Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUVNUDAGUR 26. NOVEMBER 1978 13 á sem fjölbreyttastan hátt á afmarkaðan flöt er skemmtileg og lærdómsrík. Mjög gilt náms- efni vrð kennslu í listaskólum og raunar alls staðar þar sem sjónmenntir eru kenndar. Hér er um rökræna, umbúðalausa tjáningu að ræða, sem vert er að gefa meiri gaum. Sumir, er leggja út á list- brautina, eru óvenju hógværir þrátt fyrir góða hæfileika og ágæta undirstóðumenntun. Aðr- ir hafa það sem æðsta mark að halda sýningar sem allra fyrst og oftast — mega ekki vera að því að tileinka sér frumstæðustu undirstöðuatriði og því miður eru slíkir snjöggtum fleiri hin- um. Einn af þeim er tilheyra fyrri flokkinum er Kristján Jón Guðnason, sem um þessar mundir er með litla en mjög snotra sýningu á Mokka Kaffi við Skólavörðustíg. Hann stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands í fjögur ár og síðan framhaldsnám við Listiðnaðarskólann í Ósló. All- nokkur ár eru síðan Kristján kom heim en lítið hefur sést eftir hann á sýningum enda virðist hann tregur til að láta myndir frá sér fara. Óþarflega tregur finnst undirrituðum, því að það sem sést hefur eftir hann t.d, á Haustsýningunum, hefur vakið athygli og borið vott um að myndir hans eiga meira erindi á opinberan vettvang en margar þeirra er reglulega halda sýningar. Með hliðsjón af áhuga Kristjáns, dugnaði og atorku í skóla furðar ýmsa á því að ekki sér meira af athófnum hans á sýningarvettvangi. Nú gefa sýningar á kaffistof- um sjaldnast ástæðu til sér- stakrar umfjöllunar en mig langar til að vekja athygli á eínkar snoturri sýningu á vatns- litamyndum, teikningum og nokkrum málverkum á þessum stað. í þekkilegum sýningarsal á Laugavegi 25 sýnir um þessar mundir ungur maður er nefnir sif Nonna. Engin deili veit ég á þeii.' manni en mér skilst að þetta sé önnur sýning hans hér í höfuðborginni. Ekki sá ég fyrri sýningu hans og get því ekki gert neinn samanburð hér. Mér skilst að Nonni sé sjálfmenntað- ur í listinni, sem raunar má vera meira en auðséð á myndum hans, sem eru margar hverjar stórfurðulegar fantasíur sem oft og tíðum er erfitt að botna í. Þá treður Nonni upp með „improviseruðum" dansi á milli kl. 9—10 á hverju kvöldi. Er það sérkennilegur gjörningur og vafalaust ýmsum til eftirbreytni — einkum þeim þurrpumpulegri í stétt myndlistarmanna. Bragi Ásgeirsson. »""":«"»""' '">"::' """""" ¦" 'HSSr ' í.i~-l Pési ref ur eftir Kristian Tellerup Pési refur er létt og kátleg dýrasaga — viöfelldinn lestur hverjum sem er og ágættil upplestrar fyrir lítil börn. Sagan er um lítinn tófuyröling frá því hann fæöist og þar til hann flytur aö heiman og reisir bú meö sinni heittelskuðu. Pabbinn í bókinni er aö veröa gamall og ekki eins fljótur aö hlaupa og þegar hann var upp á sitt besta. Er þaö slæmt fyrir hann því að oft eiga refir fótum fjör aö launa. En pabbi kann veiðiaöferð- irnar og kennir þær Pésa syni sínum. Er sú kennsla ekki vandalaus því að þrátt fyrir góöan vilja gerir Pési mörg asnastrik og stofnar báðum í lífshættu. En allt bjargast það, Pési þroskast og lærir uns hann verður fær um að sjá um sig sjálfur. En gömlu refirnir geta ekki sest í helgan stein þótt sonurinn verði mikill veiöirefur. Hann hittir litla refastelpu sem hann verður skotinn í og flytur að heiman til þess að ala upp sín eigin börn. ési refur s4) Almenna bókaf élagið Austurstrasti 18 Skemmuvegi 36, Kópavogi - sími 19797 sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.