Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Sjálfstæöisfélögin Breiðholti LEIKFANGABINGO Leikfangabingó veröur haldiö í dag sunnudaginn 26. nóvember kl. 14.30. Glæsilegt úrval leikffanga Spilaöar veröa 14. umferöir. Mætiö tímanlega. Húsiö opnaö kl. 13.30. Sjálfstæðifsfélögin Breiöholti. I Norðurlandasam- vinna um efhisút- vegun í þjóðbúninga Útvcgun á .ým.sum efniviði í þjóðbúninga getur verið erfið, einkum í litlu landi. þar sem pantanir gcta ekki verið stórar. En víða eru verksmiðjur, sem vilja vinna sérhæfðar pantanir, ef hver pöntun er nægilega stór og þá hagkvæmara ef fleiri samein- ast um slíkt. Dagana 31. október til 2. nóvem- ber 1978 var haldinn fundur í Ósló þar sem fjallað var um möguleika á samvinnu innan Norðurlanda um efnisútvegun til þjóðbúninga. Var fundurinn haldinn með styrk frá Norræna Menningarmála- sjóðnum. Frumkvæði að fundi þessum átti þjóðbúninganefnd Noregs, Lands- nemnda for bunadssporsmál, ríkisskipuð fimm manna nefnd, HVAÐ HEITA MARANTZ TÆKIN Á STRÆWOGNUNUM ? Nú i nóvembermánuði auglýsum við fjögur MARANTZ-tæki á strætisvögnum Reykjavikur og Kópavogs, Hver sá sem sendir inn eyðu- blaðið, hér til hliðar, rétt útfyllt á kost á þvi að vinna 300.000 króna vöruúttekt hjá okkur. Dregið verður úr réttum iausnum og vinningur afhentur hinum heppna á Þorláksmessu. Enginn er of ungur, gamalt eða ófróður um MARANTZ hljóm- tæki fil að taka þátt i getrauninni, þvi að heití tækjanna standa skýrum stöfum i auglýsing- unum. Aðeins smáathygli, annað ekki. Siðasti innsendingardagur er 5. desember. Leióandi fynrtæki á sviði sjónvarpá útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTÖPA: LAUGAttGt 10. ¦StMÁR:i27788,:191^f19'!ð0 MARANTZ magnarinn heítir: MARANTZ útverpsmagharinn heitír: MÁRANTZ plötuspilarinn heitir:___ MARANTZ kassettutækið heitir: Nafn þátttakanda. Heimili. Simi. Fæðíng&rúagur. Sendist Nesco hf. Laugaveg 10, 101 Reykjavik fyrir 5. desember W78. sem rekur skrifstofu og leiðbein- ingastöð í Ósló. Fundinn sátu, auk nefndarinnar og fastráðins ráðu- nauts hennar, fulltrúar frá óðrum Norðurlöndum, tveir frá hverju; ennfremur sérstakur fundarritari. Því miður sáu þó Færeyingar sér ekki fært að senda fulltrúa á fundinn. I upphafi fundar voru flutt erindi um þjóðbúninga hvers lands, og um vandamál og þarfir í sambandi við útvegun efnis í þá. Síðan fóru umræður um mögulega lausn hinna ýmsu vandamála, sem fram höfðu komið í erindunum, enda var Ijóst m.a. af sýnishorn- um, sem fulltrúar höfðu meðferðis, að þótt búningar séu ólíkir í löndunum, hafa í mörgum tilvik- um verið notuð sömu efni, auk klúta, legginga o.fl. sem var af líku tagi. I fundarlok var, með einróma samþykkt, myndaður samnorrænn vinnuhópur með einum fulltrúa frá hverju landi. Skulu fulltrúar viða að sér upplýsingum um efni og möguleika á efnisútvegun hver í sínu landi og senda til skrifstofu norsku búninganefndarinnar, sem fyrst um sinn mun sjá um að miðla upplýsingum milli landanna; enn fremur skal fulltrúi gefa skýrslu tvisvar á ári um þjóðbúningastarf- semi, fræðslurit, námskeiðahald o.fl., sem áhugavert kann að þykja í þessu sambandi. Nokkrir fundar- manna tóku auk þess að sér að kanna ákveðin svið efnisútvegun- ar. Enginn vafi leikur á því að samvinna sem þessi er mjög gagnleg íslendingum, ekki síst hvað snertir útvegun efnis, þar sem hér á landi er oft um litla efnisþörf að ræða af hverri tegund, en yfirleitt verður að panta talsvert magn til þess að fá vöru keypta, hvað þá ef þarf að framleiða hana sérstaklega. Fundarmenn töldu nauðsynlegt vegna framgangs mála að reyna að hittast aftur innan tveggja ára, og athuga þá jafnframt hvort auka mætti verksvið hópsins t.d. með samvinnu um gerð sniðteikninga og vinnulýsinga, og fræðslu um hefðbundnar aðferðir við saum og aðra tækni tengda gerð þjóðbún- inga. Fulltrúar íslands á fundi þess- um voru Dóra Jónsdóttir gullsmið- ur, sem lengi hefur starfað að búningamálefnum innan Þjóð- dansafélags Reykjavíkur og á sæti í íslensku þjóðbúninganefndinni á vegum félagsins; ennfremur Elsa E. Guðjónsson, safnvörður við Þjóðminjasafn íslands. Er Dóra Jónsdóttir fulltrúi Islands í nor- ræna samstarfshópnum. Gerir þú þér grein fyrir því... Að SIEMENS reykskynjari gæti bjargað lífi þínu og fjölskyldu þinnar? SIEMENS -reykskynjarar tilöryggis SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykiavík Simi 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.