Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Vladimir Bukovsky: Það var svo kalt að legði maður höndina á bekkinn fraus hún föst. Fanga- irnar Sovétmaðurinn Vladimir Bukovsky eyddi meira en helmingi fullorðinsára sinna sem pólitískur fangi uns hann var sendur nauðugur í útlegö 1976. Þar eystra nota Þeir Þrennskonar refsistofnanir: fangelsiö, fangabúöirnar og geðveikrahælið. Bukovsky, sem nú er við nám í Cambridge í Englandi, lýsir Þeim öllum í ævisögu sinni, enda hefur hann kynnst Þeim öllum. Morgunblaðið birti síðastliðinn sunnudag frásögn hans af vistinni á geöveikrahælinu. Hér er annar kafli úr bók Þessa sovéska píslarvotts, og sem fyrr byggir höfundurinn á eigin reynslu. Árið 1967, Þegar Bukovsky var 25 ára gamall, var hann dæmdur til Þriggja ára fangabúöavistar fyrir Þátt sinn í mótmælafundi á Pushkin-torgi í Moskvu. Tilefni hinna dýrkeyptu mótmæla: Nýskeð handtaka og fangelsun nokkurra sovéskra andófsmanna. ingarnar í ofboðinu. Fyrir kemur í svona uppreisn að uppreisnar- menn leggja eld í skálana. Verður þá umsátursástand um hríð, vörð- um er fjölgað um helming, kallað á varalið og búist til að berja uppreisnina niður af fullri hörku. Eftir á er hafin rannsókn. Það hefst uppi á forsprökkum óeirð- anna. Haldin eru yfir þeim sýnd- arréttarhöld, vanalega í búðunum sjálfum, og þeir dæmdir til dauða — eða 15 árum baett við fangavist- ina . .. Fátt er ömurlegra tilhugsunar en það, þegar ræst er í fangabúð- um eldsnemma að morgni um hávetur. Menn eru í svefnrofum, verksmiðjuflautan hvín án afláts og menn halda í síðasta drauminn dauðahaldi. Maður skreiðist á fætur, tilneyddur, klæðir sig í snatri og hleypur út í matskála W Mundu að vinna vel, sonur minn áú Þá var ég kominn í fangabúðir. Þetta var í nýbyggð, og hét í Bor. I búðunum voru níu skálar. Sex voru svefnskálar, einn matskáli, skóli og baðhús. Þrengslin voru mikil, að ekki sé meira sagt. Hverjum svefnskála var skipt í fernt og voru í hverju herbergi 60—80 manns. Kojur voru á tveim hæðum og jafnvel þrem. Samtals munu hafa verið 2000 manns í búðunum öllum. Umhverfis svefnskálana og vinnusvæðið voru margföld gadda- vírsgerði, bersvæði á milli, en turnar með jöfnu bili og í þeim vopnaðir verðir., Hvarvetna um búðirnar hengu uppi skilti með hvatningu um aukin afköst, töflur og línurit um framleiðsluna, og ýmis „fræðandi" merki og myndir. Ég man t.d. eftir feiknarmiklu skilti, sem náði yfir heilan vegg í skálanum okkar. Þar gat að líta mynd af konu, sem studdi hönd undir kinn og var heldur döpur á svip; og stóð eitthvað undir, sem ekki var auðlesið úr fjarlægð því þetta var eftir einn trúnaðarmanninn í búðunum og stafagerðin ekki hárnákvæm. En þegar betur var gáð reyndist áletrun þessi svolát- andi: „Mundu að vinna vel sonur minn, og hegða þér vel; þá verðurðu fljótlega látinn laus"! Hinir „virku" Það þótti mér einkennilegt er ég kom í fangabúðirnar, að annar hver maður þar bar einhvers konar merki á jakkaermi sinni: rauða borða, rendur, þríhyrninga eða tígla. Þetta reyndist vera SlO-hópurinn svonefndi, „Lög- og regludeildin". Þessir fangar voru sloppnir af „glapstigunum" sem þeir höfðu leiðzt út á, komnir „vel á veg til endurhæfingar" og orðnir virkir í sameignarstarfinu" eins og stjórn búðanna komst gjarna að orði þegar hún var að bíðja þeim lausnar. Það var farið að biðja þeim lausnar þegar þeir voru búnir að afplána svo sem helming eða tvo þriðju dóms síns (fór eftir sökunum). En meðmælin sem ég tilfærði áðan þýddu það, að fangar þessir höfðu látið leiðast til samvinnu við fangabúðastjórnina. Þeir voru einkenndir eins og ég gat um áðan, en þannig að þeir komu fyrir sjónir eins og einhvers konar sjálfboðasamtök þarna í búðunum, nokkurs konar sjálfstjórn fanga. Þeir stjórnuðu reyndar. Þeir settu sér og samföngum sínum ýmsar reglur og var hinum „ósamvinnu- þýðari" hollast að fara eftir þeim. Þeir sem komnir voru „vel á veg til endurhæfingar" níddust annars á þeim, og vitanlega með fullum vilja yfirmanna búðanna. Afturbatamenn þessir höfðu völd til þess að kúga samfanga sína, og þeir neyttu þeirra. Endr- um og eins var óbreyttu föngunum nóg boðið, og það sauð upp úr. Þa varð uppreisn 'í búðunum. Nokkrir hinna „endurhæfðu" voru drepnir, aðrir limlestir en sumir sluppu með kúlur og marbletti eftir kylfur ellegar rispur og svöðusár eftir hnífa. Hinir forðuðu sér inn í varðskálann og skriðu undir verndarvæng húsbænda sinna. Enn aðrir hlupu á gaddavírsgirð- slafrar í sig einhverja kássu, hendist síðan út aftur og niður að aðalhliði og reynir að hneppa að sér jakkanum á hlaupunum. Gráa fylkihgin Fangarnir standa þarna í fylk-. ingu, menn eru að reyna að verma hendur sínar uppi í ermunum, hafa dregið niður eyrnaskjólin á húfunum og bundið undir hökuna; það er jökulkuldi. Allir eru grá- klæddir, og þessi gráa fylking þokast áfram, menn ganga þétt eins og þeir vilji hafa hita hver af öðrum. Svona silast fylkingin áleiðis til verksmiðjunnar. Vinnan í húsgagnaverksmiðj- unni er ekki erfið miðað við suma aðra vinnu sem tíðkast í fangabúð- um. Þó að undantekinni vinnunni við ofnana, hún er mjög erfið, og það er lagervinnan reyndar líka. Önnur vinna þarna er bærileg — fyrir utan niðurlæginguna. Ég hef vitað menn handleggsbrjóta sig til þess að fá nokkurra daga frí frá vinnu. Ég hef líka séð menn höggva af sér fingur, gleypa nagla, brenna sig á höndum, sprauta einhverjum óþverra í æð í þessu sama skyni, og ég gæti talið fjölmörg ráð önnur ... Alt var þetta vitanlega refsivert. Hjúkrunarfólkið var á verði og neitaði stundum að taka til meðferðar menn sem það taldi hafa slasað sig af ásettu ráði. Ef upp komst var mönnum stungiö í steininn. Urðu þeir svo bara að vona hið bezta, því læknishjálp fengu þeir enga, nema í algerum neyðartilfellum. Sumir skáru á slagæðar sér í þeirri von að þá kæmi læknir .. . 2V2 milljón fanga I svona refsifangabúðum getur að líta nokkuð góðan þverskurð úr samfélaginu. Og þar verður maður margs vísari um viðhorf sovézkra alþýðumanna til stöðu sinnar, og til laga og réttar. Fæstir þeirra sem lenda í fangabúðum í Sovétríkjunum eru „úrkynjaðir" ellegar atvinnu- glæpamenn. Að því er við kom- umst næst, er alltaf u.þ.b. tvær og hálf milljón fanga í Sovétríkjun- um. Það er 1% þjóðarinnar, hundraðasti hver maður. Oft munu þeir fleiri. Nú er meðallengd fangavistar ein fimm ár, og afbrotamenn varla nema 20—25% allra fanga, og verður þá ljóst, að nærri þriðjungur allra sovézku þjóðarinnar hefur einhvern tíma setið í fangabúðum. Þetta gefur til kynna gífurlega glæpatíðni. Það er ríkið sem stendur fyrir henni — og hefur gildar ástæður, sem sé efnahags- ástæður. Fangar eru nefnilega ódýrt vinnuafl, reyndar nærri ókeypis. Auk þess má flytja þá til að vild yfirvalda eftir því hvar vinnuafls er mest þörf hverju sinni, þá má setja í hvaða skítverk og erfiði sem er því þeir geta ekki möglað. Fangar eru t.d. oft sendir út í óbyggðir þangað sem engir fengjust aðrir nema fyrir margfalt kaup. Er það til marks að í Voronseh voru ekki nema 10 fangabúðir þegar ég var þar, en í Perm, norðar og nær Úralfjöllum, þar sem ég var 1973—74, voru þær 50... 011 mestu mannvirki í Sovétríkj- unum — stíflugárðar, áveitur, vegir og bæir norður undir heim- skauti, hafa verið reist í nauðung- arvinnu, og nær eingöngu með handafli. Það eru varla ýkjur, að það yrði algert efnahagshrun í Sovétríkjunum ef allir fangar yrðu náðaðir í einu ... „Fyrirmyndarpegninn" Mönnum er hollast að vera námfúsir og hafa augun hjá sér í fangabúðum. Það getur skipt sköpum. Menn verða að læra á lífið þar eins og annars staðar — múta vörðum, koma sér vel við alla sem hafa aðgang að matarbirgð- um, o.s.frv......Flest fæst fyrir mútur, matur, heimsóknir ætt- ingja skilorðsbundin náðun... I þessum hnakkavélum, fanga- búðunum, lenda milljónir manns, „Það er í raun og veru enginn munur á glæpamönnum og vörðum þeirra, nema búningurinn"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.