum fram- Fjölgun í fiskiskipa- flotanum á næstunni HINN nýi skuttogari Magnúsar Gamlíelssonar á Ólafsfirði verður sjósettur hjá Slippstöðinni á Akureyri í byrjun næsta árs. Skipið verður síðan afhent um 2 mánuðum síðar. Hjá Slippstöðinni var fyrir nokkru byrjað að smíða loðnuskip fyrir Hilmisútgerðina, Jóhann Antoníusson, á Fáskrúðsfirði. Á það að bera 1250 tonn og verður væntanlega afhent í lok næsta árs. Unnið er að því að byggja yfir Þórð Jónasson EA hjá Slippstöðinni og loks verður byrjað á ný eftir áramót að vinna við smíði skips, sem Slippstöðin keypti sem skrokk frá Svíþjóð fyrir ári. Orgy Skafió rúðurnor Hjá Þorgeiri og Ellert á Akra- nesi er verið að smíða skuttogara fyrir Tálkna hf. á Tálknafirði. Hann verður 47 metra langur og á að vera tilbúinn á miðju næsta ári. Á Akranesi er næsta verkefni skipasmíðastöðvarinnar smíði togara fyrir Hjálmar Gunnarsson og Gunnar Hjálmarsson á Grundarfirði og á hann að vera tilbúinn 1980. Er þetta þriðja verkefni Þorgeirs ög Ellerts fyrir þessa aðila, en áður hefur stöðin smíðað tvo 100—200 tonna báta fyrir þá. Hjá Stálvík er verið að breyta togaranum Júpiter í nótaskip fyrir Hrólf Gunnarsson í Reykjavík. Annar gamall togari er í breyt- ingu. Það er Þormóður Goði, sem verið er að breyta í nótaskip í Finnlandi og er skipið væntanlegt um miðjan næsta mánuð. Frá Svíþjóð er nýja Eldborgin, eitt fullkomnasta skip flotans, væntanleg á næstunni. Þá eiga íslendingar von á tveimur togur- um frá Portúgal, en hvert þeir fara er ekki vitað enn. Svo virðist sem útgerðarmenn hafi ekki sérstakan áhuga á þessum skipum. Hins vegar hefur Morgunblaðið fregnað að þrjú fyrirtæki, Miðnes, Klakkur og Arborg, hafi í höndunum samninga um þrjá togara frá Póllandi, en innflutningur þeirra hafi ekki fengizt samþykktur af stjórnvöldum. kvæmdum. Fyrir liggja umsagnir bæði heilbrigðisráðs bæjarins og 'stjórnar Sólvangs þar sem mælt er með þátttöku bæjarins í að fjármagna ákveðinn fjölda vist- rýma í fyrirhuguðu hjúkrunar- heimili að Hrafnistu en hins vegar er lagt til að heilsugæzlustöð verði valinn staður á Sólvangssvæðinu. Boðið hafði verið upp á að rúma slíka heilsugæzlustöð í hinni nýju álmu áð Hrafnistu. Bæjarráð samþykkti svofellda tillögu til bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn þakkar boð Full- trúaráðs sjómannadagsins um að gefa Hafnarfjarðarbæ kost á að taka þátt í byggingu hjúkrunar- heimilis Hrafnistu í Hafnarfirði og samþykkir að gerast aðili að byggingunni á þeim grundvelli, sem um hefur verið rætt, þ.e. að bæjarsjóður fjármagni ákveðinn fjölda vistrýma í fyrirhugaðri nýbyggingu og að ráðstöfun þeirra rýma til Hafnfirðinga verði ákveð- in af aðilum á vegum bæjarins og heilsugæslu í samvinnu við félags- málastofnun á hverjum tíma. Jafnframt er bæjarráði falið að halda áfram viðræðum við for- ráðamenn Hrafnistu um fjár- mögnun og annað, sem mál þetta varðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.