Morgunblaðið - 26.11.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.11.1978, Qupperneq 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Utgefandi AÍrlflfcifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Auming j askapur Alþýðuflokksins j Reykj avíkurbréf Laugardagur 25. nóvember Sjömeistara sagan Aumingjaskapur Alþýðu- flokksins í stjórnar- samstarfinu er að verða eitt helzta umræðuefni manna á meðal. Síðasta dæmi hans eru skilyrði þau, sem Al- þýðuflokkurinn ákvað á miðvikudagskvöldi að setja fyrir því að samþykkja rúmlega 6% kauphækkun hinn 1. des. n.k. en féll svo frá aðfararnótt föstudags. Nú er svo komið, að þegar forystumenn Alþýðuflokks- ins og þingmenn gefa yfir- lýsingar um það, að Alþýðu- flokkurinn ætli að knýja þetta eða hitt fram í stjórnarsamstarfinu eða berja í borðið og segja hingað og ekki lengra eru viðbrögð manna þau að skellihlæja. Gengi Alþýðu- flokksins hefur fallið svo rækilega frá kosningum, að það er ekki lengur hægt að taka nokkurt mark á því, sem forystumenn hans segja. Allt er það marklaust tal — orðakonfekt. Aldrei í stjórnmálasögu þjóðarinnar á þessari öld hefur stjórnmálaflokkur haldið jafn illa á miklum kosningasigri eins og Al- þýðuflokkurinn nú. Auð- mýking hans hófst, þegar að kosningum loknum, þegar Alþýðubandalagið eyðilagði tilraun formanns Alþýðu- flokksins til stjórnar- myndunar. Enn voru kratar barðir til hlýðni, þegar Lúðvík Jósepsson reyndi stjórnarmyndun og loks þegar Ólafur Jóhannesson myndaði núverandi ríkis- stjórn. Þegar ríkisstjórnin var mynduð höfðu Alþýðu- flokksmenn stór orð um, að breyting á vísitölunni fyrir 1. desember væri forsenda fyrir því, að ríkisstjórninni tækist ætlunarverk sitt. Að kröfu þeirra var hin svo- nefnda vísitölunefnd sett á fót og fyrirskipað að skila áliti fyrir 20. nóv. sl. For- maður nefndarinnar hélt bersýnilega, að hér væri talað í alvöru og lagði áherzlu á, að nefndin sendi frá sér efnismiklar tillögur fyrir þennan tiltekna dag. Þá birtust þeir Alþýðu- bandalagsmenn og sögðu, að vísitölunefndin hefði ekkert með að gera vandann 1. desember. Einn af ráð- herrum Alþýðuflokksins játti því og gekk þar með þvert á heitstrengingar Al- þýðuflokksins við myndun ríkisstjórnarinnar. Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegs- ráðherra, talaði af auðmýkt þess manns, sem rækilega hefur verið barinn til hlýðni. Þessi afgreiðsla á vísi- tölunefndinni og störfum hennar var ekki eina auð- mýking Alþýðuflokksins að þessu sinni. Flokkurinn tók á sig rögg og lagði fram tillögur í ríkisstjórninni um lausn efnahagsvandans, sem voru þannig vaxnar að hefðu þær verið fram- kvæmdar undanbragðalaust er mjög líklegt, að árangur hefði náðst. Alþýðubanda- lagið lagði hins vegar fram allt aðrar tillögur, sem að vísu gera ráð fyrir helmings skerðingu vísitölunnar. Þingflokkur Framsóknar- flokksins samþykkti að til- lögu fjármálaráðherra áætlun, sem var mjög í samræmi við tillögur Al- þýðuflokksmanna en þrátt fyrir það kom Ólafur Jóhannesson á ríkis- stjórnarfund og hallaði sér að kommúnistum og gerði þeirra tillögur að sínum. Þegar hér var komið sögu var ljóst, að nú reyndi á, hvort Alþýðuflokkurinn hefði þrek og styrk til þess að kúga Alþýðubandalagið og Ólaf Jóhannesson eða hvort aumingjaskapur krata væri slíkur að þeir létu kúga sig. Niðurstaðan varð að sjálfsögðu sú, að kratar voru kúgaðir, eins og búast mátti við. Það er lærdómsríkt fyrir kjósend- ur Alþýðuflokksins í síðustu kosningum, að fylgjast með þessum harmleik — því að harmleikur er það. „Það verður litið til þín Dóri minn,“ voru síðustu orðin, sem Guðjón í Laxnesi sagði við Halldór son sinn. Ævisaga, sem vegur salt milli sögu og skáldsögu, kallar á skáldlegt leiftur af þessu tagi. Ein slík setning, sem verður leiðsögu- stef mikillar ævi, er meira í ætt við ævintýri skáldskaparins en hvunndagslegt tal á kveðjustund. En það er einmitt í slíkri reynslu sem skáldskapur rís úr öskustó hversdagslegustu viðburða. Ein setning þessa stillta ágæta manns, Guðjóns í Laxnesi, í kirkjufordyr- inu að Lágafelli hefur fylgt sögupersónunni Halldóri Laxness eins og örlagastef íslenzkrar fornsagnar. Halldór Laxness hefur nú lokið skáldsögum sínum í ritgerðar- formi eða essay rómönum, eins og hann nefnir æviminningar sínar. Þó eru minningar misvísandi orð í þessu sambandi, eins og skáldið hefur bent rækilega á, m.a. í Sjömeistarasögunni, þegar hann talar um útvalda „málstalendur þess algerlega gæsalappalausa sannleika og hlýtur þó að vera einhversstaðar til; eða hvað?“ Þessi setning er miðþyngdarstaður í þessari síðustu minningaskáld- sögu, sem er þó miðbók þriggja merkra rita og enginn vafi á því, að til þeirra mun oft vitnað, því að rit Halldórs Laxness munu ekki síður gegna því hlutverki fornra sagna og ljóða, sem hann talar um einhvers staðar í Sjömeistarasög- unni, en þar segir hann: „Ofaná þetta bættist sú vitneskja, að þó á Islandi hafi einiægt þótt hlægilegt að vera biflíufastur, lækkar þó íslendíngur aldrei svo mjög í sjálfsvirðíngu einsog þegar hann rekst á annan íslendíng sem er honum ofjarl í Eddu; það er einsog að vera búinn að gleyma ömmu sinni.“ I útvarpssamtalí við bréfritara í desember í fyrra um Seiseijú, mikil ósköp, sagði Laxness m.a. þessi athyglisverðu orð sem ástæða er til að hafa í huga við lestur essay rómana hans nú: að hann hafði alltaf lesið fornsögurn- ar „vegna þess að mér finnst þær skemmtilegar og áhugasamlegar, en ekki sagnfræði"; að jafnvel hefði flögrað að honum „að það væri ekki nokkurt sagnfræðilegt orð í Heimskringlu." Þann dag, sem íslendingar gleyma ritsnilld Halldórs Laxness, gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð og þá verður fámenni þeirra ekki umtalsvert nema vegna þess eins að það verður broslegt. Þá munu þeir ekki einasta hafa gleymt ömmu sinni, heldur Eddu líka, en sumir telja merkingarfræðilegan skyldleika með þessum tveimur orðum. Þessar minningaskáldsögur Halldórs Laxness mynda þá veröld æsku hans og unglingsára, sem hann kýs að standi eftir, þegar allt er horfið inn í þann „gæsalappa- lausa sannleika", sem hann varar okkur svo eindregið við. Það er í skáldskap sem veruleikinn og sannleikurinn birtast. Sagnfræði án fyrirvara er eins og ævisaga án skáldskapar. Það er í senn skemmtilegt og eftirminnilegt að fylgja skáldinu eftir og drekka í sig andrúm þess afstæða sannleika, sem verður honum að yrkisefni. Hann er hlýr og nærgætinn við þá, sem tóku að sér ungan dreng af Norðurpólnum, en það hefur löngum verið ein- kenni hans að gleyma ekki því, sem honum hefur verið vel gert. Hitt getur hann þá einnig munað lengi, þó að hann hafi einatt reynt að dylja viðkvæmni sína og rómantískt upplag með því, sem iöngum hefur verið nefnd „kilj- anska". Það er ekki einasta mikið afrek út af fyrir sig að skapa ógleymanlegan heim úr margvís- legum brotum reynslu sinnar, heldur er það á fárra færi að gefa þjóð sinni nýtt tungutak, sem aldrei verður unnt að ganga framhjá, hversu mörg æði eða fár eiga eftir að geisa eins og faraldur um ritlist okkar og menningu að öðru leyti. „Vmsir halda að náttúran sé mjög gáfuð í stjórn- málum“, segir í Sjömeistarasög- unni, „og muni seint þreytast á að finna upp stríð og dýrtíð til að afmá þann kláðamaur á jarðkúl- unni sem mannkvikindið virðist vera; láti koma drepsóttir ef stríð ekki duga. En mannkindin er nokkuð seig og aidrei fjölgar fólki eins hraustlega og uppúr styrjöld að viðbættri pest.“ Dulvættasam- band við Svía Margt er að venju í senn spaugilegt og eftirminnilegt í Sjömeistarasögunni og verður ekki farið út í þá sálma hér, enda er það ritdómara og fræðimanna að brjóta bækur til mergjar en ekki bréfritara, sem geta ekki státað af öðru en nafnleysinu einu saman. En skemmtilegar bækur virðast ekki eiga upp á pallborðið nú um stundir, hvað þá ef þær glitra af stílsnilld. Óunnið hráefni er að því leyti betur í stakk búið, ef hægt er að flokka það undir þjóðfélagsvís- indi, þ.e. félagsfræði í skáldsögu- formi. Að þessu hendir Laxness gaman í síðustu bók sinni. Þó leyfá væntanlega margbrynjaðir sér- fræðingar í tittlingaskít, að minnt sé á fjörlegar, óþjóðfélagslegar, en einatt hnyttnar mannlýsingar í þessum ritverkum skáldins, og getur bréfritari t.a.m. vottað af eigin reynslu, að þau örfá orð, sem látin eru falla um Boga Ólafsson, menntaskólakennara, geta ekki að hans mati hitt betur í mark: „Bogi gaf oft útaf sér launfyndnar en illmúraðar og samt einhvernveg- inn aldeilis meinlausar athuga- semdir við þá pilta sem voru raunverulega heimskir og fákunn- andi einsog undirritaður þó mér fyndist annað sjálfum ...“ Þá er það ekki síður athyglis- vert, hve skáldinu hefur ungum þótt gaman að frýnast í verk alls kyns höfunda, ekki sízt norskra; segist aldrei hafa losnað til fulls undan áhrifum Hamsuns, nefnir sveitasögur Björnsons heimsbók- menntir og ljóstrar því loks upp í fyrsta sinn, að kveikjan að Sölku Völku hafi leynzt í lítt þekktri bók eftir Jónas Lie.' En maður veit að vísu aldrei, hvenær Halldóri er mikið niðri fyrir og hvenær ekki. Líf hans og verk eru fléttuð úr þverstæðum, sem stundum er erfitt að henda reiður á. Þegar hann talar um Söngva förumannsins sem snilld- arkvæði og segir, að það sé „einsog áð standa í miðjum heilsubótar- geisla" að hlýða á kímniljóð Tómasar Guðmundssonar og „kurteisar heimsádeilur hans“, skemmtir hann okkur með því, að Pétur Jakobsson, fasteignasali, hafi verið „gott skáld þar sem hann er bestur og þó enn betri þar sem hann er verstur". Og ennfrem- ur: „Snemma fór að bera á þeirri geðbilun hjá mér að þykja góðar bækur vondar ef þær voru góðar, öfugt við séra Jóhann: „góðar bækur eru góðar ef þær eru góðar“; og oft bestar þær sem voru verstar." Pétur Jakobsson var sérkenni- legur maður og samtalsgóður; og minnti á Sartre. Það fer ekki hjá því, að það hvarfli að manni, að það sé sannleikskorn í þeirri sjálfslýs- ingu Halldórs Laxness, þegar hann talar um þennan „óútskýranlega gest af Norðurpólnum". Og alltaf skal hann afgreiða „viðkvæmustu" dægurmálin með þeim hætti ein- um sem er við hæfi. A einum stað segir hann t.a.m.: „Segja má að við höfum haft dulvættasamband við svía síðan í fornöld." A öðrum stað, eins og fyrr getur: „Núna er tilamunda fögrum bókmenntum yfirleitt skift í tvo poka. Málið er mjög einfalt. Maður flettir upp einhversstaðar í bók, þefar stund- arkorn og finnur á augabragði hvorumegin bókin á heima; það er semsé annaðhvort hægribók eða vinstribók en bækur sem þar liggja á milli skifta ekki máli. Sá maður núna sem skiftir bókum í aðrar kategóríur en tvær er vægast sagt „eitthvað skrýtinn"; kanski keyptur til að þjóna einhverjum enn verri djöflum en hægri og vinstri; vissara að nefna hann ekki. Það má einu gilda hvort bækur núna eru góðar eða vondar; sígild verðlagníng á bókum horfin; um bókmentagildi er ekki spurt, það er hlægilegt hugtak ...“ Og ennfremur: „Núna er sagt: við breytum þjóðfélaginu með illu eða góðu; byltum því; þá læknast öll þessi mein. Og samt finst okkur að höfundar núna séu of einfaldir, eða blátt áfram lítilfjörlegir og hafi ekki einusinni vald á rök- semdafærslu; margir þeirra æpa; mann langar að fara að lesa aftur ástamálaþrugl einsog í bókum Amalíu Skrarn." Sannfræði og skáldskapur Eins og fyrr getur er minnzt á, séra Jóhann dómkirkjuprest í Sjömeistarasögunni. Hann er fyr- irmynd fjölmargra persóna í ýmsum bókum skáldsins; dóttur- sonur hans, Þorkell Jörgen Klerk segir í samtali við Mbl. nýlega að afi hans hafi gengið hempuklædd- ur um Reykjavík, talað við fátækt fólk um hagi þess og vikið að því smáræði. „Guð blessi okkur mat- inn,“ sagði hann að kvöldverði loknum eins og fjallræðufólkið í minningasögum skáldsins — og fékk sér svo rækilega í nefið með þessum orðum: „Enginn þykist of vel mettur, nema fylgi tóbaksrétt- ur.“ Þessi skemmtilegi maður skírði Halldór, en páfanum í Róm þóknaðist að taka það ekki gilt. Þá er éinnig vitnað til Guðs- gjafaþulu í Sjömeistarasögunni: „Einari Ólafi kyntist ég hinsvegar fyrst þegar við urðum samferða til íslands á gamla Gullfossi vorið sem „stóra krakkið" varð 1920, sjá upphaf Guðsgjafaþulu ...“ Þetta leiðir hugann að því, að essay rómanar Halldórs Laxness eiga sér langan aðdraganda og raunar rætur í Brekkukotsannál, þar sem hann fjallar um atburði úr æsku sinni. Höfundur Njáls sögu segir ek á einum stað, en við vitum því miður ekki, hver þessi ég var. Halldór Laxness talar einnig í fyrstu persónu í Brekkukotsannál. I Guðsgjafaþulu er talað um „ævisöguritarann" og Innan- sveitarkronika er byggð á minnum eins og fornar sögur íslenzkar, sbr. I túninu heima, en þar segir svo: „Synir mosfellspresta höfðu frá alda öðli átt brösótt við hrísbrúar- menn; þessir tveir (leikfélagar skáldsins og synir prestshjón- anna) sögðu mér margt af við- skiptum sínum við þá; ég bjó einusinni til um það róman og hefði sá þolað að vera leingri, og betri“ (þ.e. Innansveitarkronika). Skáldið hefur reist flest verk sín á heimildum og má nefna íslands- klukkuna, Heimsljós, Gerplu og Para- / MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 17 dísarheimt. En úr því fer hann að skrifa skáldsögur um minningar, Brekkukotsannál, Guðsgjafaþulu og Innansveitarkroniku; síðan Sjömeistarasöguna og hliðstæður hennar tvær og verður þá einatt erfitt að skilja á milli skáldskapar og sannfræði. Athyglisvert er, að í minningasögunum þremur, I tún- inu heima, Sjömeistarasögunni og Úngur eg var, vitnar Laxness í síðustu skáldsögur sínar eins og væru þær einnig skáldsögur í ritgerðarformi. „En kirkja hafði ekki risið að Mosfelli sjálfu síðan hún var brotin árið 1889 í Innansveitarkroniku“ segir í minningasögunni I túninu heima og í Úngur eg var segir m.a.: „En Óskar (Halldórsson) hafði tvö herbergi á leigu í Kolbjörnsens- gade, og þegar ég sagði honum að ég væri að leita mér gistíngar í nokkra daga áðuren ég færi heim, þá sagði hann: „blessaður kondu og búðu hjá mér meðan þú stendur við í bænum (upphaf Guðsgjafa- þulu).“ í Guðgjafaþulu segir svo: „Mér líkar við þig, kondu bara með mér heim núna: Eg á von á svíum,“ segir Islandsbersi við ævisögurit- arann. Og síðar: „Gistu hérna, segir hann. Ef þú ætlar að skrifa ævisögu mína þá verðurðu að sjá hvurnin ég lifi.“ I Brekkukotsannál segir m.a. svo: „Eg vil enn ítreka það sem ég hef oft látið liggja að á þessum blöðum, að ég er ekki maður til að útmála með réttum orðum verk Garðars Hólms. Við vorum bornir og barnfæddir sinnhvorumegin við sama kirkjugarð og höfum ævin- lega verið kallaðir náskyldir menn og margir ruglað okkur saman, sumir með öllu farið mannavillt á okkur ...“ í Brekkukotsannál eru ævisögu- stellingar, hefur skáldið sagt. Vegna ummæla Halldórs Lax- ness um Innansveitarkroniku, sem vitnað er í hér að framan, er ekki úr vegi að rifja upp það, sem hann sagði um ritun fornra íslenzkra sagna í fyrrnefndu útvarpssamtali vegna þess hve auðvelt er að heimfæra orð hans upp á Innan- sveitarkroniku, þótt hann gefi henni ekki þá einkunn sem hún á skilið, svo glitrandi og hnitmiðað listaverk sem hún er, en jafnframt einfalt og samið utan um eina hugmynd, sem sprottin er úr hversdagslegum hlutveruleika; hann sagði: að margar fornar sögur væru skrifaðar utan um eitthvað eitt mál, eina eða tvær hetjur, „oft eitthvert mjög einfalt grundvallaratriði"; síðan sýna höfundarnir kunnáttu sína og snilli, „hæfileika í því að láta þetta litla umræðuefni þróast í höndun- um á sér. Það eru engin takmörk fyrir því, hvað það getur orðið altækt og í rauninni stófenglegt.“ Semsé: að hér hafi verið e.k. skóli eða hópur mikilla rithöfunda sem náðu svo langt í þeirri list „að búa til sögu rétt“ að einsdæmi er. Huldufólks- kvædi og ritstýrd sagnfrædi I samtalsritgerðunum, Skegg- ræður gegnum tíðina, segir m.a. svo undir kaflaheitinu Mosdæla saga: „Halldór Laxness segir um Innansveitarkroniku sína, að þar hafi hvert einasta pút og plagg grundvöll í veruleikanum, og raunar mætti taka enn dýpra í árinni, því að margt rís þar á bréfuðum og bókfærðum stað- reyndum. Þannig er kronikunafn- giftin í rökréttum tengslum við efnið. „Flitt og annað er liðkað til í frásögninni," segir skáldið, „í því skyni að gera hana formfegurri; ártöl, nöfn eða staðir standa ekki alténd heima. Ég var að leita til baka, til upphafs skáldsögunnar, þar sem hún byrjar í kroniku eða eftirlíkingum áf kroniku. Skáld- saga er ritstýrð sagnfræði og eftirlíkt sagnfræði. Maður þykist vera að tala um veruleika, en það er sá veruleiki þar sem höfundur- inn skipar hlutunum sjálfur í röð, „rétta“ röð, a.m.k. eftir sinni beztu samvizku. Það er tilraun til að fá lesandann til að trúa sagnfræði, sem maður hefur ritstýrt sjálfur eða búið út. En skáldsaga er samt að því leyti raunveruleg, að höfundurinn getur aðeins sagt frá atburðum, mönnum, hugmyndum, flækjum og árekstrum, sem hann hefur sjálfur lifað. Hann hefur fólkið í handraða, a.m.k. í bútum, setur síðan bútana saman. Höf- undurinn getur ekki farið út fyrir sína eigin reynslu; en hann ritstýr- ir henni. Hann býr sér til grind sem er þegar bezt lætur eins rökrétt og grind í húsi, síðan fyllir hann upp í grindina með reynslu sjálfs sín. Annað hefur hann ekki fram að færa en reynslu sjálfs sín. Maður er andsvar við þeim áhrif- um, sem hann verður fyrir í lífinu.“ Þarna segir skáldið sem sé skýrt og skorinort frá því, hvað fyrir honum vakir, og þurfa menn ekki að ganga í grafgötur um það. En við þurfum ekki heldur að velta vöngum yfir markmiðum hans, svo glögga grein sem hann gerir sjálfur í Sjömeistarasögunni fyrir tilgangi sínum og takmarki í lífi og verkum. Hann segir ungur: „Það starf sem ég gæti hugsað mér væri að leita að upptökum Nílar." Sú Níl sem hefur heillað könn- uðinn Halldór Laxness á sér margar kvíslar — og kannski er hún ekki til nema í skáldskap; eða eins og skáldið segir í óviðjafnan- legum kafla, þegar hann kemur með handritið að Barni náttúr- unnar til föður sins: „Dáið er alt án drauma.. Um þessa vísu sagði faðir hans, Guðjón í Laxnesi: „Þetta er þekkileg vísa, sagði hann. Ég vissi altaf þú værir dálítið hagmæltur Dóri minn.“ Þessi athugasemd er öðruvísi í kaflanum, sem Mbl. fékk að birta, áður en Sjömeistarasag- an kom út, en það var sunnudag- inn 29. okt. sl., þar er þetta svo — og breytti skáldið því í síðustu próförk: „Þetta er þekkileg vísa, sagði hann. Ég vissi ekki þú værir svona hagmæltur Dóri minn.“ En Guðjón í Laxnesi hafði heyrt eldri vísu eftir son sinn, sem honum líkaði vel og vissi að hann væri „dálítið hagmæltur". Þessa vísu orti drengurinn 11 ára gamall og fjallar hún um Esjuna, eins og bókfært er undir lok Sjömeistara- sögunnar. Þannig geta Skáldsögur í ritgerðarformi átt með köflum rætur í gallhörðum staðreyndum og er full ástæða til að leiðrétta þann skáldskap, sem vex úr slíkum veruleika; eða hvað? I Skeggræðunum segir svo: „Það hlýtur að vekja athygli, að i skáldverki Halldórs Laxness Kristnihald undir Jökli, segir á einum stað: „„Vinnan er guðs dýrð,“ sagði amma mín.“ Óg seinustu orð Jóns prímusar við Umba í þeirri sömu bók eru: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni". Þau orð minna á ljóðið í Barni náttúrunnar: -Páift er allt án drauma ok dapur heimurinn." Svona huldufólkskvæði mundi hann yrkja enn í dag, ef marka má í túnjnu heima (242. bls.) Allt hverfur semsé til upphafs síns. Og upphaf Nílar í þessu tilfelli er í skáldinu sjálfu. Starfsþjálf- unar kvenna síður þörf á Norðfirði en SV-landi? Könnun á jafnrétt- ismálum á 4 stöðum Nýlega er lokið könnun á jafnréttismálum í þeim fjórum bæjum. sem skipað hafa séstaka jafnréttisnefnd. en verkið unnu borbjörn Broddason lektor og Kristinn Karlsson félagsfræði- nemi. Skýrslur eru með töflum yfir hvern kaupstað. en einnig samanburðarskýrsla um staðina fjóra. I töflum um atvinnuj'áttöku kvenna kemur fram, að 49 til 57% giftra kvenna í þessum kaupstöð- um starfa utan heimilis, og frá 7—11% þeirra vinna meira en 8 klst um helgar. MINNI MENNTUN I kaflanum um menntun svar- enda og maka þeirra er flokkað í 15 menntunarstig. Þar má m.a. sjá að karlar með gagnfræðapróf, landspróf eða minni menntun eru frá 21 upp í 35% í kaupstöðunum fjórum, en sambærilegur fjöldi kvenna á þessu menntunarstigi er frá 64 í tæp 80% Ef flett er í skýrslunni má þar finna margs konar fróðleik. Til dæmis er þar að finna álit karla í öllum bæjunum á því, hvort þörf sé fyrir starfsþjálfun fyrir húsmæður, sem vilja fara út á vinnumarkaðinn. I Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi eru frá 84 niður í 82% karla á þeirri skoðun að starfsþjálfunar sé þörf, en aðeins rúmlega 71 % á Neskaup- stað er þeirrar skoðunar. Hlið- stætt svara rúm 12% karla á Neskaupstað spurningunni neit- andi, en rúm 5—6% í hinum bæjunum. Svipað er uppi á teningnum meðal kvenna í viðhorfum til þessarar spurningar. Þar sést að frá rúmum 88%. í rúm 92%. kvenna í Garöabæ, Hafnarfirði og Kópa- vogi telja þörf á starfsþjálfun fyrir húsmæður, sem vilja út á vinnumarkaðinn. Hins vegar er hlutfall þeirra kvenna sem það vilja á Neskaupstað lægst, eins og meðal karla, eða rúm 86%>. Athyglisvert er að sama tilhneig- ing kemur fram meðal karla og kvenna í Neskaupstað í því að þar er afgerandi hæst hlutfall jákvætt gagnvart vinnu kvenna utan heim- ilis, aftur á móti er þar lægst hlutfall þeirra sem telja þörf á starfsþjálfun fyrir húsmæður, sem vilja út á vinnumarkaðinn. Skýr- ingin á þessu felst væntanlega í þjóðfélagslega viðurkenndu mikil- vægi vinnu kvenna við fiskvinnslu, störf sem hingað til hafa verið hefðbundin kvennastörf og ekki talin krefjast annarrar starfs- þjálfunar en þeirrar sem fæst í vinnunni sjálfri. Hins vegar er ástandið annað á höfuðborgar- svæðinu, þar sem konur eru stöðugt að sækja í meiri mæli í störf, sem hingað til hafá verið álitin karlastörf. LAUNAMISMUNUR A svörum karla við spurning- unni um hvort launamismunur í þjóðfélaginu sé of mikill, eðlilegur eða of lítill sést að langflestir telja launamismuninn of mikinn. Þar eru frá rúmlega 71% til 74% karla í Kópavogi, Hafnarfirði og á Neskaupstað, en rúmt 61% í Garðabæ er þeirrar skoðunar. Þeir sem telja launamismuninn eðlileg- an eru flestir í Garðabæ eða rúm 18% karla, rúm 15% í Kópavogi eru þeirrar skoðunar, rúm 13% í Hafnarfirði en aðeins 7% karla á Neskaupstað. Loks telja 2,8% til 4% í Neskaupstað, Kópavogi og Hafnarfirði launamismun of lítinn og 11% í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.