Morgunblaðið - 26.11.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 26.11.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Troels Bendtseni Norræna húsið Endre Tót og Planstudio Siepman. Gallerí Suðurgata 7. Ulrik Arthursson Stahr« Norræna húsið. Kristján Jón Guðmundsson« Mokka. Nonni« Laugaveg 25. Á síðari árum hefur það orðið ae algengara, að einstaklingar eða hópar haldi sýningar á listrænum ljósmyndum. Jafnað- arlega munu þetta ljósmyndir, sem viðkomandi hafa unnið að öllu leyti sjálfir og hafa hér verið á ferð allt í senn þraut- reyndir, landskunnir atvinnu- ljósmyndarar, — áhugamenn er hafa það að íhlaupavinnu að taka ljósmyndir, svo og hrein- ræktaðir áhugamenn. — Þó má með réttu halda því fram, að áhugamannanafnbótin gerist tvíræð um leið og menn fara að halda stórar einkasýningar á vinnu sinni — en um það atriði má vísast lengi deila líkt og margt annað. Það er fjarri því að undirrit- aður hafi á nokkurn hátt á móti þessari þróun, því að sé ljós- opinu rétt beitt hefur myndavéi- in mikið sjónrænt menntunar- gildi fyrir hvern og einn er á henni heldur. Menn uppgötva og upplifa stöðugt ný og áhugaverð sannindi í umhverfinu — dauðir hlutir öðlast nýtt lif og þetta líf má magna á marga vegu með klækjum hugvitssemi og list- bragða. Plinn af þeim er Ijósmynda- tæknin hefur heillað, er Troels Bendtsen, landskunnur þjóð- lagasöngvari, en fram að þessu með öllu ókunnur á opinberum vettvangi sem ljósmyndari — a.m.k. minnist ég þess ekki að hafa séð myndir eftir hann fyrr. Það er'skemmst frá að segja, að sýning Troels kom mér þægilega á óvart. Myndirnar yfirleitt vel teknar og mikil alúð lögð við útfærsluvinnuna — framköllun — eftirtöku (kópier- ingu) og stækkun. — Mestu varðar þó að Troels hefur næma tilfinningu fyrir umhverfinu, hvort tveggja aðalatriðum sem og hinu smágerða. Myndirnar á sýningunni skiptast í tvo hópa, annars vegar fjörumyndir en hins vegar myndir er Troels tók við kvik- myndun Brekkukotsannáls. Fjörumyndirnar eru bráð- skemmtilegar og sá er hér ritar getur einkum trútt um talað, er brúðumyndirnar eru annars vegar — það eru furðulegar og margræðar formanir sem brúð- ur og brúðuhlutar taka á sig svo og yfirleitt flest það, sem velkst hefur lengi í öldurótinu. Hlut- irnir verða einhvern veginn svo myndrænir. — Á stundum, átakanlega myndrænir, og sá er um fjörur reikar hefur ósjaldan á tilfinningunni að hann sé staddur í leikhúsi mannlífsins. Brúður má nota á margan veg og í mörgum tilgangi sem hluta af myndheild og hefur verið gert síðan fyrst var farið að búa þær til — hvorttveggja í tvívíðum og þrívíðum skilningi, — með hugmyndafluginu nær maður fjórðu víddinni — hinni sálrænu vídd. Ekki hef ég hugmynd um hver var fyrstur nútímalista- manna til að festa brúðuslitur á myndflöt eða vinna í myndir með brúðum — en að þetta var einnig gert á sl. öld sá ég dæmi um í málverki á listasafni í Borgá í Finnlandi, nú í sumar. Sá*er um fjörur reikar kemst t.d. ekki hjá því að rekast á brúðuslitur í nágrenni byggðar — þegar hann svo hagnýtir sér slíkt sem myndefni er hann ekki frekar undir áhrifum frá ein- hverjum Hu-Fu frá Kína — Kawamata frá Japan eða t.d. Finnanum Johan Knutson (1816—1899), en nútímalista- mönnum svo sem Joseph Cornell eða Hans Erni. Að við nefnum ekki allar þær tugþúsundir listamanna er hafa hagnýtt sér brúðuna sem tjámiðil í gegnum árin þótt hér geti sjálfsagt verið um víxlverkun að ræða. Frapi- setningin er hér aðalatriðið, sem alltaf, en ekki einungis efnivið- urinn. Mér finnst Troels nálgast brúðurnar og myndefni fjöru- borðsins með tilfinningu sem er hans eigin og margar myndanna eru bráðskemmtilegar, — vel gerðar og listrænar og eru þannig höfundinum til sóma. — Það er annar heimur or blasir við í myndunum frá upptöku Brekkukotsannáls og hvíiíkur munur. Myndirnar eru sem fyrr vel teknar og munur- inn felst í því, að í stað tilbrigða frá fjöruborðinu sem hafa svip af eilífðinni sjáum við nú lifandi manneskjur með ríka, for- gengilega sjálfsvitund. Margar manngerðirnar eru hér sláandi og sem klipptar úr fortíðinni, t.d. er gervi Odds Björnssonar leikskálds, frábært. Fyrir sumt þótti mér meira varið í að horfa á einstakar myndir en kvikmyndina sjálfa, sem ég var raunar aldrei sáttur við. Troels Bendtsen getur vissu- lega verið ánægður með sinn hlut — það hefur verið honum dýrmæt lífsreynsla að takast á við hin margvíslegustu mynd- efni sem getur að líta á sýn- ingunni og árangurinn er merkí- lega góður. Þrátt fyrir að ætla megi að Gallerí Suðurgata 7 sé mjög vel í sveit sett hvað staðsetningu áhrærir, — í hjarta borgarinn- ar, virðist aðsókn frekar fara minnkandi en hitt. Það er næsta ótrúlegt að koma á listsýningu í Reykjavík um kvöldmatarleytið á sunnudegi, og uppgötva að maður er fyrsti (og máski einnig síðasti) gestur dagsins. Og það, þrátt fyrir að sýningin hafi fengið prýðisgóða umfjöllun í fjölmiðlum. Sú iþrótt, sem þar fer fram á fjölum — gólfi — lofti og veggjum, hefur bersýnilega ekki heillað, og á naumast eftir að heilla almenning. Hér er um hvers konar heilabrot og sér- viskulegheit að ræða — á stundum áhugaverð fyrir fjöl- fróða í listinni, þar á meðal mig, — en þó einkum fyrir bóklærða háspekinga og sprenglærða fræðinga. Þetta fer fyrir ofan garð og neðan hjá fjöldanum og vísa má til þess að slíkt er meðal þeirra deilda á risavöxnum alþjóðlegum sýningum, þar sem varla nokkur sála sést á ferli nema listamennirnir sjálfir og áhangendur þeirra. Regn-list Endrc Tóti hvað er nú það? — Sjónrænt regn — horn regn — einangrað regn — mitt regn — þitt regn — okkar regn — ófullgert regn. — Allt þetta rissað á lituð íslenzk póstkort með smástrikum er tákna eiga regn ... Þetta líkist einna helst samkvæmisleik hjá fólki er veit ekki hvernig það á að fara að því að láta tímann líða og er eins ófrumlegt og . nokkuð getur ófrumlegt verið. Á efri hæðinni sýnir Planstudio Siepman nokkrar myndraðir frá gjörningum en ég gat ómögulega lifað mig inn í sviðsmyndirnar. Mesti gjörningurinn er fram fér í þessu húsi þykir mér ótvírætt vera þolinmæði að- standanda galleríisins — er sallarólegir sitja þarna dag eftir dag og bíða eftir gestum, sem ekki koma. Skyldu það annars ekki vera draugar og fylgjur hússins, sem eru í meirihluta sýningargesta? — Það situr jafnan lengst í manni, er út er komið, að hafa heimsótt þetta vinalega og fallega litla hús. Það er þegar búið að skrifa um sýningu Ulriks Arthursson- ar Stahr hér í blaðið og vil ég hér einungis árétta gæði sýning- arinnar en um leið vísa til þess hve þessi aðferð, — að teikna, skrifa og staðsetja mynd og mál Skátabasar íKópavogi ídag SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR heldur sinn árlega basar að Hamraborg 1 (kjallara) Kópavogi, í dag sunnudag- inn 26. nóvember. Þar verð- ur margt góðra muna m.a. ullarfatnaður, handunnar vörur o.fl. o.fl. Einnig flóa- markaður og kökusala. Skátafélagið Kópar hvetur Kópavogsbúa til að láta ekki happ úr hendi sleppa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.